Færsluflokkur: Menning og listir

Victor Ocares sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

599743_323827207697623_2100142756_n

Laugardaginn 11. jan. kl. 15.00 opnar Victor Ocares sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Victor verður á staðnum og tekur á móti fólki, allir velkomnir.

Léttar veitingar í boði.

 

Blöð/Rec

Victor  útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013. Listsköpun hans er lituð af  dulhyggju og snertir á flötum heimspeki, vísinda og annarra greina. Hugmyndir eru soðnar saman úr ýmsum áttum til að koma af stað aflvaka í hugum áhorfenda. Í verkum sínum notast hann við margvísleg efni og miðla, og gæti afraksturinn allt eins skilað sér í tónverki, í formi skúlptúra eða málverka...

Á sýningunni „Rec“ einbeitir hann sér að teikningum og skúlptúrum, skoðar meðal annars tengslin milli sköpunar og varðveislu. Varðveislu hughrifa og streymi hugsana í tíma. Teikningar af augnblikum og spor eftir samræður úr lífi listamannsins. Er hægt að taka mynd þar sem efnis- og hugarheimar mætast ? Þar sem hugar mætast?

Kompan er gallerý í miðju Alþýðuhússins á Siglufirði í eigu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur.

Aðalheiður er nú að hefja þriðja starfsár sitt í húsinu og hefur staðið fyrir margþættri menningarstarfssemi þar í bland við eigin listsköpun.

542103_4110800003076_1639728755_n


Sýningarlok á laugardaginn hjá Jóni Laxdal í Flóru

jo_769_n_laxdal

Jón Laxdal
Blaðsíður
16. nóvember 2013 - 11. janúar 2014
Sýningarlok laugardaginn 11. janúar
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1387836291459094


Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýninguna “Blaðsíður” sem myndlistarmaðurinn Jón Laxdal Halldórsson hefur sett upp  í Flóru á Akureyri. Sýningunni lýkur laugardaginn 11. janúar 2014.

Á sýningunni gefur að líta fjölda nýrra verka eftir listamanninn, bakkar á borði, lágmynd og fuglahús. Auk þess eru til sýnis á skjá 189 verk unnin úr Sunnudagsblaði Tímans en þau má einnig sjá á þessari slóð: http://freyjulundur.is/jonlaxdal

Jón hefur lengi verið virkur í menningarlífinu á Akureyri. Hann átti hlut að rekstri Rauða hússins og var í hópi þeirra sem hófu Listagilið á Akureyri til vegs og virðingar. Jón kom eftir krókaleiðum inn í myndlistina. Hann nam heimspeki við HÍ og hefur látið að sér kveða í skáldskap með útgáfu nokkurra ljóðabóka.
Jón hefur haldið á þriðja tug einkasýninga ásamt þátttöku í fjölda sýninga bæði heima og erlendis. Verk eftir hann eru í eigu safna og safnara víða um heim.
Upplýsingar um Jón Laxdal og verk hans má finna á heimasíðunni http://www.freyjulundur.is

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga kl. 12-18 og þriðjudaga til laugardaga kl. 12-16.

Næstu sýningar í Flóru verða með Helgu Sigríði Valdemarsdóttur sem opnar 22. febrúar og Kristínu G. Gunnlaugsdóttur sem opnar 14. júní.

Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.


Brunch Talk with Serry Park

1401_fresh_1225276.jpg


Sherry Park mun vera með “brunch talk” fyrir gesti í Listhúsi í Fjallabyggð, Ólafsfirði, dagana 3. til 7. janúar n.k.  Park er heilluð af ferlinu við sköpun listaverka, og vill skiptast á skoðunum um meiningu listar fyrir áhorfendur.  Hún er sérstaklega áhugasöm á samskiptum fólks, svo að hún mun útbúa ferskan “brunch” hvern morgun opnunardagana.  Meðan borðað er mun Park tala um verk sín og líf og gestir eru hvattir til að segja sínar sögur einnig.  Meðan hún ber fram ferskt brauð, geta gestir sagt henni ferskar sögur og á þann hátt komið með ferskleika í okkar daglega líf.

Allir eru velkomnir.

+ Learn more about the artist :
serrypark.blogspot.com
vimeo.com/serrypark
 
+ Listhús
www.listhus.com


Ka Young Choi sýnir á Ólafsfirði

1

CANNED LANDSCAPE

Sýning Ka Young Choi

2014.01.03~12 | Samkaup Úrval Ólafsfirði

Hugttakið Ready-to-use-Landscape can, er notað til að líkja eftir dósamat, til að tákna vonir og þrár nútímafólks, þegar það vill flýja þær aðstæður sem það tekst á við í það og það skiftið. Þessi listaverk  undirstrika mikilvægi þess að fólk hugleiði. Vilji það ekki hætta að lifa sínu daglega lífi, en lifa áfram og fá þá hvatningu sem það þarfnast til að  vera sú persóna sem það langar til.

Ka Young Choi er í masters námi í Seoul National University með málun sem sérgrein. Verkefni hennar í Listhúsi er samspil milli tvívíddar og þrívíddar með samfélagslegu innihaldi.

Fleiri listaverk og upplýsingar: http://choikayoung.blogspot.kr/p/home.html


 
Alice Liu
Listhús
+354 8449538


Alda Sigurðardóttir sýnir í Gallerí Ískáp

i_769_ska_769_pur.jpg

Tilraun til að kæla tímann

Alda Sigurðardóttir opnar dyrnar á Gallerí Ískáp laugardaginn 28. desember klukkan 19.59.

Ekki koma of seint og ekki stoppa of stutt!

Gallerí Ískápur / Gallery Fridge (Kaupvangsstræti 12. Listasafnshúsið/gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til)

Vefsíða Gallerí Ískáps: http://samlagid.portfoliobox.me

https://www.facebook.com/events/240953866072851

https://www.facebook.com


Dós ex machina í Geimdósinni

1482954_412814768821845_517067854_n

Kaupvangsstræti 12. Listasafnshúsið/gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til.

Opnun föstudaginn 20. desember kl. 20.

Deus ex machina: latína og þýðir guðinn úr vélinni. Upphaflega notað í forngrískum leikritum, þar sem deus kom á sviðið úr vél og leysti harmaþrungnar örlagaflækjur verksins.

En í dag er enginn deus því vísindin frömdu morð. Þó er ekki þar með sagt að kraftaverkalausnir séu úr sögunni. Kraftaverkin búa í dósum. Til að mynda í niðursuðudósum og 17 fermetra kytru sem kallar sig Geimdós.

Að því gefnu vill Geimdósin bjóða þér á sína fyrstu myndlistaropnun. hekill (hekla björt) sýnir þar (krafta)verk sín og sitthvað. Einnig verða léttar veitingar á ballinu, hjartasúpa, kaffi í dós og máski eitthvað gjöfulla.

Allir eru hjartanlega velkomnir
-dósin

https://www.facebook.com/events/183030625239115


Lidwina Charpentier sýnir í Deiglunni á Akureyri

P1100206+Muspellsheim+Edda+genesis+charkool+192+x+128+cm+

Listakonan Lidwina Charpentier dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri í desembermánuði. Hún er fædd í Sviss, er af belgískum ættum og býr í Hollandi.
 
Um viðfangsefni sitt segir listakonan: “Ísland er land öfganna. Ég nota Snorra-Eddu til að túlka það í list minni. Til dæmis er fyrsta sagan um hita og kulda. Til að túlka hitann nota ég grófar teikningar sem tjá kraft hraunkvikunnar. Á hinn bóginn nota ég geómetrísk form (origami) til að túlka kaldan ísinn.”
 
Sýningin er opin dagana 21.-23. desember kl. 14.00-17.00.
 
 


Sýningarlok í Ketilhúsinu og Listasafninu

gudbjorgrannveig

Næsta helgi þ.e. 7. - 8. desember, er síðasta sýningarhelgi á sýningunum  Mandala Munstur Í Ketilhúsinu á Akureyri og  Einu sinni er... Í Listasafninu á Akureyri

Opnunartímar: alla daga nema mánudaga og þriðjudag kl. 13-17
Aðgangur ókeypis

Nánari upplýsingar á www.sjonlist.is


Georg Óskar opnar sýningu í Sal Myndlistarfélagsins

1426695_10202188466300778_1894040887_n

Þér er boðið á sýninguna "9 MÁNUÐIR Í ÁGÚST" laugardagskvöldið 7. Desember kl. 20:00.
Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri.

Georg Óskar er skreytihundur með áherslu á málverkið,
hvert verk er sjónræn dagbók af björtum dögum
og andvaka nóttum.

Verður þetta sjöunda einkasýning Georg Óskars.

Á sýningunni má sjá málverk, teikningar og leikföng.

Arnar Ari heldur uppi Delightfully Delicious stemmingu með hinu framandi vynil safni sínu og sjarma.

Léttar veitingar verða á opnun og eru allir hjartanlega velkomnir.

Hér er hægt að kynna sér viðburðinn en frekar https://www.facebook.com/events/753470508002658/

Fyrir áhugasama þá er ítarlegt viðtal við listamanninn í nettímaritinu Peripheral Arteries
sem má nálgast hér.

http://issuu.com/artpress/docs/peripheral_arteries_-_november_2013/30


Síðasti sýningardagur í sal Myndlistafélagsins

syning-3.gif


Í sal Myndlistafélagsins sýnir Adda akrýlmyndir sem allar eru unnar á þessu ári. Viðfangsefnið er náttúran í víðu samhengi, bæði umhverfið nær og fjær og fólkið í landslaginu.  Í flestum tilfellum er einnig um að ræða leik með línuna, sem flæðir um myndflötinn, margbreytileg og oft óræð. Sýningunni, sem opnaði um síðustu helgi, lýkur sunnudaginn 1. desember.
Hún  er opin í dag, sunnudag, frá 14:00-17:00


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband