Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir í SALT VATN SKÆRI

11045304_10203936260583662_2272476602808533137_n

Næstkomandi Laugardag 14. mars kl. 16.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir innsetningu í verkefnarýminu SALT VATN SKÆRI Kaupvangsstræti Akureyri.

Verkið sem sýnt er ber yfirskriftina Blái flygillinn og var gert fyrir sýninguna Píanó á Listasafni Íslands sumarið 2014.

Nú gefst Norðlendingum og gestum færi á að skoða verkið.


Blái flygillinn.
Heimsmyndin kom til sjávarþorps eins og Siglufjarðar með sögum, myndum og varningi sem sjómenn færðu heim og bú oftast fyrir jól.
Árið 1969 var faðir minn sjómaður á síðutogaranum Hafliða, Vanalegt var að sigla með aflann á markaði erlendis, og var stefnan tekin á Bremenhafen í Þýskalandi.
Við heimkomu fögnuðu fjölskyldur ekki aðeins heimilisföður heldur líka ilmandi rauðum eplum, dósaskinku, kalkún í jólamatinn, Ficher skíðum með stálköntum og vatteruðum skíðagöllum, 8 mm. kvikmyndum og í þetta tiltekna skipti, litlum bláum tréflygli.
Ég var 6 ára og hafði aldrei séð eins ævintýralegan hlut. Flygillinn var um 35 cm. á breidd og hafði eina og hálfa áttund sem hljómaði eins og í alvöru hljóðfæri. Þegar nánar var skoðað, kom í ljós gullin harpa og fóðraðir klossar tengdir lyklaborðinu. Undir flyglinum voru fingursverir og álíka langir viðkvæmir fætur sem lyftu hljóðfærinu aðeins frá jörðu.
Ég ákvað að verða píanóleikari.
Árin liðu og þrátt fyrir píanókennslu um fjögurra ára skeið hef ég ekki enn náð því markmiði að nota mér hljóðfærið á annan veg en til að njóta færni annarra. En tónlist hefur gefið mér hugarró og verið gjöful uppspretta hugmynda.
Fyrir tæpum þremur árum var ég svo heppin að eignast yndislegan lítinn viðarlitaðan flygil, sem stendur nú á vinnustofunni minni og bíður þess að fimmtug konan láti drauma sína rætast.

https://www.facebook.com/events/1574414956130730


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband