Færsluflokkur: Kvikmyndir

Save us! - Bjargið okkur! í DaLí Gallery

pressa.jpg

Save us! - Bjargið okkur!

Ef ofurhetjur væru til í alvörunni væri heimurinn kannski betri staður.
Ofurhetjur svara ávallt kallinu og hlaupa til þegar hætta steðjar að. Þær
eru hugrakkar fram í fingurgóma og nýta krafta sína til góðs. En við höfum
engar ofurhetjur eins og í bíómyndunum. Við höfum bara venjulegt fólk og
það verður víst að duga. En mikið væri núskemmtilegt ef…

Save us! - Bjargið okkur! - Friðlaugur Jónsson opnar sýningu í DaLí
Gallery laugardag 26. september kl. 14-17. Save us! - Bjargið okkur! er
fyrsta einkasýning Friðlaugs sem er grafískur hönnuður. Verk Friðlaugs eru
prentuð á segl og bylgjupappa og eru bæði stafræn málverk og leturverk.
Sýningin stendur til 11. október og allir velkomnir.

DaLí Gallery
Opið lau-sun kl.14-17
Brekkugata 9, Akureyri
Dagrún Matthíasdóttir og Sigurlín M. Grétarsdóttir
s.8957173 og 8697872
dagrunm@snerpa.is
daligallery.blogspot.com

Friðlaugur Jónsson s.8681343
frilli7@gmail.com
www.frilli7.com


Myndlistarsýningin KÓPÍUR í Populus Tremula

elli-og-G%C3%86gir-11.09-web


KÓPÍUR
GUÐBRANDUR ÆGIR OG ELLI
MYNDLISTARSÝNING

OG TRÚBADÚRTÓNLEIKAR
AÐALSTEINS SVANS SIGFÚSSONAR

Föstudagskvöldið 11. september kl. 21:00 verður opnuð myndlistarsýningin KÓPÍUR í Populus Tremula. Sýningin fjallar um upphaf, ferðalag og endi listaverks, sem og fram­haldslíf þess. Sýningin samanstendur af videoverki og ljósmyndum. Hún er sam­starfs­verkefni myndlistarmannanna Guðbrands Ægis og ella.

Um kl. 22:00 tekur síðan trúba­dúrinn Aðalsteinn Svanur völdin um stund þar sem hann mun frumflytja nokkra nýja söngva í bland við eldra efni.

Sýningin verður einnig opin laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. september kl. 13:00 - 16:00


Moira Tierney sýnir og fjallar um kvikmyndir sínar í Verksmiðjunni á Hjalteyri

still.jpg

Laugardaginn 22 ágúst  kl. 20 :00 mun írska kvikmyndagerðarkonan Moira Tierney sýna og fjalla um kvikmyndir sínar í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Moira Tierney stundaði nám í Dublin og París en fluttist að því loknu til New York þar sem hún starfaði með Jonas Mekas við Anthology Film Archives. Hún er stofnfélagi í SOLUS collective  fyrir tilraunakvikmyndir sem hefur bækistöðvar sínar í Dublin og er þáttakandi í væntanlegri sýningarferð þeirra um Írland, Egyptaland, Túnis og Mauretaniu á haustdögum 2009.

Kvikmyndir Moiru Tierney eru fyrst og fremst teknar á Super-8mm og 16mm filmur; þær eru mannlýsingar úr þéttbýlinu og viðfangsefnin jafn fjölbreytt sem  samfélag Förufólks á Írlandi til Haítískra aðgerðarsinna í New York til Snáka og Magadansara til Franskra sirkusa til Rússneskra  sundkappa til veggmynda í Bronx til Max Roach og Cecil Taylor « in the house »…….. í Verksmiðjunni mun Moira segja frá og sýna úrval stuttmynda frá síðustu tíu árum, viðburðinn nefnir hún strandsiglingu.
www.moiratierney.net
www.soluscollective.org

Í Verksmiðjunni á Hjalteyri stendur nú ennþá yfir sýningin Kvörn sem er samsýning stofnenda Verksmiðjunnar. Sýningin er opinn um helgar frá 14:00 til 17:00, einnig er hægt að komast að samkomulagi um að fá að sjá hana utan sýningartíma. Laugardagurinn 22 ágúst er lokadagur sýningarinnar.


Þrjár nýjar sýningar í Safnasafninu

Þriðjudaginn 21. júlí voru opnaðar 3 sýningar á efri hæð í
Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Í framrými eru hljóðdempandi málverk eftir
Kristján Guðmundsson, í miðrými innsetning með borðbúnaði eftir Söru Riel og
í innrými myndbandsverk um dáleidda konu í rauðu herbergi eftir Sigurð
Guðmundsson.


Vídeóhátíð í GalleríBOXi

box_868822.jpg

Laugardaginn þann 27. júní kl. 14:00 mun GalleriBOX opna Vídeóhátíð
fyrir gesti og gangandi. Verkin koma víða að, þ.á.m frá Finnlandi og Bretlandi.

Skapti Runólfsson

Eva Dagbjört Óladóttir

Björg Eiríksdóttir

Morgane Parma

Bjarke Stenbæk Kristensen

Emmi Kalinen

Hekla Björt Helgadóttir

Sigrún Lýðsdóttir

Unu Björk Sigurðardóttir

Steinn Kristjánsson

Sigurlín M. Grétarsdóttir

 

Hátíðin stendur yfir þessa einu helgi, 27. júní - 28. júní, kl. 14:00 - 17:00.

Léttar veitingar í boði.

Vídeóhátíðin er styrkt af Ljósgjafanum, Fjölsmiðjunni og Menntasmiðjunni.

Myndlistarfélagið, GalleriBOX, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri.

galleribox.blogspot.com

myndbrot.jpg


Ásdís Sif Gunnarsdóttir opnar sýningu í Kópaskersvita

Ykkur er hér með boðið á opnun sýningarinnar „Brennið þið vitar!“ í Kópaskersvita nk. sunnudag 17. maí kl. 15. 

Ásdís Sif Gunnarsdóttir er listamaður Kópaskersvita en Ásdís fæst við myndbanda og gjörningalist þar sem hún bregður sér í ólík hlutverk dulspárra vera. Með hjálp nýjustu tækni endurvekur hún fornar goðsagnir og ræður áhorfendum heilt, sem dæmi hefur hún nýtt sér veraldarvefinn til þess að miðla boðskap sínum persónulega til fólks.  Frekari upplýsingar um Ásdísi má finna á heimasíðu hennar: www.asdissifgunnarsdottir.com

Sýningin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Menningarráðs Eyþings og Vitastígs á Norðausturlandi.


Sama dag hefur Ingunn St. Svavarsdóttir Yst opna sýninguna „Verk í vinnslu“ í Fagurlistasmiðjunni Bragganum við Öxarfjörð. Opið kl.11-18


Rory Middleton opnar sýningu í Deiglunni

imageforhjedna.jpg

Laugardaginn 25. apríl mun gestalistamaður Gilfélagsins í apríl, Rory Middleton, opna sýningu sína "The Fourth Wall, Searching for Hjedna" í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23, Akureyri. Sýningin opnar kl. 14:00 og verður hún opin þessa einu helgi, laugardag og sunnudag 14:00 - 17:00.

Rory Middleton vinnur aðallega með kvikmyndir, byggingarlist og landslag. Hann skapar innsetningar, höggmyndir og vídeo og notar reyk, lykt og hljóð til að skapa umhverfi er áhorfandin getur gengið inn í.


--
Hertha Richardt Úlfarsdóttir
Supervisor of the studio for visiting artists in Akureyri
www.artistsstudio.blogspot.com


Gestalistamaður Gestavinnustofu Gilfélagsins; Rory Middleton

Þau verk er Rory Middleton skapar láta sig varða kvikmyndir,
Arkítektúr og landslag.
Hann skapar innsetningar, skúlptúra og vídeo og notar reyk, lykt og
hljóð til að skapa umhverfi sem áhorfandinn getur gengið inn í.
Með því að blanda saman nútímalegum og hefðbundnum aðferðum reynir
hann að byggja upp dulúð í kringum verk hans, með því að skapa
andrúmsloft kvikmynda með því að nota aðferðir kvikmynda.

Nú, þegar á Akureyri, hefur hann verið að taka upp ,,Seraching for
Hjedna", vegamynd þar sem íslenskt landslag er bæði karakter og
umgjörð, þar sem leikarar, listamenn og áhorfendur munu týna sér, og
vona að þau munu finna hvað Hjedna er.

Rory Middleton býr og starfar í Edinburgh og útskrifaðist með MFA frá
Glasgow School of Art árið 2006 og með BA frá Falmouth School of Art
2002.


Rory Middleton’s work is concerned with cinema, architecture and landscape.
He makes installations, sculpture and video and uses smoke, smell and
sound to create environments into which the viewer can enter.
By combining modern and traditional techniques he aims to construct
mystery and ambiguity within his work, creating cinematic space
through means of cinematic devices.

Whilst in Akureyri he has been shooting ‘Searching for Hjedna’ a road
movie where the Icelandic Landscape is both Character and Set, where
the actor, artist and audience find themselves lost, hoping to find
what is Hjedna.

Rory Middleton lives and works in Edinburgh and Graduated with an MFA
from Glasgow School of Art 2006 and BA from Falmouth School of Art
2002.


Mannréttindabíó KvikYndis

logo_sendirad2Mánudaginn 2. febrúar sýnir KvikYndi tvær myndir í röð heimildarmynda sem fjalla um mannréttindi. Það er Franska sendiráðið á Íslandi sem lánar myndirnar.
Sýningar fara að venju fram á efstu hæð í Rósenborg og byrja kl. 18:00. Leyfilegt er að taka með sér nesti. Hvor myndin er rúmlega 50 mínútur að lengd


Lecon de Biélorusse - A lesson of Belarussian

Eftir Miroslaw Dembinski
2006
Pólland
56 mínútur

After the collapse of the USSR, a breeze of freedom blew over Minsk University. But when Lukashenko came to power in 1995, Belarus returned to a dictatorship. Despite brutal repression, young Belarusians embody the resistance against the government. Intelligent, talented students are getting organised and calling for a democratic Belarus

http://www.imdb.com/title/tt0920739/

http://www.imdb.com/title/tt0920739/awards


Selves and Others: Un Portrait D´Edward Said

Eftir Emmanuel Hamon
2002
France
52 mínútur

A portrait of the great Palestinian intellectual shortly before his death. In this long interview, Edward Said reminisces about his live, his background, his studies, his daily engagement. He defends his concept of the intellectual and defines his position in the Israel-Palestine conflict.

http://www.imdb.com/title/tt0448928


Myndlistarsýningin START opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Verksmiðjan
Menningarmiðstöð á Hjalteyri

Neðst á Hjalteyri // 601 Akureyri // verksmidjan.blogspot.com // 461 1450 // 865 5091


START

02.08. – 23.08.2008

Alexander Steig, Þýskalandi
Arna Valsdóttir, Íslandi
Boekie Woekie, Hollandi
Kristján Guðmundsson, Íslandi
Magnús Pálsson, Íslandi/Bretlandi
Nicolas Moulins, Frakklandi/Þýskalandi
Sigga Björg Sigurðardóttir, Íslandi/Skotlandi

Opið fimmtudaga til sunnudaga klukkan 14:00 - 17:00

Nánari upplýsingar á http://www.verksmidjan.blogspot.com

---
Myndlistarsýningin START opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri, laugardaginn 2. ágúst 2008 klukkan 14:00.
Sýningin stendur til 23. ágúst.
Opið frá fimmtudegi til sunnudags klukkan 14:00 - 17:00

Dagsskrá:

Laugardagurinn 2. ágúst
14:00 Opnun. Þátttakendur eru Sigga Björg Sigurðardóttir, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Alexander Steig, Boekie Woekie, Nicolas Moulin og Arna Valsdóttir.

15:00 Arna Valsdóttir, Sönggjörningur
17:00 Arna Valsdóttir, Sönggjörningur
18:00 Ghazi Barakat, tónlistaratriði

Sunnudagurinn 3. ágúst
14:00 - 17:00 Listasmiðja
fyrir börn og foreldra. Opið öllum.

Laugardagurinn 9. ágúst
10:00 - 15:00 Listasmiðja fyrir börn
15:00 Arna Valsdóttir, Sönggjörningur
18:00 Kammerkórinn Hymnodia

Sunnudagurinn 10. ágúst
10:00 - 15:00 Listasmiðja fyrir börn
Listasmiðjurnar eru fyrir 10 til 14 ára krakka, ekkert þátttökugjald.
Umsjónarmenn: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Gústav Geir Bollason og Þórarinn Blöndal.
Skráning hjá Aðalheiði í síma 865 5091

Sunnudagurinn 17. ágúst
15:00 Ljóðadagskrá
í umsjón Jóns Laxdal

Sýningin stendur til 23. ágúst.

Stuðningsaðilar eru Menningarráð Eyþings, Impra, Nýsköpunarmiðstöð, Þýska sendiráðið og BYKO.

Nýtt upphaf í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Fyrsta sýningin í gömlu verksmiðjunni á Hjalteyri er samansett af ólíkum myndlistarmönnum af þremur kynslóðum sem vinna í sex löndum. Þau vinna með innsetningar, kvikmyndir, myndbönd, hljóð, málverk, teikningar og gjörninga, svo eitthvað sé nefnt. Verksmiðjan sjálf er spennandi útgangspunktur og umgjörð fyrir verkin sem sum eru gerð sérstaklaga fyrir þessar aðstæður en önnur fá nýja merkingu í þessu hráa umhverfi.

Menningarhátíð á Hjalteyri í ágústmánuði

Von okkar listamannanna sem standa að Verksmiðjunni er að Hjalteyrarverksmiðjan og umhverfi hennar verði framtíðarstaður listamanna og þá væri sérstaða hennar í listheiminum veruleg. Hún yrði nokkurs konar frumbýli - listin nemur land - og brúaði með því bil á milli þéttbýlis og landsbyggðar en einnig landsbyggðar og umheims. Hún yrði hvortveggja í senn; svæðisbundin og næði jafnframt til stærri heildar, þar sem hún myndi bæði taka mið af þörfum og áhuga íbúa næsta nágrennis en um leið opna gáttir til umheimsins fyrir tengsl sín og samstarf við erlenda aðila. Umhverfið og húsakynni Hjalteyrar-verksmiðjunnar vekur athygli, hefur áhrif á sköpun og mótar starfsemina. Unnið hefur verið að grunnendurbótum á Verksmiðjunni en tekið tillit til umhverfisins og þess hvernig húsakynni eru í raun. Samspil náttúruafla og mannvirkja hefur verið haft í huga og að leiðarljósi. Verksmiðjan er eitt listaverk út af fyrir sig.
 

Aðstandendur Verksmiðjunnar eru:

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Arna Valsdóttir
Arnar Ómarsson
Gústav Geir Bollason
Hlynur Hallsson
Jón Laxdal Halldórsson
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Lene Zachariassen
Véronique Legros
Þórarinn Blöndal

Clémentine Roy
Henriette van Egten
Kristján Guðmundsson
Jan Voss
Nicolas Moulin
Rúna Þorkelsdóttir


verksmidjan_uti_1.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband