Færsluflokkur: Dægurmál

Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri

gunnh-copy  sandra_vef 

 

VORSÝNING 2013 


Hin árlega Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri verður opnuð laugardaginn 18. maí í húsnæði skólans Kaupvangsstræti 16. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur í frjálsri myndlist og grafískri hönnun hafa verið að fást við á þessu skólaári. Auk þess verða á sýningunni verk eftir nemendur á barna- og unglinganámskeiðumá vorönn.


Alls stunduðu fimmtíu og átta nemendur nám í dagdeildum skólans og af þeim munu tuttugu og sex brautskrást frá skólanum að þessu sinni. 


Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri sýningardagana. 

Opnunartími kl. 13 til 17 og lýkur sýningunni mánudaginn 20. maí. 


 

www.myndak.is

www.facebook.com/myndak


VORSÝNING 2013

Myndlistaskólinn á Akureyri.

Opin dagana 18. - 20. maí kl. 13 - 17

Sýningarstaður: Kaupvangsstræti 16 


Sýningin "Re - member - Iceland" í Verksmiðjunni á Hjalteyri

souvenus_plakat 

 

LAETITI GENDRE / ALBANE DUPLESSIX / VINCENTCHHIM / ISABELLE PAGA


Verksmiðjan á Hjalteyri / 11.05 - 23.06.2013 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com/
Opnun laugardaginn 11. maí kl. 14 :00 / Opið til 10. júní um helgar eingöngu kl. 14 :00-17 :00 og eftir það alla daga kl : 14 :00-17 :00. 

Teleportation / Long Distance Vision / gjörningur frá París til Hjalteyrar / frumfluttur kl. 15:00 / Joseph Marzolla, Luigia Riva, Julie Coutureau.

L'usine de Hjalteyri / 11.05 - 23.06.2013 / Tout en bas de Hjalteyri / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com/
Vernissage Samedi 11 mai à 14 h 00 Ouvert jusqu´au 10 Juin, uniquement le week-end entre 14h00 et 17h00, et par la suite tous les jours de 14 h 00-17h00

Téléportation / Long Distance Vision / Video Mental Performance / 15h00 /

Sýningarstjóri/ commissaire d'exposition: Veronique Legros

Laugardaginn 11. maí kl. 14 :00 opnar sýningin Re – member – Iceland í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Listamennirnir Vincent Chhim, Laetitia Gendre, Albane duplessix og Isabelle Paga þekkja öll Ísland af eigin raun, þau hafa áður ferðast um landið, sýnt, eða unnið hér að myndlistarverkefnum. Þau fást við Kvikmyndalist, innsetningar, teikningar og málverk svo að fátt eitt sé nefnt. Það er ekki gott að segja hvað þau eiga sammerkt, enda koma þau úr ólíkum áttum en þau fylgjast þó öll vel með Íslandi úr fjarlægð og eiga héðan (misáreiðanlegar) minningar sem að þau leggja að nokkru leiti til grundvallar í „RE – MEMBER – ICELAND. 
Á þessari sýningu gefur meðal annars að líta verk sem eru sérstaklega gerð fyrir sýningarstaðinn. 
Á opnun kl. 15 :00 verður einnig frumflutt gjörningaverk, - virtual, gætt innsæi og andlegt fyrir 2 myndlistarmenn og 1 kóreógraf .
Verkið sem heitir TELEPORTATION / LONG DISTANCE VISION frá París til Hjalteyrar er lauslega byggt á vísindalegum rannsóknum IMI, l'institut métaphysique international. Höfundar og flytjendur eru Joseph Marzolla, Luigia Riva, Julie Coutureau.


R E - M E M B E R - I C E L A N D
Kynningartexti sýningar
Listamennirnir á bak við samsýninguna hafa allir í það minnsta einu sinni átt dvöl á Íslandi. Heimkomnir í gömlu álfuna, geyma þeir hana í minni, vitanlega. Samt viðhalda verk þeirra hvers og eins jafnt sem hughrifin stöðugri óvissu. Þau bera vott um óljósar breytingar, jafnvel afbökun á hlutföllum og stærðum. Það sem lagt hefur verið á minnið lýsir skorti á staðgreiningum, næstum undanhaldi hins stundlega. Eftir atvikum, hefði þurft að endurskoða rúmfræðina og fjarvíddina, sjá skipin, ljósmynda, kvikmynda og endurskapa framrás hlutanna; eða öllu heldur, einbeita sér að því sem hendi er næst og framkvæma athöfn, þramma áfram síðan snúast á hæl til að líta yfir farinn veg, tala háum rómi, taka upp steina, teikna til að finna sig aftur.
Svona sýning er tilefni sérstakrar millilendingar listamannana, þar sem verk þeirra sameinuð orsaka þessa nálgun við stað sem að víkur sér undan. Staður sem engu að síður heldur þeim tengdum þrátt fyrir fjarlægðir. Fínlegt meginland - Un continent subtil. « Subtil » orð sem erfitt er að þýða úr frönsku, þýðir hér líklega : mjög hreyfanlegt; erfitt að ná eða snerta


Sýningin verður opnuð laugardaginn 11. maí 2013, kl. 14:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Menningarráði Eyþings og Ásprent en
bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCPgames, Bústólpi og Hörgársveit.

Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450 



Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com/
https://www.facebook.com/pages/Verksmiðjan-á-Hjalteyri/92671772828


Opnar vinnustofur í miðbæ Akureyrar

opnarvinnust-vika10-1.jpg

Við ætlum að opna vinnustofur okkar fyrir gestum og gangandi fimmtudaginn 7. mars 2013, kl. 16-20. Fyrir einum mánuði vorum við með opnar vinnustofur og það tókst afar vel og mæltist svo vel fyrir að við stefnum á að gera þetta að mánaðarlegum viðburði. Nú þegar hafa nokkrar vinnustofur og einstaklingar bæst í hópinn.

Kaupvangsstræti 12. Listasafnshúsið / gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til:

Ólafur Sveinsson myndlistarmaður
G. Rúnar Guðnason myndlistarmaður og Hallgrímur Ingólfsson myndlistarmaður
Freyja Reynisdóttir myndlistarnemi, Gunnhildur Helgadóttir myndlistarnemi og Karólína Baldvinsdóttir myndlistarnemi


Flóra, Hafnarstræti 90

Sigurjón Már og Marta Kusinska áhugaljósmyndarar
Kristín Þóra Kjartansdóttir félagsfræðingur og framkvæmdastýra Flóru
Hlynur Hallsson myndlistarmaður
Elín Hulda - recycled by elinhulda
Auður Helena - Kaí merking
Inga Björk - gullsmíði og myndlist


Ráðhústorg 7

Fótografía, Guðrún Hrönn ljósmyndari.
María Ósk, listamaður
Blek hönnunarstofa
Herdís Björk vinnustofa | Bimbi


Mublur Húsgagnaviðgerðir, Brekkugötu 13

Berglind Júdith Jónasdóttir  Húsa- og húsgagnasmiður, Guðrún Björg Eyjólfsdóttir   húsgagnasmíðanemi og Ingibjörg Björnsdóttir húsgagnasmíðanemi


Hvítspói, Brekkugötu 3a

Anna Gunnarsdóttir textílhönnun og myndlist

Allir eru velkomnir og fólk getur gengið á milli og kíkt í heimsókn á vinnustofur og skoðað það sem verið er að framleiða og bjóða uppá í miðbænum.
Viðburðurinn á fésbók: https://www.facebook.com/events/224831890990560/

Bautinn styrkir viðburðinn og er með tilboð í gangi og opið fram eftir kvöldi.
Nánari upplýsingar veitir Elín Hulda Einarsdóttir í síma 868 5955, elinhulda@gmail.com

Fræðsludagskrá í Sal Myndlistarfélagsins

fraedsludagskra.jpg

Myndlistarfélagið ályktar vegna ráðningar forstöðumanns Listasafnsins

images.jpg
 
Aðalfundur Myndlistarfélagsins, haldinn í Sal Myndlistarfélagsins 
17. október 2011, samþykkti svohljóðandi ályktun.

Í byrjun nóvember 2010 átti stjórn Myndlistarfélagsins fund með stjórn Akureyrarstofu. Þar var m.a. fjallað um þá óvissu sem ríkt hefur í Listagilinu með tilkomu Hofs og niðurskurðar á fjárframlögum til skapandi lista. Stjórn Myndlistarfélagsins taldi að skilgreina þyrfti hlutverk Listagilsins upp á nýtt sem og hlutverk Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili. Á þessum fundi lagði Myndlistarfélagið fram þá tillögu að mótuð yrði skýr stefna um framtíð og hlutverk Listagilsins. Var því vel tekið af stjórn Akureyrarstofu og óskaði stjórnin eftir framtíðarsýn þeirra sem störfuðu í Gilinu. Í kjölfarið var stofnaður samstarfshópur sem fékk það hlutverk að safna upplýsingum um þá starfsemi sem fyrir er í Gilinu og móta framtíðarsýn. 

Það var niðurstaða samstarfshópsins að hlúa þyrfti að þeirri einstöku starfsemi sem fram fer í Listagilinu með því að efla samvinnu og samstarf einstaklinga og stofnana. Með samþættingu og hagræðingu mætti bæta skilvirkni hinna opinberu stofnana og með hærri fjárframlögum til grasrótarstarf mætti auðga listalífið á markvissan hátt.

Samstarfshópurinn skilaði skýrslu til Akureyrarstofu síðastliðið vor. Niðustöður vinnunnar endurspegla þá umræðu sem átti sér stað innan þessa hóps frá því að verkefninu var ýtt úr vör. Eftirfarandi tillögur um Listasafnið á Akureyri eru meðal áhersluatriða:

Endurskoða þarf rekstur Listasafnsins m.a. með það að markmiði að Akureyri verði miðstöð myndlistar á landsbyggðinni. Setja þarf saman hóp sem samanstendur af myndlistarmönnum, kjörnum fulltrúum Akureyrarbæjar og völdum aðilum sem koma að menningarlífi í bænum til að móta hugmyndir um stefnu Listasafnsins. Í stefnunni þarf m.a. að koma fram hvernig safnið hyggst standa að kaupum og varðveislu listaverka, hvernig það hyggst sinna rannsóknarskyldu sinni sem og fræðsluskyldu. Tryggja þarf að safnið starfi í samræmi við núgildandi lög og reglur um listasöfn svo sem safnalög nr. 106/2001 en þar stendur m.a. „ En safn hefur það hlutverk að safna heimildum um manninn, sögu hans, umhverfi og náttúru landsins, standa vörð um þær, rannsaka, miðla upplýsingum og hafa þær til sýnis svo að þær megi nýtast til rannsókna, fræðslu og skemmtunar“.

Til að tryggja frjótt starf og fjölbreytni innan safnsins þarf forstöðumaður að verða búsettur á Akureyri og ráðningartími hans verði ekki lengri en fimm ár en þó með möguleika á tveggja til þriggja ára framlengingu.

Tryggja þarf aðgengi að listaverkaeign bæjarins t.d. gegnum heimasíðu sem einnig væri hægt að nota til safnakennslu og kennslu í grunnskólum bæjarins.

Skrá skal sögu myndlistar markvisst með áherslu á landsbyggðina og gæti það verið hluti af rannsóknarskyldu safnsins.

Efri hæð Listasafnsins er skilgreind sem stækkunarmöguleiki fyrir safnið. Setja þarf fram áætlun um áframahaldandi vinnu við uppbyggingu safnsins og tímasetja opnun efri hæðarinnar. Þar yrði rými fyrir fasta sýningu, bókasafn, aðstaða fyrir fræðslustarf og safnabúð.

Marka þarf safninu sérstöðu. Sérstaða safnsins gæti falist í sérstakri áherslu á barnamenningu og að safnið yrði gert að móðursafni myndlistar á landsbyggðinni í samstarfi við Listasafn Íslands.

Sjónlistarhátíðin verði fastur liður í starfsemi safnsins, sem tví- eða þríæringur.

Akureyrarstofa hefur nú endurráðið forstöðumann Listasafnsins, sem búsettur er í Reykjavík og hefur verið forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri í næstum tólf ár. Ráðningartíminn er fimm ár með mögulegri framlengingu. Það bendir ekki til þess að vilji sé fyrir hendi til að endurnýja og breyta, þvert á móti er þetta ávísun á óbreytta stöðu - ráðamenn eru væntanlega sáttir við ástandið eins og það er og ekki ginkeyptir fyrir breytingum. Samningsferlið hefur staðið lengi yfir og er nú loks til lykta leitt. Ekki með framtíðahagsmuni myndlistar - listagils að leiðarljósi heldur eigin hagsmuni og samtryggingu. Auglýsingaferlið var augljóslega sýndarleikur Akureyrarstofu. Myndlistarfélagið harmar metnaðarleysi Akureyrarstofu og átelur harðlega ófagleg vinnubrögð við ráðningu forstöðumannsins.


Kristján Pétur með tónleika og sýningarlok í Verksmiðjunni á Hjalteyri

verksmidjan_1099232.jpg kristjanpetur.jpg

Uppáhaldslög

Kristján Pétur Sigurðsson verður með tónleika í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardagskvöldið 23. júlí og hefjast þeir kl. 20:30.
Flutt verða nokkur uppáhaldslög eftir bæði Kristján Pétur og aðra. Húsið mun sjá um hljóðmögnun. Sérlegir aðstoðarmenn eru Guðmundur Egill Erlendsson og Birgir Sigurðsson. Aðgangur er ókeypis.
Hér er hægt að skrá sig á viðburðinn á facebook: https://www.facebook.com/event.php?eid=222566907785635

Nánari upplýsingar veitir Kristján Pétur í síma 895 9546 og í strandkp(hjá)simnet.is



Síðustu forvöð eru svo að sjá sýninguna Innsýn í Verksmiðjunni á Hjalteyri um helgina. Sýnendur eru Eygló Harðardóttir, Guðjón Ketilsson, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Joris Rademaker og Jón Laxdal.
Joris Rademaker er sýningarstjóri og hann valdi fjóra listamenn með sér til að vinna frjálslega með hugmyndir sem tengjast að einhverju leiti starfsemi Verksmiðjunnar og rými hússins. Á sýningunni eru skúlptúrar, málverk, veggmálverk og innsetningar.
Verksmiðjan er styrkt af Eyþingi.

Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga milli kl. 14.00 - 17.00 og einnig á meðan tónleikar Kristjáns Péturs standa yfir.



Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri, 601 Akureyri, 4611450
http://www.verksmidjan.blogspot.com

https://www.facebook.com/pages/Verksmi%C3%B0jan-%C3%A1-Hjalteyri/92671772828

Málþing Myndlistarfélagsins: ERU SKÓLARNIR SKAPANDI?

mynd_logo_1036390

ERU SKÓLARNIR SKAPANDI?

Málþing Myndlistarfélagsins verður haldið á RUB í Kaupvangstræti á Akureyri, laugardaginn 20. nóvember kl.14:00-17:00.

Framsögumenn verða Kristinn G Jóhannsson, Kristín Dýrfjörð, Ragnheiður Þórsdóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Þorvaldur Þorsteinsson einnig mun Ivar Hollanders tala um upplifun sína af skólakerfinu.  Fundarstjóri verður Ingibjörg Auðunsdóttir.


Stjórn Myndlistarfélagsins telur þetta þarfa umræðu að öll skólastigin mætist og velti fyrir sér tilgangi myndlistarkennslu og hvernig henni er háttað í dag.

Málþingið verður  á Alþjóðadegi barna og mun Myndlistarfélagið  jafnframt standa fyrir sýningu á verkum barna í Sal Myndlistarfélagsins.

Vinsamlegast skráið þátttöku á netfang: bilda@simnet.is fyrir 15. nóv.
Allir velkomnir!


Reimleikar – húslestur frá 20. öld í Verksmiðjunni á Hjalteyri

verksm.jpg

Um helgina verður ljóðasýningin Reimleikar sett upp í Verksmiðjunni. Sýningin stendur yfir eina helgi frá 23. til 25. júlí. Á sýningunni er ljósi brugðið á íslenska ljóðlist, upptökur og upplestur. Þar sem gefnar hafa verið út á Íslandi með upplestri ljóðskálda, og þær settar upp til spilunar. Sýningin er í grunninn bókmenntasöguleg. Hægt verður að hlusta á skáld og skáldskap frá ólíkum tímabilum og hlusta sig þannig í gegnum íslenska ljóðlist 20. aldar. Sýningin býr einnig yfir mörgum lögum: hægt er að njóta raddanna og bera saman raddblæ skáldanna, hægt er að njóta ljóðanna, hægt er að njóta sögunnar sem býr í útgáfunni og upptökutækninni. Á endanum stendur áheyrandinn líka frammi fyrir spurningum um eðli upptökunnar og hins talaða orðs. Verksmiðjan sjálf á Hjalteyri skiptir sköpum fyrir sýninguna, tilkomumikill hljómburður hússins skapar sýningunni einstaka umgjörð. Enginn fær notið upplesturs sem hefur verið upptekinn, nema hann fari fram í húsi sem hæfir. Verksmiðjan er fullkomlega eyðilegur staður - hún leyfir fólki að hlusta eitt, sér og út af fyrir sig, þótt allir fái notið ljóðlistarinnar í sameiningu. Sýningin er önnur í röðinni af þremur sýningum sem tengjast bókmenningu og margmiðlun. Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Hjálmar Stefán Brynjólfsson setja upp sýninguna. Áður hafa þau dansað á mörkum bókmennta og myndlistar í sýningunni Bráðum – áminning um möguleika gleymskunnar sem sett var upp í nóvember 2009 í GalleríBOX. Síðasta sýningin fer fram árið 2011.

Athugið: aðeins þessi eina helgi.

http://www.verksmidjan.blogspot.com

http://www.facebook.com/pages/Verksmidjan-a-Hjalteyri/92671772828?v=wall


Björg Eiríksdóttir sýnir í Stólnum og Ragnheiður Þórsdóttir er með opna vinnustofu

sem.jpg

Opnun sýningar Bjargar Eiríksdóttur og opin vinnustofa Ragnheiðar Þórsdóttur í Stólnum í Listagili laugardaginn 3. júlí kl.14:00.

Sýninguna kallar Björg "Verk handa" og þar verða textílverk og málverk þar sem kveikjan er handverk ömmu hennar.
Björg útskrifaðist úr Myndlistarskólanum á Akureyri vorið 2003 og er þetta fimmta einkasýning hennar.

Stóllinn er sýningarsalur og vinnustofa Ragnheiðar Þórsdóttur veflistakonu.

Sýningin varir í 10 daga.
Upplýsingar gefur Björg s.691 6681
umm.is
bjorgeiriksdottir.blogspot.com

Allir hjartanlega velkomnir

vefur.jpg


Óskað eftir þátttakendum í Gjörningahátíð á Hjalteyri

perform_007.jpg

Laugardaginn 10. júlí næstkomandi ætlar Verksmiðjan á Hjalteyri að efna til Gjörningahátíðar.

Þetta er í annað sinn sem það er gert og tókst fyrsta skiptið með ágætum.


 Verksmiðjan er listamannarekið rými í gömlu Síldarverksmiðjunni á Hjalteyri www.verksmidjan.blogspot.com



Ekki eru peningar í spilinu, en Verksmiðjan auglýsir viðburðinn og aðstoðar þátttakendur með gistingu.





Auglýst er hér með eftir þátttakendum í Gjörningahátíðinni.



Upplýsingar og skráning hjá  Aðalheiði S. Eysteinsdóttur í síma 865-5091 eða adalheidur@freyjulundur.is



Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband