29.1.2009 | 15:28
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir opnar myndlistarsýningu í Galleri+
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, myndhöggvari, opnar myndlistarsýningu í Galleri+, Brekkugötu 35 á Akureyri, laugardaginn 31.janúar kl. 16.00 Sýningin ber yfirskriftina "Með tvær hendur tómar" og er innsetning í þremur rýmum gallerísins. Opnunartími gallerí+ er um helgar frá kl. 14-17.00 og aðra daga eftir samkomulagi við eigendurna, Joris og Pálínu, í síma 462 7818. Sýningunni lýkur 16. febrúar.
Anna Sigríður útskrifaðist úr MHÍ 1985 og fór í framhaldsnám í myndmótunardeild AKI listaakademíunnar í Enschede í Hollandi til 1989. Anna Sigríður hefur verið starfandi listamaður síðan og sýnt víða.
29.1.2009 | 12:25
Mannréttindabíó KvikYndis
Mánudaginn 2. febrúar sýnir KvikYndi tvær myndir í röð heimildarmynda sem fjalla um mannréttindi. Það er Franska sendiráðið á Íslandi sem lánar myndirnar.
Sýningar fara að venju fram á efstu hæð í Rósenborg og byrja kl. 18:00. Leyfilegt er að taka með sér nesti. Hvor myndin er rúmlega 50 mínútur að lengd
Lecon de Biélorusse - A lesson of Belarussian
Eftir Miroslaw Dembinski
2006
Pólland
56 mínútur
After the collapse of the USSR, a breeze of freedom blew over Minsk University. But when Lukashenko came to power in 1995, Belarus returned to a dictatorship. Despite brutal repression, young Belarusians embody the resistance against the government. Intelligent, talented students are getting organised and calling for a democratic Belarus
http://www.imdb.com/title/tt0920739/
http://www.imdb.com/title/tt0920739/awards
Selves and Others: Un Portrait D´Edward Said
Eftir Emmanuel Hamon
2002
France
52 mínútur
A portrait of the great Palestinian intellectual shortly before his death. In this long interview, Edward Said reminisces about his live, his background, his studies, his daily engagement. He defends his concept of the intellectual and defines his position in the Israel-Palestine conflict.
http://www.imdb.com/title/tt0448928