Listasalur Mosfellsbæjar laus til umsóknar

94b9b6fd7b88551d

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum frá myndlistarmönnum sem vilja sýna í Listasal Mosfellsbæjar á tímabilinu september 2010 – ágúst 2011.
Listasalurinn er 80 fermetra fjölnota salur í Bókasafni Mosfellsbæjar og standa sýningar að jafnaði í fjórar vikur í senn.
Um er að ræða einka- og samsýningar og hann er lánaður endurgjaldslaust til sýnenda.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna á vefsíðu Listasalar Mosfellsbæjar
eða hjá umsjónarmanni í síma: 566 6822/netfang: gunnarh@mos.is
 
Umsóknir um sýningar fyrir starfsárið 2010-2011 skulu berast fyrir 1. júní 2010.
Fylgja skulu með myndir af verkum, ferilskrá og lýsing á fyrirhugaðri sýningu.
Umsóknir skulu vera útprentaðar og vandaðar.
Sendist til:
Listasalur Mosfellsbæjar
Kjarna, Þverholti 2
270 Mosfellsbæ

Kær kveðja
Gunnar Helgi Guðjónsson
Listasal Mosfellsbæjar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband