Færsluflokkur: Menning og listir

Yst - á milli steins og sleggju - í góðu tómi!

 2 fráfarandi


Braggasýningin Yst í Öxarfirði verður framvegis einungis

í tengslum við 

Sólstöðuhátíðina á Skerinu 

Nú dagana  21. - 23.júní kl. 11-18. 

Hjartanlega velkomin - ókeypis inn 

Yst


 


SAGA af masumi hirayama í Listhúsi, Ólafsfirði

1306_saga02 

SAGA of masumi hirayama

opnun
Laugardag | 15. júní 2013 | kl.14
15.-17. júní 2013 | kl.14-18

Ég var á gangi í þessum bæ, ég gat bara séð hús
Ég mun fara þaðan og aðlagast hérna. Meðal annarra orða, þá upptvötaði ég hákarl
Hér er nálægt sjó, við getum borðað fisk.
Hér er mikill snjór, við höfum mjög lítið grænmeti.
Ó, OK. Ég get jafnvel lifað af.
Fiskur er hér!
OK, ég stofna fyrirtækið mitt

ALLIR VELKOMNIR

 
Alice Liu 
Listhús 
+354 8449538

Hlynur Hallsson opnar sýningu í Kartöflugeymslunni

hlynur.arnar 

 

Hlynur Hallsson

Sýning - Ausstellung - Exhibition

08.06. - 12.07. 2013

Kartöflugeymslan, Kaupvangsstræti 29, 600 Akureyri


Hlynur Hallsson opnar sýninguna Sýning - Ausstellung - Exhibition í Kartöflugeymslunni efst í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 8. júní kl. 15. Sýningin er nokkurskonar yfirlitssýning á verkum frá síðustu 10 árum ásamt nýjum verkum. Þetta eru ljósmynda- textaverk, spreyverk, prent og fleira auk þess sem ný bók kemur út í tilefni sýningarinnar.


Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur verið nokkuð iðinn við að setja upp sýningar og nú tekur hann þátt í sýningum í firstlines gallery og Halle50 í München.  Hlynur gaf út bókina MYNDIR - BILDER - PICTURES árið 2011 með 33 ljósmynda- textaverkum. Hann hefur einnig verið sýningarstjóri fjölda sýninga eins og TEXT sem sett var upp hjá Kuckei+Kuckei í Berlín haustið 2011. Hann var einnig meðal stofnenda Verksmiðjunnar á Hjalteyri þar sem settar hafa verið upp sýningar síðustu ár. Hlynur er listrænn ráðgjafi hjá Flóru á Akureyri.


Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997, verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2006. Hann hefur nokkrum sinnum hlotið starfslaun myndlistarmanna og var bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005. Hlynur vinnur með aðstæður, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburðir eins og sundferðir, fjallganga eða verslunarleiðangur geta verið efniviður í verkum hans en einnig landmæri, samskipti fólks og viðhorf okkar. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni hallsson.de og einnig á bloggsíðunni hlynur.is

 

Kartöflugeymslan er lítill sýningarsalur sem er rekin í húsnæði arkitektastofunnar Kollgátu. http://www.kollgata.is

 

Sýningin verður opin alla virka daga til föstudagsins 12. júlí 2013, frá kl. 14-16.

Myndir:  Arnar Ómarsson af verkinu "Þetta er München - Das ist München - This is Munich", firstlines gallery, München, 2013. Og mynd af http://www.kollgata.is

kartoflugeymslan 


Norðurljósasögur

northern_light_poster_is

 

Þátttakendur óskast í verkefnið: 


Kynning á myndlistartímaritinu Kiosk í Verksmiðjunni á Hjalteyri

AFFICHE 

 

KIOSK

http://www.kiosk.clementineroy.com/

http://www.de-lart.org/asso/kiosk.html

Verksmiðjan á Hjalteyri / 8.06. - 23.06.2013 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri  http://www.verksmidjan.blogspot.com
Kynning á Kiosk laugardaginn 8. júní kl. 17:00 / Frá 8 . júní opið  alla daga í Verksmiðjunni kl: 14:00 -17:00. 

Laugardaginn 8. júní kl. 17 :00 fer fram kynning á myndlistartímaritinu Kiosk í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Kiosk er útgáfuverkefni listafólks sem listakonan Clémentine Roy fór af stað með árið 2009.

« KIOSK er samstarfsverkefni tveggja. Samtal, Ping – pong tölvupóstar. Skipti á upplýsingum, myndum, teikningum, textum í heilann mánuð. 

Útgáfan DEL’ART  tekur þátt í verkefninu og sér um þann hluta þess sem kemur út á prenti. 

50 tölublöð hafa komið út á netinu og af þeim hafa 14 komið út í prentaðri útgáfu.


Yfirstandandi í Verksmiðjunni er sýningin RE – MEMBER  - ICELAND/SOUVENUS – DE – SI – LOIN og lýkur henni 23. júní.


Koma listamanna og sýningar eru styrktar af, Menningarráði Eyþings og Ásprenti en bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCP games, Bústólpi og Hörgársveit.


Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com   verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og  í síma: 4611450  og 6927450.  


 
Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com
https://www.facebook.com/pages/Verksmi%C3%B0jan-%C3%A1-Hjalteyri/92671772828

 



Myndlistahópurinn Höfuðverk opnar myndlistasýningu í Mjólkurbúðinni

294127_10201265317985108_1902409515_n 

 

Myndlistahópurinn Höfuðverk opnar myndlistasýningu í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 1. Júní kl. 14.


Myndlistahópurinn HÖFUÐVERK samanstendur af níu listakonum sem starfað hafa saman meira og minna síðan árið 2006, mikil fjölbreytni er innan hópsins og hefur hver og ein hefur sinn sérstaka stíl sem kemur sterklega fram í verkum þeirra. 

 

Sýning Höfuðverk samanstendur af olíumálverkum,  málverkum með blandaðri tækni  og verkum unnum í plexígler.

 

Á sýningunni í Mjólkurbúðinni sýna 5 af myndlistakonum hópsins og það eru:
Áslaug Anna
Ásta Bára
Gulla
Hrönn Einars
Telma Brimdís

 

Sýning hópsins í Mjólkurbúðinni stendur frá 1.-17 júní og er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og einnig á þjóðhátíðadaginn 17. Júní sem er lokadagur sýningarinnar.

 

Mjólkurbúðin Listagili er á facebook - vertu vinur

https://www.facebook.com/groups/289504904444621


Opið hús í Listhúsi í Fjallabyggð

1305_Openstudios03
 
Þátttakendur:
Masumi JP, Gordon USA, Thomas CH.
 
Laugardag 25. maí | kl. 12-18

Listhús í Fjallabyggð 
Ægisgötu 10, Ólafsfirði
www.listhus.com | listhus@listhus.com

Opnar vinnustofur,  kaffi og spjall við okkur listamenn.  Erum frá Japan, Bandaríkjunum og  Sviss. 

Allir velkomnir.



Tilkynning um Aðalfund Myndlistarfélagsins 6. júní, kl. 20.00

fundir_038 

 

Ágætu félagar

Nú fer að koma að aðalfundi hjá okkur sem haldinn verður fimmtudaginn 6. júní 2013, kl. 20.00 í húsakynnum okkar að Kaupvangsstræti 10, 2. hæð á Akureyri.

Dagskrá fundarins verður með því sniði að farið verður í hefðbundin aðalfundarstörf og nýir aðilar kosnir í stjórn.  Eftirtaldir aðilar hafa lokið sínu tveggja ára tíma bili í stjórn félagsins og eru það Guðrún Harpa formaður og Helgi Vilberg gjaldkeri. Inga Björk sagði sig úr stjórninni í fyrra og Helga Sigríður hætti í stjórn vegna veikinda.  Stefán Boulter og Telma Brimdís voru varamenn og Lárus H.List líkur sínu tímabili á næsta ári. Núna er því brýnt að kjósa þrjá nýja aðila í stjórn ásamt því að kjósa formann og það fólk sem er tilbúið að leggja Myndlistarfélaginu lið og vera partur af starfi og uppbyggingu félagsins geta nú boðið sig fram í stjórn á aðalfundinum í júní. 

Núverandi stjórn hefur náð að vinna vel saman og náð mörgum góðum verkefnum í gegn fyrir félagið og eins hafa aldrei verið eins margar sýningar í Sal Myndlistarfélagsins eins og nú í ár.  Félagið fékk svo rekstarstyrk sem gefur okkur kost á að bæta aðstöðuna hjá okkur og þjónustu við listamenn.  Margt gott hefur náðst í gegn á þessu tímabili sem brátt er á enda og það má því segja að félagið sé í mikilli sókn og það er mjög mikilvægt að við félagsmenn reynum að halda utan um þessa félagsstarfsemi eins vel og við getum svo Myndlistarfélagið nái að dafna vel um ókomna tíð. Við hvetjum því fólk um að gefa sig fram í stjórn, fólk sem vill hafa áhrif á uppbyggingu félagsins, fólk sem hefur ríka þjónustulund og vilja til að gera vel fyrir listafólk sem leitar til félagsins og ekki síður fólk sem hefur áhuga á að skapa góða framtíðarsýn fyrir félagið og vera fyrirmynd þess. 

Sjáumst hress!

Kveðja,

Stjórnin



Katherine Pickering sýnir í Populus tremula

Katherine-Pickering-web 

Laugardaginn 25. maí kl. 14.00 opnar Katherine Pickering myndlistarsýninguna Parts of a Waterfall as Seen at Night í Populus tremula.

Katherine er fædd í Montreal í Quebec en býr nú í Vernon í Bresku Kólumbíu. Hún dvelur um þessar mundir í gestavinnustofu Gilfélagsins. Í málverkum sínum kannar listakonan tengsl myrkurs og abstraktsjónar við upplifun okkar á stöðum. 

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 26. maí frá kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.


10 nýjar sýningar í Safnasafninu

IMG_2662


Laugardaginn 19. maí kl. 14.00 verða opnaðar 10 nýjar sýningar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd, í tengslum við Alþjóðlega safnadaginn, og fjalla þær annars vegar um fjarlægð og nálægð, hins vegar um  aðstæður í afmörkuðu rými og tengsl við náttúruna.
Laugardaginn 19. maí kl. 14.00 verða opnaðar 10 nýjar sýningar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd, í tengslum við Alþjóðlega safnadaginn, og fjalla þær annars vegar um fjarlægð og nálægð, hins vegar um aðstæður í afmörkuðu rými og tengsl við náttúruna.
Aðalsýning Safnasafnsins í ár er á fyrstu hæð safnsins á harðviðarstyttum og teikningum Pálma Kristins Arngrímssonar skrúðgarðyrkjumeistara í Reykjavík, sem nú koma í fyrsta skipti fyrir almenningssjónir. Þar er líka kynning á málverkum eftir Eggert Magnússon sem ekki hafa verið sýnd áður, höggmyndum eftir Örn Þorsteinsson, styttum eftir Ragnar Bjarnason og gripum nemenda í Leikskólanum Álfaborg og Valsárskóla á Svalbarðsströnd. Á hæðinni er einnig litlar innsetningar Nini Tang, Birtu Guðjónsdóttur, Guðrúnu Veru Hjartardóttur, Jóns Laxdals og Eddu Guðmundsdóttur, og skúlptúrar af ýmsum stærðum eftir Ólaf Lárusson, Daníel Þorkel Magnússon, Kelly Parr, Ólöfu Nordal, Önnu Líndal, Bjarka Bragason, Ástu Ólafsdóttur, Kristínu Reynisdóttur og Hannes Lárusson
Á efri hæð eru sýnd málverk eftir Huldu Vilhjálmsdóttir, myndir með blandaðri tækni eftir Áslaugu Leifsdóttur, málverk og skúlptúrar eftir Ómar Stefánsson, og pappírsmyndir eftir Rúnu Þorkelsdóttur, Jan Voss og Henriette van Egten. Þar eru einnig sýnishorn úr slæðusafni Hildar Maríu Pedersen og bátar eftir marga höfunda, búnir til eftir máli, ljósmynd, minni og hugkvæmni
Sýningarstjórar eru Níels Hafstein, Harpa Björnsdóttir, Magnús Pálsson og Rúna Þorkelsdóttir
Á opnuninni verða léttar veitingar í boði sveitarstjórnar, frambornar af Kvenfélagi Svalbarðsstrandar
Í Safnasafninu eru 10 sýningarrými, bókastofa, veitingasalur, stórt anddyri og 67 m2 íbúð sem er leigð ferðafólki og fleirum eftir aðstæðum. Safnið er opið daglega frá kl. 10.00 til 17.00. Upplýsingar eru á www.safnasafnið.is og fyrirspurnum svarað í síma 4614066 og safngeymsla@simnet.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband