Færsluflokkur: Menning og listir
21.6.2012 | 10:44
LYSTISEMDIR í Lystigarðinum
Hægt er að skoða myndirnar fram til 3. sept og er sýningin opin á opnunartíma Lystigarðsins milli kl. 8 - 23 alla daga. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis
Sýnendur :
Agnes Heiða Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Ester Guðbjörnsdóttir, Freyís Heiðarsdóttir, Gunnlaug Friðriksdoóttir, Guðný Pálína Sæmundsdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Íris Björk Reykdal, Kristjana Agnarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Margrét Elfa Jónsdóttir.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2012 | 21:05
Unnur Óttarsdóttir sýnir í Mjólkurbúðinni
Myndlistarsýning Unnar Óttarsdóttur FOSSGANGA opnar í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri föstudaginn 22.júní kl. 17.
Sýningin Fossaganga í Mjólkurbúðinni er hluti af sýningunni Hér þar og allstaðar sem haldin verður í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Fossganga hefst í Mjólkurbúðinni og flyst síðar í Hof menningarhús Akureyrarbæjar. Listaverkin eru olíumálverk af fossum með grófri áferð og íslensku hrauni og eru máluð af listakonunni Unni Óttarsdóttur með aðstoð Ólafar Guðnadóttur.
Framin verður gjörningur í formi gangandi myndlistarsýningar þar sem verkin verða tímabundið færð út fyrir sýningarrýmið þegar gengið verður með þau um götur og torg Akureyrar. Mun Dagrún Mattíasdóttir myndlistarkona taka þátt í gjörningnum með eigin fossaverk, sem er hennar framlag í sýningunni Hér þar og allstaðar. Fossagangan hefur þá hugmynd að leiðarljósi að myndlistin nálgist og mæti almenningi í listasölum og á götum úti.
Unnur Óttarsdóttir um sýninguna:
Sýningin Fossaganga er hluti af sýningunni Hér þar og allstaðar sem haldin verður í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Í Mjólkurbúðinni og í Hofi verða sýnd olíumálverk af fossum með grófri áferð og íslensku hrauni. Framin verður gjörningur í formi Gangandi myndlistarsýningar þar sem verkin verða tímabundið færð út fyrir sýningarrýmið þegar gengið verður með þau um götur og torg Akureyrar. Fossagangan hefur þá hugmynd að leiðarljósi að myndlistin nálgist og mæti almenningi í listasölum og á götum úti.
Gömlu meistararnir máluðu úti í náttúrunni. Bilið á milli mans og náttúru hefur breikkað. Verkin sem sýnd verða í Fossagöngunni hafa verið sýnd úti í náttúrunni og hefur Fossagangan þá hugmynd að leiðarljósi að maður, myndlist og náttúra mætist. Á sýningunni verður myndband sem sýnir verkin á ferðalagi úti í náttúrunni.
Vatnið, mansandinn og tjáning manna á meðal fossar áfram, stíflast eða höktir. Virkjun fossa á Íslandi hefur verið mótmælt síðastliðin ár. Í stað mótmælagöngu er sýningin Fossaganga meðmælaganga og óður til fossa og náttúrunnar almennt þar sem gengið verður í fossafylkingu um Akureyri.
Sýning Unnar Óttarsdóttur Fossganga stendur aðeins þessa einu helgi í Mjólkurbúðinni og flyst í Hof menningarhús 25.júní og verður þar til 3.september þar til afmælissýningunni Hér þar og allstaðar lýkur.
Málverk Dagrúnar Matthíasdóttur í afmælissýningunni Hér þar og allstaðar verða áfram til sýnis í setustofu Mjólkurbúðarinnar í Listagilinu á sýningartímabilinu.
Fossganga - Opnunartímar:
Mjólkurbúðin 22. júní kl.17-19, 23. og 24. júní kl 14.00-17.00.
Hof 25.júní - 3.september kl. 08.00-19.00 á virkum dögum kl. 11:00 18:00 um helgar
Mjólkurbúðin á facebook - vertu vinur!
http://www.facebook.com/groups/289504904444621/
20.6.2012 | 10:07
Myndlistarsýning við matjurtargarða Akureyrarbæjar
Laugardaginn 23. júní kl. 15-17 opnar myndlistarsýning við matjurtargarða bæjarins sem eru við gömlu gróðrarstöðina á Krókeyri í Innbænum, (ofan við Iðnaðar- og Mótorhjólasöfnin).
Sýningin er hluti verkefnis Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur myndlistarmanns og Jóhanns Thorarinsens garðyrkjufræðings, sem nefnist Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar.
Verkefnið hófst 2010 og var í kjölfarið valið til norrænu menningarráðstefnunnar Nordmatch í Helsinki fyrir Íslands hönd. Þá tóku fimm myndlistarmenn þátt í sýningunni og einn félags- og garðyrkjufræðingur. Í ár hefur sýningin stækkað og bætt við sig leikmönnum og listnemum og eru þeir samtals ellefu. Þátttakendur í sýningunni eru Arna G. Valsdóttir, Hlynur Hallsson, Kristín Þóra Kjartansdóttir, Þórarinn Blöndal, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Joris Rademaker, Sigrún Héðinsdóttir, Júlía Runólfsdóttir, Hugi Hlynsson, Viktor Hollanders og Ívar Hollanders.
Afmælisnefnd Akureyrar vegna 150 ára afmælis bæjarins og Eyþing styrktu verkefnið. 26. ágúst verður svo uppskeruhátíðin þegar menn geta gætt sér á uppskerunni, ásamt því að hlýða á fyrirlestra um myndlist, gróður og ræktun.
Allir eru velkomnir.
18.6.2012 | 10:33
Yst sýnir í Bragganum í Öxarfirði
Gegnsæi til hvers?
Sýning Ystar í Bragganum í Öxarfirði
hefst 23ja júní og stendur til 9. júlí.
Er eitthvert gagn af rýni?
Sjáum við í gegnum þetta? -eða
sjáum við í gegnum fingur og látum leikflétturnar ráða för?
Kynnt verður bókverkið Til hennar þar sem ljóðskáldið Jónas Friðrik og Yst leiða saman verk sín með menningarstyrk frá Norðurþingi og Eyþingi.
15.6.2012 | 20:13
Rósa Njálsdóttir sýnir í Deiglunni
Glæsileiki, fegurð, fágun, kynþokki - tónlistin, tískan, hattarnir, kjólarnir, hárgreiðslan - demantar, daður og dramatík allt einkennir þetta The Golden Age of Hollywood sem hófst 1927 með frumsýningu The Jazz Singer og stóð fram yfir 1960. Þessi gullaldartími kvikmyndagerðar í Hollywood er innblástur sýningar Rósu Njálsdóttur, Stjörnublik, sem opnar kl. 13 laugardaginn 16. júní í Deiglunni á Akureyri. Þar gefur að líta portrett myndir af þeim leikurum og leikkonum - aðeins brot af þeim bestu - sem heilluðu heimsbyggðina hér áður fyrr og gera enn. Myndirnar eru ýmist í lit eða svart/hvítu, málaðar með olíu á striga. Rósa hóf nám í olíumálun árið 2004 og er þetta hennar fjórða einkasýning.
Sýningin verður opin kl. 13-17 frá 16. júní - 1. júlí, alla daga nema mánudag og þriðjudaga.
11.6.2012 | 08:46
Birgir Sigurðsson opnar sýningu í Flóru
Laugardaginn 16. júní kl. 14 opnar Birgir Sigurðsson myndlistarsýningu sem nefnist Reynslusaga matarfíkils í Flóru í Listagilinu á Akureyri. Sýningin er vídeo-innsetning sem gefur áhorfandanum innsýn inn í heim matarfíkils. Gjörningurinn Reglugerð um ofát verður fluttur kl. 14.
Efniviður sýningarinnar er upplifun mín og reynsla af matarfíkn segir Birgir. Sýningin er þakklæti til matarfíknarinnar sem hefur skipt mig miklu máli í mínu lífi. Mér finnst engin þörf á að tala um þyngd, þyngdartap eða annað sem snýr að þyngd líkamans. Ég er að fjalla um næturátið mitt og hvernig það hefur birst mér allt mitt líf: Ég vakna til að borða og get ekki hætt.
Birgir Sigurðsson er menntaður rafvirki og er að mestu sjálfmenntaður í myndlist. Hann hefur á undaförnum 14 árum haldið fjölmargar myndlistarsýningar og rekur nú 002 Gallerí á heimili sínu í Hafnarfirði.
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru og stendur til laugardagsins 7. Júlí 2012. Einnig verður boðið upp á listamannaspjall með Birgi Sigurðssyni, fimmtudaginn 5.júlí kl. 20.00.
Nánari upplýsingar veitir Birgir í síma 867 3196 í pósti 002galleri@talnet.is
Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður.
Birgir Sigurðsson
Reynslusaga matarfíkils
16. júní - 7. júlí 2012
Opnun og gjörningur laugardaginn 16. júní kl. 14
Flóra, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
7.6.2012 | 19:57
Mystic
Laugardaginn 9. júní klukkan 15:00 opnar Kolbrún Róberts sýningua sína Mystic í Sal Myndlistarfélagsins að Kaupvangstræti 10.

Á sýningunni verða olíumálverk af íslenska hestinum annars vegar og hins vegar fossum, sólarlögum, Búddah og gyðjum bænar og friðar. Þessi sýning er ferð milli tveggja heima þar sem eldur, vatn, jörð og andvari sameinast huga, sál og líkama. Þar sem íslenski hesturinn og Búddah eru tákn jarðtengingar, gyðjurnar og Búbbah tákn huga, sálar og líkama og fossar ásamt eldrauðu sólarlagi tákn elds, vatns, jarðar og himins.
Sýningin stendur til 24. júní og er opin um helgar frá 14:00 til 17:00 og á opnunartíma skrifstofu félagsins miðviku- fimmtu- og föstudaga milli 13:00 og 17:00.
30.5.2012 | 21:13
Rætur
14 ungir listamenn sem eiga rætur sínar að rekja til Akureyrar opna samsýningu. Þið munið öll deyja. The end of art or? Höldum ró okkar en engu að síður köstum við varnöglum út um allt, sérstaklega í ykkur sýningargestir sælir. Oft eru listilegir varnaglar mjög nauðsynlegir, það vitum við galgoparnir frá Akureyri sem smökkuðum okkar fyrsta landasopa á Ráðhústorginu, misstum meydóma og sveindóma í Hlíðarfjalli og tókum okkar fyrsta smók af jónum í kirkjutröppunum og lentum svo í allsherjar ryskingum (ég held y) í Skátagilinu. Fyrir okkur er Akureyri heim. Á lifandi hátt er heim þó svo margt, bæði gott og slæmtu. Hvað sem þú heitir, hver sem þú ert, hvort þú ert miss fucking with you, prestur, íþróttabjálfi, sæt og klár vörubílstjóri eða ráðanautur þá er okkur öllum hollt að líta í kringum okkur. Taka inn lífið, listina og öll þau heimsins undur sem verða leyst úr læðngi hér í dag og fram eftir sumri. Við erum ung og erum á barmi mestu vitundarvakningar og ævintýra sem mannkynið hefur orðið vitni að. Þér er boðið með. Velkomin, njóttu og lifðu. Innri vitund er það eina sem er eilíft, þar sem hinn raunverulegi sannleikur leynist. Vitundarstig okkar fer rísandi burt frá áreitinu og við hættum að vera þrælar hugans. Við förum að lifa í hjartanu, hjartað verður megin hugsunarafl okkar. Leiðandi orka alheimsvitundarinnar stendur okkur til boða og er rétti tíminn til þess að taka á móti henni. En við þurfum engan til að segja okkur þessa hluti, þetta er einfalt, eins einfalt og að kasta tómat í dauðan fugl. En stundum þarf maður einhvern til að benda sér á það. Við viljum með list, ást og pönki að við sameinumst í því sem er. Lifum á líðandi stundu og tökum nokkur dansspor upp úr þurru, purrum í hálsakotið á manninum eða konunni sem stendur okkur næst.
Texti: G. Viktoría Jóhanns- Hjördísardóttir Blöndal
Listakonur/menn eru: Auður Ómarsdóttir, Ari Marteinsson, Arnar Ómarsson, Georg Óskar Giannakoudakis, Guðrún Þórsdóttir, G. Viktoría J.H. Blöndal, Hekla Björt, Katrín Erna, Lily Erla, Máni Sigurðsson, Rakel Sölvadóttir, Sara Björg, Vala Höskuldsdóttir, Victor Ocares
29.5.2012 | 18:50
Nýkjörin stjórn Myndlistarfélgsins á Akureyri.
Aðalfundur Myndlistarfélagsins á Akureyri var haldinn 24.maí síðastliðinn. Félagsmenn áttu mjög góðan fund í hefðbundnu sniði Aðalfundar og var fjölmennt á fundinum. Guðrún Harpa Örvarsdóttir formaður félagsins fór yfir þau helstu atriði sem bæði stjórnin og félagsmenn hafa tekið sér fyrir hendur frá síðasta Aðalfundi. Eins fór hún yfir þau verkefni sem bíða þess að félagið taki sér fyrir hendur og það er óhætt að segja að ný stjórn hafi skemmtileg verk að vinna og sú gamla hafi áunnist margt á þessum tíma. Margir buðu sig fram í stjórn félagsins og þurfti að kasta hlutkesti á ákveðnum tímapunkti til að skera úr um hverjir kæmust í stjórnina. Mikil gleði ríkti og jákvætt andrúmsloft sveif yfir áhugasömum listamönnum í Listagilinu þetta kvöld. Ný stjórn félagsins er nú skipuð þeim Guðrúnu Hörpu, Helga Vilbergi, Lárusi H. List, Ingu Björk og Helgu Sigríði. Varamenn eru Stefán Boulter og Telma Brimdís Nýr félgaslegur skoðunarmaður og endurskoðandi var kosinn til eins árs og er Hallmundur Kristinsson ásamt varamanni henni Ástu Báru.
Menning og listir | Breytt 9.6.2012 kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2012 | 00:02
Safnasafnið með 10 nýjar sýningar
Laugardaginn 19. maí kl. 14.00 verða opnaðar 10 nýjar sýningar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd, í tengslum við Alþjóðlega safnadaginn, og fjalla þær annars vegar um fjarlægð og nálægð, hins vegar um aðstæður í afmörkuðu rými og tengsl við náttúruna
Aðalsýning Safnasafnsins í ár er á fyrstu hæð safnsins á harðviðarstyttum og teikningum Pálma Kristins Arngrímssonar skrúðgarðyrkjumeistara í Reykjavík, sem nú koma í fyrsta skipti fyrir almenningssjónir. Þar er líka kynning á málverkum eftir Eggert Magnússon sem ekki hafa verið sýnd áður, höggmyndum eftir Örn Þorsteinsson, styttum eftir Ragnar Bjarnason og gripum nemenda í Leikskólanum Álfaborg og Valsárskóla á Svalbarðsströnd. Á hæðinni er einnig litlar innsetningar Nini Tang, Birtu Guðjónsdóttur, Guðrúnu Veru Hjartardóttur, Jóns Laxdals og Eddu Guðmundsdóttur, og skúlptúrar af ýmsum stærðum eftir Ólaf Lárusson, Daníel Þorkel Magnússon, Kelly Parr, Ólöfu Nordal, Önnu Líndal, Bjarka Bragason, Ástu Ólafsdóttur, Kristínu Reynisdóttur og Hannes Lárusson
Á efri hæð eru sýnd málverk eftir Huldu Vilhjálmsdóttir, myndir með blandaðri tækni eftir Áslaugu Leifsdóttur, málverk og skúlptúrar eftir Ómar Stefánsson, og pappírsmyndir eftir Rúnu Þorkelsdóttur, Jan Voss og Henriette van Egten. Þar eru einnig sýnishorn úr slæðusafni Hildar Maríu Pedersen og bátar eftir marga höfunda, búnir til eftir máli, ljósmynd, minni og hugkvæmni
Sýningarstjórar eru Níels Hafstein, Harpa Björnsdóttir, Magnús Pálsson og Rúna Þorkelsdóttir
Á opnuninni verða léttar veitingar í boði sveitarstjórnar, frambornar af Kvenfélagi Svalbarðsstrandar
Í Safnasafninu eru 10 sýningarrými, bókastofa, veitingasalur, stórt anddyri og 67 m2 íbúð sem er leigð ferðafólki og fleirum eftir aðstæðum. Safnið er opið daglega frá kl. 10.00 til 17.00. Upplýsingar eru á www.safnasafnið.is og fyrirspurnum svarað í síma 4614066 og safngeymsla@simnet.is