Færsluflokkur: Menning og listir

Litir og leikur með vatnslitum

37053033_1906928046026386_5041183619905748992_o

Opnun í Deiglunni föstudaginn 20. júlí kl. 17 - 19, opið laugardag og sunnudag kl. 13 - 18.

Lifandi sýning þar sem verða til sýnis myndir eftir Jónu Bergdal. Einnig fræðsla um ævintýraheim vatnslita og hvernig þeir vinna með vatni eru skemmtilegir viðureignar. Jóna verður með sýnikennslu og gefst gestum kostur á að spreyta sig. Allir velkomnir á skemmtilega stund til að fræðast, gleðjast og njóta.

https://www.facebook.com/events/2018451224854399


Fjöllistahópurinn Melodic Objects með sýningu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

37185964_1745104078899523_7003627724468125696_o

Sunnudaginn 22. júlí 2018 kl. 15.00 verður fjöllistahópurinn Melodic Objects með sýningu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.  Sýningin er fyrir fólk á öllum aldri og eru allir velkomnir.

Enginn aðgangseyrir en tekið við frjálsum framlögum.
Uppbyggingasjóður/Eyþing, Fjallabyggð, Egilssíld og Menningarsjóður Siglufjarðar styðja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.


"Melodic Objects"
Juggling + Music

Sex Jögglarar og einn tónsmiður vinna saman að lifandi sýningu sjónrænna tóna. Samleikur þeirra er leiddur af Jay Gilligan sem jafnframt er Jogglprófessor hjá Dans og Sirkusháskólanum í Stokkhólmi, Svíþjóð. Gjörningurinn er lofkvæði til hins heimsþekkta farandleikshóps „The Flying Karamozov Brothers“ eða Fleygu Karamozovbræðurnir. Karamozovbræðurnir fengust við ýmsar kenningar á joggli sem varð jogglurunum að innblæstri við gerð sýningar sinnar. „Jöggl er röð viðburða, köst og grip allt eftir lögmálum tímans. Tónlist, á álíka vegu, er röð viðburða, tónar samfelldir tíma og rúmi. Þetta samband tímans og viðburðaröð tónlistarinnar er kallað taktur. Þetta sama íðorð, taktur, má nota um samskonar samband í jöggli. Þannig að... jöggl er taktur og tónlist er taktur. Allt bendir til þess að ef A er samasem B, og B samasem C, þá er A samasem C... þess vegna er jöggl tónlist!“


Saara Ahola (FIN)
Peter Åberg (SWE)
Jay Gilligan (USA)
Mirja Jauhiainen (FIN)
Andrea Murillo (USA)
Kyle Driggs (USA)
Emil Dahl (SWE)


6 jugglers and one musician collaborate on a presentation of live visual music. Ensemble object manipulation is led by Jay Gilligan, who is the Professor of Juggling at the Dance and Circus University in Stockholm, Sweden. The performance is a tribute to the world famous juggling troupe "The Flying Karamozov Brothers," who observed: "Juggling is a series of events, throws and catches happening with respect to time.  Music, similarly, is a series of events, notes as graphed against a continuum of time. This relationship between time and events in music is called, rhythm.  That same term, rhythm, can also be applied to the same relationship in juggling. So, as we’ve just seen, juggling is rhythm and music is rhythm.  Now logic tells us that if A equals B, and B equals C, then A equals C... therefore, juggling is music!"




Ljóta, sýning Fríðu Karlsdóttur í Deiglunni

36503171_1888905927828598_6714525126357942272_o

Ljóta, sýning Fríðu Karlsdóttur, er afrakstur hugarhræringa síðasta árs.

Mannleg hegðun og hvatir. Málverk, skúlptúrar og videoverk með sterkar táknrænar tilvísanir koma saman og sýna forvitnilegan og óræðan hugarheim.

Sýningin stendur yfir frá kl. 12-20 þriðjudaginn 17. júlí í Deiglunni.
Skoðaðu dagskrána á listasumar.is
#listasumar #akureyri #northiceland #iceland #visitakureyri #hallóakureyri #alltafgottveðuráakureyri #ljóta

https://www.facebook.com/events/2134610316820065


Myndlistaropnun / opið hús í Búðasíðu 8 á Akureyri

36408382_2142091025818659_8683893401101271040_o-1-980x350

Sigríður Huld Ingvarsdóttir býður á sýningaropnun/opið hús í Búðasíðu 8 á Akureyri, 13. júlí næstkomandi, kl 13:00. Einnig verður opið á laugardaginn og sunnudaginn.

Eftir leit að sýningarrými fyrir júlí og ágúst mánuð ákvað hún með aðstoð foreldra sinna, Ingvars Haraldssonar og Ásrúnar Aðalsteinsdóttur, að umbreyta neðri hæð hússins í gallerí og bjóða fólki að koma og njóta listar og eftilvill fjárfesta í myndlist.

Hérna er viðburðurinn á facebook: https://www.facebook.com/events/212743589550433/


Sýning gestalistamanna NES Listamiðstöðvar í Deiglunni – Fögnum 10 árum

36852921_1900415260010998_1475261707864506368_o

Við bjóðum þér að fagna með okkur 10 ára afmæli NES Listamiðstöðvar um helgina, 13. – 15. júlí kl. 14 – 17 í Deiglunni, Listagili.

Fyrsti hópur listamanna kom í júní 2008 til að dvelja í NES Listamiðstöð og síðan þá hafa 750 listamenn frá 45 löndum dvalið á Skagaströnd. Þessir listamenn verða hluti af samfélaginu í mánuð eða meira og úr verða þýðingamikil og marglaga menningarsamskipti við aðra listamenn jafnt sem íbúa Skagastrandar. Á þessum 10 árum hefur hefur NES þróast úr hugmynd yfir í frjóa alþjóðlega gestavinnustofu. Til að fagna þessum tímamótum hafa 77 fyrrum gestalistamenn gefið verk á pappír fyrir þessa sýningu.

https://www.facebook.com/events/1720013454734086
///

Nes Artist Residency Alumni Exhibition – Celebrating 10 years

Please join us for the celebration of the 10 year anniversary of NES ARTIST RESIDENCY in Deiglan next weekend, 13. – 15. July hr. 14 – 17.

June 2008 saw the first group of artists arrive to NES ARTIST RESIDENCY and over the last 10 years 750 artists from 45 countries have visited this remote northern town of Skagaströnd. These artists immerse themselves into the community for a month or more, creating meaningful, multi-layered cultural exchanges with other artists and local residents. During the last 10 years NES has grown from an idea to a flourishing international artist residency. To celebrate this milestone 77 past artists in residence have donated art work on paper for an Alumni Exhibition.


Þorlákur Axel Jónsson með leiðsögn um sýninguna Fullveldið endurskoðað

36698423_1911903928831440_1857719328573489152_n

Boðið er upp á leiðsögn með listamönnum og fræðifólki um sýninguna Fullveldið endurskoðað annan hvern laugardag í sumar. Laugardaginn 7. júlí er það Þorlákur Axel Jónsson, félagsfræðingur, sem mun segja frá hugleiðingum sínum í tengslum við sýninguna og einstaka verk. Leiðsögnin hefst kl. 15 við Listasafnið á Akureyri, Ketilhús og svo er gengið á milli verkanna og mun leiðsögnin taka um 45 mínútur.

Sýningin Fullveldið endurskoðað er útisýning sem sett er upp á á átta völdum stöðum í miðbæ Akureyrar. Alls eiga 10 ólíkir myndlistarmenn verk á sýningunni sem gerð eru sérstaklega í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands. Listamennirnir eru: Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Gunnar Kr. Jónasson, Hrefna Harðardóttir, Jón Laxdal Halldórsson, Jónína Björg Helgadóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, Rebekka Kühnis, Samúel Jóhannsson og Snorri Ásmundsson. Markmiðið með sýningunni er að sýna nýja hlið á stöðu fullveldisins á okkar tímum og fá áhorfendur til að velta fyrir sér hugmyndum, útfærslum og fjölbreyttum sjónarhornum því tengdu.

Þessa laugardaga verða einnig leiðsagnir:

Lau. 21.7. kl. 15-15:45, Rebekka Kühnis, myndlistarmaður
Lau. 4.8. kl. 15-15:45, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður
Lau. 18.8. kl. 15-15:45, Gunnar Kr. Jónasson, myndlistarmaður

Sýningin Fullveldið endurskoðað hlaut styrk úr sjóði afmælisárs fullveldis Íslands.

Sýningarstjórar eru Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Hlynur Hallsson.

http://www.listak.is/is/frettir/frettasafn/leidsogn-i-allt-sumar-um-fullveldid-endurskodad


Hinsta brot Norðurslóða, gjörningur í Deiglunni

36294280_1881565351895989_8494338777588695040_o

Hinsta brot Norðurslóða.
Gjörningurinn sem er kallaður ‘Hinsta brot Norðurslóða’ leggur áherslu á vandamálin sem hlýnun Jarðar og loftlagsbreytingar eru og valda skaða á þessu viðkvæma svæði mun hraðar en annars staðar í heiminum. Það sem gerist á Norðurslóðum mun ekki haldast á Norðurslóðum því við öll, hvar sem við búum, erum undir því komin. Við tengjumst öll því sem eftir er af Norðurslóðum, allt til hins hinsta brots Norðurslóða.

Höfundar og leikarar:
Valeriya Posmitnaya
Daniela Toma
Apostolos Tsiouvalas
Carla Albrecht

Sýnt i Deiglunni þriðjudaginn 2. júlí kl. 14.

The Last Piece of Arctic.
The performance called ‘the Last Piece of Arctic’ emphasises the problems arising from global warming and climate change, inflicting damage on this fragile region faster than in the rest of the world. What happens in the Arctic doesn’t stay in the Arctic; All of us, no matter if we live in the Arctic region or not, depend on it. We are all connected to what is left of the Arctic, down to the last piece of Arctic.  

Creators and performers:
Valeriya Posmitnaya
Daniela Toma
Apostolos Tsiouvalas
Carla Albrecht 

Performed in Deiglan July 3rd at 2pm.  


#listasumar #akureyri #northiceland #iceland #visitakureyri #hallóakureyri#alltafgottveðuráakureyri #arctic #lastpieceofarctic #deiglan


Sjö listamenn sýna í Deiglunni

36063573_1881559598563231_2430835503944171520_o

Á samsýningunni sjö listamenn sýna listamenn verk sem tengjast á einn eða annan hátt sjálfstæði, hvort heldur sem er hugtakinu sjálfu, sjálfstæði einstaklingsins eða sjálfstæði þjóðar. Listamennirnir sjö nálgast viðfangsefnið á ólíkan hátt og er bæði um að ræða verk sem unnin hafa verið sérstaklega fyrir sýninguna sem og eldri verk. Listamennirnir koma allstaðar að af landinu en eiga það allir sameiginlegt að hafa verið valdir listamenn hátíðarinnar List án landamæra.

Ísak Óli Sævarsson var valin listamaður hátíðarinnar árið 2012. Hann er í stöðugri þróun sem listamaður og listin þroskar hann sem einstakling. Ísak er afkastamikill listamaður og eru fjölmörg verka eftir hann í einkaeigu sem og í eigu hins opinbera um land allt. Ísak Óli vinnur helst með málverk og teikningar og er endurtekning áberandi stef í verkum hans.

Atli Viðar Engilbertsson var valin listamaður hátíðarinnar árið 2013. Atli Viðar býr og starfar á Akureyri. Hann er fjölhæfur listamaður sem vinnur þvert á miðla. Hann er myndlistamaður, tónlistamaður og rithöfundur með einstakan stíl. Atli Viðar hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og einkasýninga hérlendis og eru mörg verk eftir hann í einkaeigu.

Sigrún Huld Hrafnsdóttir var valin listamaður hátíðarinnar árið 2014. Sigrún Huld vinnur að mestu með málverk og teikningar sem hún vinnur af mikilli natni. Sterk þemu má greina í verkum Sigrúnar þar sem hún tekur fyrir ákveðin viðfangsefni um langt skeið, svo sem fugla, fiska eða hús. Listaferill Sigrúnar spannar áratugi og hefur hún tekið þátt í fjölda einkasýninga og samsýninga, m.a. í Listasafni ASÍ, á Kjarvalsstöðum og Týsgallerý

Karl Guðmundsson var valinn listamaður hátíðarinnar árið 2015. Karl býr og starfar á Akureyri. Verk hans eru málverk þar sem litir og form spila saman. Karl vinnur verk sín oft í samstarfi við listakonuna Rósu Kristínu Júlíusdóttur. Samstarf þeirra hófst sem samspil nemanda og kennara en þróaðist markvisst yfir í samvinnu tveggja vina, félaga í listinni. Þau hafa haldið margar sameiginlegar listsýningar undanfarin ár.

Erla Björk Sigmundsdóttir var valinn listamaður hátíðarinnar árið 2016. Erla Björk vinnur útsaumsverk. Verk Erlu endurspegla kraftinn sem í henni býr, hún tjáir sig í ólíkum formum og listsköpun hennar býr yfir sterkum persónulegum stíl. Verk hennar eru ýmist fígúratíf eða óhlutbundin formgerð, en ætíð einlæg, kraftmikil, tjáningarík og fögur.

GÍA – Gígja Guðfinna Thoroddsen var valinn listamaður hátíðarinnar árið 2017. Verk Gíu hafa sterka skírskotun í listasöguna, samtímann og samfélagið. Mörg verka hennar byggja á hennar eigin reynslu að vera kona og þess að vera notandi geðheilbrigðiskerfisins. Hún gerir málverk og teikningar með fjölbreyttu myndefni, m.a. af þekktu fólki úr samtímanum og mannkynssögunni. GÍA hefur haldið fjölda einkasýninga, bæði hérlendis og erlendis.

Aron Kale er listamaður hátíðarinnar árið 2018. Hann býr og starfar á Egilsstöðum þar sem hann hefur verið virkur þátttakandi í listalífinu. Hann vinnur málverk og blýantsteikningar. Manneskjan og tilveran eru honum oft hugleikin í verkum sínum og notar hann myndlistina sem nokkurskonar úrvinnslu á hversdeginum.

List án landamæra er listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Hátíðin var fyrst haldin árið 2003, fer fram allt árið um land allt og hefur vaxið og dafnað með hverju ári.
Markmið hátíðarinnar er að auka gæði, gleði, aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í
menningarlífinu. Verkefni hátíðarinnar hafa verið af öllum toga og má m.a. nefna sýningar á helstu listasöfnum landsins, tónleika á Airwaves, kvikmyndir á kvikmyndahátíðinni RIFF og viðburði á HönnunarMars. 

Sýningin Sjö listamenn er styrkt af Fullveldishátíðinni og er hluti af dagskrá 100 ára Fullveldisafmælis Íslands.

#listasumar #akureyri #northiceland #iceland #visitakureyri #hallóakureyri#alltafgottveðuráakureyri #listánlandamæra #listagilid #deiglan


Samsýningin Remote / Afskekkt í Segli 67 á Siglufirði

36352009_10155509631476516_5038977557198798848_o

Miðvikudaginn 4. júlí kl. 18.00 – 21.00 opnar sýningin Afskekkt í sýningarrými Seguls 67 á Siglufirði. Sýningin er opin daglega kl. 14.00 – 18.00 á Strandmenningarhátíðinni til 8. júlí.
Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni Afskekkt eru allir búsettir, alfarið eða að hluta í Fjallabyggð, og er áhugavert að stefna þeim saman til sýningar á Strandmenningarhátíð.
Listamennirnir eru: Örlygur Kristfinnsson, Brynja Baldursdóttir, Helena Hansdóttir Aspelund, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Bergþór Morthens, Hrafnhildur Ýr Denke, Brák Jónsdóttir, J Pasila, Arnar Ómarsson, Ólöf Helga Helgadóttir, Helena Stefánsdóttir, Arnar Steinn Friðbjarnarson, Eva Sigurðardóttir, Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir, Garún, Bára Kristín Skúladóttir.


Afskekkt

Að morgni hátíðardags fara vegaverkamenn á fánum skreyttu fjórhjóli um bæinn og mála sebradýr þvert á akbrautir. Íbúar Fjallabyggðar safnast saman til ræðuhalda, kaffidrykkju og skemmtana. Fólk er uppáklætt og lætur napran norðan vindinn ekki hafa áhrif á hátíðarskapið. Enn snjóar í fjöll, enda erum við stödd í einni af nyrstu byggðum Íslands. Í dag er heldur rólegra yfir Siglufirði en Ólafsfirði þar sem hátíðardagskráin fer fram að mestu. Kötturinn Lóa hirðir ekki um sebrarendurnar og lallar letilega skáhallt yfir Túngötuna. Fjölskyldur aka saman um bæinn og kíkja inn á sýningar og söfn. Hér veit fólk að einstaklingsframtakið er lífsnauðsynlegt sem og samvinna og samhugur í öllum málum. Það hefur sýnt sig að það munar um hverja manneskju og hverja þá skapandi hugsun sem kemur góðu til leiðar. Frumkrafturinn á þessum afskekkta stað stafar frá ólgandi Atlantshafinu, frá stórbrotnum fjallahringnum sem umvefur allt, með norðanstormi og sunnanvindum. Mannlífið er í takti við náttúruna og vitundina um að hér er fegurðin fegurst og drunginn dekkstur.


Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, sýningarstjóri.


Freyja Eilíf sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

36483656_1719907061419225_8352312129029668864_n

Miðvikudaginn 4. júlí kl. 14.00 opnar Freyja Eilíf sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.


"Listaverk um ferðalög út úr mannslíkamanum inn í aðra heima "Trommukjöt, sýning eftir Freyju Eilíf opnar miðvikudaginn 4. júlí kl. 14:00 – 17.00 í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Til sýnis verða nýleg verk eftir listakonuna sem unnin eru eftir leiðslum út úr mannslíkamanum inn í aðra heima.
Sýningin er opin daglega til 22. júlí frá kl. 14.00 – 17.00

"Á sýningunni Trommukjöt verða málverk, skúlptúrar og vídjóverk sem ég hef unnið sem minjar og vísbendingar annarra tilvistarsviða eftir eigin tilraunir gegnum drauma- og hugleiðsluferðalög. Það sem drífur mig áfram í þessari rannsókn er forvitni um jarðvist mannsins og það sem ekki er staðfastlega vitað um heiminn og okkur sjálf. Með verkunum vil ég færa víddirnar, raunverulegar og ímyndaðar, huldar og óstaðsettar inn í okkar veruleika. Til þess að varðveita þær og færa hugmyndina um víddirnar nær okkur og þenja þannig svæði mannshugans sem og heiminn sem hann dvelur í.

Freyja Eilíf er fædd í Reykjavík 1986 og útskrifaðist af myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2014. Hún hefur unnið sýningar víða um Norðurlönd og Evrópu ásamt því að starfrækja sýningarýmið Ekkisens í Þingholtunum í miðbæ Reykjavíkur til dagsins í dag sem hún stofnaði árið 2014. Freyju voru veitt laun úr starfsjóði listamanna árið 2018 og að auki hefur hún hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín á sviði myndlistar, svo sem tilnefningu til Menningarverðlauna DV 2016 og Tilberann árið 2015.

Freyja Eilíf 692-5114

Uppbyggingarsjóður/Eyþing, Fjallabyggð, menningarsjóður Siglufjarðar og Egilssíld styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband