Færsluflokkur: Matur og drykkur
29.8.2008 | 11:59
Sýningin Portraits of the north opnar klukkan 17 í Amtsbókasafninu á Akureyrarvöku
Ykkur er boðið að vera við opnun sýningarinnar Portraits of the north á laugardag klukkan 17 í Amtsbókasafninu en sýningin er hluti af dagskrá Akureyrarvöku.
Um er að ræða áhrifamiklar blýantsteikningar af fólki úr frumbyggjabyggðum Norður-Kanada og hefur sýning farið víða frá árinu 2006 .
Myndirnar eru eftir listamanninn Gerald Kuehl og koma frá Listasafni Manitoba en sýningin er í boði Manitobastjórnar.
Peter Bjornsson menntamálaráðherra Manitoba mun opna sýninguna en hann í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.
Álftagerðisbræður syngja við opnunina og léttar veitingar verða í boði.
Vert er að minnast á meiri menningu tengda Manitoba sem hægt er að njóta á Akureyrarvöku.
Jaxon Haldane og Chris Saywell úr Bluegrass hljómsveitinni DRangers spila á föstudagskvöld í Lystigarðinum við setningu Akureyrarvöku, auk þess sem þeir félagar eru hluti af lokaatriði Akureyrarvöku á laugardagskvöldið
Freya Olafson listakona sýnir video-danslistaverkið New Icelander klukkan 20.30 í Húsinu í Rósenborg og verður einnig þátttakandi í lokaatriði Akureyrarvöku.
Að síðustu er það þing Þjóðræknisfélags Íslendinga sem haldið verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun frá klukkan 13 - 16. Á dagskrá þingsins verða ávörp ráðherra, bæjarstjórans á Akureyri og aðalræðismanns Íslands í Winnipeg. Flutt verður minni Árna Bjarnarsonar og fjallað um Sigríði móður Nonna auk þess sem sýning henni tileinkuð verður sett upp á fundarstað. Sagt verður frá starfi Vesturfarasetursins á Hofsósi og greint frá 10 ára öflugu starfi Snorraverkefnisins. Það verkefni hefur blásið nýju lífi í samskiptin milli afkomenda íslenskra landnema í Vesturheimi og Íslands og tengt starfið enn betur við byggðir landsins einum á norður- og austurlandi. Hópur úr Snorri Plus verkefninu verður á Akureyri við þetta tækifæri.
Það eru allir hjartanlega velkomnir á þingið.
(Lára Stefánsdóttir tók myndina af Amtsbókasafninu)
6.8.2008 | 21:08
MÁLVERK Á FISKIDEGI
Guðbjörg Ringsted opnar málverkasýningu á Dalvík þann 7. ágúst kl. 17:00.
Sýningin er til húsa í Krækishúsinu við Hafnarbraut og mun standa til og með 10 ágúst, eða á meðan á fiskidögum stendur. Þetta er 14. einkasýning Guðbjargar en það eru um 20 ár síðan hún sýndi síðast á Dalvík. Málverkin eru öll frá árinu 2007 og 2008 og er yrkisefnið laufa- og blómamunstur sem hún hefur unnið með undanfarið. Má t.d. sjá baldýringamunstur liðast um myndflötinn.
Sýningin er opin frá kl. 14:00 til kl. 22:00 föstudag og laugardag en frá 14.00 til 18:00 á sunnudag.
Sjá fiskidagur.muna.is
Allir velkomnir !
25.7.2008 | 11:32
Anna K. Mields og Linda Franke opna sýningu í Deiglunni föstudaginn 25. júlí kl. 17
Anna K. Mields og Linda Franke sem dvelja nú í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri opna sýninguna "The Living House" í Deiglunni, föstudaginn 25. júlí. Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi. Sýningin hefst á spennandi gjörningi klukkan 5 á föstudeginum.
Þema sýningarinnar er leyndardómurinn í hversdagslegum hlutum. Matur, diskar og húsgögn umkringja okkur. Þessir hlutir eru markaðir hversdagslegum gjörðum okkar. Daglegar venjur okkar eru nánast ómeðvitaðar, en þegar við gerum þær að athöfn breytist skynjun okkar á þeim.
Hvað ef þessir hversdagslegu hlutir fá sitt eigið líf? Er munur á trúnni á hið leyndardómsfulla og yfirnáttúrulega og hátækni og funksjónalisma?
Nánari upplýsingar um listamennina má fá á heimasíðum þeirra:
www.artnews.org/annakatharinamields
Sjá einnig
http://www.listasumar.akureyri.is/Blogg/Blogg.html
10.7.2008 | 12:53
Gjörningaklúbburinn opnar sýningu í Safnasafninu

Gjörningaklúbburinn er hópur þriggja listakvenna sem samanstendur af þeim Sigrúnu Hrólfsdóttur, Jóní Jónsdóttur og Eirúnu Sigurðardóttur. Samstarf þeirra hófst í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, þaðan sem þær útskrifuðust 1996. Á árunum 1996 - 1999 lögðu þær stund á framhaldsnám við eftirfarandi háskólum: Eirún í Hochschule der Künste í Berlin, Jóní í det Kongelige danske kunstakademi í Kaupmannahöfn og Sigrún í Pratt Institute í New York.
Verkin á sýningunni í Safnasafninu eru sprottin frá hugmyndinni um hlutverk konunnar sem gestgjafa í gegnum aldirnar; að veita skjól og skapa rými fyrir hugmyndir að vaxa, rými þar sem samskipti manna í millum eiga sér stað. Þau fjalla líka um kynferði, kvenlíkamann, hugmyndir um undirgefni, sjálfstæði, sjálfsímynd, fjötra og frelsi, einnig um mikilvægi þess að taka gestum fagnandi sem bera með sér nýjar hugmyndir og nýja siði. Eina leiðin til þess að lifa af er að hafa fúsleika til þess að þiggja það sem manni er gefið og gefa á móti. Samskipti manna verða að byggjast á gagnkvæmri virðingu. Verkin tengja sig einnig sterklega við hina einu sönnu gestrisni sem ríkir á hverju sveitaheimili, rómantík og gleði.
Gjörningaklúbburinn á glæsilegan sýningarferil að baki og hefur sýnt verk sín á yfir 200 sýningum bæði hér heima og erlendis. Undir nafninu The Icelandic Love Corporation hafa þær flutt gjörninga og tekið þátt í sýningum meðal annars í New York, Berlín, London, Kaupmannahöfn, Ósló, San Fransisco, Helsinki, Varsjá og Tókýó. Gjörningaklúbburinn hefur vakið verðskuldaða athygli og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir framsækin og margræð verk sín. Verkin hafa oft yfir sér glaðværð og glæsileika sem er ofinn saman við þyngri undirtón. Þær sækja gjarnan í brunn alþýðulistar og handverks og trúa því að ástin muni á endanum sigra, enda tengjast hugmyndir þeirra gjarnan samskiptum kynja, manna og náttúru.
4.7.2008 | 01:25
Vilhelm Anton Jónsson opnar sýningu á Café Karólínu á laugardag
Vilhelm Anton Jónsson
Samfélag í svörtu bleki
05.07.08 - 01.08.08
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Vilhelm Anton Jónsson opnar sýninguna "Samfélag í svörtu bleki" á Café Karólínu laugardaginn 5. júlí 2008 klukkan 14.
Vilhelmsýnir að þessu sinni teikningar á Café Karólínu. Myndirnar eru hlaðnarsvörtum húmor og fjalla um atburði og aðstæður sem snerta fólkmisjafnlega. Stíll myndanna snertir á "Macabre" stíl, sem listamenn áborð við Edward Gorey og Tim Burton vinna gjarnan í.
Lítil sagaeða aðstöðu-lýsing er skrifuð inná hverja mynd. Í myndunum lýsirVilhelm gráum raunveruleikanum og flestar myndir gerast í kring umaldamótin 1800 þó að efnið eigi við í dag. Með því færir hann okkur frásamtímanum og gefur okkur færi á að skoða hann úr fjarlægð, meta hannog gagnrýna samferðamenn okkar, gildi þeirra og okkar sjálfra.
Tölusettar eftirprentanir verða til sölu.
Hver mynd er aðeins gerð í þremur eintökum.
Vilhelmer starfandi tónlistar- og myndlistarmaður og þetta er fimmtaeinkasýning hans. Vilhelm hefur gefið út fimm plötur með hljómsveitsinni 200.000 naglbítum og undir eigin nafni. Hann vinnur nú að stóruverkefni með 200.000 naglbítum og Lúðrasveit verkalýðsins, sem hanngefur út í haust. Hann er menntaður heimspekingur og sjálfmenntaðurlistamaður.
Nánari upplýsingar veitir Vilhelm í villijons@gmail.com
Sýningin á Café Karólínu stendur til 1. ágúst, 2008.
Meðfylgjandi er mynd af einu verkanna sem hann sýnir á Café Karólínu.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
02.08.08-05.09.08 Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08 Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08-31.10.08 Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08-05.12.08 Þorsteinn Gíslason
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 09:28
Ása Óla sýnir í Listasal Saltfisksetursins

Ása Óla opnar málverkasýningu í Listasal Saltfisksetursins laugardaginn 21. júní kl. 14:00 sýninguna kallar hún Geisha ofl.
Ása Óla er fædd á Húsavík 1983 og er uppalin á Hveravöllum í Reykjahverfi.
Hún útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2007 af fagurlistabraut. Einnig hefur hún farið á ýmis námskeið s.s í keramiki, módelteiknun og ljósmyndun.
Hún er virkur meðlimur í samsýningahópnum Grálist.
Geisha ofl. er önnur einkasýning Ásu eftir nám.
Sýningin stendur til 7. júlí.
Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11-18.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2008 | 13:49
Leiðsögn um sýninguna GREINASAFN og lautarferð
GREINASAFN : Sunndag 22.06.08 kl.15.00
Leiðsögn um sýninguna og lautarferð
Safnasafnið á Svalbarðsströnd og Listahátíð í Reykjavík
Anna Líndal / Bjarki Bragason / Hildigunnur Birgisdóttir
// // // Sunnudaginn 22. júní klukkan 15.00 verður leiðsögn um sýninguna Greinasafn, á Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2008, og er samstarf Önnu Líndal, Bjarka Bragasonar og Hildigunnar Birgisdóttur, sem munu sjá um leiðsögnina. Greinasafn vinnur með umhverfi Safnasafnsins og rannsakar m.a. söfnun og ferlið sem á sér stað innan hennar. Greinasafn byggir á rannsóknum á bæjarlæknum Valsá, sem streymir framhjá safninu, óveðri sem sleit upp gamalt tré í skógræktarreit, og því sem á sér stað þegar óreiðu er staflað upp í djúpum miðlunarlónum með stíflurof í huga.
// // Eftir leiðsögnina verður farið í lautarferð í mögnuðu þúfubarði sem stendur við hlið safnsins, drukkið prímuskaffi og snæddir ástarpungar úr Húnaflóa.
Allir velkomnir.
// http://listahatid.is/default.asp?page_id=7679&event_id=5420
// www.safnasafnid.is
13.6.2008 | 09:41
Arnar Ómarsson opnar sýninguna "Með eigin augum" á Café Karólínu
Arnar Ómarsson
Með eigin augum
14.06.08 - 04.07.08
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Arnar Ómarsson opnar sýninguna "Með eigin augum" á Café Karólínu laugardaginn 14. júní 2008.
Arnar er búsettur í Freyjulundi í Eyjafirði. Hann varð stúdent frá MA 2007 og starfaði sem umbrotsmaður og ljósmyndari hjá DV 2007-2008. Arnar er nemandi í Dieter Roth Akademíunni og er á leið í ljósmyndanám til London í haust. Hann segir um verkin sem hann sýnir á Café Karólínu: "Þessi sýning er tilraun til að sýna daglegt líf í Íran með mannlífsmyndum. Allar myndirnar eru frá ferð um Íran á síðasta ári."
Nánari upplýsingar um Arnar Ómarsson er að finna á http://freyjulundur.is og netfangið er arnar@freyjulundur.is og í síma 8238247
Sýningin á Café Karólínu stendur til 4. júlí, 2008.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
05.07.08-01.08.08 Vilhelm Jónsson
02.08.08-05.09.08 Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08 Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08-31.10.08 Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08-05.12.08 Þorsteinn Gíslason
11.6.2008 | 13:02
Sýningin HLASS opnar á Halstjörnunni í Öxnadal
H L A S S
Opnun 20.06.2008
18:00-20:00
21.06 - 21.07 2008
Hlynur Hallsson // Huginn Arason // Jóna Hlíf Halldórsdóttir // Karlotta Blöndal // Karen Dúa Kristjánsdóttir // Níels Hafstein // Unnar Örn Jónsson Auðarson
Gjörningur // Habbý Ósk
21:00 Uppákoma // Gunnhildur Hauksdóttir
Halastjarna veitingahús kynnir:
22:00 SÚKKAT + Fiskisúpa = 1.500 krónur
Súpan er framreidd á milli 18:00-22:00
borðapantanir í síma 461 2200
Hugmyndin á bak við sýninguna er að setja óvenjulegan bæjarviðburð í hversdagslegt sveitaumhverfi. Hvetja fólk til þess að koma að Hálsi, njóta náttúrudýrðarinnar, ganga upp að Hraunsvatni, minnast ljóða Jónasar Hallgrímssonar og fá sér góðan mat á Halastjörnunni. Hlaðan stendur í dag að miklu leyti ónýtt en með því að halda þar sýningu er hægt að sýna möguleikana sem felast í þessum ónýttu rýmum til sýningarhalds eða annarra viðburða, en þannig er farið með fleiri hlöður á landinu en að Hálsi. Þannig er hægt að glæða þær lífi og skapa úr þeim nýtt umhverfi, og koma þannig lífi í þessar undirstöður sveita landsins. Það er þekkt fyrirbæri að menningarviðburðir á fáförnum slóðum dregur fólk að, og sáir skapandi frjókornum í huga þeirra sem þangað koma. Þannig ganga gömul rými oft í endurnýjun lífdaga og fá á endanum nýtt hlutverk eftir að listamenn hafa bent á möguleikana sem í því felast.
www.hlass.blogspot.com
Verkefnastjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir
sími 6630545
Sonja Lind Eyglóardóttir (Húsfreyja á Halastjörnu Veitingahúsi)
sími 4612200
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 22:46
Sýningin HLASS opnar í Öxnadal 20. júní 2008
H L A S S
Opnun 20.06.2008
18:00-20:00
21.06 - 21.07 2008
Hlynur Hallsson // Huginn Arason // Jóna Hlíf Halldórsdóttir // Karlotta Blöndal // Karen Dúa Kristjánsdóttir // Níels Hafstein // Unnar Örn Jónsson Auðarson
www.hlass.blogspot.com
Hugmyndin á bak við sýninguna er að setja óvenjulegan bæjarviðburð í hversdagslegt sveitaumhverfi. Hvetja fólk til þess að koma að Hálsi, njóta náttúrudýrðarinnar, ganga upp að Hraunsvatni, minnast ljóða Jónasar Hallgrímssonar og fá sér góðan mat á Halastjörnunni. Hlaðan stendur í dag að miklu leyti ónýtt en með því að halda þar sýningu er hægt að sýna möguleikana sem felast í þessum ónýttu rýmum til sýningarhalds eða annarra viðburða, en þannig er farið með fleiri hlöður á landinu en að Hálsi. Þannig er hægt að glæða þær lífi og skapa úr þeim nýtt umhverfi, og koma þannig lífi í þessar undirstöður sveita landsins. Það er þekkt fyrirbæri að menningarviðburðir á fáförnum slóðum dregur fólk að, og sáir skapandi frjókornum í huga þeirra sem þangað koma. Þannig ganga gömul rými oft í endurnýjun lífdaga og fá á endanum nýtt hlutverk eftir að listamenn hafa bent á möguleikana sem í því felast.
Verkefnastjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir
sími 6630545