Color me happy - Myndlistarsýning í Deiglunni

38208524_877991459050910_3365878901082423296_o

Verið velkomin á opnun sýningarinnar “Color me happy”, sýningu í minningu Maureen Patricia Clark, Pat, sem lést árið 2017. Til sýnis verða ýmis verk eftir Pat, unnin með akrýl og olíu. “Color me happy” opnar kl. 20 á föstudaginn 3. ágúst í Deiglunni, Listagili og verður einnig opin laugardag og sunnudag kl. 14 - 17.

Maureen Patricia Clark var stoltur íslenskur ameríkani, fædd í Ohio. Hún bjó í Bandaríkjunum þar til hún flutti ellefu ára til Íslands með systkinum sínum tveimur og móður. 2000 - 4 bjó hún í Flórída en flutti aftur til Íslands vegna heimþrár. Sjö árum seinna komst hún yfir heimþrána og náði að njóta lífsins í Flórída að nýju.

Hún hafði mikla þörf fyrir að skapa frá blautu barnsbeini og hélt því áfram á meðan hún ólst upp á hinu fagra Íslandi og naut þess að læra og gera tilraunir. Pat lærði iðnhönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði. Þar komst hún í snertingu við ný efni og miðla til að vinna með, akrýlmálningu, gler, málm, plast og lífræn efni líkt og stein og við. Hún lærði olíumálningu og leir við Myndlistaskólann í Reykjavík en henni þótti alltaf best að vinna í akrýlmálningu.

Þrátt fyrir alla tæknina sem hún lærði í náminu, þá skapaði hún alltaf með hjartanu. Hún gerði það sem fékk hana til að brosa og vera hamingjusama. Hún þakkar fólkinu í bæði Bandaríkjunum og Evrópu sem hafa stutt hana með því að kaupa af henni verk. Draumur hennar var að fá fólk til að brosa og njóta með list sinni, jafnmikið og hún þegar hún var að vinna verkin.

Pat hélt fjölda einkasýninga, tók þátt í mörgum samsýningum og seldi verk sín um allan heim ásamt því að vinna að góðgerðarmálum, bæði með vinnu og að sýna verk eftir sig.

https://www.facebook.com/events/1475073075931810


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband