Færsluflokkur: Menning og listir

Ólafur Sveinsson sýnir í ART AK

20953657_10154988312173613_6355309875335905089_n

Ólafur Sveinsson myndlistamadur verður með súper sölusýningu í ART AK.
Rýmingarsala málverk, litlar myndir og skúlptúrar. Eitthvað fyrir alla. Verð frá 5000 uppí 45000 og rest á tilboðs verði 😎 allir hjartanlega velkomnir!

https://www.facebook.com/events/1512675158790508


Kaktus + Akureyri: Jónína Björg heldur sölusýningu

20988479_1251057445017176_3039783573802168021_o

Kaktus + Akureyri
Jónína Björg Helgadóttir heldur sölusýningu í Kaktus, Akureyri á Akureyrarvöku.
Til sýnis verða m.a. sería af verkum máluð úti á hinum ýmsu stöðum á Akureyri, þar til gerð Kaktus-verk, grafík verk sem og minni verk. Verkin kosta frá 5000 og uppúr og mörg verkana verða á sérstökum afslætti þennan eina dag, svo þetta er kjörið tækifæri til að versla myndlist!

https://www.facebook.com/events/1207519719393547


Lifandi Listagil á Akureyrarvöku frá morgni til kvölds

21015824_1300743673384417_2090540027804932695_o

Dagskrá Akureyrarvöku í Listagilinu er fjölbreytt.

Laugardagurinn 26. ágúst 2017.

Kl. 10 Myndlistarfélagið mundar penslana fram eftir degi.

Kl. 10-22 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús er lengur opið í tilefni Akureyrarvöku.

Kl. 11-12 Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni Sumar. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk. tilkynna þarf um þátttöku í netfangið heida@listak.is

Kl. 13-15 DJ Vélarnar spilar vel valda tónlist.

Kl. 13-18 Bílaklúbbur Akureyrar sýnir stífbónaðar glæsikerrur.

Kl. 13-22 Í glugga Mjólkurbúðarinnar verða ljóðavídeó ljóðskáldsins Ásgeirs H. Ingólfssonar.

Kl. 13–22 Í Sjoppunni vöruhús er frumsýning á Jóni í Akureyrarvökulit, tilboð á verkum eftir listamanninn Odee.

Kl. 14-18 Í Kartöflugeymslunni opnar listamaðurinn Gunnar Kr. sýninguna Hvískur stráanna. Sýningin er opin sunnudag kl. 14-17.

Kl. 14-16 Matreiðslumenn Rub 23 sýna listir sínar og leyfa fólki að bragða.

kl: 14-17 Í Deiglunni er sýningin Translations með verkum dönsku listamanna Else Ploug Isaksen og Iben West. Sýningin er opin sunnudag kl. 14-17.

Kl. 14-16 Matreiðslunemar Bautans standa við grillvagninn og gefa smakk frá Norðlenska.

Kl. 14-16 #fljúgandi - Skúlptúrar og gjörningur á vegum listahópsins RÖSK. Viltu prófa?

Kl. 17-19 Trúbadorinn Einar Höllu spilar allt á milli himins og jarðar.

Kl. 17 Vinningshafar í spurningaleik Listasafnsins kynntir og veittur glaðningur. Sjö skemmtilegar spurningar og ein teikning.

Kl. 17.30 Í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi verður ljóðakabarett Ásgeirs H. Ingólfssonar ljóðskálds.

Kl. 19-20.30 DJ Leibbi dustar rykið af gömlu góðu vínylplötunum.

Kl. 20.30-21.00 Í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi verður stutt en spennandi leiðsögn með Hlyni Hallssyni safnstjóra.

https://www.facebook.com/events/490853251281476


Heiðdís Hólm sýnir í Kaktus

21055289_1300050590120392_5688239105123999530_o

SPECIAL PRICE FOR YOU MY FRIEND - Heiðdís Hólm - Sölusýning

Heiðdís Hólm sýnir og selur myndlist í Kaktus, föstudaginn 25. ágúst kl. 21
Beingreiðslur, raðgreiðslur, eingreiðslur, skipti og leiga - allt í boði - allt verður að fara!

www.heiddisholm.com

Ég er hluti af Akureyrarvöku!
#akureyrarvaka

https://www.facebook.com/events/255225981654536


Hvískur stráanna / Whispering straws - Gunnar Kr. Jónasson í Kartöflugeymslunni

20818916_1293936360731815_3555324395730606784_o

“Hvískur stráanna”
Gunnar Kr. Jónasson sýnir í Kartöflugeymslunni á Akureyrarvöku.

Hvískur stráanna eru verk sem unnin eru á handgerðan Katalónskan og nepalskan vatnslitapappír
verkin eru öll unnin úr stráum.

ENDURNÆRING
Úr sólarljósi vinna plöntur orku með ljóstillífun auk þess að framleiða súrefni og eru því grundvöllur alls lífs. Í smiðju listamannsins sem leikur að stráum sprettur nærandi gróður sem einnig er hlaðinn lífmagni. Í kunnuglegum framandleika sínum og reglufastri óreiðu dælir hann súrefni til okkar hinna – sem drögum andann léttar.

Texti: Aðalsteinn Svanur

Opnunartími:
Laugardag: 14-18 Opnun
Sunnudag: 14-17

/

"Whispering straws” - Gunnar Kr. Jonasson
Kartoflugeymslan, Akureyri, Iceland

Whispering straws are works done on handmade Catalan and Nepalese aquarelle paper. The works are all made from straws.

NOURISHMENT
Plants produce energy from sunlight through photosynthesis. They also produce oxygen and thus become the foundation of all life. In the studio of the artist who plays with straws nourishing plants grow; full of vitality. In their familiar exoticness and organized chaos they pump oxygen to all of us – and we breathe more lightly.

Text: Adalsteinn Svanur

Opening hours:
Saturday: 14-18 Opening
Sunday: 14-17

Ég er hluti af Akureyrarvöku!
#akureyrarvaka

https://www.facebook.com/events/138804166723856


Íris Auður Jónsdóttir sýnir "22 konur" í menningarhúsinu Hofi

20863495_670564596471765_6188932958661860861_o

Á Akureyrarvöku föstudaginn 25. ágúst opnar sýning Írisar Auðar Jónsdóttur, 22 konur, í menningarhúsinu Hofi. Málverkaröðin samanstendur af 22 portrait myndum af konum, en þær endurspegla kvenpersónur sem koma úr hugarheimi listamannsins. Íris fær sinn innblástur úr ólíkri tónlist sem mótar persónurnar sem verða til. Þetta er fyrsta einkasýning Írisar. Allar myndirnar eru unnar með akrýl á pappír.

Íris Auður Jónsdóttir fæddist á Akureyri 1981. Með menntaskólanum tók hún fjöldamörg námskeið hjá Myndlistaskólanum á Akureyri og kláraði fornámið þar 2001. Árið eftir flutti hún til Spánar og fór í nám í fatahönnun hjá IED í Madríd og útskrifaðist þaðan 2005. Íris lauk kennsluréttindanámi hjá Listaháskólanum og hefur síðan ásamt kennslu unnið sem sjálfstæður teiknari. Hún hefur myndskreytt tugi bóka fyrir námsgagnastofnun, teiknað fyrir einstaklinga, sýningar og söfn.

Þar má nefna hreindýrasýningu í Hardangervidda í Noregi, margmiðlunaratriði í Hvalasafninu og teikningar fyrir margmiðlunaratriði sem er við fornleifauppgröft í San Simon í Slóveníu.

https://www.facebook.com/events/501175723570270


Hrannar Hauksson sýnir í Kaktus

20708272_1240237369432517_5357372617027808656_n

'SKÁLKASKJÓL' - Hrannar Hauksson

Portrait myndir unnar með bleki og penna sem sýna þekkta skúrka úr klassískum bíómyndum.
Það hefur oft verið sagt að saga sé aðeins eins góð og skúrkur hennar. Í þessari myndaröð eru sýndir nokkrir eftirminnilegir skúrkar úr kvikmyndasögunni sem renna stoðum undir þá kenningu.

Hrannar Atli Hauksson er myndskreytir og grafískur hönnuður, fæddur og uppalinn á Akureyri en býr og starfar nú í Bournemouth, Englandi.

Opnun laugardaginn 12. ágúst kl. 14-17.

Einnig opið 13. ág´sut kl. 14-17.

https://www.facebook.com/events/814383585409135


Bara einhverjir ofhyrningar - Opnun í Kaktus

20645475_1240710289385225_8673165669573850090_o

Verið hjartanlega velkomin í veruleika ofhyrninga þar sem ekkert skiptir máli. Ágústa Björnsdóttir sér um leiðsögn.

Opnun föstudaginn 11. ágúst 2017 kl. 20

Sýningin verður einnig opin:
Laugardag 14-17
Sunnudag 14-17

https://www.facebook.com/events/1316839225129042


Karólína Baldvinsdóttir sýnir í Kaktus

20431699_2001611980076367_5035509109013604883_n

Myndlistasýningin Jæja ! Opnar í Hvíta kassanum í Kaktus á laugardaginn 5. ágúst kl. 14. Á sýningunni eru ný og endurunnin olíumálverk, unnin á staðnum á undanförnum mánuðum.
Karólína Baldvinsdóttir

https://www.facebook.com/events/847568052061000


Verslunarmannahelgin í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

20374647_10209553697216067_1209810662553568799_n

Verslunarmannahelgin í Alþýðuhúsinu á Siglufirði verður eftirfarandi.

Föstudaginn 4. ágúst kl. 16.00 - 19.00 opnar Guðný Kristmannsdóttir sýningu í Kompunni
Föstudaginn 4. ágúst kl. 17.00 verður Paola Daniele með gjörning í Alþýðuhúsinu.
Laugardaginn 5. ágúst kl. 10.00 - 13.00 verður listasmiðja fyrir börn og aðstandendur við Alþýðuhúsið. ( vinsamlegast sendið börn ekki án umsjónar og komið með hamar ef tök er á )
Sunnudaginn 6. ágúst kl. 14.30 - 15.30 munu Arnar Steinn og Helena Stefánsdóttir ( í Ljósastöðinni) vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki.

Sýning Guðnýar er opin alla helgina kl. 14.00 - 17.00.
Frítt á alla viðburði. Verið velkomin.

Guðný Kristmannsdóttir og Paola Daniele hafa sýnt saman í
Frakklandi og Ítalíu með listamönnum í Hic est Sanguis Meus -The
blood of women. Nú sýna þær saman á Siglufirði, Paola verður með
gjörning en Guðný með teikningar og málverk.

Guðný Þórunn Kristmannsdóttir er fædd 1965 og er uppalin í
Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi af myndlistarbraut
Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1988, stundaði síðan nám við
Myndlista- og handíðarskóla Íslands 1988-91 og brautskráðist þaðan
úr málaradeild. Skömmu síðar flutti hún til Akureyrar þar sem hún
hefur búið og starfað síðan. Guðný var valin Bæjarlistamaður
Akureyrar árið 2010.
Verk Guðnýjar eru að mestu stór olíu málverk unnin á striga og tré.
Einnig vinnur hún teikningar og notar blandaða tækni á pappír, tré
eða tau. Í verkum hennar skipa draumar stóran sess en þar fær innri
og ytri veruleiki oft að renna saman. Áherslan er á sjálfsprottnari
vinnuaðferðir þar sem unnið er án forteikningar þannig að sköpunin,
með öllum þeim efasemdum og bakþönkum sem henni fylgja, eiga
sér stað á myndfletinum. Í hinu ofurviðkvæma sköpunarferli er
nautnin höfð í aðalhlutverki. Hugmyndin um að sköpunin sé
frumstæður kraftur sem kvikni í líkamanum og sé líkamleg nautn
hefur haft mikil áhrif á verk hennar. Ath. heimasíðuna gudny.is

Paola Daniele, choreographer, dancer and performer, native to
southern Italy, she lives and works in Paris. Preciously preserves her
menstrual blood in the freezer for her performances. She has three
main obsessions: the wedding dresses, the anatomy of dolls and
women’s blood that she questions through her artistic approach and
thanks to the collective Hic Est Sanguis Meus – This is my blood, that
she initiated in 2014 in Paris. She interrogates the ambivalent status of
blood in our collective imagination.

Listasmiðja fyrir börn og aðstandendur fer fram á stéttinni sunnan við Alþýðuhúsið ef veður leyfir. Kl. 10.00 - 13.00 á laugardaginn. Unnið verður með timbur og er fólk því beðið um að koma með hamra ef kostur er. Ekki er ætlast til að börnin komi án tilsjónar.

Að uppgötva
Sagt er að við fæðumst öll með sköpunargáfu og þurfum ekki annað en aðstöðu og smá hvatningu til að virkja hana.
Hugmyndaflug barna er sístarfandi, opið fyrir nýjungum og gagnrýnislaust.
Hjá barni er ekki markmiðið að fullkomna myndverk, heldur sjálf athöfnin að skapa.
Sagt er að fyrir fimm ára aldur séum við búin að uppgötva allt það helsta í tilverunni, hita, kulda, ást, hræðslu, hungur, vellíðan, sköpun, fegurð og svo framvegis.
Hvernig getum við þá viðhaldið þeim eiginleika að uppgötva?
Með listsköpun komumst við skrefi nær því marki að uppgötva algerlega á okkar eigin forsendum. Þar eru engar fyrirfram gefnar staðreyndir sem heft geta hugarflug einstaklinga.
Uppgötvun barna tengist ekki endilega raunveruleikanum, heldur alskyns undarlegum hlutum og hugmyndum. Hver kannast ekki við það að sjá óskiljanlega mynd sem barn hefur teiknað, en í huga barnsins er teikningin heilt ævintýri.
Ef umsjónarmenn barna sjá til þess að alltaf sé til hráefni til listsköpunar á heimilinu og í skólanum, blómstrar uppgötvunarhæfileiki barnanna.

Sunnudagskaffi með skapandi fólki fer fram á sunnudaginn kl. 14.30 - 15.30. Þar munu Arnar Steinn og Helena Stefánsdóttir sem eiga gömlu Ljósastöðina á Siglufirði segja frá Því sem þau eru að gera.
Sunnudagskaffið eru viðburðir sem fara fram í alrými Alþýðuhússins og miðast við að benda á allt það skapandi starf sem fram fer í samfélaginu. Að erindi loknu eru kaffiveitingar.

Uppbyggingarsjóður/Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð, Egilssíld, Eyrarrósin og Samfélagssjóður Siglufjarðar styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband