Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Dieter Roth Akademían í Verksmiðjunni á Hjalteyri 5. og 6. júní 2010

expo_dadi.jpg

 

Dieter Roth Akademían (DRA), var stofnuð í minningu Svissnesk/þýska listamannsins Dieter Roth í maí árið 2000, tveimur árum eftir að hann lést.

Upphaflega voru það vinir, samstarfsmenn og fjölskylda Dieter Roth sem komu saman og ákváðu að láta hugmyndir hans um akademíu verða að veruleika. Samtök eða félagsskap þar sem listamenn og annað gott fólk kæmi saman, sýndu verkin sín, hjálpuðust að, miðluðu þekkingu og létu almennt gott af sér leiða.

Stofnendurnir/prófessorarnir bjóða öðrum listamönnum þátttöku ýmist sem nemendum eða prófessorum, allt eftir reynslu þeirra og þekkingu.

Akademían er ekki stofnun og hefur engan rekstur og enga skriffinnsku. Það má kalla það fyrstu lexíuna í akademíunni að alla skipulagningu og pappírsvinnu sem fylgir því að komast í samband við prófessorana víða um heim verða nemendur að sjá um sjálfir.

Í dag eru nokkrir tugir meðlima í DRA. víða um Evrópu, í Kína, Ungverjalandi, Íslandi og Nýju Mexíkó, sem hittast árlega og halda ráðstefnu um listir.

Samfara ráðstefnunum eru myndlistasýningar, fyrirlestrar, gjörningar og listasmiðjur. Þungamiðjan í öllu saman eru verk Dieter Roth, heimspeki hans og lífskraftur.

 

Dieter Roth kom eins og stormsveipur inn í heim íslenskrar menningar í lok 6. áratugarins þegar hann settist að í Reykjavík ásamt barnsmóður sinni Sigríði Björnsdóttur.
 Dieter tók að sér  að kenna við Myndlistaskólann í Reykjavík fyrir tilstilli Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara sem þá var skólastjóri. Starf Dieters við skólann hafði mikil áhrif á þá listamenn og kennara við skólann sem kynntust honum og hugmyndum hans.

 

Áhrifa verka og hugmynda Dieters Roth á Íslandi urðu margvísleg og afgerandi, ekki síst ásviði myndlistar og hönnunar. Sér raunar ekki fyrir endann á þeim áhrifum, eins og kom fram í því að á Listahátíð í Reykjavík 2005 var sérstök áhersla á samtímamyndlist. Ber þar helst að nefna viðamikla sýningu á verkum Dieter Roth í þremur listasöfnum; Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og Gallerí 100° en sýningin þar var í samvinnu við Nýlistasafnið.

 

Svissnesk/þýski listamaðurinn Dieter Roth átti heimili sitt á Íslandi frá sjötta áratug síðustu aldar. Svo vill til að hann starfaði um tíma hjá prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri, en Oddur var ættingi Sigríðar eiginkonu Dieters og barnsmóður.

 

Dieter Roth akademían á sér sterkar rætur á Íslandi og hefur fjölmörgum nemendum verið boðin þátttaka. Árlega fer Listaháskóli Íslands með nemendur í vinnubúðir á Seyðisfjörð undir leiðsögn Björns Roth og Kristjáns Steingríms Jónssonar. Öllu því fólki býðst þátttaka.

 

Verksmiðjan á Hjalteyri hefur boðið DRA. að halda sína 11. ráðstefnu og sýningu, 5. júní – 18. júlí 2010.

Verksmiðjan er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14.00 - 17.00

www.verksmidjan.blogspot.com

www.facebook.com/pages/Verksmidjan-a-Hjalteyri/92671772828?ref=ts

 

 

Fyrir allar nánari upplýsingar hafið samband við

 

Aðalheiði S. Eysteinsdóttur í síma 865 5091, fyrir norðan adalheidur(hjá)freyjulundur.is

 

Björn Roth í síma 894 0007, er í Reykjavík þriðjudag og fyrripart miðvikudags.

 

Jan Voss, í Amsterdam, sími 003120-6390507, boewoe(hjá)xs4all.nl

 

Laugardagur 5. júní

kl.14.00-17.00  opnun sýningar Dieter Roth akademíunnar.

kl. 14.30 Uppákoma - Halldór Ásgeirsson - Hraunbræðsla.


kl. 15.30 Uppákoma – Martin Engles - Leiklestur.

 

 

Sunnudagur 6. júní

kl. 14.00 Erindi - Vilborg Dagbjartsdóttir- Kynni af Roth fjölskyldunni.

kl. 15.00 Gunnhildur Hauksdóttir – uppákoma.

kl. 16.00 Ráðstefna DRA.

 

 

Þátttökulisti DRA

 

Elín Anna Þórisdóttir

Ann Noël

Malcom Green

Birta Jóhannesdóttir

Karl Roth

Solveig Thoroddsen

Þórarinn Ingi Jónsson

Jeannette Castioni

Harpa Björnsdóttir

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

Magnús Árnason

Finnur Arnar

Gunnhildur Hauksdóttir

Arnar Ómarsson 

Andrea Tippel 

Erika Streit

Rut Himmelsbach

Rúna Þorkelsdóttir

Henriëtte Van Egten

Jan Voss

Sigríður Björnsdóttir

Dadi Wirz

Kristján Guðmundsson

Björn Roth

Oddur Roth

Þórarinn Blöndal

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir

Sigríður Torfadóttir Tulinius

Martin Engler

Vilborg Dagbjartsdóttir

Gunnar Már Pétursson

Martijn Last 

Gunnar Helgason

Avanti Ósk Pétursdóttir

Pétur Kristjánsson

Eggert Einarsson

Beat Keusch

Gertrud Otterbeck

Reiner Pretzell

Einar Roth

Steinunn Svavarsdóttir

Þórunn Svavarsdóttir

Halldór Ásgeirsson

Aðalheiður Borgþórsdóttir

Ásgeir Skúlason


Gestavinnustofa Gilfélagsins á Akureyri laus til umsóknar fyrir 2011

gilid

Gestavinnustofa Gilfélagsins á Akureyri, umsóknarfrestur til 1. júní fyrir árið 2011.
Gestavinnustofan  er staðsett í Listagilinu á Akureyri og samanstendur af vinnuplássi og íverustað og er úthlutað til listamanna í einn til þrjá mánuði í senn.
Skoðið vefsíðuna til að fá nánari upplýsingar www.artistsstudio.blogspot.com og sækja umsóknareyðublað.

Guest-studio in Akureyri, Iceland.

Applications for 2011, deadline the 1st of June.
The AIR is located in the centre of Akureyri and you can apply for one –three months.
For further information please visit our web site www.artistsstudio.blogspot.com an there you will find application forms.
e-mail; studio.akureyri@gmail.com

Kveðjur/Regards,
Sigríður Ágústsdóttir


Maja Siska sýnir í Populus tremula

image_990211.jpg

RT10

Laugardaginn 15. maí kl. 14.00 opnar Maja Siska myndlistarsýningu í Populus tremula í Listagilinu á Akureyri. Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi.

don´t disturb the order of my chaos said her father við vorum bara að stoppa við áður en ferðin byrjaði fyrir alvöru “two chicks and a truck” und los geht´s h. hatte angst vor bären, die zahnpasta musste im baum aufgehängt werden bears like toothpaste! in the stargazer tent horfir maður beint upp í himininn í gegnum flugnanet en á íslenskum fjöllum horfir maður kannski í snjókomu... stikurnar fylgja manni um landið stundum eru líka vörður in a straight line nearby where trains of horses used to travel long ago wenn sich ein pferd den oberschenkel ausrenkt langt frá byggð muss es erschossen werden hinir halda áfram á meðan j. bíður then he takes out his gun and shoots the horse hræið liggur ekki lengi það eru hrafnar og kannski tófan sem koma og hreinsa til eftir slysið... man fährt die ringstraße und hält an den tankstellen how about a touring guide of service stations of iceland? not michelin-stars en stikur fyrir gæði á frönskum kartöflum blönduós 3 stikur das ist die unterbrechung im rhythmus des autos auf der straße und manchmal kommt ein gitter brrrrmmm then you wake up again and he complains that you have missed the beauty of mývatn again ætlar þú ekki að sýna mér það nei þú sefur alltaf þegar við keyrum þar í gegn mývatn 0 stikur aber es muss ganz schön sein da

RT10 populus tremula akureyri 15.&16. maí kl. 14-17
maja siska www.skinnhufa.is


Helene Renard opnar sýninguna ENVELOPE í BOXinu, litla sýningarsal Myndlistarfélagsins

box1_04

 

UMSLAG, sýning Helene Renard verður opnuð laugardaginn 15. maí kl. 14.00 í BOXinu, litla sýningarsal Myndlistarfélagsins.

Sýningin opnar  15. maí og lýkur 6. júní. Hún er opin um helgar og Hvítasunnuhelgina frá kl.14.00 - 17.00.  Einnig opið fyrstu vikuna eftir opnun alla virka daga frá kl.16.00 - 18.00.  Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.


UMSLAG - ENVELOPE (Interior Space Enhancers)

Ferðin er hafin! Fyrsta boxið er komið til Jamaíka, New York. Box tvö lagði af stað í dag. Öðru efni sýningarinnar verður snotursamlega pakkað og ferðast með listamanninum, Helene Renard, með Icelandair, þriðjudaginn 11. maí.

Verkið snýst um hugtökin að brjóta saman/taka sundur og pakka niður/taka upp úr. Innstillingunni sem var sérstaklega gerð fyrir þetta rými, er ætlað að ýta undir þátttöku áhorfenda..

Einstakir hlutir í sýningunni sem eru gerðir úr felt og pappír, rannsaka það að brjóta saman og hlutverk þess í munstur- og kortagerð. Listamaðurinn kannar umbreytinguna úr tveimur víddum í þrjár og notar tækni úr ólíkum áttum, allt frá smíði til kortagerðar.

Eins og í fyrri verkum sínum, er innstillingu Helene ætlað að deila á  hugmyndina um list sem eitthvað til að horfa á en ekki snerta.  Áhorfandinn verður þáttakandi og notandi.  UMSLAG er hugleiðing um samband líkama og rýmis og  könnun á stærðum. Listaverk sem er ætlað að ferðast.

http://www.sabinedesignstudio.com/artwork.html

 

Gallerí Box, BOXið

Kaupvangstræti 

600 Akureyri

Opnun laugardaginn 15. maí kl 14.

15. maí - 6. júní 2010

 

ENVELOPE (Interior Space Enhancers)

The journey has begun! Box 1 has reached Jamaica, New York. Box 2 has departed today, and the rest of the assembly will be packed flat and travel with the artist, Helene Renard, via Icelandair on Tuesday, May 11th.

The conceptual focus of the work is Folding/Unfolding and Packing/Unpacking. The site-specific installation is meant to encourage engagement by the gallery visitor and participant.

Individual pieces, constructed of felt and paper, investigate the idea of the FOLD and its role in patternmaking and mapping. The artist explores transformations from 2 dimensions to 3 dimensional space, employing techniques used in different fields, from carpentry to cartography.

Printed images created using a monotype process introduce narrative and one type of scale to the work. Some of the pieces have been custom-made to fit into US Postal Service boxes. These containers, along with the pieces ferried by suitcase, carry with them the narrative of transport, of process, and of dialogue. This dynamic will change to display mode as pieces are placed in Gallery Box, a container of another scale.

As with her previous works, this installation is intended to challenge the art viewer’s notion of art as something to be looked at, but not touched. Here, the viewer becomes occupant, participant, and user. ENVELOPE provides invitations, directions, and other cues to encourage interaction with individual pieces. The work is a meditation on the relationship of the body to space, an exploration of scale, and of work that is tailored for travel.

For up-to-date images of work in progress, see:

http://www.sabinedesignstudio.com/artwork.html

 

 


Elizabeth Tubergen með opna gestavinnustofu Gilfélagsins

 

 

Gilfélagið kynnir:

Listamaður mánaðarins í gestavinnustofu Gilfélagsins er Elizabeth Tubergen frá Bandaríkjunum

Elizabeth verður með opna vinnustofu laugardaginn 13. febrúar kl. 15:00-17:00
Heimilisfangið er Kaupvangsstræti 23 (vestast við bílastæðið).


Hi! 

I made a little card with some information and images of my work. 

Best,

Elizabeth

--
What the water wants is hurricanes,
and sailboats to ride on its back.
What the water wants is sun kiss,

http://elizabethtubergen.blogspot.com


Jana Matejkova sýnir í Gestavinnustofu Gilfélagsins

 

You are welcome
to my exhibition
called

YET UNWRAPPED

Guest studio
in Kaupvangstraeti
AKUREYRI
Iceland

Saturday 12.12.
from 16:00 till 22:00 pm.

With regards,
Jana Matejkova


Tómas Bergmann sýnir í Populus Tremula

GRÆNLAND O.FL.
Tómas Bergmann
MYNDLISTARSÝNING
7.-8. nóvember 2009

Laugardaginn 7. nóvember kl. 14:00 mun Tómas Bergmann opna myndlistarsýninguna GRÆNLAND o.fl. í Populus Tremula.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 8. nóvember kl. 14:00 - 17:00


Varp Haraldar Jónssonar í Gallerí Víð8ttu601

img_0979.jpg


Laugardaginn 29. ágúst var verkið VARP eftir Harald Jónsson myndlistarmann
afhjúpað hjá Gallerí Víð8ttu601 í hólmanum í Leirutjörn á Akureyri.
Innsetningin sem unnin er í nánu samstarfi við aðstandendur
sýningarstaðarins vísar í margar áttir samtímis,verkið er í senn heimsendir
eða neyðarmerki yfir á íslenska meginlandi en er líka stækkunargler og
fylgja sem kom til þegar Drottningarbrautin,sem kennd er við dönsku krúnuna,
var lögð á sínum tíma og myndar leiðin þannig áþreifanlegan naflastreng út á
flugvöll og yfir til okkar fyrri nýlenduherra.
Haraldur Jónsson nam myndlist í Aix en Provence í Frakklandi, í
Myndlistaskólanum í Reykjavík, MHÍ, við Kunstakademíuna í Düsseldorf í
Þýskalandi og Institut des Hautes Etudes en Arts Plastiques í París,
Frakklandi. Verk hans eru í eigu helstu safna landsins og eru reglulega til
sýnis víðs vegar um heim.


Kreppa og kærleikur - Nýir Íslendingar í nýju landi á Akureyrarvöku

krig.gif

Listasumar í samstarfi við Norrænu upplýsingaskrifstofuna og Alþjóðahús hafa
tekið höndum saman um verkefnið "Kreppa og kærleikur". Varpað er ljósi á
hér búandi listamenn af erlendum uppruna og vakin athygli á því hvernig þeir
hafa auðgað samfélag okkar með sínum störfum á listræna sviðinu í námi og
leik.

Hugmyndin varð til þegar Norræna upplýsingaskrifstofan sóttist eftir að fá
hingað til lands sýningu, danska ljósmyndarans Henrik Saxgren "Krig og
kærlighed", Stríð og ást, en sýningin hefur hlotið mikið lof. Það kynnti
einnig undir hugmyndina að hér er starfandi Alþjóðastofa og að Listasumri
bauðst sýning þeirra Ásthildar Jónsdóttur og Ásthildar Kjartansdóttur
"Lífsmunstur - Líf í nýju landi", en sú sýning fjallar um það, að á bak við
hvert andlit er flókið munstur tilfinninga og upplifana og að alls staðar má
finna sameiginlega þræði.

Sýning Ásthildanna verður sett upp í Deiglunni, en sýning Henrik Saxgren í
sal Ketilhússins. Á sýningunni í Ketilhúsinu verður hægt að skoða sögur 40
einstaklinga og fjölskyldna og ástæður þeirra fyrir flutningi frá
heimalandinu, en Henrik Saxgren ferðaðist um Norðurlöndin í fjögur ár og
myndaði fulltrúa rúmlega hundrað þjóðarbrota.

Alþjóðahús hefur fengið myndlistarmennina George Hollanders, Joris Rademaker
og Véronique Anne Germaine Legros til að setja upp samsýninguna Af hverju er
ég hér? á svölum Ketilhússins og tónlistarmennina Thiago Trinsi, Valmar
Väljaots, Wolfgang Sahr, Kaldo og Margot Kiis, Heimir Ingimarsson og fleiri
til að sjá um tónlistina á opnun sýninganna í Ketilhúsinu og Deiglunni.

Þá munu nokkrir útvaldir nýbúar á Akureyri, bæði af innlendu og erlendu
bergi brotnir, svara spurningunni "Af hverju ert þú hér?". Það fer þannig
fram að hver og einn verður merktur sérstaklega og eiga gestir og gangandi á
sýningunum að geta spurt þá spjörunum úr um tilvist þeirra á Akureyri.



Kreppa og kærleikur er síðasti viðburður á Listasumri 2009 og markar lok
Listasumars og afmæli Akureyrarbæjar á Akureyrarvöku þann 29. ágúst.
Dagskráin stendur frá kl. 14 til 18 og eru nánari upplýsingar um
tímasetningar inn á heimasíðu Listasumars www.listagil.akureyri.is

Moira Tierney sýnir og fjallar um kvikmyndir sínar í Verksmiðjunni á Hjalteyri

still.jpg

Laugardaginn 22 ágúst  kl. 20 :00 mun írska kvikmyndagerðarkonan Moira Tierney sýna og fjalla um kvikmyndir sínar í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Moira Tierney stundaði nám í Dublin og París en fluttist að því loknu til New York þar sem hún starfaði með Jonas Mekas við Anthology Film Archives. Hún er stofnfélagi í SOLUS collective  fyrir tilraunakvikmyndir sem hefur bækistöðvar sínar í Dublin og er þáttakandi í væntanlegri sýningarferð þeirra um Írland, Egyptaland, Túnis og Mauretaniu á haustdögum 2009.

Kvikmyndir Moiru Tierney eru fyrst og fremst teknar á Super-8mm og 16mm filmur; þær eru mannlýsingar úr þéttbýlinu og viðfangsefnin jafn fjölbreytt sem  samfélag Förufólks á Írlandi til Haítískra aðgerðarsinna í New York til Snáka og Magadansara til Franskra sirkusa til Rússneskra  sundkappa til veggmynda í Bronx til Max Roach og Cecil Taylor « in the house »…….. í Verksmiðjunni mun Moira segja frá og sýna úrval stuttmynda frá síðustu tíu árum, viðburðinn nefnir hún strandsiglingu.
www.moiratierney.net
www.soluscollective.org

Í Verksmiðjunni á Hjalteyri stendur nú ennþá yfir sýningin Kvörn sem er samsýning stofnenda Verksmiðjunnar. Sýningin er opinn um helgar frá 14:00 til 17:00, einnig er hægt að komast að samkomulagi um að fá að sjá hana utan sýningartíma. Laugardagurinn 22 ágúst er lokadagur sýningarinnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband