Færsluflokkur: Matur og drykkur

Dieter Roth Akademían í Verksmiðjunni á Hjalteyri 5. og 6. júní 2010

expo_dadi.jpg

 

Dieter Roth Akademían (DRA), var stofnuð í minningu Svissnesk/þýska listamannsins Dieter Roth í maí árið 2000, tveimur árum eftir að hann lést.

Upphaflega voru það vinir, samstarfsmenn og fjölskylda Dieter Roth sem komu saman og ákváðu að láta hugmyndir hans um akademíu verða að veruleika. Samtök eða félagsskap þar sem listamenn og annað gott fólk kæmi saman, sýndu verkin sín, hjálpuðust að, miðluðu þekkingu og létu almennt gott af sér leiða.

Stofnendurnir/prófessorarnir bjóða öðrum listamönnum þátttöku ýmist sem nemendum eða prófessorum, allt eftir reynslu þeirra og þekkingu.

Akademían er ekki stofnun og hefur engan rekstur og enga skriffinnsku. Það má kalla það fyrstu lexíuna í akademíunni að alla skipulagningu og pappírsvinnu sem fylgir því að komast í samband við prófessorana víða um heim verða nemendur að sjá um sjálfir.

Í dag eru nokkrir tugir meðlima í DRA. víða um Evrópu, í Kína, Ungverjalandi, Íslandi og Nýju Mexíkó, sem hittast árlega og halda ráðstefnu um listir.

Samfara ráðstefnunum eru myndlistasýningar, fyrirlestrar, gjörningar og listasmiðjur. Þungamiðjan í öllu saman eru verk Dieter Roth, heimspeki hans og lífskraftur.

 

Dieter Roth kom eins og stormsveipur inn í heim íslenskrar menningar í lok 6. áratugarins þegar hann settist að í Reykjavík ásamt barnsmóður sinni Sigríði Björnsdóttur.
 Dieter tók að sér  að kenna við Myndlistaskólann í Reykjavík fyrir tilstilli Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara sem þá var skólastjóri. Starf Dieters við skólann hafði mikil áhrif á þá listamenn og kennara við skólann sem kynntust honum og hugmyndum hans.

 

Áhrifa verka og hugmynda Dieters Roth á Íslandi urðu margvísleg og afgerandi, ekki síst ásviði myndlistar og hönnunar. Sér raunar ekki fyrir endann á þeim áhrifum, eins og kom fram í því að á Listahátíð í Reykjavík 2005 var sérstök áhersla á samtímamyndlist. Ber þar helst að nefna viðamikla sýningu á verkum Dieter Roth í þremur listasöfnum; Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og Gallerí 100° en sýningin þar var í samvinnu við Nýlistasafnið.

 

Svissnesk/þýski listamaðurinn Dieter Roth átti heimili sitt á Íslandi frá sjötta áratug síðustu aldar. Svo vill til að hann starfaði um tíma hjá prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri, en Oddur var ættingi Sigríðar eiginkonu Dieters og barnsmóður.

 

Dieter Roth akademían á sér sterkar rætur á Íslandi og hefur fjölmörgum nemendum verið boðin þátttaka. Árlega fer Listaháskóli Íslands með nemendur í vinnubúðir á Seyðisfjörð undir leiðsögn Björns Roth og Kristjáns Steingríms Jónssonar. Öllu því fólki býðst þátttaka.

 

Verksmiðjan á Hjalteyri hefur boðið DRA. að halda sína 11. ráðstefnu og sýningu, 5. júní – 18. júlí 2010.

Verksmiðjan er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14.00 - 17.00

www.verksmidjan.blogspot.com

www.facebook.com/pages/Verksmidjan-a-Hjalteyri/92671772828?ref=ts

 

 

Fyrir allar nánari upplýsingar hafið samband við

 

Aðalheiði S. Eysteinsdóttur í síma 865 5091, fyrir norðan adalheidur(hjá)freyjulundur.is

 

Björn Roth í síma 894 0007, er í Reykjavík þriðjudag og fyrripart miðvikudags.

 

Jan Voss, í Amsterdam, sími 003120-6390507, boewoe(hjá)xs4all.nl

 

Laugardagur 5. júní

kl.14.00-17.00  opnun sýningar Dieter Roth akademíunnar.

kl. 14.30 Uppákoma - Halldór Ásgeirsson - Hraunbræðsla.


kl. 15.30 Uppákoma – Martin Engles - Leiklestur.

 

 

Sunnudagur 6. júní

kl. 14.00 Erindi - Vilborg Dagbjartsdóttir- Kynni af Roth fjölskyldunni.

kl. 15.00 Gunnhildur Hauksdóttir – uppákoma.

kl. 16.00 Ráðstefna DRA.

 

 

Þátttökulisti DRA

 

Elín Anna Þórisdóttir

Ann Noël

Malcom Green

Birta Jóhannesdóttir

Karl Roth

Solveig Thoroddsen

Þórarinn Ingi Jónsson

Jeannette Castioni

Harpa Björnsdóttir

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

Magnús Árnason

Finnur Arnar

Gunnhildur Hauksdóttir

Arnar Ómarsson 

Andrea Tippel 

Erika Streit

Rut Himmelsbach

Rúna Þorkelsdóttir

Henriëtte Van Egten

Jan Voss

Sigríður Björnsdóttir

Dadi Wirz

Kristján Guðmundsson

Björn Roth

Oddur Roth

Þórarinn Blöndal

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir

Sigríður Torfadóttir Tulinius

Martin Engler

Vilborg Dagbjartsdóttir

Gunnar Már Pétursson

Martijn Last 

Gunnar Helgason

Avanti Ósk Pétursdóttir

Pétur Kristjánsson

Eggert Einarsson

Beat Keusch

Gertrud Otterbeck

Reiner Pretzell

Einar Roth

Steinunn Svavarsdóttir

Þórunn Svavarsdóttir

Halldór Ásgeirsson

Aðalheiður Borgþórsdóttir

Ásgeir Skúlason


Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri frá fimtudegi til sunnudags

helgi.jpg


Þrítugasta og sjötta starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með veglegri sýningu á verkum nemenda í húsnæði skólans. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári.

Alls stunduðu sextíu og fjórir nemendur nám í dagdeildum skólans og af þeim munu tuttugu og átta brautskrást frá skólanum að þessu sinni.

Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barnanámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri sýningardagana.

Opnunartími kl. 14:00 til 18:00 frá fimtudegi til sunnudags.
Heimasíða skólans: www.myndak.is


VORSÝNING 2010

Myndlistaskólinn á Akureyri.
Opin helgina 13. - 16. maí kl. 14:00 - 18:00
Sýningarstaður: Kaupvangsstræti 16

Kveðja úr Myndlistaskólanum á Akureyri,

Helgi Vilberg
Myndlistaskólinn á Akureyri
http://www.myndak.is


„Samverk“ sýning nemenda Fjölmenntar á Akureyri verður opnuð í Café Karólínu laugardaginn 8. maí kl. 17

p3290296.jpg

Aðalheiður Arnþórsdóttir, Anna Ragnarsdóttir, Elma Stefánsdóttir, Guðrún Káradóttir, Heiðar H. Bergsson, Ingimar Valdimarsson, Jón Kristinn Sigurbjörnsson, Jón Óskar Ísleifsson, Magnús Ásmundsson, Nanna Kristín Antonsdóttir, Pétur Ágúst Pétursson, Sigrún Baldursdóttir, Sigrún Ísleifsdóttir, Símon H. Reynisson, Sævar Örn Bergsson, Þorsteinn Sigurbjörnsson og Örn Arason.  

Samverk

08.05.10 - 04.06.10

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---

„Samverk“ sýning nemenda Fjölmenntar á Akureyri verður opnuð í Café Karólínu laugardaginn  8. maí kl. 17:00. 

 

17 nemendur Fjölmenntar setja saman sýninguna “Samverk” sem verður opnuð í Café Karólínu laugardaginn  8. maí kl. 17:00. Myndlistarmennirnir og kennararnir Dögg Stefánsdóttir og Inga Björk Harðardóttir hafa umsjón með sýningunni sem er hluti af hátíðinni “List án landamæra” sem nú stendur yfir um allt land. Þátttakendur í sýningunni eru: Aðalheiður Arnþórsdóttir, Anna Ragnarsdóttir, Elma Stefánsdóttir, Guðrún Káradóttir, Heiðar H. Bergsson, Ingimar Valdimarsson, Jón Kristinn Sigurbjörnsson, Jón Óskar Ísleifsson, Magnús Ásmundsson, Nanna Kristín Antonsdóttir, Pétur Ágúst Pétursson, Sigrún Baldursdóttir, Sigrún Ísleifsdóttir, Símon H. Reynisson, Sævar Örn Bergsson, Þorsteinn Sigurbjörnsson og Örn Arason.                 

“List er tjáning. Nemendur Fjölmenntar sem sækja um námskeið í myndlist finna gleði í að tjá sig í myndsköpun. Á þessari sýningu fáum við að kynnast listsköpun einstaklinga með mismunandi forsendur. Afreksturinn er áhugaverður og sannarlega þess virði að upplifa.”

 

Meðfylgjandi mynd er af verki á sýningunni.

Nánari upplýsingar veitir Dögg í síma 694 5307 eða tölvupósti: dogg(hjá)krummi.is og Inga í síma 862 1094 eða tölvupósti: ingabh(hjá)simnet.is

Sýningin stendur til föstudagsins 4. júní og allir eru velkomnir.

 

Næstu sýningar á Café Karólínu:

05.06.10 - 02.07.10                  Hanna Hlíf Bjarnadóttir

03.07.10 - 06.08.10                  Hrefna Harðardóttir

07.08.10 - 03.09.10                  Arnþrúður Dagsdóttir

04.09.10 - 01.10.10                  Margrét Buhl


Bryndís Kondrup opnar sýningu á Café Karólínu

bryndis.jpg

 

Bryndís Kondrup

Staðsetningar

03.10.09 - 06.11.09

 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

Bryndís Kondrup opnar sýninguna “Staðsetningar” á Café Karólínu laugardaginn 3. október klukkan 15.

 

Sýningin Staðsetningar samanstendur af málverkum, landakortum og trjágreinum.

Þetta eru hugleiðingar um staði og staðsetningar, hvar erum við stödd í tíma og rúmi eða hvar vildum við vera stödd?

 

Bryndís Kondrup er menntuð við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Skolen for Brugskunst og myndlistadeild Dansk Lærerhöjskole í Kaupmannahöfn, listfræði við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Bryndís hefur haldið hátt á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis.

  

Meðfylgjandi mynd er af einu verka Bryndísar.

 

Nánari upplýsingar veitir Bryndís í síma 866 7754 eða tölvupósti: brykondrup@gmail.com

 

Næstu sýningar á Café Karólínu:

07.11.09 - 04.12.09                   Bergþór Morthens                 

05.12.09 - 01.01.10                   Sveinbjörg Ásgeirsdóttir


Samúel Jóhannsson opnar myndlistarsýningu í galleríBOXi

b.35x45cm.

Listamaðurinn Samúel Jóhannsson opnar myndlistarsýningu sína í galleríBOXi - Sal Myndlistarfélagsins laugardaginn 26. september kl. 14.
Sýningin stendur til 18. október.
Allir velkomnir og léttar veitingar í boði á opnun.


Ólöf Björg Björnsdóttir opnar sýninguna “Visas” á Café Karólínu

r_obb_4.jpg

Ólöf Björg Björnsdóttir

Visas

05.09.09 - 02.10.09

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Ólöf Björg Björnsdóttir opnar sýninguna “Visas” á Café Karólínu laugardaginn 5. september klukkan 15.

Ólöf Björg útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 með málun sem aðalgrein og vorið 2007 lauk hún kennaranámi frá sama skóla. Einnig lærði hún myndlist við háskólann í Granada á Spáni, dvaldi á textílverkstæði Ami Ann og lærði hjá meistara An Ho Bum í Seoul í Kóreu 1994-1995.

Ólöf Björg hefur verið virk í myndlistinni frá útskrift, haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga og uppákomum ýmiskonar m.a. Sequenses árið 2007 og afmælissýningu Hafnarfjarðar í Hafnarborg árið 2008, var með skápainnsetningar í tilefni af Björtum dögum árið 2009 á eigin heimili svo eitthvað sé nefnt.

Málverk Ólafar Bjargar eru í senn kaótísk og nákvæm og eru litrík og flæðandi í víðum skilningi. Hún notar gjarnan aðra miðla líka og hafa innsetningar hennar haft á að skipa lifandi dýrum, dúnsængum, leikföngum, ilmi og mörgu fleiru. Verk Ólafar Bjargar eru fersk og tilfinningarík og er í þeim fólginn mikill sköpunarkraftur. Heimasíða hennar er: http://www.olofbjorg.is

Meðfylgjandi mynd er af einu verka Ólafar Bjargar.

Nánari upplýsingar veitir Ólöf Björg í síma 868 8098 eða tölvupósti: olofbjorg(hjá)olofbjorg.is

Næstu sýningar á Café Karólínu:
03.10.09 - 06.11.09    Bryndís Kondrup     
07.11.09 - 04.12.09    Bergþór Morthens   
05.12.09 - 01.01.10    Sveinbjörg Ásgeirsdóttir


Þóra Sigurþórsdóttir opnar sýningu í GalleríBOXi

GalleríBOX
Þóra Sigurþórsdóttir
Hlauptu af þér hornin
11.07 - 26.07.2009
opið 14:00 – 17:00
Kaupvangsstræti 12
600 Akureyri

Verið velkomin á opnun sýningar Þóru Sigurþórsdóttur leirlistakonu „Hlauptu af þér hornin“ í GalleríBOXi laugardaginn 11. júlí kl.14:00. Léttar veitingar í boði.
Nánari upplýsingar veitir Þóra í síma 820 0321

Myndlistarfélagið, GalleríBOX, Kaupvangsstræti 12, 600 Akureyri.
www.galleribox.blogspot.com


Lind Völundardóttir opnar sýningu á Café Karólínu

karolina14-300.jpg

Lind Völundardóttir

Bleikt með loftbólum

04.07.09 - 31.07.09

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri 

Lind Völundardóttir opnar sýninguna “ Bleikt með loftbólum “ á Café Karólínu 4. júlí 2009
Kl.15

Lind er Reykvíkingur fædd 1955 í Þingholtunum og er 101 í húð og hár.

Lind er kjólameistari, myndlista-og textílkona og hefur verið svo lánsöm að geta framfleytt sér á kunnáttu sinni með iðkun og kennslu.

Verkin sem hér hanga eru hluti af stærra verki þar sem myndlist og textíl skarast. Verkið er unnið út frá ferli í litun á textíl. Litunarferlið byrjar á því að vatnið er látið renna og litnum er blandað í vatnið. Myndirnar eru teknar þegar þetta er að gerast. Í þessu tilfelli var litað silki og fékk það svona gamaldags móskulegan laxableikan lit. Loftbólurnar urðu til þegar vatnið streymdi af krafti úr krananum.


Menntun

2007 - 2009 University of Iceland, Diploma, Teachers certificate.
2006-2007   The Reykjavík Technical Collage, Certificate as a master craftsman in tailoring.
1994 - 1996 St. Joost Academy, Breda, Postgraduade  Visual Art
1993 - 1994 The Royal Academy of Art in The Hague, Department of Sculpture.
1987 - 1989 The Icelandic Academy of Arts and Crafts, BFA, Department of New Art.
1985 - 1986 The Reykjavik ,Chollage, of Visual Art, Drawing .
1980 - 1984 The Reykjavik Technical Collage, Journeyman's examination in tailoring.


Sýningar

2009 Artótek Reykjavík, Iceland. Photographs
2008 Gallery Ráðhús Reykjavíkur, Iceland. Photographs
2007 Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Iceland. Photographs
2007 Lucent,  Den Haag, The Netherlands. Photographs
2006 Kaffi Mokka, Reykjavík, Iceland. Photographs
2005 Gallery Zoet, Den Haag, The Netherlands.  Textile and clothing.
2004 Gallery Red Hot, Den Haag, The Netherlands. Textile and clothing.
2003 Wandering Library, Markers lV in Venice, Unecko   National Italia, Comition, Roadshow. Italy, Germany, Franc, Mixed media
1999 Quartair Contemporary Art Initiatives, Den Haag, The Netherlands,Mixed media
1997 Gallery Keller, Den Haag, The Netherlands. Mixed media
1997 Nýlistasafnið, Reykjavik, Iceland. Mixed media
1996 The Artgive Den Haag, The Netherlands.Photographs
1996 Kunstraum Wohn Raum, Hannover, Duitsland, Mixed media.
1996 Gallery Litter, Den Haag, The Netherlands. Mixed media
1995 Gallery Sævar Karl, Reykjavík, Iceland. Mixed media
1995 Nýlistasafnið, Reykjavík, Iceland. Mixed media
1994 Gallery Sævar Karl, Reykjavík, Iceland.
1994 Quartair Contemporary Art Initiatives, Den Haag, The Netherlands. Mixed media
1993 “22”  Reykjavík, Iceland. Photographs.
1992 Hlaðvarpinn, Reykjavík, Iceland. Photographs.
1991 Image Photogallery, Arhus, Denmark. Photographs.


Nánari upplýsingar veitir Lind í tölvupósti mr.bond@orange.nl

Næstu sýningar á Café Karólínu:
01.08.09 - 04.09.09 Þórgunnur Oddsdóttir
05.09.09 - 02.10.09 Ólöf Björg Björnsdóttir


Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Aðalfundur Gilfélagsins þann 16. júní

gilfelagid.jpg


Gilfélagið kynnir:

Aðalfundur Gilfélagsins verður haldinn þann 16. júní klukkan 17:00 í Deiglunni.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Kosning nýrrar stjórnar.

Breytingatillögur á lögum félagsins þurfa að hafa borist félaginu 10 dögum fyrir aðalfund.

Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar.

Sjáumst í Deiglunni 16. júní klukkan fimm!

Stjórn Gilfélagsins

Heimasíða: www.listagil.is
Tölvupóstf. : gilfelag@listagil.is


Georg Óskar Manúelsson opnar sýninguna „Lollipopp“ á Café Karólínu

lollipopp.jpg

Georg Óskar Manúelsson

Lollipopp

06.06.09 - 03.07.09


Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


---
Georg Óskar Manúelsson opnar sýninguna „Lollipopp“ á Café Karólínu laugardaginn 6. júní 2009 klukkan 15.

Lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp
lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipop

Georg Óskar 1985 603 Akureyri S: 847-7891 georgoskar@gmail.com

Nám
2007- 2009     Myndlistaskólinn á Akureyri, Fagurlist
2007-2008      Gestanemi í Lahti Institute of Fine art, Finland
2002-2006     Verkmenntarskólinn á Akureyri, Myndlistarbraut

Samsýningar
2007     Florence Biennale - Flórens
2007     Rósenborg - Akureyri
2009     GÓMS - Georg Óskar & Margeir Sigurðsson - Dalí gallerý, Akureyri

Einkasýningar
2007     Cafe Valny - Egilstaðir
2008     Untitled - Deiglan, Akureyri
2008     Cafe Valny - Egilstaðir
2009     Lollipopp - Karólína, Akureyri

Sýningin á Kaffi Karólínu stendur til 3. júlí 2009. Allir eru velkomnir á opnun.
Nánari upplýsingar veitir Óskar í síma 8477891 og í tölvupósti: georgoskar@gmail.com

Næstu sýningar á Café Karólínu:
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09    Þórgunnur Oddsdóttir
05.09.09 - 02.10.09    Ólöf Björg Björnsdóttir

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband