Færsluflokkur: Menning og listir

ÁLFkonur sýna á LangaGangi í Listagilinu

11045396_10152590308591739_6056267986748690112_n

Félagar úr hópnum ÁLFkonur verða með myndasýninguna - Það er komin vetrartíð -  vetrarmyndir sem verða varpaðar á vegg, á LangaGangi í Listagilinu, á Gildegi laugardaginn 14. mars milli kl. 14 og 17.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 15. mars kl. 14-17.

ÁLFkonur er félagsskapur kvenna á Akureyri og í Eyjafirði
sem eiga ljósmyndun að áhugamáli og hafa starfað saman frá sumrinu 2010.
Þetta er fjórtánda samsýning hópsins og sýna myndirnar fjölbreytt tilbrigði við veturinn.

Sýningin stendur aðeins helgina 14.-15. mars milli kl. 14 og 17. Allir velkomnir.
LangiGangur er í Kaupvangsstræti 12, 2. hæð til vinstri, í Listagilinu Akureyri.

Nánari upplýsingar veita : Linda Ólafsdóttir sími 867-8000 og Hrefna Harðardóttir sími 862-5640

ÁLFkonur á facebook : www.facebook.com/alfkonur

https://www.facebook.com/events/1620226861539043


Freyja Reynisdóttir opnar sýningu í Flóru

11044641_936343513063411_6207999346905308453_n

Freyja Reynisdóttir        
EF ÉG VÆRI FUGL SEM HEITIR SÚRMJÓLK
14. mars - 4. apríl 2015
Opnun laugardaginn 14. mars kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/451207511704001

Laugardaginn 14. mars kl. 14 opnar Freyja Reynisdóttir sýninguna “EF ÉG VÆRI FUGL SEM HEITIR SÚRMJÓLK” í Flóru á Akureyri.

Til sýnis verða sex akrílmálverk unnin út frá spurningunni, hvernig lít ég út ef ég væri fugl sem heitir Súrmjólk. Hvert málverk er svar við þeirri spurningu, en hana spurði Freyja sig sex sinnum. Freyja hefur ákveðið að svara þeirri spurningu aldrei aftur.

Freyja Reynisdóttir, f.1989 í Reykjavík, býr og starfar á Akureyri. Undanfarið ár hefur Freyja starfað sem myndlistarmaður hér á Íslandi, í Þýskalandi, Danmörku og í Bandaríkjunum ásamt því að hafa stofnað og rekið sýningarrými, séð um sýningar- og verkefnastjórnun og unnið að fjölbreyttum samstarfsverkefnum og einkasýningum. Freyja vinnur innsetningar, málverk, skúlptúra, hljóðverk og gjörninga en einnig skrifar hún texta. Nú síðast hefur hún unnið mikið í samstarfi við aðra listamenn í listsköpun og þróun hugmynda í rannsókn sinni á samfélaginu.
Verk hennar lýsa oft óvenjulegum fantasíum og súrrealískum aðstæðum sem fjalla um tilfinningalegu hliðar okkar sameiginlega veruleika sem við deilum í gegn um reynslu, minningar og samskipti. Hún hefur óbilandi áhuga á hugmyndum mannkyns um himingeiminn og stöðu okkar innan hans þar sem við sameinumst og tvístrumst í tilraunum til að svara spurningum sem hvergi eiga rétt svör.
Nánari upplýsingar um verk Freyju: http://www.freyjareynisdottir.com

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru fimmtudaga kl. 11-18, föstudaga kl. 11-16 og laugardaga kl. 11-14. Sýningin stendur til laugardagsins 4. apríl 2015.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Þóra Kjartansdóttir í flora.akureyri@gmail.com og síma 661 0168 og Freyja Reynisdóttir í sivonigaba@gmail.com og í síma  663 7710.


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.


Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir í SALT VATN SKÆRI

11045304_10203936260583662_2272476602808533137_n

Næstkomandi Laugardag 14. mars kl. 16.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir innsetningu í verkefnarýminu SALT VATN SKÆRI Kaupvangsstræti Akureyri.

Verkið sem sýnt er ber yfirskriftina Blái flygillinn og var gert fyrir sýninguna Píanó á Listasafni Íslands sumarið 2014.

Nú gefst Norðlendingum og gestum færi á að skoða verkið.


Blái flygillinn.
Heimsmyndin kom til sjávarþorps eins og Siglufjarðar með sögum, myndum og varningi sem sjómenn færðu heim og bú oftast fyrir jól.
Árið 1969 var faðir minn sjómaður á síðutogaranum Hafliða, Vanalegt var að sigla með aflann á markaði erlendis, og var stefnan tekin á Bremenhafen í Þýskalandi.
Við heimkomu fögnuðu fjölskyldur ekki aðeins heimilisföður heldur líka ilmandi rauðum eplum, dósaskinku, kalkún í jólamatinn, Ficher skíðum með stálköntum og vatteruðum skíðagöllum, 8 mm. kvikmyndum og í þetta tiltekna skipti, litlum bláum tréflygli.
Ég var 6 ára og hafði aldrei séð eins ævintýralegan hlut. Flygillinn var um 35 cm. á breidd og hafði eina og hálfa áttund sem hljómaði eins og í alvöru hljóðfæri. Þegar nánar var skoðað, kom í ljós gullin harpa og fóðraðir klossar tengdir lyklaborðinu. Undir flyglinum voru fingursverir og álíka langir viðkvæmir fætur sem lyftu hljóðfærinu aðeins frá jörðu.
Ég ákvað að verða píanóleikari.
Árin liðu og þrátt fyrir píanókennslu um fjögurra ára skeið hef ég ekki enn náð því markmiði að nota mér hljóðfærið á annan veg en til að njóta færni annarra. En tónlist hefur gefið mér hugarró og verið gjöful uppspretta hugmynda.
Fyrir tæpum þremur árum var ég svo heppin að eignast yndislegan lítinn viðarlitaðan flygil, sem stendur nú á vinnustofunni minni og bíður þess að fimmtug konan láti drauma sína rætast.

https://www.facebook.com/events/1574414956130730


Jan Voss - Með bakið að framtíðinni í Listasafninu á Akureyri

large_tour-de-trance-small_janvoss

Laugardaginn 14. mars kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýning á verkum þýska myndlistarmannsins Jan Voss, Með bakið að framtíðinni.

Spurningin „hvað er mynd?“ er undirliggjandi þáttur í viðfangsefnum Jan Voss. Þó að óhefðbundnar vinnuaðferðir hans hafi stöku sinnum kallað fram svipleiftur þess sem gætu hafa verið svör þá hefur leit hans – sem spannar ólíka miðla – ekki bent á neitt umfram það sem væri speglun af einhverju öðru.

Jan Voss er fæddur 1945 í Þýskalandi og búsettur í Amsterdam. Sem ungur listamaður vann hann við að teikna teiknimyndasögur sem hann prentaði sjálfur og gaf út. Hann gekk síðar til liðs við félaga sína þær Henriëtte van Egten og Rúnu Thorkelsdóttur og síðastliðin 30 ár hafa þau í sameiningu rekið hina einstöku jaðar bókaverslun Boekie Woekie en þar eru seldar bækur eftir listamenn.

Í tilefni sýningarinnar kemur út á vegum Listasafnsins á Akureyri og Boekie Woekie í Amsterdam vönduð bók eftir Jan Voss, With the Back to the Future sem gefin verður út á ensku.

Ávörp á opnuninni flytja Hlynur Hallsson safnstjóri og Thomas H. Meister sendiherra Þýskalands á Íslandi auk þess sem Norðanpiltar koma fram af þessu tilefni.

Listamannaspjall með Jan Voss verður í Listasafninu fimmtudaginn 19. mars kl. 17 - 17.45. Leiðsögn um sýningarnar í Listasafninu / Ketilhúsinu er alla fimmtudaga kl. 12.15.

Sýningin Með bakið að framtíðinni stendur til 10. maí og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.

https://www.facebook.com/events/1007516015943089

http://www.listak.is


Katrín Erna Gunnarsdóttir með Þriðjudagsfyrirlestur

11044534_904170649604778_2851458748442615442_n

Listasafnið á Akureyri, Ketilhús.

Þriðjudagsfyrirlestur

Katrín Erna Gunnarsdóttir: Áður fyrr seinna meir.

Þriðjudaginn 10. mars kl. 17 mun myndlistarkonan Katrín Erna Gunnarsdóttir halda fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Áður fyrr seinna meir/Before In The After. Í fyrirlestrinum fjallar Katrín um lokaverkefni sitt frá LHÍ 2012 sem hún tengir við persónulega þróun sína í listsköpum og ræðir hvernig „ein lítil hugmynd getur haft gríðarleg áhrif á mann í langan tíma og jafnvel gefið tóninn fyrir feril manns sem heild“.

Auk Listaháskóla Íslands nam Katrín við Myndlistaskólann í Reykjavík og Chelsea School of Art and Design, í Bretlandi. Hún er einnig útskrifuð úr BA námi í listfræði og almennri trúarbragðafræði frá Háskóla Íslands.

Þetta er áttundi Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru María Rut Dýrfjörð, Jón Páll Eyjólfsson og Hildur Friðriksdóttir.

https://www.facebook.com/events/414270212068620

http://www.listak.is


Tónlistarveisla í Listasafninu á Akureyri

11025120_904268662928310_2452060935910858461_n

Í tilefni af síðustu dögum yfirlitssýningar Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni, verður boðið til tónlistarveislu í austursal Listasafnsins á Akureyri kl. 14 laugardaginn 7. mars. Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri og Kór Akureyrarkirkju munu flytja dagskrá með lögum og ljóðum Elísabetar. Aðgangur er ókeypis.

Dagskrá tónleikanna:

1. Hljóðlátt og dreymandi: Hekla Liv Maríasdóttir, söngur
2. Hlustar mín þrá: Hekla Liv Maríasdóttir, söngur
3. Hvað ljómar:Kristín Tómasdóttir, söngur
4. Sofið nú: Edda Borg Stefánsdóttir, söngur
5. Um miðja nótt: Elvar Jónsteinsson, söngur
6. Vornæturljóð: Halla Ólöf Jónsdóttir, söngur. Undirleikur: Helena G. Bjarnadóttir
7. Haust: Diljá Finnsdóttir, fiðla
8. Haustkvíði: Halla Ólöf Jónsdóttir, söngur. Undirleikur: Helena G. Bjarnadóttir
9. Í vorþeynum: Sölvi Halldórsson, saxafónn. Undirleikur: Una Haraldsdóttir
10. Áfangar: Ingunn Erla Sigurðardóttir, trompet
11. Nú svífur nóttin svarta: Guðrún Ösp Sævarsdóttir, söngur
12. Á Rauðsgili: Svava Guðný Helgadóttir, horn
13. Gullfoss: Sigrún Mary McCormick, víóla
14. Ástmær hermannsins: Arnfríður Kjartansdóttir, söngur
15. Ég vildi að ég væri: Arnfríður Kjartansdóttir, söngur
16. Hvarf séra Odds frá Miklabæ – I. Hleypir skeiði hörðu: Steinunn Petra Guðmundsdóttir, saxafónn. Undirleikur: Una Haraldsdóttir
17. Hvarf séra Odds frá Miklabæ – II. En hálfur máni: Lilja Björg Geirsdóttir, þverflauta
18. Hafdjúp: Brynja Elín Birkisdóttir, söngur

Í lok dagskrárinnar flytur Kór Akureyrarkirkju, undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar, lagið Ave María og eru bæði lag og texti eftir Elísabetu Geirmundsdóttur. Útsetning er eftir Áskel Snorrason. Lagið var flutt af Kór Akureyrarkirkju við útför Elísabetar.

Sunnudaginn 8. mars lýkur sýningunni sem staðið hefur yfir í Listasafninu frá 10. janúar.

https://www.facebook.com/events/353200161539906

http://www.listak.is/


"Mæðgur mæðgin" sýning Eiríks Arnars Magnússonar opnar í Mjólkurbúðinni

11041127_10152658543092231_525192514556358839_n

Mæðgur mæðgin einkasýning Eiríks Arnars Magnússonar opnar í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 7.mars kl. 16.

Mæðgur mæðgin, 3 kynslóðir + ein er umfjöllunarefni Eiríks Arnars á sýningu sinni í Mjólkurbúðinni. Listamaðurinn sýnir olíumálverk og er myndefni þeirra mjög persónulegt þar sem Eiríkur Arnar sýnir portrett af ömmu sinni og móðir ásamt sjálfum sér. Myndefnið er tilkomið vegna sýningar þriggja kynslóða í Listagilinu, ömmunnar, móðurinnar  og sonarins. þess má geta að þessa sömu helgi opnar móðir Eiríks Arnars yfirlitssýningu í Ketilhúsi og yfirstandandi er yfirlitssýning ömmu hans í Listasafninu á Akureyri.


Eiríkur Arnar er barnabarn Elísabetar Geirmundsdóttur (1915) listakonunnar í fjörunni en Listasafnið á Akureyri opnaði sýningu hennar 10. Janúar síðastliðin. Þann 7.mars kl. 15 mun Listasafn Akureyrar, Ketilhús opna yfirlitssýningu á verkum Iðunnar Ágústsdóttur (1939) móður Eiríks Arnars en hann er sýningarstjóri þeirrar sýningar. Sjálfur opnar Eiríkur Arnar að því loknu kl. 16 í Mjólkurbúðinni sem er staðsett í sama húsi og Listasafn Akureyrar.

Eiríkur Arnar Magnússon (1975) er fæddur og uppalinn á Akureyri og útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2007.
Sýningin er fimmta einkasýning Eiríks Arnars og stendur hún til 15. mars.


Eiríkur Arnar Magnússon s.6952227
Mjólkurbúðin Listagili er á facebook s.8957173
Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eru allir velkomnir.


Opið er fyrir umsóknir í Sal Myndlistarfélagsins

550877_3331819934665_363560370_n

Opið er fyrir umsóknir fyrir árið 2015 í Sal Myndlistarfélagsins. Salurinn býðst
öllum áhugasömum listamönnum til leigu til sýningahalds. Um er að ræða 150
m2 sal sem er bjartur, rúmgóður og hentar til margskonar sýninga.
Í umsókn þarf að koma fram ferilskrá umsækjanda, myndir af verkum hans,
vefsíða eða facebook síða ef viðkomandi hefur slíkt. Einnig er æskilegt að tekið sé
fram hvernig fyrirhuguð sýning á að vera t.d. málverkasýning, innsetning, textíl,
skúlptúrar o.s.frv.
Verð fyrir hverja viku er 10.000.- kr. fyrir félagsmenn 7000.- kr
Eftirtaldar dagsetningar eru í boði fyrir áhugasama.

1. apríl – 21 apríl
22. apríl – 12. maí
20. maí – 9. júní
17. júní – 7. júlí
8. júlí – 28 júlí
12. ágúst – 25. ágúst
16. sept. – 6. okt.
7. okt. – 20. okt.
11. nóv. – 2. des.

Opið er fyrir umsóknir til 23. mars 2015

Umsóknir sendist á syningastjornak@gmail.com
Fyrir áhugasama er hægt að skoða salinn hér, Salur Myndlistarfélagsins á Facebook https://www.facebook.com/salur.myndlistarfelagsins

Bestu kveðjur

Sýningastjórn

Ásta Bára Pétursdóttir
Ragney Guðbjartsdóttir

Myndlistarfélagið – Kaupvangsstræti 10, 2.hæð – Listagilið – 600 Akureyri


Martyn Last opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

11050714_10203906639963165_1941126202736667164_n

Kompan Alþýðuhúsinu á Siglufirði 5. mars 2015-03-04


Fimmtudaginn 5. mars kl. 17.00 opnar Hollenski listamaðurinn Martyn Last sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Martyn er búsettur í Amsterdam en er viðstaddur sýningaropnunina og tekur á móti fólki.  

Hann sýnir safn lítilla bronsskúlptúra sem bera yfirskriftina  “ ÚTFLÖTT VERÖLD “

Hefðbundið er að setja bronsverk á steinstöpla, en í þessum verkum hefur Martyn tekið  afsteypur af hlutum úr daglega lífinu ( sem síðar voru steyptir í brons ) og flatt þá út undir náttúrulegum steinum.
Hér er á ferð samruni nútíma listmiðla sem hefur orðið fyrir áhrifum af harðneskjulegum krafti steinaldar og notast við tækni bronsaldar.

Annar hluti sýningarinnar er innsetning sem hann kallar “ EINNAR STROKU MÁLVERK “

Þar leikur Martyn sér af að búa til málarapensla úr mörgum litlum penslum og málar þannig með einni stroku málverk.  Verkið veitir áhorfandanum frekar innsýn í skúlptúr heldur en óhlutbundið málverk.

Einnig sýnir Martyn safn bókverka.

Heitt á könnunni og allri velkomnir.

Nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 8565091

Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð og Fiskbúð Siglufjarðar styðja við menningarstarfið í Alþýðuhúsinu.


Yfirlitssýning á verkum Iðunnar Ágústsdóttur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

large_idunn_vefur

Laugardaginn 7. mars kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi yfirlitssýning á verkum Iðunnar Ágústsdóttur. Tilefni sýningarinnar er 75 ára afmæli listakonunnar sem er fædd og uppalin á Akureyri.

Iðunn hóf myndlistarferil sinn 1977 en fyrsta einkasýning hennar var haldin 1979 í Gallerí Háhól. Hún var einn meðlima Myndhópsins sem stofnaður var 1979 og var meðal annars formaður hans og gjaldkeri um tíma. Iðunn vann aðallega með olíuliti og pastelkrít í verkum sínum. Hennar helstu viðfangsefni á ferlinum eru landslagið, náttúran, fólk og hið dulræna. Iðunn hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis og erlendis. Flest verka hennar eru í einkaeigu en einnig í eigu ýmissa fyrirtækja og stofnana hér heima og erlendis. Yfirlitssýningin er sú fyrsta sem haldin er á verkum Iðunnar en á sýningunni verður lögð áhersla á olíu- og krítarverk.

Sýningarstjóri er sonur Iðunnar, Eiríkur Arnar Magnússon myndlistarmaður, en hann opnar sama dag kl. 16 sýningu á eigin verkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Sunnudaginn 8. mars lýkur svo yfirlitssýningu á verkum móður Iðunnar, Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni, en sú sýning hefur staðið yfir í Listasafninu frá 10. janúar. Um helgina má því sjá á sýningum í Listagilinu verk þriggja ættliða. Í tilefni af síðustu sýningarhelginni verður boðið til söngveislu í austursal Listasafnsins kl. 14 laugardaginn 7. mars. Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri og Kór Akureyrarkirkju munu flytja söngdagskrá með lögum og ljóðum Elísabetar. Aðgangur er ókeypis.

Samtímis opnun Iðunnar í Listasafninu, Ketilhúsi fer fram lokunarteiti sýningar Arnars Ómarssonar, MSSS, í vestursalnum.

Yfirlitssýning Iðunnar Ágústsdóttur stendur til 19. apríl og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/407449222761207

http://www.listak.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband