Nýkjörin stjórn Myndlistarfélgsins á Akureyri.

img_0584.jpg

Aðalfundur Myndlistarfélagsins á Akureyri var haldinn 24.maí síðastliðinn. Félagsmenn áttu mjög góðan fund í hefðbundnu sniði Aðalfundar og var fjölmennt á fundinum. Guðrún Harpa Örvarsdóttir formaður félagsins fór yfir þau helstu atriði sem bæði stjórnin og félagsmenn hafa tekið sér fyrir hendur frá síðasta Aðalfundi. Eins fór hún yfir þau verkefni sem bíða þess að félagið taki sér fyrir hendur og það er óhætt að segja að ný stjórn hafi skemmtileg verk að vinna og sú gamla hafi áunnist margt á þessum tíma. Margir buðu sig fram í stjórn félagsins og þurfti að kasta hlutkesti á ákveðnum tímapunkti til að skera úr um hverjir kæmust í stjórnina. Mikil gleði ríkti og jákvætt andrúmsloft sveif yfir áhugasömum listamönnum í Listagilinu þetta kvöld. Ný stjórn félagsins er nú skipuð þeim Guðrúnu Hörpu, Helga Vilbergi, Lárusi H. List, Ingu Björk og Helgu Sigríði. Varamenn eru Stefán Boulter og Telma Brimdís Nýr félgaslegur skoðunarmaður og endurskoðandi var kosinn til eins árs og er Hallmundur Kristinsson ásamt varamanni henni Ástu Báru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband