Umsóknarfrestur um starfslaun listamanna á Akureyri er til 20. mars

Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum listamanna um starfslaun fyrir tímabilið 1. júní 2009 til 31. maí 2010.


Starfs launum verður  úthlutað til tveggja listamanna og hlýtur hvor um sig sex mánaða laun.


Ætlast er til að viðkomandi listamaður helgi sig list sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á starfslaunatímanum og einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina. Umsækjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður. 
Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri ráðhússins að Geislagötu 9.

Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða- og menningarmála hjá Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars.


Margeir Dire Sigurðason sýnir á VeggVerki

dire.jpg


    VeggVerk Kynnir
    MARGEIR DIRE SIGURÐARSON
    14.03.2009 - 10.05.2009

    Absorbism.

Verkið er unnið með blandaðri tækni sem ég er enn að þróa. Í vinnslu reyni ég að túlka sama hlutinn á marga mismunandi hætti sem blandast saman með tímanum. Í upphafi er óhlutbundin teikning með einni línu yfir allan flötinn, sem orsakar að öll form verksins tengjast. Myndina læt ég svo sitja um óákveðin tíma og les út úr formunum og nýti allt sem ég sé, heyri og upplifi í mínu daglega lífi til að búa til eina heilsteypta sögu í verkinu.
Þegar sagan er hálfmótuð tjái ég hana með litum og fikra hægt að fígúratífri útfærslu.
Söguna er svo fyrir hvern og einn að lesa úr.


Margeir Dire Sigurðason útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2008 og er búsettur i Madrid þessa dagana.
Margeir hefur sýnt verk sin síðan hann man eftir sér og út um allar trissur. Þar á meðal Akureyri, Reykjavik, Lahti (finnlandi), Barcelona, Alicante (Spáni) og New York.


    Verkefnastjóri Jóna Hlíf Halldórsdóttir
    www.veggverk.org


Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Dögg Stefánsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýna í GalleríBOXi

jona_og_stelpurnar.jpg

Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Dögg Stefánsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir
stofnuðu BOXið 16. mars 2005. Nú er tími til þess að kveðja og þær vilja
bjóða öllum sem hafa komið og átt gleðilegar stundir í BOXinu að gleðjast með
þeim og sjá brot af list þeirra.

Opnaði sýning í galleríBOXi nú sal Myndlistarfélagsins í tilefni þessa laugardaginn 14. mars kl. og  stendur til sunnudagsins 29. mars.

Dögg Stefánsdóttir(1978) býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist með Diploma frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2006.  Dögg sýnir málverkið  STREYMI.

Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965,  fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, var við nám í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk síðan diploma  hjá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2006.  Sýnir hún verkið FYRIR/EFTIR sem eru útsaumuð textaverk og notar þar gamalt handverk með nýjum tón.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir(1978) er fædd í Reykjavík en býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist með Diploma frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2005 og með Mastersgráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2007.
Á sýningunni mun Jóna Hlíf vera með bókverkið HÉR og veggspjaldið THINK DIFFERENT til sölu.
Einnig mun Jóna sýna innsetningu sem er á tilraunastigi og málverk.

GalleríBOX er opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14:00 til 17:00.


Bloggfærslur 17. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband