Ljósmyndasýning Dagbjartar Brynju Harðardóttur Tveiten í Eymundsson

11900088_10152939611241829_3203410390709363474_n

"Í Heimsókn hjá Helgu" er ljósmyndasýning myndlistarkonunnar Dagbjartar Brynju Harðardóttur Tveiten. Sýningin er sett upp í tilefni af Akureyrarvöku í Eymundsson og stendur til 6. september.

Sýningin fjallar um líf og tilveru Helgu Jónsdóttur 94 ára frá Syðstabæ í Hrísey. Helga er ömmusystir Brynju sem heimsótti hana á 100 ára kosningaafmæli kvenna 19. júní síðastliðinn. Heimsóknin var skrásett í máli og myndum og veitir okkur innsýn í daglegt líf Helgu og fortíð sem er svo nálæg okkur í tíma og hjálpar okkur að skilja undirstöður dagsins í dag með auðmýkt. Eins minnir hún okkur á að að þakka fyrir áfangana sem hafa áunnist í samfélagi okkar, að gleðjast og halda áfram að ryðja brautina í átt að jafnrétti, systra- og bræðralagi

Ljósmyndasýningin "í heimsókn hjá Helgu" er fyrsta ljósmyndasýning Brynju sem hefur haldið myndlistarsýningar og samsýningar á Íslandi og Svíþjóð.

https://www.facebook.com/events/465841130256927


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband