Færsluflokkur: Matur og drykkur
27.4.2009 | 22:23
Hertha Richardt Úlfarsdóttir opnar sýningu á Café Karólínu
Hertha Richardt Úlfarsdóttir
Fastagestir og annað starfsfólk
02.05.09 - 05.06.09
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Hertha Richardt Úlfarsdóttir opnar sýninguna Fastagestir og annað starfsfólk á Café Karólínu laugardaginn 2. maí 2009 klukkan 15.
Hertha Richardt Úlfarsdóttir útskrifaðist með diploma frá Myndlistaskólanum á Akureyri, 2008, fagurlistadeild. Þetta er fyrsta einkasýning hennar eftir útksrift. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hér og í Finnlandi.
Við vorum öll þarna, var það ekki?
C.v
Nafn: Hertha Richardt Úlfarsdóttir
Fædd 6. September 1983 á Egilsstöðum.
Lögheimili: Ásvegur 17, 600 Akureyri.
Sími: 8673520
Netfang: hertha@gmail.com
Nám
2005 - 2008 Myndlistaskólinn á Akureyri, Diploma úr fagurlistadeild
2006 - 2007 Gestanemi í Lahti Institute of Fine art, Finland
2004 - 2005 Myndlistaskólinn á Akureyri, Fornám.
2004 - 1999 Menntaskólinn á Egilsstöðum, Félagsfræði- og listnámsbraut
2000 - 2001 Skiptinám í Chandler Highschool, Arizona, BNA.
Samsýningar
2008, ,,Grálist engin Smálist", Deiglunni, Akureyri.
2008, Útskriftarsýning úr Fagurlistadeild, Akureyri
2007, Nemendasýning í Deiglunni, Akureyri
2007, Valintoja, Lahti, Finland
2006, Skiptinemasýning, AULA-Gallery, Finland
2006, Skiptinemasýning, Lahti model Institute, Finland
Einkasýningar
2009, ,,Fastagestir og annað starfsfólk", Café Karólína, Akureyri
Annað
2008 - Starfar í sýningarnefnd fyrir GalleriBOx
2008 - Starfar í Gestavinnustofunefnd Gilfélagsins
2008 - Hannar veggspjaldið fyrir sýninguna ,,Bæ,bæ Ísland"
2007 - Stofnaði sjálfstætt rekin Model teikningarhóp fyrir nema Myndlistaskólans á Akureyri
Sýningin á Kaffi Karólínu stendur til 5. júní 2009. Allir eru velkomnir á opnun.
Nánari upplýsingar veitir Hertha í síma 8673520 og í tölvupósti: hertha(hjá)gmail.com
Næstu sýningar á Café Karólínu:
06.06.09 - 03.07.09 Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09 Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09 Þórgunnur Oddsdóttir
05.09.09 - 02.10.09 Ólöf Björg Björnsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Konfekt fyrir augu og eyru í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 11. apríl kl. 15:00
Anna Richards bæjarlistakona heldur veislu!
Anna Richards flytur í veislunni gjörning í sjö köflum. Um er að ræða djarfa tilraunastarfsemi þar sem ýmsar listgreinar mætast. Gjörningurinn er hluti af leið Önnu að sólósýningu sem er í vinnslu.
Tónlistina fremja Margot Kiis, Stefán Ingólfsson, Kristján Edelstein, Helgi Þórsson og Wolfgang Frosti Sahr.Þau verða einnig á tilraunaskónum og spinna í samvinnu við dans og myndlist. Verkið er myndkonfekt þar sem Brynhildur Kristinsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir eru tilraunakokkarnir í samvinnu við Önnu.
Aðgangseyrir á sýninguna eru 1000 krónur. Ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.
Strax að loknum gjörningi eða klukkan 16 opnar sýning með verkum Önnu í GalleríBOXi. Þar verða veitingar og fjör.
Verið öll velkomin.
Nánari upplýsingar um veisluna í Ketilhúsinu og sýninguna í GalleríBOXi gefur Anna í síma 863 1696.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2009 | 20:13
Dagrún Matthíasdóttir og Sigurlín M. Grétarsdóttir (Lína) opna myndlistasýningu í Startart
Dalíurnar Dagrún Matthíasdóttir og Sigurlín M. Grétarsdóttir (Lína) opna
myndlistasýningu í Startart laugarvegi 12b í Reykjavík, laugardaginn 4.
apríl kl. 15.
Sýning Dagrúnar ber titilinn Matarlist, sem eru olíumálverk á striga og
mdf plötur:
,,Ég hef yndi af því að elda og er alltaf mál að mála. Að vinna með mat í
myndlist hefur verið mér hugleikið undanfarið og er ég hér að mála þann
mat sem hefur dúkkað upp á borð hjá mér. Í raun er tíðarandinn svolítið
back to the basic eða sá að hefðbundinn íslenskur matur er mun oftar í
matinn og ratar þess vegna í málverkin mín".
Sýning Sigurlínar - Línu ber titilinn Tilbrigði. Lína notar blandaða tækni
í verkunum, aðferð sem hún hefur verið að þróa í rúm 2 ár. Í verkunum á
sýningunni í Startart notar hún acryl, lakk, pappír, hrosshár og fleira.
Þær stöllur ganga oft undir nafninu Dalíurnar sem kemur til vegna þess að
saman stofnuðu þær og reka DaLí Gallery á Akureyri. Dagrún og Lína eru
útskrifaðar frá Myndlistaskólanum á Akureyri og í dag eru báðar í námi við
Háskólann á Akureyri í kennslufræðum til kennsluréttinda. Einnig er Dagrún
í Nútímafræði við sama skóla.
Sýningarnar í Startart eru til 9. maí og allir velkomnir. http://startart.is
DaLíurnar - Dagrún og Lína eru í samsýningarhópnum Grálist og félagar í
Myndlistafélaginu.
www.gralist.wordpress.com
www.dagrunmatt.blogspot.com
Dagrún s. 8957173
Lína s.8697872
31.3.2009 | 09:34
Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar sýninguna „Fagurfræðilegt dundur“ á Café Karólínu
Helga Sigríður Valdemarsdóttir
Fagurfræðilegt dundur
04.04.09 - 01.05.09
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar sýninguna Fagurfræðilegt dundur á Café Karólínu laugardaginn 4. apríl 2009 klukkan 15.
Helga Sigríður Valdemarsdóttir er fædd á Akureyri, 1975 og útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2003.
Á 19. öld var myndlistakennslu stúlkna ætlað að búa þær undir framtíðarhlutverk sín sem mæður og húsfreyjur. Teiknikennsla stúlkna flokkaðist með handavinnu og markmiðið var að auðvelda þeim að hanna og teikna eigið útsaumsmynstur. Myndlistakennslan átti jafnframt að auka fegurðarskyn og smekkvísi ungmeyja.
Arfleifð þessarar sögu útsaumurinn er viðfangsefni Helgu. Á sýningunni koma fyrir sjónir fimm olíumálverk á striga og sækir Helga efnivið sinn í mynstur í púða sem hún fann í fórum föðurömmu sinnar. Sama mynstur er í verkunum en þau eru máluð í ólíkum litum.
Sýningin á Kaffi Karólínu stendur til 1. maí 2009. Allir eru velkomnir á opnun.
Sýningar:
-Unglist, Deiglan á Akureyri haustið 2000
-Samsýning listnema myndlistardeildar, á Akureyri vorið 2002
-Útskriftarsýning í Ketilhúsinu á Akureyri vorið 2003
-Frá konu til konu, Black box gallery í Toronto Kanada veturinn 2006
-Heima er bezt, Minjasafnið að Hnjóti í Örlygshöfn sumarið 2008
-Heima er bezt, Hópið Tálknafirði desember 2008-janúar 2009
-Kappar og ofurhetjur, samsýning Myndlistarfélagsins, GalleríBOX í Listagilinu á Akureyri febrúar 2009
Nánari upplýsingar veitir Helga Sigríður í tölvupósti blackmolly3(hjá)hotmail.com
Næstu sýningar á Café Karólínu:
02.05.09 - 05.06.09 Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09 Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09 Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09 Þórgunnur Oddsdóttir
05.09.09 - 02.10.09 Ólöf Björg Björnsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
3.3.2009 | 09:41
Inga Björk Harðardóttir opnar sýninguna “Réttir” á Café Karólínu laugardaginn 7. mars

Inga Björk Harðardóttir opnar sýninguna Réttir á Café Karólínu laugardaginn 7. mars 2009 klukkan 15.
Inga Björk segir um sýninguna: Réttir eru viðfangsefni mitt að þessu sinni. Þær eru fallegar sérstaklega þessar gömlu. Samspil ljóss og skugga gefur mikla möguleika til leikja á striganum og ég kaus að fara mjög frjálslega með þær sem myndefni. Réttir eru líka stór hluti af menningu okkar þær eru fagnaðarfundir dýra og manna. Gömlu réttirnar eru uppfullar af minningum liðinna daga. Sýningin samanstendur af 7 olíumyndum sem eiga það sameiginlegt að túlka réttir en ekki allar á sama hátt eða sama tíma.
Þetta er þriðja einkasýning Ingu Bjarkar en hún hefur tekið þátt í átta samsýningum. Hún útskrifaðist árið 2008 frá Myndlistaskólanum á Akureyri en áður hafði hún útskrifast sem Gullsmiður og starfað um árabil.
Sýningin á Kaffi Karólínu stendur til 03.04.09. Allir eru velkomnir á opnun.
Nánari upplýsingar veitir Inga Björk í síma 862 1094 og í tölvupósti ingabh(hjá)simnet.is
Næstu sýningar á Café Karólínu:
04.04.09 - 01.05.09 Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09 Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09 Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09 Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09 Þórgunnur Oddsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Inga Björk Harðardóttir
Réttir
07.03.09 - 03.04.09
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
25.2.2009 | 08:44
Akane Kimbara sýnir í gestavinnustofu Gilfélagsins

Akane Kimbara er fædd og uppalin í Japan, en býr og starfar í Þýskalandi. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hennar www.akanekimbara.net.
Léttar veitingar verða í boði.
24.2.2009 | 22:15
Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir í Vordingborg
I was invited by Gitte Nielsen to revive a building in Vordingborg for one week. It was a mental institution before, but now all that's left are the walls and memories. In this installation I am utilizing the building's history. Positive thinking and fresh ideas are the main features of this installation.
I would like to invite you to my opening on 1. March 2009 at 16.00-18:00 Our joyful reception includes food and drink.
2.2.2009 | 09:48
Arnar Sigurðsson opnar sýninguna “Kóngur um kóng” á Café Karólínu
Arnar Sigurðsson opnar sýninguna "Kóngur um kóng" á Café Karólínu laugardaginn 7. Febrúar 2009 klukkan15.
Sýnd verða 14 ný spreyverk en þetta er önnur einkasýning Arnars.
Arnar lauk Grafískri hönnun frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2002.
Nú rekur hann og vinnur sem Grafískur hönnuður á Geimstofuni hönnunarhúsi ásamt öðrum.
Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar.
Sýningin stendur til föstudagsins 6. mars 2009.
Nánari upplýsingar veitir Arnar í síma 899 2295.
Arnar Sigurðsson
Kóngur um kóng
07.02.09 - 06.03.09
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Næstu sýningar á Café Karólínu:
07.03.09 - 03.04.09 Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09 Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09 Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09 Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09 Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09 Þórgunnur Oddsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
15.1.2009 | 22:03
Finnur Arnar sýnir í Laxdalshúsi

Opnunin hefst kl: 16:00 og verða léttar veitingar í boði.
12.1.2009 | 23:12
Kristin G. Jóhannsson opnar sýningu í Jónas Viðar Gallery
Laugardaginn 17. janúar kl.15.00 verður opnuð sýning á nýjum verkum eftir
Kristin G. Jóhannsson, listmálara, í Jónas Viðar Gallery ,
Kaupvangsstræti á Akureyri.
Sýningin ber titilinn "Haustbrekkur" og er hluti myndraðar, sem
listamaðurinn hefur unnið að undanfarin ár.
Hann sýndi fyrsta hluta þessa bálks í Ketilhúsi fyrir tveimur árum og hét
"Búðargil og brekkurnar" og eru verkin á þessari sýningu í beinu framhaldi
af þeim.
Kristinn leitar fanga í nánasta umhverfi sitt og segist efna til þessara
verka í brekkunum upp af Fjörunni eða eins og segir í sýningarskrá:"Verkin
á þessari sýningu eru sem sagt hluti af stærri heild og sækja blæbrigði í
litskrúð brekknanna og minnir á haustið eða gróður sem er að syngja sitt
síðasta með trega, flúri eða fagurgala. Líf í lækkandi sól."
Sýningin veður opin til 8. febrúar og er gallerýið opið föstudaga og
laugardaga kl 14.00-18.00.
Allir eru velkomnir á opnun sem er sem fyrr sagði kl. 15.00 n.k. laugardag.