10 nýjar sýningar í Safnasafninu

IMG_2662


Laugardaginn 19. maí kl. 14.00 verða opnaðar 10 nýjar sýningar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd, í tengslum við Alþjóðlega safnadaginn, og fjalla þær annars vegar um fjarlægð og nálægð, hins vegar um  aðstæður í afmörkuðu rými og tengsl við náttúruna.
Laugardaginn 19. maí kl. 14.00 verða opnaðar 10 nýjar sýningar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd, í tengslum við Alþjóðlega safnadaginn, og fjalla þær annars vegar um fjarlægð og nálægð, hins vegar um aðstæður í afmörkuðu rými og tengsl við náttúruna.
Aðalsýning Safnasafnsins í ár er á fyrstu hæð safnsins á harðviðarstyttum og teikningum Pálma Kristins Arngrímssonar skrúðgarðyrkjumeistara í Reykjavík, sem nú koma í fyrsta skipti fyrir almenningssjónir. Þar er líka kynning á málverkum eftir Eggert Magnússon sem ekki hafa verið sýnd áður, höggmyndum eftir Örn Þorsteinsson, styttum eftir Ragnar Bjarnason og gripum nemenda í Leikskólanum Álfaborg og Valsárskóla á Svalbarðsströnd. Á hæðinni er einnig litlar innsetningar Nini Tang, Birtu Guðjónsdóttur, Guðrúnu Veru Hjartardóttur, Jóns Laxdals og Eddu Guðmundsdóttur, og skúlptúrar af ýmsum stærðum eftir Ólaf Lárusson, Daníel Þorkel Magnússon, Kelly Parr, Ólöfu Nordal, Önnu Líndal, Bjarka Bragason, Ástu Ólafsdóttur, Kristínu Reynisdóttur og Hannes Lárusson
Á efri hæð eru sýnd málverk eftir Huldu Vilhjálmsdóttir, myndir með blandaðri tækni eftir Áslaugu Leifsdóttur, málverk og skúlptúrar eftir Ómar Stefánsson, og pappírsmyndir eftir Rúnu Þorkelsdóttur, Jan Voss og Henriette van Egten. Þar eru einnig sýnishorn úr slæðusafni Hildar Maríu Pedersen og bátar eftir marga höfunda, búnir til eftir máli, ljósmynd, minni og hugkvæmni
Sýningarstjórar eru Níels Hafstein, Harpa Björnsdóttir, Magnús Pálsson og Rúna Þorkelsdóttir
Á opnuninni verða léttar veitingar í boði sveitarstjórnar, frambornar af Kvenfélagi Svalbarðsstrandar
Í Safnasafninu eru 10 sýningarrými, bókastofa, veitingasalur, stórt anddyri og 67 m2 íbúð sem er leigð ferðafólki og fleirum eftir aðstæðum. Safnið er opið daglega frá kl. 10.00 til 17.00. Upplýsingar eru á www.safnasafnið.is og fyrirspurnum svarað í síma 4614066 og safngeymsla@simnet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband