Færsluflokkur: Menning og listir
3.9.2015 | 15:42
loop á videolistahátíðinni heim

Menning og listir | Breytt 4.9.2015 kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2015 | 22:15
Ólöf Rún Benediktsdóttir með gjörning í Kaktus
Velkomin á gjörning Ólafar Rúnar Benediktsdóttur: Sjálfvarp, í Kaktus föstudaginn 4. september. Umfjöllurnarefni gjörningsins er innri togstreytan sem mótar persónuleika fólks. Í görningnum leitast listamaðurinn við að varpa fram erkitýpum síns innra sjálfs, skoða þær, ræða við þær og jafnvel sætta ólíka póla í sjálfinu.
Ólöf Rún Benediktsdóttir er myndlistamaður og skáld sem vinnur og starfar í Reykjavík. Ólöf útskrifaðst úr Listaháskóla Íslands árið 2013 en hefur síðan sýnt á fjöldamörgum einka og samsýningum, meðal annars á LungA, í Anarkía gallerí og í Ekkisens. Hún gekk til liðs við Fríyrkjuna snemma árs 2014 og hefur gefið út ljóð og örsögur með félaginu.
https://www.facebook.com/olofrbenediktsdottir?__mref=message_bubble
https://www.facebook.com/events/1643199072624297
2.9.2015 | 21:38
Hekla Björt Helgadóttir sýnir í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Salt Vatn Skæri: Hlý Eyja
Hekla Björt Helgadóttir
05.09 27.09 2015. Opið um helgar frá 14:00 17:00 og samkvæmt samkomulagi.
Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri, 5. september 2015 kl 22:00.
Ókeypis rútuferð frá Hótel Kea kl 21:45 - Ferð tilbaka frá Hjalteyri á miðnætti.
Sýningin byggir á samnefndu ljóðahandriti Heklu sem hún hefur unnið og þróað frá æsku. Á sýningunni sviðsetur hún landslag og ljóðaheim handritsins og skeytir þannig saman myndlist, ljóðlist og leikhúsi.
Með henni starfa listamenn sem allir fengu ljóð úr handritinu til útfærslu á eigin hátt. Má þar nefna raftónlistarfólkið Anne Balanant og Áka Sebastian Frostason, klassíska tónskáldið Guðnýju Valborgu Guðmundsdóttur ásamt básúnuleikaranum Ara Hróðmarssyni, tónlistarmanninn Þorstein Kára Guðmundsson og myndlistarmannin Söru Björg Bjarnadóttur, en allir ofangreindir eiga tónverk á sýningunni.
Einnig gefur að líta brúður sem listamaðurinn Lilý Erla Adamsdóttir vann eftir persónum handritsins og myndbandsverk sem Freyja Reynisdóttir listamaður og Hekla Björt unnu í samstarfi fyrr á árinu.
Síðar um kvöldið leika plötusnúðarnir Sexítæm (Lovísa Arnardóttir og Óli Hjörtur Ólafsson) og Vélarnar (Arnar Ari Lúðvíksson) fyrir leik og dansi.
Allir eru innilega velkomnir á Hlýja Eyju á Hjalteyri.
https://www.facebook.com/events/750317581744718
2.9.2015 | 17:15
Dagskrá A! Gjörningahátíðar
A! Gjörningahátíð verður haldin í fyrsta sinn dagana 3. - 6. september og er stefnt að því að hún verði að árlegum viðburði. Á dagskrá eru 14 fjölbreyttir gjörningar auk off venue viðburða og vídeólistahátíðarinnar heim. A! Gjörningahátíð er lokahnykkurinn á Listasumri á Akureyri sem var endurvakið í byrjun júní, eftir nokkurra ára hlé, með yfir 200 viðburðum á dagskránni.
Fjölbreyttir gjörningar myndlistarmanna og sviðslistafólks er á dagskrá A! Meðal þeirra sem fram koma eru Magnús Pálsson, Anna Richardsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Snorri Ásmundsson, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir, Freyja Reynisdóttir & Brák Jónsdóttir, Örn Ingi Gíslason, Hekla Björt Helgadóttir, Choreography Rvk og Kriðpleir.
A! fer fram víðsvegar um Akureyri og teygir anga sína til Hjalteyrar. Meðal annars verða settir upp gjörningar í kirkjutröppunum, endurvinnsluskemmu Gúmmívinnslunnar, Verksmiðjunni á Hjalteyri og nokkrir gjörningar verða í Menningarhúsinu Hofi og í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Ókeypis verður á alla viðburði A!
Dagskráin hefst með pompi og prakt kl. 17 á morgun, fimmtudaginn 3. september, í Hamragili í Hofi með framlagi Leikfélags Akureyrar og Hofs, Drengurinn með tárið, en sá gjörningur verður fluttur í þremur hlutum og fara seinni tveir fram föstudag og laugardag. Hvern gjörninginn mun reka annan og lokahnykkurinn verður á laugardagskvöldið í Réttarhvammi og á Hjalteyri þar sem Anna Richardsdóttir fremur meðal annars gjörninginn Hjartað slær, endurvinnsla á konu og Hekla Björt Helgadóttir opnar sýninguna Salt Vatn Skæri. Boðið verður upp á rútuferð frá Hótel Kea kl. 21.45 sem kemur við í Réttarhvammi og ekur síðan til Hjalteyrar. Haldið verður aftur til Akureyrar á miðnætti.
Opið hús verður í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi kl. 11 sunnudaginn 6. september þar sem boðið verður til umræðna og morgunverðar. Þar munu allir listamennirnir koma saman og ræða gjörningana. Allir boðnir velkomnir.
Að hátíðinni standa Listasafnið á Akureyri, Leiklistarhátíðin LÓKAL, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar með stuðningi frá Myndlistarsjóði.
Allar nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Listasafnsins á Akureyri, listak.is, og á Facebooksíðu A!
Dagskrá A!
Fimmtudagur 3. september
17.00 Hof, Hamragil
Leikfélag Akureyrar / Hof
Drengurinn með tárið (35 mín)
18.00 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir
Embodiment, a drawing in space (30 min)
21.00 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
Freyja Reynisdóttir / Brák Jónsdóttir
Hvað var ég að hugsa? (30 mín)
Föstudagur 4. september
17.00 Hof, Hamragil
Leikfélag Akureyrar / Hof
Drengurinn með tárið (35 mín)
18.00 Hof, Hamrar
Katrín Gunnarsdóttir
Saving History (40 mín)
20.30 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
Snorri Ásmundsson
Stórtónleikar (45 mín)
21.30 Kirkjutröppurnar
Örn Ingi Gíslason
Dynjandi (9 min)
22.00 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
Choreography Rvk
Dansioki (60 mín)
Laugardagur 5. september
15.00 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
Kriðpleir
Tiny guy (80 mín)
17.00 Hof, Hamragil
Leikfélag Akureyrar / Hof
Drengurinn með tárið (35 mín)
18.00 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
Magnús Pálsson
Vakning (15 min)
21.00 Blá Endurvinnsluskemma hjá Gúmmívinnslunni
Anna Richardsdóttir
Hjartað slær, endurvinnsla á konu (60 mín)
22.00 Verksmiðjan á Hjalteyri
Hekla Björt Helgadóttir
Salt vatn skæri (60 min)
Sunnudagur 6.9
11.00 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
Sameiginlegt
Morgunverður (60 mín)
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2015 | 23:26
Ljósmyndasýning Dagbjartar Brynju Harðardóttur Tveiten í Eymundsson
"Í Heimsókn hjá Helgu" er ljósmyndasýning myndlistarkonunnar Dagbjartar Brynju Harðardóttur Tveiten. Sýningin er sett upp í tilefni af Akureyrarvöku í Eymundsson og stendur til 6. september.
Sýningin fjallar um líf og tilveru Helgu Jónsdóttur 94 ára frá Syðstabæ í Hrísey. Helga er ömmusystir Brynju sem heimsótti hana á 100 ára kosningaafmæli kvenna 19. júní síðastliðinn. Heimsóknin var skrásett í máli og myndum og veitir okkur innsýn í daglegt líf Helgu og fortíð sem er svo nálæg okkur í tíma og hjálpar okkur að skilja undirstöður dagsins í dag með auðmýkt. Eins minnir hún okkur á að að þakka fyrir áfangana sem hafa áunnist í samfélagi okkar, að gleðjast og halda áfram að ryðja brautina í átt að jafnrétti, systra- og bræðralagi
Ljósmyndasýningin "í heimsókn hjá Helgu" er fyrsta ljósmyndasýning Brynju sem hefur haldið myndlistarsýningar og samsýningar á Íslandi og Svíþjóð.
https://www.facebook.com/events/465841130256927
26.8.2015 | 22:16
Gunnar Kr. Jónasson sýnir í Kartöflugeymslunni

Á bökkum þessa víðfræga vatns
sem laðar linsulanga farfugla
fyllast vitin iðandi lífi.
Þó koma hér vart flugnaskoðarar
nema þessi eini sem mundar
hvassyddan blýant.
Skráir hvernig tíminn flýgur
meðan hann stingur oddinum
í örkina og gefur henni blóð.
- Aðalsteinn Svanur Sigfússon.
https://www.facebook.com/events/1684982441737322
26.8.2015 | 16:51
Dagrún Matthíasdóttir og Brynhildur Kristinsdóttir sýna í Mjólkurbúðinni
Dagrún Matthíasdóttir og Brynhildur Kristinsdóttir opna sýninguna RAUTT BLÁTT í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyrarvöku og Jóhann Árelíuz flytur ljóð kl. 14:30. Opið Laugardag kl. 14-18 og 20-23 og sunnudag kl.14-17. Allir Velkomnir
https://www.facebook.com/events/1684370271795094/1684513465114108/
25.8.2015 | 20:59
Klængur Gunnarsson sýnir í Útibúinu
Verið velkomin á sýningu Klængs Gunnarssonar í Útibúinu laugardaginn 29. ágúst kl. 13:00 - 17:00. Útibúið verður staðsett á þriðju hæð í Rósenborg, aðeins þennan eina dag! Sýningin er hluti af Listasumri á Akureyri.
Um verkið:
Helvítis veðurfréttir.
Klængur Gunnarsson útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011. Frá útskrift hefur Klængur sýnt víða, bæði hér heima sem og erlendis. Í verkum sínum veltir Klængur fyrir sér breytiþáttum hversdagsleikans og reynir að finna ljóðrænan punkt yfir Ð-ið.
www.klaengur.org
https://www.facebook.com/events/1632850506982588
25.8.2015 | 13:26
"Salon des Refusés" í Deiglunni
Gilfélagið opnar myndlistasýninguna "Salon des Refusés" í Deiglunni þann 29. ágúst 2015.
Á þriðja tug myndlistamanna frá Akureyri og nærsveitum sýna.
Þema sýningarinnar er, "þeim sem var hafnað" eins og titillin gefur til kynna. Allir listamenn standa frammi fyrir því að vera samþykktir og hafnað á víxl á ferlinum.
Í gegnum aldirnar hafa listamennirnir sjálfir oft tekið sig saman og staðið fyrir samsýningum á við þessa.
Sýnt samstöðu og sameiningu í listum og menningu.
Og er vel við hæfi að Gilfélagið, félag grasrótar í Listagilinu sameini listamenn á þessu hausti og setji upp þessa sýningu.
Hér má finna upphaf af sögu Salon des Refusés:
https://en.wikipedia.org/wiki/Salon_des_Refusés
Bjóðum bæjarbúum og öðrum gestum að sjá fjölbreytta og skemmtilega sýningu í Deiglunni í Listagilinu.
Sýningin stendur yfir til 20.september og er opin: Laugardaga og sunnudaga. 14:00 - 17:00
Allir velkomnir!
https://www.facebook.com/events/825639160883549
24.8.2015 | 21:13
Þórgunnur Oddsdóttir sýnir í Flóru
Þórgunnur Oddsdóttir
Grasafræði
28. ágúst - 24. september 2015
Opnun föstudaginn 28. ágúst kl. 17
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1619336121677582
Föstudaginn 28. ágúst kl. 17:00 á Akureyrarvöku opnar Þórgunnur Oddsdóttir sýninguna Grasafræði í Flóru á Akureyri.
Hverfulleikinn og tilraunir okkar til að skrásetja veruleikann, varðveita og greina eru leiðarstef í verkum Þórgunnar sem hefur til að mynda unnið með tengsl ljósmynda og minnis og mörk skáldskapar og fræða í verkum sínum. Nú sýnir hún verk sem unnin eru út frá flóru Íslands. Efniviðurinn eru þurrkaðar jurtir sem hún safnaði í sumar og texti úr gamalli og lúinni kennslubók í grasafræði eftir Stefán Stefánsson skólameistara. Í stað þess að greina og skrá jurtasýnin tekur Þórgunnur þau í sundur og raðar saman á nýjan leik svo úr verða plöntur sem finnast hvergi í raunveruleikanum. Á sama hátt brýtur hún texta Stefáns niður orð fyrir orð og yrkir úr honum glænýja grasafræði.
Þórgunnur Oddsdóttir er fædd á Akureyri árið 1981. Hún lauk B.A. námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og hafði áður lokið B.A. prófi í íslensku og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands. Þórgunnur hefur sýnt bæði hérlendis og erlendis og meðal annars unnið með Kling & Bang gallerí í Reykjavík. Hún starfar sem dagskrárgerðarmaður hjá RÚV á Akureyri.
Nánari upplýsingar um Þórgunni og verk hennar má nálgast á heimasíðu hennar: www.thorgunnur.info
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: Akureyrvökuhelgina laugardag kl. 10-18 og sunnudag kl. 12-18 og frá 1. september mánudaga til föstudaga kl. 15-18. Sýningin stendur til fimmtudagsins 24. september 2015.
Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.