Elísabet Brynhildardóttir opnar sýninguna Skáldað Afl í Sal Myndlistarfélagsins

13048263_1053157738090562_1448238415062614975_o

Laugardaginn 30.apríl klukkan 15:00 opnar Elísabet Brynhildardóttir sýninguna Skáldað Afl í Sal Myndlistarfélagsins.

Sýningin samanstefndur af teikningum, neyðarblysum og þrívíðum verkum sem skoða og leika sér að tilfærslum, heimfærslum og umfram allt þyngdinni.

Sýningin stendur yfir til 15. maí, opið um helgar frá 14:00 - 17:00.

www.elisabetb.com

Nánar um sýninguna:

Á sýningunni Skáldað afl lítur Elísabet til vísindanna og þeirra bragða sem þar er beitt til að skilja heiminn. Titill sýningarinnar er vísun í eitt slíkt bragð, en Skáldað afl er umorðun á eðlisfræðihugtakinu Gervikraftur (e. Ficticious force) sem er notað um þá hröðun sem á sér stað í ákveðnu kerfi sem sjálft fer hraðar og hraðar, hröðunin sjálf fer því að virka sem afl á hluti inní kerfinu og fær þannig þetta heiti. „It´s a force we made up so we can do calculations“ segir Andrey Kopot stærðfræðingur um fyrirbærið. Hér er allri kenningarstefnu vísindanna hent útum gluggann og stærðfræðingar taka sér skáldaleyfi til að heimfæra óskyldar merkingar yfir á torræð hugtök, sem leið til að skilja heiminn.

Á þessari sýningu verður ekki farið nánar útí hröðun eða formúluna á bakvið hana heldur er þessi heimfærsla stærðfræðinganna lýsandi dæmi um ákveðna hentisemi og jafnvel einfeldningslega bjartsýni manneskjunnar, sem þó kemur henni svo langt. Þyngd og þyngdarafl eru kraftar sem erfitt er að skilgreina og eru Elísabetu hugleikin á þessari sýningu því öll erum við föll undir þyngdina, allt lekur niður, leysist upp og gefst upp fyrir þyngdinni. Í einlægri von og forvitni mannsins hefur hann sig yfir þetta náttúrulögmál á sama tíma og hann hlekkjar sig við það og jafnvel heimfærir yfir á hið óræða, andlega og þess handann snertingarinnar. Verkin leitast ekki við að útskýra eða leysa einhverja mannlega gátu, heldur að bera á borð þær þversagnir og mótsagnir sem gera manninn á endanum að manni.

//

Myndlistarfélagið er styrkt af Visit Akureyri og Akureyri Backpackers

https://www.facebook.com/events/1701059293487640

Boxið- Salur Myndlistafélagsins
Kaupvangstræti 10, Akureyri

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband