HUGINN ÞÓR ARASON OPNAR Í KUNSTRAUM WOHNRAUM Á AKUREYRI

allt_i_kuk_og_kanil.jpg

HUGINN ÞÓR ARASON 

ALLT Í KÚK OG KANIL (OF GOTT TIL AÐ VERA SATT)

17.05. - 21.06.2009 

Opnun sunnudaginn 17. maí 2009, klukkan 11-13  

Opið samkvæmt samkomulagi  

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM             

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir     

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744 

hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de 

 

Sunnudaginn 17. maí 2009 klukkan 11-13 opnar Huginn Þór Arason sýninguna “ALLT Í KÚK OG KANIL (OF GOTT TIL AÐ VERA SATT)” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

Á sýningunni í KW er hugmyndin að útfæra skissu af Evrópusambandsfána þar sem stendur "ALLT Í KÚK OG KANIL" í stað stjarnanna. Hún var upphaflega gerð af tilefni bókverks Lortsins (óformlegur félagsskapur ýmissa listamanna og skapandi einstaklinga) sem sett var saman af tilefni samsýningar hópsins í Kling & Bang í október 2008. Skissan birtist í hrárri mynd í bókinni. Hugmyndin er semsagt að útfæra þessa skissu í hvítt bómullarefni í stofuglugga . Hægt verður svo að panta fánann í sinn eigin glugga yfir sýningartímabilið gegnum KW. Fáninn verður skjannahvítur. Á sýningunni verða einnig tvær pappírsklippimyndir og kveðjur sem sendar hafa verið fjölskyldunni að Ásabyggð 2; aðstandendum KW, frá Ástralíu.

Huginn Þór Arason stundaði nám við Listaháskóla Íslands og framhaldsnám við Akademie der Bildenden Künste í Wien. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum og unnið að nokkrum samstarfsverkefnum. Nýlega tók hann þátt í sýningunni ID-LAB í Listasafni Reykjavíkur og North Star/Dark Star í The Narrows Gallery í Melbourne. Hann hefur einnig unnið að sýningarstjórn og starfar í stjórn Nýlistasafnsins og Gallerí Suðsuðvesturs í Reykjanesbæ. Hann býr og starfar í Reykjavík

Nánari upplýsingar veitir Huginn í njappnjapp(hjá)yahoo.com og í síma 692 9817


Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2.

Sýning Hugins Þórs Arasonar stendur til 21. júní 2009 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.

Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.


SAMSÝNINGIN "Í RÉTTRI HÆÐ" OPNAR Í POPULUS TREMULA

_rettrihaed_9_5_09.jpg

Laugardaginn 16. maí kl. 14:00 verður opnuð samsýningin Í RÉTTRI HÆÐ í Populus Tremula.

Þar sýna verk sín listamennirnir Aðalsteinn Svanur, Arnar Tryggvason, Gunnar Kr., Kristján Pétur, Jón Laxdal og Þórarinn Blöndal. Verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera hengd upp í réttri hæð. Sýningarstjóri er Gunnar Kr.

Við þetta tækifæri er einnig endurútgefin ljóðabók Jóns Laxdal, sem Populus tremula gaf út 2007 og verið hefur ófáanleg um nokkurt skeið. Bókin, sem var fyrsta útgáfuverkefni Pt, verður til sölu á staðnum, eins og aðrar bækur útgáfunnar, sem nú fylla tvo tugi.

Uppákomur verða á opnun.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 17. maí kl. 14:00 - 17:00

Aðeins þessi eina helgi

Ari Svavarsson opnar málverkasýningu í Jónas Viðar Gallery

auglysing_jv_gallery_ari22_600.jpg

opnun

laugardaginn 16. maí kl 15.00 opnar Ari Svavarsson málverkasýningu
í Jónas Viðar Gallery listagilinu á Akureyri.

þér og þínum er boðið á opnun



______________________________________________

Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is/
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


Sigrún Guðjónsdóttir - Rúna opnar myndlistasýningu í DaLí Gallery laugardaginn 16. maí kl. 14-17

flisamyndlitil.jpg

Rúna á langan listferil að baki og hefur starfað í listum allt frá 1950 til dagsins í dag. Rúna hefur sýnt víða bæði í samsýningum og einkasýningum og er einn af frumkvöðlum íslenskar leirlistar ásamt manni sínum Gesti Þorgrímssyni (1920-2003), og er heiðursfélagi Leirlistafélagsins. Árið 2005 hlaut hún titilinn heiðurslistamaður Hafnarfjarðar.Meðal starfa á sviði myndlistar var Rúna fyrsti formaður SÍM, Sambands íslenskra myndlistamanna, og sinnti formennsku FÍM, Félagi íslenskra myndlistamanna. Auk þess sat hún í stjórn Norræna myndlistafélagsins og Norrænu listamiðstöðvarinnar á Sveaborg í Finnlandi. Rúna sýnir nýleg verk í DaLí Gallery. Hún sýnir meðal annarra myndverka flísamálverk sem hún er þekkt fyrir og þjóðhátíðarplattarnir verða með í för.

Sýning Rúnu - Sigrúnar Guðjónsdóttur er til 6. júní og eru allir velkomnir.

DaLí Gallery
Brekkugata 9, 600 Akureyri
http://daligallery.blogspot.com
opið lau-sun kl.14-17

Bloggfærslur 15. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband