Færsluflokkur: Menning og listir
8.6.2015 | 20:13
"Að bjarga heiminum" í Verksmiðjunni á Hjalteyri
AÐ BJARGA HEIMINUM
Verksmiðjan á Hjalteyri/ sýning 13.06. - 21.06. 2015 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com
Opnun laugardaginn 13 júní kl. 14:00 á Hjalteyri. Sýningin stendur til og með 21. júní í Verksmiðjunni (opið um helgar kl. 14:00 17:00)
Umsjón: Aðalsteinn Þórsson
Næstkomandi laugardag 13. júní klukkan tvö opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri sýningin Að bjarga heiminum.
Um er að ræða sýningu sem er öllum opin til þátttöku. Og hefur á sjöunda tug listamanna boðað þátttöku sína, bæði íslenskir og erlendir. Meðal annarra eiga verk á sýningunni Björg Thorsteinsdóttir, Eggert Pétursson, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hildur Hákonardóttir, Jonna, Joris Rademaker og Sigrún Eldjárn.
Sýningin er stendur til 21. júní þannig að hún spannar aðeins tvær helgar. Seinni helgina verður dagskrá með fyrirlestrum, gjörningum, ljóðlist, söng og hljóðfæraslætti. Þar koma fram Anna Richardsdóttir, Arna Valsdóttir, Félag áhugamanna um heimspeki á Akureyri, Helgi og ljóðfæraleikararnir, Jón Laxdal Halldórsson, Kristján Pétur Sigurðsson, Sigríður Ásný Ketilsdóttir, Tonnatak svo einhverjir séu taldir.
Hefjast hátíðahöldin klukkan tvö á laugardaginn 20. með opnun Snorra Finnlaugssonar Sveitarstjóra Hörgárbyggðar. Dagskráin heldur svo áfram til kvölds.
Á sunnudag 21. hefjast herlegheitin með kl 11. með hreinsun, fræðslu, heilun og hugleiðslu, leitt af Sigríði Ásný Sólarljós Fire Spirit.
Dagskrá helgarinnar 20. og 21. verður nánar auglýst síðar.
Þessi hátíð er afrakstur hugsjónavinnu og þeirrar trúar að einstaklingurinn skifti máli og að saman getum við tekist á við hin erfiðu vandamál sem við okkur blasa og skapað framtíðar heim þar sem lífið er virt framar öðru.
Að bjarga heiminum er hugarfóstur Aðalsteins Þórssonar myndlistarmanns og aðgerðasinna.
Aðalsteinn sem er búsettur í Hollandi lauk Mastersnámi í frjálsri myndlist frá The Dutch Artinstitute ArtEZ 1998 og hefur unnið að sinni myndlist síðan, aðallega í Hollandi. Í list sinni fjallar Aðalsteinn stöðugt meir um umhverfi sitt og tengsl einstaklingsins við umheiminn. Þessi tengsl sem fólk tekur yfirleitt sem gefnum hlut og veltir lítið fyrir sér. Þannig er hans stærsta verk undanfarin ár verið safn afganga eigin neyslu sem hann nefnir Einkasafnið. Hvað er persónulegra en það sem við skiljum eftir okkur spyr Aðalsteinn. Hann er virkur listamaður og sýnir reglulega, síðast með einkasýningu hjá Galerie de 13e maand í Rotterdam í apríl síðastliðnum. Vefsíða Aðalsteins er www.steiniart.com
Einnig koma að undirbúningi verkefnisins, Elísabet Ásgrímsdóttir listamaður, Guðrún Þórsdóttir menningarstjórnandi og framkvæmdastjóri Listasumars á Akureyri og Ka Yee Li Listamaður og sýningarstjóri.
Opnunar tímar eru 14 17 miðvikudag til sunnudags. Laugardaginn 20 verður kvöld dagskrá til 22.30 og sunnudag hefst dagskrá klukkan 11.00 fyrir hádegið.
Einnig er hægt að fylgjast með framgangi verkefnisins á www.adbjargaheiminum.blogspot.com
Styrktaraðilar sýningarinnar eru : Eyþing, Myndlistarsjóður og Ásprent. Bakjarlar Verksmiðjunnar eru Hörgársveit, CCPgames og Bústólpi
5.6.2015 | 00:21
Wiola Ujazdowska sýnir í Kaktus
Wiola Ujazdowska opnar sýninguna Precious gems í Kaktus. Sýningin er opin laugardag frá 14:30 - 17:00 og sunnudag frá 14:00 - 17:00. Hér er texti Wiolu um verkin:
PRECIOUS GEMS BY WIOLA UJAZDOWSKA
What is precious in our body? What makes it beautiful? Or disgusting? The models of beauty had been changing as well what parts of body are allowed for a viewer eye or which are covered in darkness of censorship. What is precious and what is a house of sin.
One of the forbidden parts for many years were ( and still are!) genitals. Both mens and womens. In European culture which is dominated by Christianity, genitals and especially vaginas have been a place of body according to Saint Augustine between Piss and feces so something banned. Unsightly. Covered with a leaf, or fancy composition of drapery. A part that should not be mentioned in the visual transposition of human body, nevertheless one of the first images that human had been creating was a visual representation of penis and vagina. They were a fetish, symbols of reproduction power. They were precious.
Vaginas had magical powers, not only the power of giving life but also a power of protection from nature or enemy, like in the ritual of Ana-Suromai in which women have been presenting naked vulva to danger.
Gems are interpretation of the most popular simple and the oldest visual representation of vagina an extruded circle as well as perforation and opening- the canvas had been cut through showing what or not is behind the surface of image. Moreover, Gems as very decorative paintings where bright colors, glass beads, glitter, parts of jewelry put them close to the kitsch and also make forms more abstractive and near to paintings- faked jewels. They are shining and catch the eye of the viewer. Now vulva is again in the spot light. Shiny and glittery. Thats my visual representation of Ana Suromai ritual. I am showing you my vulvas but you dont need to be scared. I am disenchanting vaginas. Look at them and enjoy their beauty.
Precious are small objects, questioning what is beautiful in female body and a problem of abject/ dismemberment of body. In a small glass vial am putting parts of my body that women are really aware of or they are essential of them. So we have hairs, nails, menstrual blood, eyelash, eybrows parts of lips skin. Are my nails still mine although I have cut them? What about my hairs? Are they still mine? Who or what is it closed in the glass? All closed in a vial with a ribbon and a chain that I can wear them as necklace, fetish. Be next to my body but never we shall be part.
Wiola Ujazdowska- born 1988 in Toruń, Poland. Visual artist and esthetician. In 2012 she recived master in art theory at Nicolaus Copernicus University. In years 2010-2014 she was studying painting and stained glass at Art Department of the same University. In 2012 she got an Jan Winczakiewicz award and went for art residency in Paris, the same year she started one year of studies in Cologne Institute of Conservation Sciences in Cologne.
Akureyrarstofa styrkir Kaktus!
https://www.facebook.com/events/447592478734336
1.6.2015 | 23:07
Arnar Herbertsson sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði
Laugardaginn 6. júní kl. 14.00 17.00 opnar Arnar Herbertsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Sýningin samanstendur af átta málverkum og ber yfirskriftina
Ljós í augum dagsins.
Sýningin stendur til 24. júní.
Arnar Herbertsson
er fæddur á Siglufirði árið 1933 og ólst þar upp. Hann lærði húsamálun sem hann sinnti samhliða myndlistariðkun eftir þörfum. Hann flutti til Reykjavíkur 1958 og nam við Myndlistaskólann í Reykjavík 1959-67. Hann sýndi fyrst á haustsýningum FÍM (Félags íslenskra myndlistarmanna) 1965 og 1966 en varð síðan virkur í SÚM (Samband ungra myndlistarmanna) og tók þátt í samsýningum þess bæði innanlands og erlendis. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Ásmundarsal árið 1967 og síðast í Neskirkju 2014. Hann var þáttakandi á Tvíæringnum í Rostock í Þýskalandi 1969 og í Nutida Nordisk Konst í Hässelby-höllinni í Svíþjóð 1970. Snemma á sjöunda áratugnum dró Arnar sig í hlé og sýndi lítið þar til árið 1990 en hefur sýnt reglulega eftir það og verk hans verið valin til sýningar. Arnar hefur hlotið starfslaun úr launasjóði myndlistarmanna og verk eftir hann eru í eigu helstu safna á Íslandi.
Nú nýverið tók Arnar þátt í samsýningunni Nýmálað sem sett var upp á Listasafni Reykjavíkur.
Sumarsýning í heimabænum - Siglufirði 2015
Ljós í augum dagsins
Heimur Arnars er Siglufjörður, þar sem hann ólst upp og þroskaðist meðal ljóss og skugga. Allt sem hann upplifði , sá og fann var í þessum lokaða einangraða firði með einn sjóndeildarhring opinn útá íshaf.
Fjörðurinn sem ól hann og umvafði eins og móðurástin, var líka
kæfandi og þrúgandi, en veitti á sama tíma innblástur, örvun og
djúpa næmni. Eins og hjá mörgum listamönnum þá sýnir þessi
næmni hans myrkustu og björtustu hliðar lífsins.
Eftir upplifun langra kalda vetrarnátta sem aldrei ætla að taka
enda kemur loksins birta endalausrar sumarnæturinnar þegar
fjörðurinn er stilltur og fjöllin speglast í spegilsléttum sjónum
sem einungis gárast af svamli ástfangins Æðarblika eða flugi
tígulegrar Kríu. Ilmurinn í loftinu er sambland af fjöruþangi,
tjöru, dieselolíu og fiski.
Svo er mótsögnin við kyrrðina þegar bryggjurnar iða af lífi og
síldarvertíðin er í fullum gangi , ys og þys, hlátur , vélardynur,
reykur, kappsemi kalla og kvenna í von um betra líf og bjartari
framtíð.
Slíkt umhverfi gat ekki gert annað en að móta viðkvæma lund
og ýta undir frekari næmni hjá litlum rauðhærðum gutta.
Árin líða og drengurinn breytist í ungan mann. Fjörðurinn sem á
hann allan endar að lokum með því að kæfa hann. Eilíf óstöðvandi þrá til fjarðarins, þessi djúpa nostalgía sem á hann leitar stöðugt, þessi djúpa þrá fyrir glötuðum tíma.
Brottfluttur, þá er , eftir sem áður, staðurinn bæði í vöku og draumi í honum
alla tíð og alltaf og hann leitar sífellt þangað aftur og alltaf.
https://www.facebook.com/events/373559152851148
30.5.2015 | 10:14
ÁLFkonur sýna í Lystigarðinum á Akureyri
ÁLFkonur bjóða til ljósmyndasýningar í tilefni að 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Sýningin er á svæðinu við hliðina á kaffihúsinu Café Laut í Lystigarðinum á Akureyri.
Þetta er fjórða sumarið sem ÁLFkonurnar sýna myndir í garðinum og um leið fimmtánda samsýning hópsins. Allir velkomnir á opnunartíma Lystigarðsins á Akureyri.
https://www.facebook.com/events/820390384720747
28.5.2015 | 13:54
INNSETNING Í ÚTIBÚI GALLERÍ ÍSKÁPS
Erwin van der Werve útskrifaðist úr Willem de Kooning Academy í Rotterdam árið 2002 og var í skiptinámi í LHÍ, Reykjavík 2001. Eftir útskrift hlaut hann starfslaun Dutch Fund of Visual Arts og sýndi í Evrópu og Kína. Erwin gerir málverk, innsetningar og teikningar sem samanstanda af mismunandi efnum og aðferðum. Verkin eru gerð eftir innsæi og eru byggð á ákveðinni stemningu eða tilfinningum sem geta kallað fram ákveðin áhrif hjá áhorfanda líkt og landslag eða atriði í kvikmynd getur gert. Verkin gefa hugmynd um óendanlegt rými eins og er að finna í íslensku landslagi eða í himninum í fæðingarlandi hans, Hollandi.
Útibú Gallerí Ískáps verður staðsett við nýja hjólastíginn við Drottningarbraut, nálægt Naustabryggju, leitið og þér munuð finna.
Aðeins þennan eina dag!
Heimasíða: http://www.erwinvanderwerve.nl/
Facebooksíða: Erwin van der Werve
https://www.facebook.com/events/1648066405414870
Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm, í síma 848-2770 eða tölvupósti heiddis.holm (hjá) gmail.com
--
Erwin van der Werve graduated from Willem de Kooning Academy in Rotterdam in 2002, with a year as an exchange student in LHÍ, Reykjavík 2001. After graduation he got a starters grant from the Dutch Fund of Visual Arts and exhibited in Europe and China. Erwin creates mixed media paintings, installations and drawings. His work is made with intuition and occur from a certain feel that can produce an effect in the viewer in the same way a landscape or a film can. The work give the idea of an endless space similar to the icelandic landscape or in the sky in Netherlands.
27.5.2015 | 12:14
Grænlenskt listhandverk í Hvítspóa
Thue Christiansen og Katrin Christiansen opna sýningu á verkum sínum í Hvítspóa, miðvikudaginn 27. maí. til 3. juni. þetta er einstakt tækifæri á því að sjá Grænlenskt listhandverk af bestu gerð. Thue vinnur i horn, skinn stein og málma en Katrin er að prjóna úr sauðnauta ull.
https://www.facebook.com/events/749683661817447
https://www.facebook.com/pages/Hv%C3%ADtspói-art-gallerý/245778342291314
25.5.2015 | 22:14
Leya Anderson sýnir í Listhúsi á Ólafsfirði
There is seldom a single wave
A Solo show by Leya Anderson
27 May 2015 | 20:00
Listhus Gallery
Leya is a visual artist and illustrator from Canada. In this exhibition, she will show her black and white drawing of the waves on a long roll.
To know more about Leya, please visit her website: http://www.leyatess.com
or visit our website: www.listhus.com
22.5.2015 | 20:38
Mary Zompetti með sýningu og listamannaspjall í Deiglunni
Mary Zompetti er gestalistamaður mánaðarins í vinnustofu Gilfélagsins. Hún opnar sýningu og verður með listamannaspjall í Deiglunni á laugardaginn 23. maí. Opið á milli 14-17. Allir Velkomnir!
Mary Zompetti is a photo-based artist currently living and working in in Grand Isle, Vermont in the United States. She holds an MFA from the Art Institute of Boston at Lesley University. She is currently the Photography Program Director for Burlington City Arts and she teaches in the Creative Media program at Champlain College in Vermont.
https://www.facebook.com/events/905120759530891
19.5.2015 | 23:57
Guðrún Þórsdóttir sýnir Masterpiece/Meistarastykki í Flóru
Guðrún Þórsdóttir
Masterpiece/Meistarastykki
23. maí - 6. júní 2015
Opnun laugardaginn 23. maí kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1570797126518826
Laugardaginn 23. maí kl. 14 opnar Guðrún Þórsdóttir sýninguna Masterpiece/Meistarastykki í Flóru á Akureyri.
Masterpiece/Meistarastykki er verk í þróun og er hluti af meistaraverkefni Guðrúnar Þórsdóttur í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Um er að ræða myndir úr grunngögnum rannsóknarverkefnis Guðrúnar.
Í rannsókn sinni fylgdi Guðrún eftir 15 unglingum frá Akureyri til fjögurra landa, Eistland, Finnland, Svíþjóð, Álandseyja og Ísland. Hún myndaði krakkana þar sem þau unnu að sjónlistum með jafnöldrum sínum í alþjóðlegu samhengi í Nordic light verkefninu.
Nordic light 2014 fólst í því að krakkarnir fóru og lærðu af listamönnum í hverju landi fyrir sig sjónlistir og endaði ferðalagið á því að þau hittu fleiri krakka, alls 75 talsins og settu upp stóra útisýningu.
Hluti þeirra grunngagna sem Guðrún notar í meistaraverkefninu eru myndirnar sem hún tók af unglingunum á ferðalaginu. Sýningin Masterpiece/Meistarastykki er verk í þróun sem mun ljúka með meistaragráðu. Í rannsóknarverkefninu er Guðrún að skoða upplifun ungmennanna af þátttöku í svona verkefni og hvaða áhrif þátttaka í alþjóðlegu listaverkefni hefur á þau.
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru út maí: mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 11-16, fimmtudaga kl. 11-18, og laugardaga kl. 11-14. Frá og með 1. júní er opið mánudaga til laugardaga 10-18 og sunnudaga 12-18. Sýningin stendur til laugardagsins 6. júní 2015.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Þóra Kjartansdóttir í flora.akureyri@gmail.com og síma 661 0168 og Guðrún Þórsdóttir í gunnathors@gmail.com og í síma 663 2848.
Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.
13.5.2015 | 11:17
Jón Steinar Ragnarson opnar ljósmyndasýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði
Sunnudaginn 17. maí kl. 15.00 opnar Jón Steinar Ragnarson ljósmyndasýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Jón Steinar er leikmyndahönnuður og ástríðu ljósmyndari, fæddur á Ísafirði 1959 og hefur verið búsettur á Siglufirði síðan 2007. Hann var leikmyndahönnuður á myndunum Nói Albínói, Englar Alheimsins og Ikingut, sem hann skrifaði líka handrit að. Af sjónvarpsefni þar sem hann kemur við sögu má nefna þættina Fóstbræður. Einnig hefur Jón Steinar starfað að uppbyggingu og ímyndarsköpun Rauðku ehf í tengslum við ferðamál fyrir Róbert Guðfinnsson.
Myndirnar sem sýndar verða í Kompunni eru teknar s.l. ár á Siglufirði og nágrenni og leitast við að fanga andrúmsloft og fegurð svæðisins á öllum árstíðum. Líkt og Ásmundur Jónsson gerði forðum með pensil og striga að vopni.
https://www.facebook.com/events/754744507979332/