29.1.2008 | 11:47
Ásdís Arnardóttir opnar sýningu á Bókasafni Háskólans á Akureyri
Ásdís Arnardóttir opnar myndlistasýningu á Bókasafni Háskólans á Akureyri laugardaginn 2. febrúar kl. 15:00. Sýningin mun standa til 1. mars.
Ásdís nam fyrst við Myndlistaskólann á Akureyri 1995-1996, síðan í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk prófi frá málunardeild árið 1999. Auk þess hefur hún tekið ýmis námskeið í steinhöggi m.a. við Accademia di Belle Arti, Bologna og hjá Einari Má Guðvarðarsyni, myndhöggvara.
Hún hefur m.a. starfað við Menningarmiðstöðina Gerðuberg og hjá Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Að undanförnu hefur hún eingöngu unnið að eigin list.
Á sýningunni á bókasafninu eru myndir málaðar með vatnslitum á hríspappír. Myndefnið sækir Ásdís í ljósmyndir frá miðjum 8. áratug síðustu aldar, sem teknar voru á Kodak Instamatic myndavél af einfaldri gerð. Í verkunum kallast á innileiki ljósmyndarinnar og sú tilfinning sem myndast við samspil pappírs og litar. Um leið segir hver mynd örsögu úr nálægri fortíð.
Bókasafn Háskólans á Akureyri er opið alla virka daga frá 8:00 18:00 og á laugardögum frá 12:00 15:00.
Allir eru velkomnir
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2008 | 10:52
Bráðið vatn - Smeltevand
Sýningin Smeltevand sem er samsýning 10 norrænna listakvenna heldur áfram ferð sinni og var hún (ný og endurbætt) sett upp í sýningarsölum Menningarmiðstöðvarinnar Portalen, í Greve í Danmörku.