Færsluflokkur: Menning og listir

Leiðsögn og sýningalok í Listasafninu

17861779_1438447019510469_1963343009552418804_n

Laugardaginn 15. apríl kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningar Einars Fals Ingólfssonar, Griðastaðir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar. Skoðuð verða olíumálverk, gvassmyndir og ljósmyndaverk þar sem náttúran er í aðalhlutverki. Aðgangur er ókeypis.

Sýningin Griðastaðir er úrval ljósmyndaverka úr fjórum tengdum seríum sem Einar Falur hefur unnið að á undanförnum áratug. Svissneski sýningarstjórinn Christoph Kern valdi verkin á sýninguna úr myndröðunum Griðastaðir, Skjól, Reykjanesbrautin og Sögustaðir. Í verkunum tekst Einar Falur á við manninn og íslenska náttúru; við náttúruöflin, hvernig mennirnir reyna að lifa í og með náttúrunni, laga hana að þörfum sínum, verjast henni á stundum en jafnframt leita í henni skjóls. Verkin eru öll tekin á 4 x 5 tommu blaðfilmu.

Ljósmyndaverk Einars Fals hafa á undanförnum árum verið sýnd á einka- og samsýningum í söfnum og sýningarsölum á Íslandi, meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann er með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og MFA-gráðu í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York. Einar Falur starfar sem myndlistarmaður, rithöfundur og blaðamaður.

Málverkin á sýningu Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk, eru annars vegar „randamyndir“ unnar með endurunnum gvasslitum Karls Kvaran og hins vegar olíulitaverk þar sem myndefnið er sindrandi eða merlandi vatnsfletir.

Ljósmyndaverkið 360 dagar í Grasagarðinum var upphaflega unnið fyrir Listvinafélag Hallgrímskirkju. Kveikjan að verkinu er ævi og örlög Hallgríms Péturssonar, en það hefur þó mun víðtækari skírskotanir. Verkið samanstendur af um 80 ljósmyndum teknum á 360 daga tímabili í litlum skrúðgarði í Brighton á Englandi og fjallar um hringrás efnis í lífríkinu og þá eilífð og endurnýjun sem skynja má í henni.

Sigtryggur Bjarni stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík og Frakklandi. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar og finna má verk hans í öllum helstu listasöfnum landsins.

Sýningunum lýkur sunnudaginn 16. apríl, páskadag.
Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.

http://www.listak.is/


Aðalfundur Myndlistarfélagsins

mynd_logo_1036390

Aðalfundur.

Sunnudaginn 30. apríl kl 17:00 verður aðalfundur Myndlistarfélagsins haldinn í Ketilhúsinu. Boðið verður upp á léttar veitingar. Félagar hvattir til að mæta.

Dagskrá fundarins:

1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar.
3. Stjórnarkosning.
4. Kosning félagslegs skoðunarmanns.
5. Lagabreytingar.
6. Önnur mál.

Allir samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða. Einungis félagar sem greitt hafa félagsgjöld hafa atkvæðisrétt.

Stjórnin.


Málverkasýning Lindu Óla um páskana í Mjólkurbúðinni

17760051_10155396818608394_868487433646886838_n

Verið velkomin á málverkasýninguna mína í Mjólkurbúðinni gallerí á Akureyri um páskana.
Sýningin stendur 13.-17. Apríl. ATH! Aðeins ein helgi. Opið alla dagana kl. 14-17.

Opnun kl. 14.00 á Skírdag. Allir velkomnir!

https://www.facebook.com/events/1658777284418091


Málþing með Kanadíska listamanninum Steven Nederveen

stevennederveen

Málþing með Kanadíska listamanninum Steven Nederveen

  • 28. mars 2017 – 16:00 – Deiglan, Akureyri
  • 30. mars 2017 – 16:00 – The Nordic House, Reykjavik

 

Steven Nederveen er þekktur kanadískur listamaður og hafa verk hans verið sýnd út um allan heim í galleríum, á listviðburðum og í tímaritum, ásamt því að vera mörg hver í einkasöfnum. Nederveen vinnur verk sín með sérstökum lakkgljáa sem veldur því að áferðin á málningunni á ákveðnum svæðum verksins skín í gegn og sýnir merki um vinnuferli listamannsins. Hluti af verkunum hafa svo aðra áferð, þar sem gljái og slétt yfirborð bæta draumkenndum eiginleikum við vinnu hans. Hann er með BA í myndlist frá University of Alberta (1995).

Steven ferðast mikið og myndar staði sem veita honum innblástur. Hann nýtir sér bæði nútíma tækni og hefðbundnari leiðir til að vinna verk sín. Hann reynir að gera málverk sem geta markað tengsl milli náttúrunnar og þess andlega, með því að fanga tilfinningalegar gagnvart staðnum, á þann hátt sem hugar okkar blanda minningum saman á mismunandi hátt. Með því að gera línurnar á milli ljósmyndunar og myndlistar óskýrar, á milli kunnuglegs umhverfis okkar og hins óþekkta andlega heims, hefur hann þróað töfraraunsæi sem hann vonast til að sýni okkur orku og dulspeki náttúrunnar.

Á málþinginu mun Steven Nederveen kynna verk sín í með hljóð og myndkynningu og undirstrikar hann einnig hvernig list hans passar inn í kanadíska listasögu. Steven Nederveen mun einnig sýna verkin sem hann framleiddi fyrir verkefnið „Brain Project“ sem hin kanadíska Baycrest stofnun notaði í fjáröflun fyrir umönnun og rannsóknir á Alzheimer, heilabilun og öðrum sjúkdómum, en í heild var 1,3 milljónum kanadískra dollara safnað með verkum frá mörgum listamönnum. 

Viðburðinum 30. mars lýkur með móttöku þar sem frumsýningu nýs málverks, sem Steven Nederveen málaði í tilefni af 150 ára afmæli kanadíska samveldisins, verður fagnað. Verkið verður til sýnis í Sendiráði Kanada á Íslandi út árið 2017.

 

Nordic House Gil Association
Sturlugata 5 Kaupvangsstræti 23, 
101 Reykjavík 
600 Akureyri
Tel: 
+354 5517030 Tel: +354 5517030
info@nordichouse.is gilfelag@listagil.is
http://nordichouse.is/ http://listagil.is/ 

Thursday March 30 – 16:00 Tuesday March 28 – 16:00
Free entrance – All are welcome Free entrance – All are welcome
Reception will follow at 17:30

Workshop with Canadian Visual Artist Steven Nederveen

  • 28 March 2017 – The Gil Association, Akureyri
  • 30 March 2017 – The Nordic House, Reykjavik

Steven Nederveen is a well known Canadian artist with work featured internationally in galleries, art fairs, magazines, media programs and many private collections. Nederveen’s painted and stained panels of un-resined works are finished with a gloss varnish that allows areas of textured paint to show through, revealing evidence of the artist’s process, while resined panels have a high-gloss, smooth, reflective surface adding to the dreamlike quality of his work. He holds a Bachelor in Fine Art from University of Alberta (1995). 

Steven travels extensively, photographing places that feel alive to him, recording the presences there and then re-imagining that world through a combination of digital and painterly processes. He finds inspiration in painting as a means of drawing connections between the natural environment and spirituality, trying to capture the emotional memory of a place in the way our minds fuse together different memories into one event. By blurring the lines between photography and painting, and between our familiar surroundings and the unrevealed forces of a co-existing hidden world, he has developed a magical realism that he hopes will reveal the mystical energy of nature and inspire you to see it with enchanted eyes.

During the workshop, Steven Nederveen will introduce his work through audiovisual presentations, highlighting how it fits into the history of Canadian painting. Steven Nederveen will also showcase the artwork produced for the “Brain Project” a Baycrest Foundation fundraising which leveraged 1.3M$ through the auctioning of 100 sculptures to raise awareness about Alzheimer’s, dementia and other brain diseases and directly support care and research. The event will conclude with a reception for the vernissage of a painting realized by Steven Nederveen in celebration of the 150th Anniversary of the Canadian Confederation, which will be exposed at the Embassy of Canada in Iceland throughout 2017.

listagil.is


Drei und dreißig í Listhúsi á Ólafsfirði

17349976_1426207290783983_291531807026090120_o

A performance of painting with music
by Gerlinde Radler & Agustin Castilla-Ávila

27. 3. 2017 | 20:00
Listhus Gallery
Ægisgötu 10, 625 Ólafsfirði, Iceland

To know more about:
Agustin Castilla-Ávila: http://www.castilla-avila.com/
Gerlinde Radler: https://youtu.be/0KEqVn2Gpus

https://www.facebook.com/events/383106805407403


Susan Singer sýnir í Deiglunni

17359307_1479511862079190_8393377906151126320_o

Susan Singer
 
Iceland: Land of Spirit and Delight
 
Opnun laugardaginn 25. mars 2017 kl. 14-16
 

Solitude, sublime beauty, loneliness, new friendships, isolation, Northern Lights, inner work and life-changing decisions - Iceland in a nutshell for artist Susan Singer who has spent the last two months compiling experiences and creating artwork. Her pastel paintings and Visual Journals will be on display at Deiglan Saturday, March 25, from 2-4 PM. All are welcome. Admission is free.

https://www.facebook.com/events/1294901760597197


Ingibjörg Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur, með síðasta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu

large_ingibjorg-sigurdardottir

Þriðjudaginn 21. mars kl. 17-17.40 heldur Ingibjörg Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur, síðasta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Fjölskylduarfleið: ljósmyndir, frásagnir og erfiminni. Aðgangur er ókeypis. 

Fjölskyldan er ein af grundvallarstoðum samfélagsins og innan hennar viðgengst ákveðin menning sem lítur að sameiginlegum uppruna, minningum og viðhaldi hefða. Með aukinni  almenningseign á myndavélum hafa ljósmyndir farið að leika stærra hlutverk í þessu samhengi. Í fyrirlestrinum fjallar Ingibjörg um fjölskyldumenningu og sameiginlegar minningar í sambandi við ljósmyndir og frásagnir þeim tengdum í samhengi við eigin fjölskyldusögu þar sem amma hennar og nafna, Ingibjörg Steinsdóttir, leikkona (1903-1965), gegnir aðalhlutverki. 

Ingibjörg Sigurðardóttir er með MA-próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Hún hefur kennt við Háskólann á Akureyri í yfir tíu ár, bæði innan félagsvísinda- og lagadeildar og kennaradeildar. Síðustu ár hefur hún einkum kennt íslensku sem annað mál og íslenskar bókmenntir fyrir erlenda skiptinema við skólann. Í rannsóknum sínum hefur hún aðallega beint sjónum að æviskrifum og notkun persónulegra heimilda. 

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Þetta er síðasti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins, en fyrirlestraröðin hefst að nýju í september næstkomandi.

listak.is


Karólína Baldvinsdóttir sýnir í Mjólkurbúðinni

17264767_1913321548905411_1128135944706222888_n

Karólína Baldvinsdóttir

Týningin sem sýnist

17. - 26. mars 2017 

Mjólkurbúðin, Kaupvangsstræti, Akureyri

Karólína Baldvinsdóttir opnar myndlistasýninguna ,,Týningin sem sýnist" í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri föstudagskvöldið 17. mars kl. 20.

Á sýningunni eru olíumálverk, sem unnin voru á síðastliðnu ári og áttu að sýnast í desember s.l., þá undir nafninu Er það? En þar sem farangurinn týndist í flugi varð ekkert úr því þá, en nú er sýningin hins vegar komin í leitirnar, hefur tekið stakkaskiptum og nafnaskiptum og nefnist nú Týningin sem sýnist, með leyfi frá mismælandanum Samúel Lúkasi. Verkin eru túlkun höfundar á samtímanum á ýmsum snertiflötum og tilfinningarófum.

Karólína Baldvinsdóttir er listakona, kennari, hjúkrunarfræðingur, mamma og ýmislegt annað. Hún er fædd og uppalin að mestu á Akureyri, en hefur, eftir að uppeldi lauk, farið víðar til dvalar og starfa. Hún útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2014 og hefur síðan þá tekið þátt í og staðið fyrir ýmsum einka- og samsýningum og verkefnum, auk þess að vera ein af stofnendum Rótar á Akureyri, sem haldin hefur verið undanfarin 3 ár. Undanfarin ár hefur Karólína verið búsett í Barcelona á Spáni, með fjölskyldu sinni, þar sem þessi sýning varð til.

Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og stendur til 26. mars.

https://www.facebook.com/events/1258126430889325


Susan Singer með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

17201126_1404877426200762_1723377974655171407_n

Þriðjudaginn 14. mars kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan Susan Singer Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni The Seasons of Iceland. Þar mun hún sýna dæmi um pastel málverk sem hún hefur unnið á Íslandi á mismunandi árstíðum. Aðgangur er ókeypis.

Áður en Singer kom fyrst til Íslands árið 2015 hafði hún eingöngu fengist við að mála mannslíkamann. Fegurð íslenskrar náttúru hafði þau áhrif að nú einbeitir hún sér eingöngu að landslagsmyndum frá Íslandi. Vorið 2016 dvaldi hún á landinu í 40 daga og er hér nú stödd til að upplifa íslenskan vetur.

Singer er búsett í Richmond í Virginíufylki í Bandaríkjunum þar sem hún vinnur sem listamaður og kennir einnig á fjölbreyttum námskeiðum, s.s. í teikningu, pastelmálun, gerð sjónrænna dagbóka og munsturteikningu.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Þetta er næst síðasti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins, en þann síðasta heldur Ingibjörg Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur næstkomandi þriðjudag 21. mars.

listak.is


Uncertain Matter, hljóðinnsetningu í Deiglunni

17239656_623716644478394_6335477224251772460_o

Verið velkomin á opnun Uncertain Matter, hljóðinnsetningu í Deiglunni, Akureyri laugardaginn 11. mars kl. 14 – 17.

Welcome to the opening of Uncertain Matter in Deiglan, Akureyri on Saturday March 11th hr 14 - 17.
https://www.facebook.com/events/1444074882283396


Uncertain Matter

'There is no need to build a labyrinth when the entire universe is one.’
Jorge Luis Borges

Uncertain Matter is a narrative driven audio-installation that contemplates on how to comprehend and define time. Uncertain Matter explores boundaries between fact and fiction, challenges perception of time, our place in the universe and our future within it. Since the industrial revolution, people have become dependent on clocks and time keeping. We all understand time for practical purposes, but the experience of time can also be subjective. Minutes can feel like hours; months can pass by so fast that it is hard to grasp.

The audio-narrative is based on numerous conversations with amateur astronomers, astrophysicists and botanists from Reykjavik and the surrounding area. The story that unfolds gives a personal insight to the thoughts and reflections of the people the artists has spoken to. The project evolved from a three-month residency with the Association of Icelandic Visual Artists in Reykjavik, Iceland (SIM). The project is funded by Nordic Culture Point Mobility Funding.


Ella Bertilsson & Ulla Juske BIO

Bertilsson and Juske’s collaborative practice deals with narrative-based interpretations that explore the subjective experience of time in relation to a specific community, place or setting. Conversations with people connected to subjects the artists are investigating is crucial and becomes a catalyst for developing new work.

Ella Bertilsson

Bertilsson completed a Masters of Fine Art with a first class honours in 2015 at NCAD (National College of Art and Design) in Dublin/ Ireland. She pursued Literature Studies during 2011-2012 at the University of Södertörns Högskola in Stockholm/Sweden. In 2009 she graduated with a Bachelors of Fine Art Print with a first class honours at NCAD. Bertilsson (b. Umeå/Sweden 1982) has been a member of the Black Church Print Studio since 2009 and Block T during 2015-2016.

www.ellabertilsson.com

Ulla Juske

Ulla Juske (b.1986 in Pärnu/Estonia) completed a Masters at the Fine Art Media department in NCAD in 2014 and holds a BA in Fine Art Sculpture from the Estonian Academy of Arts in 2011. She is a member of the artist group SUHE in Estonia. She received the Adamson-Eric award for young artist in 2013 and the Young Artist Prize in 2011. She has been collaborating with Ella Bertilsson since 2014. Juske joined Block T during 2015-2016 and the Black Church Print Studio in 2016.

www.juske.net


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband