Arna Valsdóttir opnar sýningu í Flóru í Listagilinu á Akureyri

arna.jpg

Staðreynd 4 - … frá rótum…
Opnun á innsetningu Örnu Valsdóttur
í Flóru föstudaginn og þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 15

Arna Valsdóttir
Staðreynd 4 - … frá rótum…
17. júní - 4. ágúst 2011
Flóra, Listagilinu á Akureyri, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is


Arna Valsdóttir nam myndlist við MHÍ og Jan van Eyck academie í Hollandi þaðan sem hún lauk námi 1989. Arna hefur þennan tíma unnið verk þar sem hún nýtir eigin rödd í margvísleg rýmisverk og gjörninga, bæði sem vídeóverk og innsetningar og um tíma vann hún raddteikningar fyrir útvarp.

Verkið sem hún sýnir að þessu sinni er hluti af sýningaröðinni Staðreynd og er þetta fjórða staðreyndin sem hún safnar.

Um verk sitt segir Arna:
“Heiti sýningarinnar vísar í það að ég vinn inn í tiltekið rými og reyni að hlusta vel eftir eiginleikum þess, bæði í nútíð, fortíð og kannski framtíð og þannig reyni ég að fanga ,,reynd staðarins”. Ég vinn gjarnan með eigin rödd og framkvæmi einhverskonar gjörning í rýminu sem ég tek þá upp á myndband og sýni á staðnum. Að þessu sinni er komin óljós mynd í hugann sem ég reyni svo að draga fram í dagsljósið en veit oft ekki fyrr en á síðustu stundu hver staðreynd sýningarinnar verður og get því engu lofað öðru en að reyna að hlusta af athygli.
Merking hugtaksins staðreynd hefur löngum þvælst fyrir mér.
Það sem er handan staðreyndanna, yfir þeim og allt um kring vekur frekar áhuga minn en þær sjálfar og kveikir ákveðna sannleikstilfinningu.
Ég upplifi einhverskonar traust þegar ég skynja hið óræða, óáþreifanlega og afstæða en verð frekar óörugg þegar eitthvað er sett fram sem endanleg staðreynd. Sennilega trúi ég því að afstæðan sé hin eiginlega staðreynd.”

Sýningin er hluti af ráðstefnunni “Vitið þér enn eða hvað? Samtal um rætur” sem fer fram í Listagilinu á Akureyri 19.-21. júní nk.
Sýning Örnu stendur til fimmtudagsins 4. ágúst.

Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Listrænn ráðunautur og kaffibarþjónn staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu og verkmenningu. Sýningarrýmið á sér auk þess merkilega forsögu því þar rak Snorri Ásmundsson International Gallery of Snorri Ásmundsson með góðum árangri í lok síðustu aldar.

Flóra, Listagilinu á Akureyri, Kaupvangsstræti 23, Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
fésbók “flóra”

viðburðurinn á fésbók

arna_flora.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband