Guðný Kristmannsdóttir opnar málverkasýningu í Jónas Viðar Gallery

auglysing_jv_gallery_gudny_krist_200_400.jpg

 

GULUR

Laugardaginn 15. maí opnar Guðný Kristmannsdóttir málverkasýningu í Jónas
Viðar Gallery Listagilinu á Akureyri

sýningin stendur til 19. júní og er opin á laugardögum 13-18 eða eftir
samkomulagi...


Tvíkynja frjóvgun hugmynda

Kveikja sköpunar

Í huga mér er sköpunin frumstæður kraftur, nátengdur hinni frumstæðu hvöt
að skapa líf. Löngunin til að skapa er alltaf undirliggjandi og skýst upp
á yfirborðið þegar hugað er að henni. Ég skynja hana fyrst sem ljúfa
tilfinningu sem kviknar í líkamanum, nautn eða þörf til að skapa. Löngun
til hverfa inn í sjálfa sig, inn í heim án takmarkana, nema minna eigin.

Að frjóvga hugmynd

Hugmynd er geld eða gagnslaus ef hún er ekki frjóvguð. Til að hugmynd nái
að frjóvgast þarf ég að lokka hana upp á yfirborðið, svo ég nái að skynja
hana. Vinna mín miðast að því að finna þá hugmynd sem hefur "bestu genin"
og frjóvga svo vonandi þá réttu. Hugmyndir mínar og hugsun eru "tvíkynja"
ef svo má að orði komast.

Kveikja hugmynda

Oft er sem hugmynd kvikni í líkamanum en ekki fyrir utan hann. Ég vinn
ekki úr hugmyndum mínum strax í huganum, heldur leyfi þeim að gerjast í
líkamanum fyrst. Finn hugmynd vakna og lokka hana fram úr þeirri frumstæðu
nautn sem hún er. Hugmyndir heimspekingsins Derrida um að hugsun og sköpun
geti aðeins farið fram í líkama konunnar og að þær séu beinlínis
kynferðislegar athafnir, þykja mér heillandi. Einnig þykir mér áhugavert
hvernig ást á visku fær Nietzsche til að fjalla um skrif sín. Hann talar
um huga sinn sem móðurlíf og tvíkynja líkama sem frjóvgi hugsunina. Það að
mannslíkaminn sé uppspretta hugsunar og skrifa, tengist hugmynd minni um
að sköpunin kvikni í líkamanum, þó ég hugsi mér sköpun fyrst og fremst sem
nautn, get ég einnig "speglað" mig í þeirri hugmynd Nietzsche að hugsanir
okkar fæðist með kvöl og pínu. Ef til vill er ást mín á sköpun og virðing
fyrir því viðkvæma ferli, sem sköpunarferlið er, það sem vekur löngun til
að skilgreina ferlið sjálft og forsendur þess, í verkum mínum.


Guðný Þórunn Kristmannsdóttir (f. 1965) lauk stúdentsprófi af
myndlistarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1988 og stundaði síðan nám
við Myndlista- og handíðarskóla Íslands 1988-91 og brautskráðist þaðan úr
málaradeild. Skömmu síðar flutti hún til Akureyrar og hefur búið þar og
starfað síðan. Guðný heillaðist snemma af óhlutbundinni list og einbeitti
sér frá upphafi að stórum abstrakt olíumálverkum, sem einkennt hafa mestan
hluta ferils hennar. Síðari ár hafa verk hennar farið meira út fyrir mörk
óhlutbundinnar listar. Flest verk hennar eru gerð með olíu á striga en
einnig hefur hún gert blýantsteikningar og notað blandaða tækni á pappír.
Guðný hefur haldið bæði einkasýningar og tekið þátt í ýmsum samsýningum.
Hún var bæjarlistamaður Akureyrar 2009-2010.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.gudny.is

Guðný Kristmannsdóttir
Ránargötu 3
600 Akureyri
Gsm : 8631101
Heimasíða : www.gudny.is
Netfang: gudnyk@simnet.is


______________________________________________

Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband