Færsluflokkur: Dægurmál

Þrjár nýjar sýningar opnaðar í Safnasafninu á sunnudag

SAFNASAFNIÐ - ALÞÝÐULIST ÍSLANDS

Safnasafnið á Svalbarðsströnd í Eyjafirði kynnir þrjár nýjar sýningar á Íslenska safnadeginum 12. júlí. Í  Austursal er sýning á verkum í eigu Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings frá Burkina Faso, Benin, Ghana, Kamerún, Kongó, Mósambik, Nígeríu, Suður Afríku, Tansaníu og Togo. Í bókastofu eru keramikbollar eftir Elísabetu Haraldsdóttur á Hvanneyri, og í Langasal samstarfsverkefnið Birtingarmynd-Ímynd-Sjálfsmynd III, með fuglahræðum eftir Sigurlínu Jóhönnu Jóhannesdóttur á Kópaskeri og tískuteikningum eftir grunnskólabörnin á Raufarhöfn undir leiðsögn Þóru Soffíu Gylfadóttur, sú sýning er styrkt af Menningarráði Eyþings og Rarik. í safninu eru að auki 12 sýningar, bæði úti og inni, og standa þær allar til 6. september
Á Íslenska safnadeginum er frítt inn í Safnasafnið, en aðra daga er 500 kr. inngangseyrir, frítt fyrir börn innan fermingar, og opið daglega frá kl. 10.00-18.00. Nánari upplýsingar á safnasafnid.is og safngeymsla@simnet.is


Allir gjörningar í Verksmiðjunni í kvöld en ekki á morgun

Í kvöld, föstudag 10. júlí kl. 21.00, verða allir gjörningarnir fluttir sem auglýstir hafa verið í Verksmiðjunni á Hjalteyri, enginn á morgun. Verið velkomin og eigum góða kvöldstund saman.

Á dagskrá eru Joris Rademaker, Helgi Svavar Helgason, Davíð Þór Jónsson, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Ásdís Sif Gunnarsdóttir.

http://www.verksmidjan.blogspot.com


Þóra Sigurþórsdóttir opnar sýningu í GalleríBOXi

GalleríBOX
Þóra Sigurþórsdóttir
Hlauptu af þér hornin
11.07 - 26.07.2009
opið 14:00 – 17:00
Kaupvangsstræti 12
600 Akureyri

Verið velkomin á opnun sýningar Þóru Sigurþórsdóttur leirlistakonu „Hlauptu af þér hornin“ í GalleríBOXi laugardaginn 11. júlí kl.14:00. Léttar veitingar í boði.
Nánari upplýsingar veitir Þóra í síma 820 0321

Myndlistarfélagið, GalleríBOX, Kaupvangsstræti 12, 600 Akureyri.
www.galleribox.blogspot.com


Sýningin „Kreppumálararnir” opnuð í Listasafninu á Akureyri

 n101011443613_6550

KREPPUMÁLARARNIR
Manneskjan í forgrunni

Laugardaginn 11. júlí kl. 15 verður sýningin „Kreppumálararnir” opnuð í Listasafninu á Akureyri, en þar verður dregin upp mynd af lífi og listum þjóðarinnar á fjórða áratug síðustu aldar. Ísland hóf göngu sína sem þátttakandi í alþjóðasamfélaginu með nýju sniði í upphafi 20. aldar með heimastjórn 1904 og síðan fullveldi 1918. Umráð yfir atvinnu- og efnahagsmálum færðu mönnum aukna möguleika til viðskipta við önnur lönd, eflingu útflutnings og uppbyggingu innanlands. Allan þriðja áratug 20. aldarinnar ríkti mikil bjartsýni í atvinnulífi, sveitir tóku stakkaskiptum og íbúum kaupstaða fjölgaði. Þessi þróun stöðvaðist skyndilega með hruni verðbréfamarkaðarins í New York í árslok 1929. Íslandsbanki, sem stofnaður var í upphafi aldarinnar og hafði lánað ótæpilega fé til atvinnustarfsemi og uppbyggingar, varð gjaldþrota í febrúar 1930. Ríkið yfirtók bankann og breytti honum sama ár í tvo banka, Útvegsbanka og Búnaðarbanka. Við tóku erfiðir tímar sem ekki lauk fyrr en með hernámi Íslands árið 1940. En þrátt fyrir bágan efnahag áttu sér samt stað ýmsar merkar framfarir í atvinnulífi landsmanna og á menningarsviðinu komu fram listamenn sem síðar áttu eftir að láta meira að sér kveða.

Frá aldamótunum 1900 hafði landslagið verið ráðandi viðfangsefni myndlistarmanna og varð svo áfram en upp úr 1930 kom fram ný kynslóð ungra listamanna sem leit svo á að með efnahagskreppunni og þeim þjóðfélagsátökum sem henni fylgdu hefði hugmyndagrundvelli landslagsmálverksins verið svipt burt. Þegar svo mikið hafði breyst var ekki hægt að halda áfram sem fyrr. Þeir fundu knýjandi þörf fyrir túlkun nýrra tíma í breyttu þjóðfélagi og litu til manneskjunnar í umhverfi sínu sem fram að þeim tíma hafði verið svo til fjarverandi í íslenskri myndlist. Með vaxandi þéttbýlismyndun fluttu listamennirnir á mölina, eins og svo margir og fóru að yrkja um sinn nýja veruleika. Málararnir munduðu pensla sína við myndríkan heim Reykjavíkurhafnar, hugtökin kreppumálari og kreppuskáld urðu til og vísir að borgarvitund tók að myndast.

Kreppumálararnir sem hér eru kynntir, þeir Snorri Arinbjarnar (1901-1958), Gunnlaugur Scheving (1904-1972), Þorvaldur Skúlason (1906-1984) og Jón Engilberts ( 1908-1972), beindu sjónum sínum að hinum vinnandi manni og sögusviðið er oft þorpið eða bærinn sem einnig verða rithöfundum og skáldum að yrkisefni á þessum áratug.

Minjasafnið á Akureyri hefur lagt til menningarsögulega muni ásamt ljósmyndum sem ætlað er að ríma við myndlistarverkin og beina sjónum sýningargesta að umhverfi og kjörum norðlenskrar alþýðu á þessum tíma. Auk einstaklinga lánuðu einnig Listasafn Íslands, Listasafn ASÍ, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Menntaskólinn á Akureyri, NBI h.f., Efling stéttarfélag, Stúdíó Stafn ehf, Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Síldarminjasafnið á Siglufirði, verk og muni til sýningarinnar.


Sýningarstjóri er Hrafnhildur Schram listfræðingur, en nánari upplýsingar veitir Hannes Sigurðsson forstöðumaður í síma: 462-2610 / 899-3386 Netfang: hannes@art.is.
Sýningin stendur til sunnudagsins 23. ágúst. Listasafnið er opið alla daga frá kl. 12-17 og er aðgangur ókeypis í boði Akureyrarbæjar.


Gjörningahelgi í Verksmiðjunni á Hjalteyri

opnunpetilm_035.jpg

Föstudag 10. Júlí kl. 21.00
Helgi Svavar Helgason og Davíð Þór Jónsson
framkvæma tónlistarspuna með mynd- og leiklist.

Laugardag 11. Júlí kl. 17.00
Joris Rademaker og fl. fremja görninga.

Yfirstandandi sýning.
Ilmur Stefánsdóttir og Pétur Örn Friðriksson

Opið um helgar kl 14.00-17.00
Myndir og nánari upplýsingar um viðburði og Verksmiðjuna á Hjalteyri á: http://www.verksmidjan.blogspot.com

Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir í símum 462 4981 og 865 5091

Menningarráð Eyþings styrkir dagskrána í Verksmiðjunni á Hjalteyri


Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir á Veggverki

alla.jpg

Tvílembd ær undir barði.
Veggverk, Akureyri.
4. júlí – 23. ágúst.
Réttardagur 50 sýninga röð.
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.

Um þessar mundir er ár síðan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir lagði af stað með 50 sýninga verkefni til 5 ára, sem ber yfirskriftina Réttardagur.
Áætlað er að setja upp 50 sýningar víða um heim með lokasýningu í Listagilinu á Akureyri í júní 2013.
Sýningarnar fjalla allar á einhvern hátt um menninguna sem hlýst af sauðkindinni, afurðum eða ásjónu.
Oft eru aðrir listamenn kallaðir til sem gefa víðara sjónarhorn á verkefnið.
“Tvílembd ær undir barði“ er heiti þessa veggverks sem Aðalheiður sýnir nú, og er þetta 10. Sýningin í röðinni.
Áður hefur hún fjallað um réttina, slátrun, innmat, kind á fóðrum og sauðburð sem stendur yfir á Seyðisfirði.
Hægt er að fylgjast með verkefninu á heimasíðunni www.freyjulundur.is


www.veggverk.org

Jóna Hlíf Halldórsdóttir
www.jonahlif.com


Lind Völundardóttir opnar sýningu á Café Karólínu

karolina14-300.jpg

Lind Völundardóttir

Bleikt með loftbólum

04.07.09 - 31.07.09

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri 

Lind Völundardóttir opnar sýninguna “ Bleikt með loftbólum “ á Café Karólínu 4. júlí 2009
Kl.15

Lind er Reykvíkingur fædd 1955 í Þingholtunum og er 101 í húð og hár.

Lind er kjólameistari, myndlista-og textílkona og hefur verið svo lánsöm að geta framfleytt sér á kunnáttu sinni með iðkun og kennslu.

Verkin sem hér hanga eru hluti af stærra verki þar sem myndlist og textíl skarast. Verkið er unnið út frá ferli í litun á textíl. Litunarferlið byrjar á því að vatnið er látið renna og litnum er blandað í vatnið. Myndirnar eru teknar þegar þetta er að gerast. Í þessu tilfelli var litað silki og fékk það svona gamaldags móskulegan laxableikan lit. Loftbólurnar urðu til þegar vatnið streymdi af krafti úr krananum.


Menntun

2007 - 2009 University of Iceland, Diploma, Teachers certificate.
2006-2007   The Reykjavík Technical Collage, Certificate as a master craftsman in tailoring.
1994 - 1996 St. Joost Academy, Breda, Postgraduade  Visual Art
1993 - 1994 The Royal Academy of Art in The Hague, Department of Sculpture.
1987 - 1989 The Icelandic Academy of Arts and Crafts, BFA, Department of New Art.
1985 - 1986 The Reykjavik ,Chollage, of Visual Art, Drawing .
1980 - 1984 The Reykjavik Technical Collage, Journeyman's examination in tailoring.


Sýningar

2009 Artótek Reykjavík, Iceland. Photographs
2008 Gallery Ráðhús Reykjavíkur, Iceland. Photographs
2007 Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Iceland. Photographs
2007 Lucent,  Den Haag, The Netherlands. Photographs
2006 Kaffi Mokka, Reykjavík, Iceland. Photographs
2005 Gallery Zoet, Den Haag, The Netherlands.  Textile and clothing.
2004 Gallery Red Hot, Den Haag, The Netherlands. Textile and clothing.
2003 Wandering Library, Markers lV in Venice, Unecko   National Italia, Comition, Roadshow. Italy, Germany, Franc, Mixed media
1999 Quartair Contemporary Art Initiatives, Den Haag, The Netherlands,Mixed media
1997 Gallery Keller, Den Haag, The Netherlands. Mixed media
1997 Nýlistasafnið, Reykjavik, Iceland. Mixed media
1996 The Artgive Den Haag, The Netherlands.Photographs
1996 Kunstraum Wohn Raum, Hannover, Duitsland, Mixed media.
1996 Gallery Litter, Den Haag, The Netherlands. Mixed media
1995 Gallery Sævar Karl, Reykjavík, Iceland. Mixed media
1995 Nýlistasafnið, Reykjavík, Iceland. Mixed media
1994 Gallery Sævar Karl, Reykjavík, Iceland.
1994 Quartair Contemporary Art Initiatives, Den Haag, The Netherlands. Mixed media
1993 “22”  Reykjavík, Iceland. Photographs.
1992 Hlaðvarpinn, Reykjavík, Iceland. Photographs.
1991 Image Photogallery, Arhus, Denmark. Photographs.


Nánari upplýsingar veitir Lind í tölvupósti mr.bond@orange.nl

Næstu sýningar á Café Karólínu:
01.08.09 - 04.09.09 Þórgunnur Oddsdóttir
05.09.09 - 02.10.09 Ólöf Björg Björnsdóttir


Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


MAJA WOLA listamaður júnímánaðar

ic.m-ob2

MAJA WOLA frá Póllandi er listamaður júnímánaðar í gestavinnustofu
Gilfélagsins á Akureyri.


Áhugasamir geta fræðst nánar um listakonuna á heimasíðu
gestavinnustofunnar: http://artistsstudio.blogspot.com


Kórsöngur vélanna / húsameistari - könguló opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Verksmiðjan á Hjalteyri

Kórsöngur vélanna / húsameistari – könguló
Pétur Örn Friðriksson
Ilmur María Stefánsdóttir
27. júní - 19. júlí 2009
Opnun laugardaginn 27. júní kl. 15 - 17
Opið um helgar frá kl. 14 - 17
verksmidjan.blogspot.com


Kórsöngur vélanna / húsameistari - könguló

Á næstunni, munu árvökulir vegfarendur á Hjalteyri geta að nýju heyrt glaðlegan vélargný úr Verksmiðjunni. Hann stafar frá heimilistækjum, steypuhrærivél og óvenjulegum rennibekk. Þau hafa þar afsannað einhliða notagildi sitt og í fagurfræðilegum tilgangi, raskað og sett sig úr samhengi hlutanna með nýjum og óvæntum verkefnum.
   
Hljóðlátari er köngulóin sem að með aðstoð trésmiðs hefur spunnið sér íverustaði út um allt og inn í skúmaskotin.

Listamennirnir Pétur Örn Friðriksson og Ilmur María Stefánsdóttir eiga það helst sammerkt að fást við gagnslausar tilraunir á mörkum þess nytsamlega og tæknilega. Niðurstaðan  birtist oftar en ekki í mjög fullkomnum hlutum.

Við fyrstu sín mætti ætla að sum verka Péturs Arnar gætu átt uppruna sinn að rekja til einhverrar rannsóknarstofu eða séu, stundum, jafnvel nokkurs konar „alþýðleg vísindi“, þegar hann í raun og veru er að skapa líkön sem birta öðru fremur hugmyndir um eðli og eiginleika listaverka
Ilmur María beinir athugunum sínum að gagnverkandi tengslum fólksins og hlutanna. Hún þróar tilbúin, hversdagsleg tæki í eitthvað óvenjulegt, breytir hlutverki þeirra og bætir gagnsemd.
Sýningin opnar laugardaginn 27. júní kl. 15:00 og lýkur 19. júlí. Hún er opin um helgar frá kl.14:00 til 17:00.

Húni II siglir kl. 13:00 frá Torfunefsbryggju á Akureyri á opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri, laugardaginn 27 júní.


Menningarráð Eyþings, Norðurorka og Ásprent styrkja Verksmiðjuna á Hjalteyri.


Myndlistarsýningin Freyjumyndir opnar á sumarsólstöðum

Sunnudaginn 21. júní á sumarsólstöðum opnar myndlistarsýningin Freyjumyndir víðsvegar um Akureyri. 27 listamenn á Eyjafjarðarsvæðinu vinna verk til heiðurs hinni fornu norrænu gyðju Freyju. Sýningin stendur til 22. september, haustjafndægurs. Frekari upplýsingar um sýninguna, þátttakendur og staðsetningu listaverkanna má sjá á síðunni freyjumyndir.blog.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband