Færsluflokkur: Menning og listir

Ólík rými / Different Spaces - Salman Ezzamoury í Deiglunni

39129462_891760081007381_5166522980490018816_n

Ólík rými / Different Spaces - Salman Ezzamoury
Opnunartími: 18. - 19. Ágúst kl. 11 - 20 / Opnunarhóf kl. 14 á laugardag

Salman Ezzammoury er fæddur í Tetouan, Norður Marokkó 1959 en flutti ungur til Hollands. Nám hans í ljósmyndun við College of Applied Photography í Apeldoorn og grafískri tækni í Sivako í Utrecht gáfu honum góðan tæknilegan grunn fyrir verk hans nú til dags. Hann blandar saman málun og ljósmyndun.

Fyrir Salman er mikilvægt að tjá tilfinningar sínar, ofar öllu vill hann sýna upplifun sína á augnabliki, ástandi eða aðstæðum.
Ljósmyndir hans hafa ljóðræna eiginleika og eins og með ljóðið getur það aldrei verið fullkomlega skilið, heldur hefur óljósa, dulúðlega áru.

Allir eru hjartanlega velkomnir, listamaðurinn verður á staðnum og kaffi og kruðerí í boði.

//

“Different Spaces”
Opening hours Saturday - Sunday 18. - 19. August hr. 11 – 20 / Opening reception Sat hr. 14

Please join us for the opening of Different Spaces / Ólík Rými, an exhibition by Salman Ezzamoury in Deiglan on Saturday, August 18th hr. 14.

Salman Ezzammoury, born in Tetouan, North Morocco, 1959, moved to the Netherlands at a young age.
His studies of Photography at the College of Applied Photography in Apeldoorn and Graphic Techniques at Sivako in Utrecht provided a solid technical basis for his current work. He combines painting and photography.

Expressing his emotions is important to Salman Ezzammoury. Above all he wants to make clear his feelings of experiencing a moment, a situation or a place. That is why his photography have a poetic quality and as with poetry can never be completely grasped, but remains elusive, with a mystic quality.

https://www.facebook.com/events/440049049849257


Fjölskylduleiðsögn um sýningu Anítu Hirlekar

large_fjolskylduleidsognanita-

Laugardaginn 11. ágúst kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningu Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn í Listasafninu á Akureyri. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu Anítu. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum Anítu.

Aðgangur er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/212297756052289

listak.is


Harpa Björnsdóttir sýnir í Kompunni

38218371_1770552273021370_5235382078022877184_o


Harpa Björnsdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði næstkomandi laugardag, 4. ágúst kl. 14.00. Sýningin nefnist „Mitt fley er lítið en lögur stór“, og fjallar um vægi manneskjunnar í hinu stóra samhengi. Á reginhafi og í mannhafi er hún svo óumræðilega lítil, en öðlast stærð, vægi og minni í gegnum verk sín og gjörðir, ástvini og elsku.
Harpa Björnsdóttir hefur starfað sem myndlistarmaður frá árinu 1983 og verið virk á vettvangi myndlistar og menningarmála. Hún hefur haldið yfir 30 einkasýningar og tekið þátt í yfir 50 samsýningum, heima og erlendis.
Harpa hefur einnig starfaði sem myndlistarráðunautur og verkefnisstjóri menningarviðburða og verið sýningarstjóri fjölmargra sýninga, einkum sýninga á verkum sjálfsprottinna listamanna í samstarfi við Safnasafnið á Svalbarðsströnd.
Sýningin stendur til 19. ágúst, og er opin kl. 14.00-17.00 daglega.

https://www.facebook.com/events/516157728839593


Leiðsögn um sýninguna Fullveldið endurskoðað

large_garmann-thelamork-650x433

Annan hvern laugardag í sumar hefur Listasafnið á Akureyri boðið upp á leiðsögn með listamönnum og fræðifólki um sýninguna Fullveldið endurskoðað. Laugardaginn 4. ágúst mun Guðmundur Ármann Sigurjónsson segja frá hugleiðingum sínum í tengslum við sýninguna og einstaka verk. Leiðsögnin hefst kl. 15 við Listasafnið, Ketilhús og verður svo gengið á milli verkanna og mun leiðsögnin taka um 45 mínútur. 

Sýningin Fullveldið endurskoðað er útisýning sem sett er upp á á átta völdum stöðum í miðbæ Akureyrar. Alls eiga 10 ólíkir myndlistarmenn verk á sýningunni sem gerð eru sérstaklega í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands. Listamennirnir eru: Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Gunnar Kr. Jónasson, Hrefna Harðardóttir, Jón Laxdal Halldórsson, Jónína Björg Helgadóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, Rebekka Kühnis, Samúel Jóhannsson og Snorri Ásmundsson. Markmiðið með sýningunni er að sýna nýja hlið á stöðu fullveldisins á okkar tímum og fá áhorfendur til að velta fyrir sér hugmyndum, útfærslum og fjölbreyttum sjónarhornum því tengdu.

Síðasta leiðsögnin um Fullveldið endurskoðað verður með Gunnari Kr. Jónassyni, laugardaginn 18. ágúst kl. 15-15.45. Sýningin hlaut styrk úr sjóði afmælisárs fullveldis Íslands. Sýningarstjórar eru Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Hlynur Hallsson.

listak.is


Jóna Bergdal sýnir í Bergi á Dalvík

38262108_2121539781401557_7812789147738832896_o

Jóna Bergdal myndlistakona frá Akureyri hefur haldið fjölda einka- og samsýninga hérlendis og erlendis. Hún lauk námi í Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2003 og hefur auk þess sótt allnokkur námskeið hér heima og í Noregi til að opna fleiri víddir. Jóna hefur fengist við ýmiskonar tækni og mikið notað akríl og olíu í sínum verkum en síðustu ár hafa vatnslitir átt hug hennar og hjarta. Það er frelsið í vatnslitunum sem heillar hana, litaflæðið og frjálsa túlkunin sem vatn og litir spinna saman. Myndirnar hennar eru yfirleitt innblásnar af náttúrunni og umhverfinu, einnig hafa fuglar skipað nokkuð stóran sess í myndum hennar. Myndir frá Jónu hafa farið á sýningar víða og nú nýverið á sýningu í Bilbá á Spáni, Helsinki í Finnlandi og Fabriano á Ítalíu þar sem Jóna dvaldi og sótti fyrirlestra og námskeið og þangað er meðal annars sóttur innblástur fyrir þessa sýningu. 

Sýningin opnar 4. ágúst 2018 kl. 14.

Allir velkomnir.

https://www.facebook.com/events/257451611702930


Color me happy - Myndlistarsýning í Deiglunni

38208524_877991459050910_3365878901082423296_o

Verið velkomin á opnun sýningarinnar “Color me happy”, sýningu í minningu Maureen Patricia Clark, Pat, sem lést árið 2017. Til sýnis verða ýmis verk eftir Pat, unnin með akrýl og olíu. “Color me happy” opnar kl. 20 á föstudaginn 3. ágúst í Deiglunni, Listagili og verður einnig opin laugardag og sunnudag kl. 14 - 17.

Maureen Patricia Clark var stoltur íslenskur ameríkani, fædd í Ohio. Hún bjó í Bandaríkjunum þar til hún flutti ellefu ára til Íslands með systkinum sínum tveimur og móður. 2000 - 4 bjó hún í Flórída en flutti aftur til Íslands vegna heimþrár. Sjö árum seinna komst hún yfir heimþrána og náði að njóta lífsins í Flórída að nýju.

Hún hafði mikla þörf fyrir að skapa frá blautu barnsbeini og hélt því áfram á meðan hún ólst upp á hinu fagra Íslandi og naut þess að læra og gera tilraunir. Pat lærði iðnhönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði. Þar komst hún í snertingu við ný efni og miðla til að vinna með, akrýlmálningu, gler, málm, plast og lífræn efni líkt og stein og við. Hún lærði olíumálningu og leir við Myndlistaskólann í Reykjavík en henni þótti alltaf best að vinna í akrýlmálningu.

Þrátt fyrir alla tæknina sem hún lærði í náminu, þá skapaði hún alltaf með hjartanu. Hún gerði það sem fékk hana til að brosa og vera hamingjusama. Hún þakkar fólkinu í bæði Bandaríkjunum og Evrópu sem hafa stutt hana með því að kaupa af henni verk. Draumur hennar var að fá fólk til að brosa og njóta með list sinni, jafnmikið og hún þegar hún var að vinna verkin.

Pat hélt fjölda einkasýninga, tók þátt í mörgum samsýningum og seldi verk sín um allan heim ásamt því að vinna að góðgerðarmálum, bæði með vinnu og að sýna verk eftir sig.

https://www.facebook.com/events/1475073075931810


Sonja Lefèvre-Burgdorf sýnir í Deiglunni

37723800_780191828771234_1288218484873887744_o

Verið velkomin á opnun sýningar Sonju Lefèvre-Burgdorf í Deiglunni. Listagili, föstudaginn 27. júlí kl. 20 - 22. Þar sýnir Sonja afrakstur dvalar sinnar í Gestavinnustofu Gilfélagsins í júlímánuði. Sýningin er einnig opin á laugardag og sunnudag, 28 - 29. Júní kl. 14 - 17.

Sonja Lefèvre-Burgdorf er þýskur myndlistarmaður og hefur búið í Gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri í júlí og unnið að nýjum verkum ásamt því að undirbúa verk sem hún mun vinna að þegar heim er komið. Sonja segir um dvölina: “Ég er heilluð af náttúru Íslands og vildi því að hún yrði næsta viðfangsefni mitt. Mig langaði að skynja áhrifin sem hún hefur á mig, að finna kraftinn undir fótunum og gleypa í mig orkuna, skerpa skynfærin, skynjunina og opna fyrir hvötina og örvunina og það sem ég hef séð og upplifað hingað til er umfram væntingar mínar. 

Að dvelja í Gestavinnustofu Gilfélagsins í heilan mánuð gefur mér rými og frelsi til að vinna við fulla einbeitingu.

Ég er vön að vinna á stórum skala með akrýl eða olíumálningu en þurfti að takmarka efnið fyrir ferðalagið hér og dvölina. Þessvegna sýni ég hér skissur og teikningar í öðrum miðli, t.d. kol, grafít, olíustikk, vatnslitir og blek mestmegnis á pappír. Þótt að málverkin mín séu innblásin af náttúrunni eru þau abstrakt. Það snýst allt um tjáningu, að sýna á sjónrænan hátt tilfinningu, orkuna, hið grófa og hið fíngerða á listrænan hátt og allt byggt á litunum í landslaginu.

Vatnslitaverkin mín eru unnin út frá heimsókn minni til Jökulsárlóns, jökullinn og glæsilegu ísjakarnir, svört ströndin, Eystri-Fellfjara. Einnig bílferðin í gegnum hálendið til Landmannalauga jafnt sem svæðið í kringum Mývatn. Og ekki má gleyma veðrinu sem breytist á hverju augnabliki. Að reyna að grípa alla þessa bláu og gráu tóna er áskorun. 

Jafnvel þótt að verkin sem ég mun sýna í Deiglunni gætu verið hugsuð sem undirbúningur fyrir ‘alvöru’ verkin sem ég mun vinna á öðrum skala, þá geta þau mörg staðið ein. Þegar hughrifin sem ég hef orðið fyrir hér hafa náð að lygna þá er ég viss um að þegar heima er komið munu þau verða eitthvað nýtt.”

http://www.lefevre-burgdorf.de
VITA
born 1952 in Ansbach/Germany
Studies at the European Academy of Fine Arts, Trier (D)

Exhibitions - Participations - Art Fairs

2017 19th Art International Zurich (CH) *
2017 Galerie Vinothek, Bürgstadt (D)
2016 European Academy of Fine Arts - Unit9, Trier (D) 
2016 Galerie Abteigasse 1, Amorbach (D) *
2016 Berliner Liste 2016, Berlin (D) *
2015 European Academy of Fine Arts - Project II, Trier (D)
2015 Galerie Abteigasse 1, Amorbach (D) *
2015 58th International Annual Exhibition EVBK, Prüm (D) *
2015 European Academy of Fine Arts - Project I, Trier (D)
2014 Tufa - Project I, Trier (D)
2013 European Academy of Fine Arts, Trier (D) *
2013 Kunstverein Das Damianstor, Bruchsal (D)
2012 St. Matthias in Focus, Trier (D) *
2002 Maison Schauwenburg, Bertrange (L) 
2001 4th International Exhibition ‘Artists of the region’, Losheim/See (D)


Viðburðurinn er hluti af Listasumar á Akureyri / Akureyri Art Summer

https://www.facebook.com/events/608631329520712


Oh, So Quiet! í Verksmiðjunni á Hjalteyri

37627950_10156516397502829_9216903944956018688_o
 
Verksmiðjan á Hjalteyri býður yður að vera við opnun sýningarinnar
“OH, SO QUIET!” Tónlist eins og við sjáum hana: myndlist og kvikmyndir.
28 júlí kl. 14:00.
Romain Kronenberg flytur tónlistargjörninginn “Ad Genua” kl. 15:00
-----------------------------------------------------------------------------
Verksmiðjan á Hjalteyri a le plaisir de vous inviter au vernissage de :
“OH, SO QUIET!” La musique regardée: art et cinéma.
le samedi 28 juillet à partir de 14 h 00.
Performance de Romain Kronenberg “Ad Genua” à 15 h 00.
-----------------------------------------------------------------------------
Verksmiðjan in Hjalteyri cordially invites you to the exhibition opening 
“OH, SO QUIET!” Music as we look at it : art and cinema.
28th of July at 2 pm.
Performance “Ad Genua” by Romain Kronenberg at 3 pm

 

Listamenn/Artistes: Doug Aitken, Charles de Meaux, Ange Leccia, Dominique Gonzalez Foerster, Pierre Huyghe, Romain Kronenberg, Lorna Simpson, Jean- Luc Vilmouth, Sigurður Guðjónsson, Dodda Maggý, Steina og Woody Vasulka. 

Sýningarstjórar/Commissaires/: Pascale Cassagnau, Cnap, Gústav Geir Bollason, Verksmiðjan í samstarfi við/Avec le soutien Margrét Áskelsdóttir, Berg Contemporary, Reykjavik


Verksmiðjan á Hjalteyri, 28.07 – 09.09 2018 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com
einnig: https://www.facebook.com/verksmidjan.hjalteyri/

 


Ilona Fintland og Modesty Sofronenkoff sýna í Hvítspóa

37307372_10155434011163204_8392893488303177728_n

Tvær sænskar listakonur opna sýningu í Hvítspóa art studio & gallery, Óseyri 2, 603 Akureyri 

Listakonurnar Ilona Fintland og Modesty Sofronenkoff opna sýningu sýna RAVEN GIRL and BEGINNINGS, í Hvíspóa föstudaginn 20. júlí kl 17 – 20. Verkin á sýningunni eru myndlist og keramik. Sýningin stendur til 13. ágúst.

https://www.facebook.com/events/2210025849225197

 
 
Art Studio / Gallery
Óseyri 2, 
603 Akureyri, Iceland

Rebekka Kühnis með leiðsögn um sýninguna Fullveldið endurskoðað

37350826_1931602743528225_5079878900125794304_n

Boðið er upp á leiðsögn með listamönnum og fræðifólki um sýninguna Fullveldið endurskoðað annan hvern laugardag í sumar. Laugardaginn 21. júlí er það Rebekka Kühnis, myndlistarkona, sem mun segja frá hugleiðingum sínum í tengslum við sýninguna og einstaka verk. Leiðsögnin hefst kl. 15 við Listasafnið á Akureyri, Ketilhús og svo er gengið á milli verkanna og mun leiðsögnin taka um 45 mínútur.

Sýningin Fullveldið endurskoðað er útisýning sem sett er upp á á átta völdum stöðum í miðbæ Akureyrar. Alls eiga 10 ólíkir myndlistarmenn verk á sýningunni sem gerð eru sérstaklega í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands. Listamennirnir eru: Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Gunnar Kr. Jónasson, Hrefna Harðardóttir, Jón Laxdal Halldórsson, Jónína Björg Helgadóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, Rebekka Kühnis, Samúel Jóhannsson og Snorri Ásmundsson. Markmiðið með sýningunni er að sýna nýja hlið á stöðu fullveldisins á okkar tímum og fá áhorfendur til að velta fyrir sér hugmyndum, útfærslum og fjölbreyttum sjónarhornum því tengdu.

Þessa laugardaga verða einnig leiðsagnir:

Lau. 4.8. kl. 15-15:45, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður
Lau. 18.8. kl. 15-15:45, Gunnar Kr. Jónasson, myndlistarmaður

Sýningin Fullveldið endurskoðað hlaut styrk úr sjóði afmælisárs fullveldis Íslands.

Sýningarstjórar eru Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Hlynur Hallsson.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband