Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Maj Hasager sýnir í Populus Tremula

MAJ HASAGER
myndlistarsýning
22.-23. ágúst 2009


Laugardaginn 22. ágúst kl. 13:00 opnar listakonan Maj Hasager sýninguna HABITATION // ANTICIPATION í Populus Tremula. Þar sýnir hún á tveimur skjáum ljósmyndir og texta frá Vesturbakkanum í Palestínu verkið To Whom it May Concern, nokkurs konar ferðadagbók um breytingar á svæðinu undir hernámi Ísraela. Hasager sýnir einnig 21 verk sem hún hefur unnið á pappír meðan á dvöl hennar á Akureyri stendur.

Maj Hasager er dönsk listakona sem dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri í ágúst. Maj, sem er fædd 1977, hefur stundað list- og ljósmyndanám í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi og hlaut MFA gráðu frá Listaháskólanum í Malmö 2008. Hún hefur haldið sýningar og tekið þátt í samsýningum víða um heim á undanförnum árum.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 23. ágúst kl. 13:00 - 17:00. Aðeins þessi eina helgi.


Sébastien Montéro og Steven Le Priol opna sýningu í GalleriBOX



FYRIRHEITNA LANDIÐ

Laugardaginn 8 ágúst kl.14.00 opna Sébastien Montéro og Steven Le Priol sýningu í GalleriBOX, Kaupvangsstræti 10, Akureyri.

Tveir strákar með storminn í fangið þar af einn út á sjó…

Hvað getur dregið tvo Fransmenn til fyrirheitna landsins hvers landslag er annálað, þegar þeir leita einskis nema ástarinnar eða ef ekki vill betur til byltingarinnar ? 
Boð frá tveimur kunningjum sem hér eiga heima um að búa til list…
Listin er þeim kostum búin að að lofa hverju sem er en ná síðan samkomulagi fyrir tilstuðlan jafngildis : tilfinningunni fyrir landslaginu og uppreisn eldfjallsins.

Listin er þegar við höfum ekkert betra að gera...

Sébastien Montéro og Steven Le Priol eru báðir starfandi listamenn í París. Sýningin sem ber heitið Fyrirheitna landið stendur til og með 23 ágúst . Hún er opin laugardaga og sunnudaga  milli  kl.14-17.


                                      TERRE PROMISE

Deux garçons dans le vent dont un a la mer…

Qu est ce qui peut amener deux français sur la terre promise du paysage chronique quand eux ne cherchent que l amour ou a défaut la révolution ? Une invitation a faire de l art par deux amis qui vivent ici…
L art a cet avantage de promettre n importe quoi puis de résoudre la négociation a coups d équivalences : le sentiment du paysage et l insurrection des volcans…

L art c est quand nous n avons rien de mieux a faire…


Sýning Hlyns Hallssonar í Gallerí Víð8ttu601 sett upp aftur og framlengd

esb_hlynur.jpg

Gallerí Víð8tta601

Hlynur Hallsson

Landnám - Ansiedlung - Settlement

16.05. - 23.08. 2009

Verkið sem Hlynur Hallsson setti upp í Gallerí Víð8ttu hefur verið stolið í tvígang en vegna þrjósku listamannsins og sýningarstjóranna hefur það verið sett upp í þriðja skipti og sýningin verið framlengd um mánuð.

Litla Skerið í Tjörninni sem myndaðist þegar Drottningarbraut var lögð árið nítjánhundruð sjötíu og eitthvað er ónumið land. Tunglið var það einnig einu sinni og Norðurpóllinn og Suðurpóllinn líka. Hver verður fyrstur til að stíga á þetta Sker litið persónulegt skref en um leið stórt skref fyrir mannkynið? Ekki Bandaríki Norður Ameríku heldur auðvitað Evrópusambandið. Hið nýja heimsveldi er mætt á staðinn. Þar hefur verið settur upp fáni ESB, sannkallaður landnemafáni.

Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur verið iðinn við að setja upp sýningar og síðastliðið haust setti hann upp nokkurskonar yfirlitssýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu og í A-sal Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur ásamt verslunum, veitingastöðum og þjónustufyrirtækjum í Miðborginni setti hann upp verkið ÚT/INN.
Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997, verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2006. Hann hefur hlotið starfslaun myndlistarmanna og var bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005. Hlynur vinnur með aðstæður, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburðir eins og sundferðir, snjóhúsbygging eða verslunarleiðangur geta verið efniviður í verkum hans en einnig landmæri, samskipti fólks og viðhorf okkar. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni www.hallsson.de

Anna Bryndís Sigurðardóttir og Þorsteinn Gíslason hafa starfrækt Gallerí Víð8ttu601 frá árinu 2007. Sýningarnar í Hólmanum í tjörninni í Innbænum á Akureyri munu halda áfram fram á næsta ár og þá taka aðrir sýningarstaðir við.

Sýningin hjá Gallerí Víð8ttu601 hefur verið framlengd til 23. ágúst 2009 og vonandi fær fáninn að vera í friði svo lengi. Nánari upplýsingar um Gallerí Við8ttu601 veita Anna Bryndís Sigurðardóttir og Þorsteinn Gíslason í 435 0033 eða 8461314 og í tölvupósti: vid8tta(hjá)simnet.is
Nánari upplýsingar um verkið veitir Hlynur í síma 6594744 og í tölvupósti: hlynur(hjá)gmx.net


Þrjár nýjar sýningar opnaðar í Safnasafninu á sunnudag

SAFNASAFNIÐ - ALÞÝÐULIST ÍSLANDS

Safnasafnið á Svalbarðsströnd í Eyjafirði kynnir þrjár nýjar sýningar á Íslenska safnadeginum 12. júlí. Í  Austursal er sýning á verkum í eigu Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings frá Burkina Faso, Benin, Ghana, Kamerún, Kongó, Mósambik, Nígeríu, Suður Afríku, Tansaníu og Togo. Í bókastofu eru keramikbollar eftir Elísabetu Haraldsdóttur á Hvanneyri, og í Langasal samstarfsverkefnið Birtingarmynd-Ímynd-Sjálfsmynd III, með fuglahræðum eftir Sigurlínu Jóhönnu Jóhannesdóttur á Kópaskeri og tískuteikningum eftir grunnskólabörnin á Raufarhöfn undir leiðsögn Þóru Soffíu Gylfadóttur, sú sýning er styrkt af Menningarráði Eyþings og Rarik. í safninu eru að auki 12 sýningar, bæði úti og inni, og standa þær allar til 6. september
Á Íslenska safnadeginum er frítt inn í Safnasafnið, en aðra daga er 500 kr. inngangseyrir, frítt fyrir börn innan fermingar, og opið daglega frá kl. 10.00-18.00. Nánari upplýsingar á safnasafnid.is og safngeymsla@simnet.is


MAJA WOLA listamaður júnímánaðar

ic.m-ob2

MAJA WOLA frá Póllandi er listamaður júnímánaðar í gestavinnustofu
Gilfélagsins á Akureyri.


Áhugasamir geta fræðst nánar um listakonuna á heimasíðu
gestavinnustofunnar: http://artistsstudio.blogspot.com


Vídeóhátíð í GalleríBOXi

box_868822.jpg

Laugardaginn þann 27. júní kl. 14:00 mun GalleriBOX opna Vídeóhátíð
fyrir gesti og gangandi. Verkin koma víða að, þ.á.m frá Finnlandi og Bretlandi.

Skapti Runólfsson

Eva Dagbjört Óladóttir

Björg Eiríksdóttir

Morgane Parma

Bjarke Stenbæk Kristensen

Emmi Kalinen

Hekla Björt Helgadóttir

Sigrún Lýðsdóttir

Unu Björk Sigurðardóttir

Steinn Kristjánsson

Sigurlín M. Grétarsdóttir

 

Hátíðin stendur yfir þessa einu helgi, 27. júní - 28. júní, kl. 14:00 - 17:00.

Léttar veitingar í boði.

Vídeóhátíðin er styrkt af Ljósgjafanum, Fjölsmiðjunni og Menntasmiðjunni.

Myndlistarfélagið, GalleriBOX, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri.

galleribox.blogspot.com

myndbrot.jpg


List í opinberu rými, Norræna húsinu 15. maí

129b321de8a787df

Á fundinum býðst kjörið tækifæri að kynnast starfsemi Listskreytinga sjóða: Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Íslands.
Norrænn fundur um list í opinberu rými við breyttar aðstæður býður gestum að koma á opna dagskrá fundarins í Norræna húsinu, föstudaginn 15. maí 2009.

Á fundinum munu fulltrúar listskreytingasjóða Íslands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar kynna starfsemi sinna sjóða.


09:00 - 09:30    Kynning frá fulltrúum Íslands
09:30 - 09:40    Spurningar

09:40 - 10:10    Kynning frá fulltrúum Noregs
10:10 - 10:20    Spurningar

10:20 - 10:40    Kaffihlé

10:40 - 11:10    Kynning frá fulltrúum Svíþjóðar
11:10 - 11:20    Spurningar

11:20 - 11:50    Kynning frá fulltrúum Danmerkur
11:50 - 12:00    Spurningar

12:00 - 12:30    Almennar umræður



Fundarstjóri er Sveinbjörn Hjálmarsson, formaður Listskreytingasjóðs ríkisins.



Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri
í síma 551 1346 / sim@simnet.is


Hrund Jóhannesdóttir

Listskreytingasjóður ríkisins
Hafnarstræti 16
IS - 101 Reykjavík
tel: +354 5511346
netfang: sim@sim.is
www.listskreytingasjodur.is

Hlynur Hallsson sýnir hjá Gallerí Víð8ttu601 á Akureyri

hlynuresb.jpg


Gallerí Víð8tta601

Hlynur Hallsson

Landnám - Ansiedlung - Settlement

16.05. - 15.07. 2009


Hlynur Hallsson opnar sýninguna „Landnám - Ansiedlung - Settlement“ hjá Gallerí Víð8ttu601 laugardaginn 16. maí. klukkan 15.

Litla Skerið í Tjörninni sem myndaðist þegar Drottningarbraut var lögð árið nítjánhundruð sjötíu og eitthvað er ónumið land. Tunglið var það einnig einu sinni og Norðurpóllinn og Suðurpóllinn líka. Hver verður fyrstur til að stíga á þetta Sker litið persónulegt skref en um leið stórt skref fyrir mannkynið? Ekki Bandaríki Norður Ameríku heldur auðvitað Evrópusambandið. Hið nýja heimsveldi er mætt á staðinn. Þar verður settur upp fáni ESB, sannkallaður landnemafáni.

Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur verið iðinn við að setja upp sýningar og síðastliðið haust setti hann upp nokkurskonar yfirlitssýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu og í A-sal Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur ásamt verslunum, veitingastöðum og þjónustufyrirtækjum í Miðborginni setti hann upp verkið ÚT/INN.
Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997, verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2006. Hann hefur hlotið starfslaun myndlistarmanna og var bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005. Hlynur vinnur með aðstæður, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburðir eins og sundferðir, snjóhúsbygging eða verslunarleiðangur geta verið efniviður í verkum hans en einnig landmæri, samskipti fólks og viðhorf okkar. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni www.hallsson.de

Anna Bryndís Sigurðardóttir og Þorsteinn Gíslason hafa starfrækt Gallerí Víð8ttu601 frá árinu 2007. Sýningarnar í Hólmanum í tjörninni í Innbænum á Akureyri munu halda áfram fram á næsta ár og þá taka aðrir sýningarstaðir við.
Sýningin hjá Gallerí Víð8ttu601 stendur til 15. júlí 2009. Nánari upplýsingar um Gallerí Við8ttu601 veita Anna Bryndís Sigurðardóttir  og Þorsteinn Gíslason í 435 0033  eða 8461314 og í tölvupósti: vid8tta(hjá)simnet.is
Nánari upplýsingar um verkið veitir Hlynur í síma 6594744 og í tölvupósti: hlynur(hjá)gmx.net


Samsýning 12 listamanna frá Íslandi og Noregi opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum

egs0

Kaldar strendur – heitir straumar
 
Kaldar strendur  - heitir straumar er nafn á samsýningu 12 listamanna frá Íslandi og Noregi. Sýningin var sett upp á þremur stöðum í Norður Noregi á sl. ári og verður opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 17. janúar.
 
Hugmyndin að sýningunni kviknaði í  samstarfi listamanna á vegum menningarráðanna á  Austurlandi og í Vesterålen. Í nokkur ár hafa listamenn frá Austurlandi annars vegar og  Vesterålen  hins vegar skipst á að heimsækja hvern annan. Ferðalögin yfir hafið eru kveikjan að sýningunni sem listamennirnir eiga sjálfir frumkvæði að.
Listamennirnir sem sýna eru:  Agnieszka Sosnowska, Svandís Egilsdóttir, Aino Grib, Oili Puolitaival, Ingrid Larssen, Ove Aalo, Íris Lind Sævarsdóttir, Ólöf Björk Bragadóttir, Myriam Borst, Kristín Scheving, Ingunn Reinsnes og Siv Johansen.

Kaldar strendur – heitir straumar vísar í fjarlægðina sem landfræðilega skilur þessa listamenn að og samtímis þá strauma sem liggja á milli þeirra og sameina þá hér í listinni.  Straumar og samstarf listamannanna sem hefur styrkst og þroskast í gegn um listina.
 
Sýning hóf ferðalag sitt í Gallerí Apotheket í Stokmarknes í Norður Noregi  12. september síðast liðinn og síðan var hún sett upp í Gallerí Hildreland í Bø. Í nóvember opnaði sýningin svo í Harstad Kunstforening.
 
Sýningin "Heitir straumar - kaldar strendur" opnar nú í Sláturhúsinu/Menningarhúsi Egilsstöðum,  laugardaginn 17. janúar klukkan 17:00.
 
Styrktaraðilar sýningarinnar eru; Menningarráð Austurlands og Vesterålen, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, og Þjóðhátíðargjöf Norðmanna Forsætisráðuneytinu, Sláturhúsið Menningarsetur ehf.
 
Sýningin er mjög fjölbreytt og býður upp á málverk, textílverk, ljósmyndir og vídeóverk.
 
Sýning verður opin daglega frá 14 - 18 og um helgar frá 14 -18.  Henni lýkur 8. febrúar.
 
Allir velkomnir

Mynd af Egilsstöðum: Skarphéðinn G. Þórisson.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband