Færsluflokkur: Menning og listir
11.7.2014 | 10:26
Listsýningar og listviðburðir á Ólafsfirði
Dagana 24. - 29. júlí munu Menningarhúsið Tjarnarborg og Listhúsið í Ólafsfirði standa fyrir listsýningum og listviðburðum.
Kallað er eftir þátttöku listamanna á Tröllaskaga og sömuleiðis þátttöku íbúa Ólafsfjarðar.
Markmið með verkefinu er m.a.: að auka fjölbreyttni í listmenningu á svæðinu, auðga menningarlífið í sveitarfélaginu og um leið skapa tækifæri fyrir alþjóðlega listamenn og listamenn úr heimabyggð til að skiptast á hugmyndum og mynda tengsl. Nú þegar hafa fjórir erlendir listamenn boðað komu sína.
Markmið og verkefni:
Auka fjölbreytni í listmenningu
Auðga menningarlífið í sveitarfélaginu
Skapa tækifæri fyrir alþjóðlega listamenn og listamenn úr heimabyggð til að skiptast á hugmyndum og mynda tengsl.
Sýningardagar og tímasetningar:
Menningarhúsið Tjarnarborg:
25. 07 | kl. 18:00-20:00 opnun
26.-27. 07 | kl.14:00-17:00
28.-29. 07 | kl.16:00-18:00
Allir listamenn á Tröllaskaga velkomnir að taka þátt.
engar takmarkanir
Interested parties, please send their information (name, size of works, medium, short description and an image) to listhus@listhus.com with the title of Trollaskaga Art Exhibition. Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt sendi upplýsingar um sig á netfangið listhus@listhus.com
Nánari upplýsingar:
http://listhus.com/7/post/2014/07/-2014-trollaskaga-art-exhibition.html
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2014 | 22:01
Sýningin Ólíkindi í Populus tremula
VIKAR MAR OG ELVAR ORRI
Laugardaginn 12. júlí kl. 14.00 munu tveir ungir og ólíkir myndlistamenn, þeir Vikar Mar og Elvar Orri, opna sýninguna Ólíkindi í Populus tremula.
Einnig opið sunnudaginn 13. júlí kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.
2.7.2014 | 15:19
Kristín Gunnlaugsdóttir með listamannsspjall í Flóru
Kristín Gunnlaugsdóttir
14. júní - 17. ágúst 2014
Sýningarspjall föstudaginn 4. júlí kl. 20-21
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1419489705006353
Föstudagskvöldið 4. júlí kl. 20-21 verður Kristín Gunnlaugsdóttir í listamannsspjalli í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Kristín er fædd á Akureyri og stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, MHÍ í Reykjavík og Accademia delle Belle Arti í Florence á Ítalíu. Hún er ein af okkar fremstu myndlistarmönnum og einkasýning hennar í Listasafni Íslands á síðasta ári hlaut verðskuldaða athygli. Fyrir þá sýningu fékk Kristín menningarverðlaun DV fyrr á þessu ári.
Á sýningu Kristínar í Flóru gefur að líta málverk og teikningar frá þessu og síðasta ári. Nokkur þeirra verka voru einmitt á einkasýningu Kristínar í Listasafni Íslands en einnig eru verk sem ekki hafa verið sýnd áður.
Nánari upplýsingar um verk Kristínar má finna á http://kristing.is
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru alla daga kl. 10-18 og hún stendur til sunnudagsins 17. ágúst 2014.
Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.
2.7.2014 | 10:31
Tryggvi Þórhallsson opnar sýningu í Mjólkurbúðinni
Tryggvi Þórhallsson opnar myndlistasýninguna Undir háum himni í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 5.júlí kl. 15.
Tryggvi Þórhallsson sýnir akvarellur þar sem leitast er við að fanga hin ólíku birtubrigði íslenskrar náttúru. Efnistökin fela í sér sígilda leit að einingu milli teikningar og málverks - línu og flatar - himins og jarðar.
Viðfangsefnið er því klassískt en Tryggvi heldur því engu að síður fram að fátt sé jafnbundið menningunni og það hvernig fólk á hverjum tíma upplifir umhverfi í mynd enda eigi landslagið sér tvöfalda tilveru: Annars vegar í hinum svokallaða raunheimi og hins vegar í huga þess sem dvelur eða ferðast í landinu.
Tryggvi (f. 1962) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1984 1988 og brautskráðist frá grafíkdeild. Á meðan á námi stóð og á árunum eftir útskrift tók hann þátt í nokkrum samsýningum myndlistarmanna. Hann hefur árlega haldið einkasýningar frá 2012 og auk vatnslita vinnur hann með teikningu, ætingu og þurrnál.
Tryggvi er félagi Íslenskri grafík.
Opnun sýningarinnar 5. júlí kl. 15:00. Allir velkomnir. Opið daglega 6. 13. júlí frá 10:00 til 18:00.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2014 | 22:17
"The Hjalteyri Scales" í Verksmiðjunni á Hjalteyri
The Hjalteyri Scales
Rod Summers (UK)
Verksmiðjan á Hjalteyri, / 05.07. 27.07.2014 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri
http://www.verksmidjan.blogspot.com
Opnun laugardaginn 5. júlí kl. 15:00 / Opið alla daga til og með 27. júlí kl. 14:00 - 17:00.
Umsjónarmaður Gústav Geir Bollason
The Hjalteyri Scales.
Listamaðurinn Rod Summers bjó til verkið "The Hjalteyri Scales" sérstaklega með Verksmiðjuna á Hjalteyri í huga. Þetta er lesinn texti og hljóðinnsetning. Um verkið segir hann:
Casting the mesh into uncharted waters can result in an unexpected catch. When Loki broadcast his sperm into Angrboða we may be religiously sure he didnt expect to net a ravenous wolf, a writhing serpent and sheer hell. These days scientists, bolstered by the support of paper reputations, willingly inform that mobility instigated global warming has caused fish shoal disappearance but I maintain (in this work at least) that the real cause of fishy absenteeism is the result of container ship noise pollution, the European common agriculture policy and speculative chocolate. The Hjalteyri Scales is a 4 channel audio work which seeks to bring a cubist balance into the remotest corners of places of abandoned employment."
Frumflutningurinn á verkinu þann 5. júli verður að nokkru leiti lifandi gjörningur eða audiodrama með leikendum. Rod Summers mun líka sýna vídeó og prentuð verk í Verksmiðjunni .
Rod Summers er fæddur á Englandi en býr og starfar í Maastricht, Hollandi. Hann hefur talsvert unnið með íslenskum listamönnum og kemur oft til Íslands, hann dvelur þá gjarnan á Ytra Lóni á Langanesi.
Sýningin verður opnuð laugardaginn 5. júlí 2014, kl. 15:00 með frumflutningi á verkinu The Hjalteyri Scales í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Koma listamannsins og sýningin eru styrkt af, Menningarráði Eyþings, Ásprenti og Myndlistarsjóði, Bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCPgames, Bústólpi og Hörgársveit.
Menning og listir | Breytt 1.7.2014 kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2014 | 21:42
Viktoría Blöndal sýnir í Geimdósinni
Geimdósin kynnir opnun gestalistakonu sinnar Viktoríu Blöndal, sem hefur nú unnið í Geimdósinni að sýningu sinni 1 2 og NÚ(tíð).
Verkið er margþætt en byggir á einlægum vangaveltum um fortíð og nútíð. Hluti verksins er texti eftir Viktoríu og hér að neðan má lesa brot:
Mannskepnan tilheyrir þegar það rignir. Við tilheyrum
malbikinu. Á sama tíma og það rignir í hundraðogeinum Reykjavík er öskufall einhverstaðar annarstaðar og ég veit að þarna úti situr einhver kjélling í heiðbláum stígvélum, með skítugt hár og fulla tösku af pennum og lífrænu koníaki og hugsar um fortíðina, tíðarfarið, framtíðina og tíðarhringinn sinn. Hún gæti líka litið niður og séð að kjóllinn hennar er allur í götum og hugsað:
hver er þessi kjélling?
Texti: Viktoría Blöndal.
Auk þess verður einstaklingsverkefni Viktoríu frá sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands til sýnis á opnuninni, en í vor kláraði hún annað ár sitt í skólanum með verki sínu I WHANNA I WHANNA I WHANNA.
Verkið verður sýnt á myndbandsformi og þar fjallar Viktoría um unglingsár sín á afdráttarlausan hátt.
Geimdósin býður alla hjartanlega velkomna á laugardaginn 28. júní klukkan 15:00 og minnir á að mikið verður um að vera í Gilinu þann daginn
1 2 og sjáumst!
26.6.2014 | 21:25
Hekla Björt Helgadóttir opnar sýninguna KASTALAR í Mjólkurbúðinni
Hekla Björt Helgadóttir opnar sýninguna KASTALAR í Mjólkurbúðinni, í listagilinu á Akureyri laugardaginn 28. júní kl. 15.
Listakonan og skáldið Hekla Björt starfar í listagilinu á Akureyri og er þar með vinnustofu og sýningarrýmið Geimdósina.
Hekla Björt um sýninguna:
Skáldið á margar mismunandi sögur í mörgum mismunandi skúffum.
Sumar eru af vængjum og ávöxtum, á meðan aðrar eru af skærum og stingandi fálmurum.
Það eru ótal leiðir til að segja þessar sögur. Það má mála þær á striga, teikna þær á blað, segja þær með nótum, segja þær með orðum, á sviði, á rituðu formi, í bundnu eða óbundnu máli... og svo mætti lengi telja.
En það eru líka sögur sem skáldið segir aldrei...
Það eru sögur skúffuskáldsins, sem skrifar og skapar fyrir endann nema hljóðar skúffur. Stundum er það vegna þess að sögur skáldsins eru einfaldlega ekki nógu góðar sögur. Skáldið vill gleyma þeim... fleygja lyklunum af skúffunum.
En skáldið gat samt ekki gleymt...
Það hugleiddi hvort vond saga gæti nokkurn tímann orðið góð saga. Það hugleiddi hvort hægt væri að endurskrifa sögur minninganna og gera þær ögn betri fyrir vikið.
Skáldið tók því allar sínar vondu sögur og endurskapaði þær sem mínimalískar allegóríur. Formið var þrívítt og skáldið gaf þeim leiksvið úr gömlum skúffum og fann þeim stað og stund til að láta ljós sitt skína.
Staðurinn er Mjólkurbúðin í Listagilinu á Akureyri
og stundin er laugardaginn 28.júní klukkan 15:00.
Allir eru hjartanlega velkomnir
Skúffuskáldið, Hekla Björt Helgadóttir heklingur@gmail.com
s.865 4096
Sýningin KASTALAR í Mjólkurbúðinni er aðeins opin þessa einu helgi.
25.6.2014 | 19:58
Leiðsagnir í Sjónlistamiðstöðinni alla fimmdudaga kl. 12
Á morgun, fimmtudaginn 26. júní, kl. 12 býður Sjónlistamiðstöðin upp á leiðsögn um sumarsýningu Listasafnsins, Íslensk samtíðarportrett mannlýsingar á 21. öld. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, mun leiða gesti um sýninguna og fræða þá um verkin og tilurð þeirra.
Viku síðar eða fimmtudaginn 3. júlí verður leiðsögn um sumarsýningu Ketilhússins, Gísli B. Fimm áratugir í grafískri hönnun. Um vikulegar leiðsagnir er að ræða sem verða til skiptis á hvorum stað á hverjum fimmtudegi kl. 12 og er aðgangur alltaf ókeypis.
Nánari upplýsingar um dagkrána í sumar má sjá hér að neðan:
Ketilhúsið, fimmtudagur 3. júlí kl. 12.00: Leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun.
Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 10. júlí, kl. 12.00: Leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett mannlýsingar á 21. öld.
Ketilhúsið, fimmtudagur 17. júlí kl. 12.00: Leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun.
Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 24. júlí, kl. 12.00: Leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett mannlýsingar á 21. öld.
Ketilhúsið, fimmtudagur 24. júlí kl. 12.00: Leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun.
Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 31. júlí, kl. 12.00: Leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett mannlýsingar á 21. öld.
Ketilhúsið, fimmtudagur 7. ágúst kl. 12.00: Síðasta leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun.
Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 14. ágúst, kl. 12.00: Síðasta leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett mannlýsingar á 21. öld.
Ketilhúsið, fimmtudagur 21. ágúst kl. 12.00: Leiðsögn um sýningu Urtaislandica ehf., Skapandi greinar í átt að heilbrigðara efnahagskerfi.
Ketilhúsið, fimmtudagur 28. ágúst kl. 12.00: Leiðsögn um sýningu Urtaislandica ehf., Skapandi greinar í átt að heilbrigðara efnahagskerfi.
25.6.2014 | 19:56
Georg Kiiu Olsen sýnir í Hvítspóa
Hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar WORLD SLEEPING DILEMMA.
Grænlenski listamaðurinn Georg Kiiu Olsen opnar sýningu sýna ´´WORLD SLEEPING DILEMMA´´ í Hvítspóa art-studio gallery laugardaginn 28. júni kl. 14.
Sýningin er opin til 28. júlí.
Anna Gunnarsdóttir
HVÍTSPÓI ART-STUDIO GALLERY
Brekkugata 3a
600 Akureyri
4662064 - 8976064
24.6.2014 | 21:44
RÓT 2014 í Populus Tremula
RÓT2014
Enginn veit hvað mun gerast í Populus Tremula helgina 28. - 29. júní. Opið frá kl. 14 - 17 laugardag og sunnudag. www.rot-project.com
Vikuna 23. - 29. júní fer fram listaviðburðurinn RÓT2014 í Gilinu á Akureyri. Verkefnið fer fram í fyrsta skipti í ár og er skipulagt af þrem ungum listakonum. Í heila viku mun fjölbreyttur hópur listamanna koma saman í Portinu fyrir aftan Listasafnið, og vinna að sameiginlegu verki, einu á dag. Afraksturinn verður svo sýndur á flötinni fyrir ofan Ketilhúsið og í enda viku, laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. júní verður svo unnið í Populus Tremula í Kaupvangsstræti 10.
Þar sem þetta er fjölbreyttur hópur listamanna úr mismunandi geirum listalífsins verður niðurstaðan án efa spennandi og vel þess virði að kíkja við. Það verður líka hægt að fylgjast með á heimasíðu RÓTAR, www.rot-project.com, og finna 2014 RÓT á Facebook og Instagram.