Færsluflokkur: Bækur
26.3.2009 | 22:12
Hallmundur Kristinsson sýnir í Populus tremula
Laugardaginn 28. mars kl. 14:00 mun Hallmundur Kristinsson opna myndlistarsýninguna GAMALT & NÝTT Í Populus Tremula.
Þar sýnir Hallmundur myndverk af ýmsum toga, unnin með mismunandi aðferðum á löngu tímabili, eða allt frá 1973 og fram á þennan dag.
Einnig kynnir Hallmundur nýtt kver með 60 kreppuvísum.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 29. mars kl. 14:00 - 17:00. Aðeins þessi eina helgi.
Bókatitlar úr útgáfu Populus Tremula verða til sölu á meðan opnun sýningarinnar stendur.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 13:35
JORIS RADEMAKER sýnir í Populus tremula
JORIS RADEMAKER í Populus tremula 14.-15. mars
MYNDLISTARSÝNING OG BÓK
Laugardaginn 14. mars kl. 14:00 mun Joris Rademaker opna myndlistarsýningu í Populus Tremula á Akureyri. Sýnd verða ný spaghettí/sprey-verk á pappír.
Jafnframt gefur Populus tremula út bókina SAM-SPIL með hugleiðingum Jorisar um samspil orðs og línuteikningar.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 15. mars frá 14:00-17:00
Aðeins þessi eina helgi.
Populus vill einnig minna á að áður útgefnar bækur menningarsmiðjunnar eru til sölu í rýminu þegar opið er.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 09:20
GUÐMUNDUR ÁRMANN SÝNIR Í POPULUS TREMULA

Laugardaginn 28. febrúar kl. 14:00 mun Guðmundur Ármann opna myndlistarsýninguna ÍMYNDIR í Populus Tremula. Verkin á sýningunni, sem öll eru akvarellur, eru ný af nálinni, máluð á þessu ári. Guðmund Ármann þarf vart að kynna enda löngu landskunnur myndlistarmaður. Á síðasta ári kom út vönduð bók um Guðmund og myndlist hans.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 1. mars frá 14:00-17:00 | Aðeins þessi eina helgi.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 22:17
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir í Boekie Woekie í Amsterdam
Boekie Woekie invites you to be present at the opening of an exhibition of sheep head sculptures, a video and drawings by Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
Please join us for this occasion around 4pm on Saturday, January 24th, 2009!
If you cant make it for the opening, the exhibition will be up till February 18th.
Réttardagur
For some time I have been preparing exhibitions or happenings with the title Réttardagur.
Réttardagur is the magical day in smaller Icelandic communities when sheep are gathered from the mountains. It marks the completion of a circle and the beginning of a new chapter.
I intend to display variations of this theme in 50 exhibitions to celebrate my fiftieth birthday in five years time with hundreds of sculptures of sheep, horses, dogs, farmers and bystanders during the next five years.
Societys various forms have always been my subject. Two-dimensional at first, my works became three-dimensional in recent years. I have often invited people to participate in my exhibitions. Lecturers, musicians, children, actors, poets and other artists. I like it when something unexpected is added to my work.
In Boekie Woekie I exhibit a few sheep head sculptures, a video and drawings. All in the spirit of the tradition of the month of þorri which is now and when we Icelanders eat smoked and sour lamb meat.
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Find more information at http://www.freyjulundur.is.
Aðalheiður has before exhibited in Boekie Woekie in 2002.
Boekie Woekie, books by artists
Berenstraat 16
NL 1016 GH Amsterdam
The Netherlands
open daily from 12 to 6
phone + fax: + 31 (0)20 6390507
email: boewoe@xs4all.nl
internet catalogue: www.boekiewoekie.com
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 22:34
Margrét Jónsdóttir opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri
Laugardaginn 17. janúar kl. 15 opnar sýning á verkum leirlistakonunnar Margrétar Jónsdóttur í Listasafninu á Akureyri. Margrét (f. 1961) hefur unnið að listsköpun sinni á Akureyri síðan 1985, en hún lærði leirlist í Danmörku við Listiðnaðarskólann í Kolding frá 1980-1984. Árið 1992 hlaut Margrét styrk til námsdvalar við Haystack School of Arts and Crafts í Bandaríkjunum þar sem hún lagði stund á flísagerð. Árið eftir var hún valin bæjarlistamaður Akureyrar og sótti á þeim tíma mósaíknámskeið í Ravenna á Ítalíu. Margrét vinnur jöfnum höndum að gerð nytjahluta, stærri listmuna og listskreytinga. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði heima og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar. Hvítir Skuggar í Listasafninu á Akureyri er stærsta einkasýning hennar fram til þessa.
Margrét settist að í heimabæ sínum, Akureyri, og gerðist þar brautryðjandi á sínu sviði. Fyrst í stað stundaði hún lágbrennslur á jarðleir í gömlum ofni sem hún hafði með sér frá Danmörku; m.a. var hún meðal fyrstu leirlistarmanna hér á landi til að stunda rakú-brennslu. Í árslok 1986 hafði Margrét komið sér upp stórum hábrennslu rafmagnsofn, sem gerði henni kleift að vinna með steinleir og postulín.
Margrét hefur gert ótal tilraunir með samspil leirs og annarra efna, svo sem steinsteypu, kopars, silfurs og mósaíks. Á ferli sínum hefur hún komið sér upp persónulegum og afar þokkafullum skreytistíl, m.a. með gyllingum, en á tímabili urðu þær eins konar aðalsmerki hennar sem leirlistarmanns. Margrét hefur einnig komið að rýmis- og umhverfismótun með gerð gólf- og veggflísa, handlauga og skírnarsáa fyrir kirkjur. Áhrifa hennar gætir því víðar en á Akureyri, jafnt í umhverfinu sem annarri leirlist.
Margrét sker sig frá þeirri tilhneigingu að draga girðingar milli lífs og listar. Hún blygðast sín ekki fyrir að sýna einlægni og hlýju, sem virðist eitur í augum þeirra sem sigra vilja heiminn. Og það sem meira er, hún deilir ástfóstrum sínum með fólki á þann hátt að notkun og áhorf fellur saman í eina sæng. Sýning Margrétar gefur út vissa yfirlýsingu til listheimsins sem löngum hefur haft tilhneigingu til að taka sig of alvarlega. Verk hennar hampa þeim eiginleikum sem samtímalistin lítur vanalega hornauga nema þeir séu umvafðir afsakandi kaldhæðni. Margrét gerir út á mýkt, kímnigáfu og tilfinningasemi án nokkurs háðs. Hún skapar verk sín af einlægni og minnir um leið hæversklega á, að það er aldrei til of mikil fegurð í heiminum.
Í tilefni af sýningunni hefur Listasafnið á Akureyri gefið út glæsilega 176 síðna bók um listakonuna með greinum eftir Hannes Sigurðsson, Shaunu Laurel Jones, Aðalstein Ingólfsson og Sigurð Örn Guðbjörnsson. Inn fjárfesting styrkir útgáfuna. Bókin fæst í Listasafninu.
Sýningin stendur til 9. mars. Ókeypis er í Listasafnið á Akureyri. Nánari upplýsingar veitir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður, í síma 461-2610. Netfang: hannes@art.is
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2008 | 13:56
Emma Agneta opnar myndlistarsýningu í Populus Tremula
MIKIÐ UMLEIKIS Í POPULUS TREMULA 5.-7. DESEMBER!
ÉG TRÚI Á TRÉ
Emma Agneta Björgvinsdóttir
MYNDLISTARSÝNING
Laugardaginn 6. desember kl. 14:00 mun Emma Agneta Björgvinsdóttir opna
myndlistarsýningu í Populus Tremula.
Sýningin ber yfirskriftina *ÉG TRÚI Á TRÉ* og er lokaverkefni Emmu af
myndlistarkjörsviði Listnámsbrautar VMA. Emma sýnir stórar trésristur í
expressioniskum stíl.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 7. desember frá 14:00-17:00. Aðeins
þessi eina helgi.
---
*FÓSTURVÍSUR*
*Gréta Kristín Ómarsdóttir*
*BÓKMENNTAKVÖLD OG BÓKARÚTGÁFA*
Föstudaginn 5. desember kl. 20:30 verður haldið bókmenntakvöld í Populus
tremula.
Þar mun Gréta Kristín Ómarsdóttir lesa úr bók sinni, *FÓSTURVÍSUR*, sem
kemur út á vegum Populus tremula við þetta tækifæri.
FÓSTURVÍSUR er fyrsta ljóðabók Grétu gefin út í 100 tölusettum og árituðum
eintökum og fæst á staðnum gegn vægu gjaldi eins og aðrar bækur og
hljómplata útgáfunnar.
Húsið verður opnað kl. 20:00. Aðgangur ókeypis Malpokar leyfðir
*BEATE- OG HELGABÚÐ*
*Beate Stormo og Helgi Þórsson*
*JÓLABÚÐ UM HELGAR Í DESEMBER*
Beate og Helgi verða niðursetningar mánaðarins í Populus tremula í desember.
Þar verða þau með allan sinn varning til sölu allt meira og minna
heimagert. Kjólar, slár, bækur, sokkar, plötur, hálsfestar, giðlur, trommur,
málverk og eldsmíðað járn svo dæmi séu tekin.
Opið verður um helgarnar 6. og 7. des. og 13. og 14. des. og svo 20.-23.
des. kl. 13:00-18:00.
Frá 13. desember verða Kristnesk jólatré og greinar til sölu.
Af öryggisástæðum taka þau þau Helgi og Beate engin kort (nema jólakort).
Beate og Helgi munu deila Populus tremula með öðrum listamönnum eftir
aðstæðum.
Bækur | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2008 | 13:42
Sjónauki, tímarit um myndlist, 3. tölublað komið út
Út er komið þriðja tölublað Sjónauka tímarits um myndlist. Tölublaðið ber titillinn Gildi / Value og hefur að geyma greinar, viðtöl og verk listamanna á íslensku og ensku. Listamaður blaðsins að þessu sinni er Ásmundur Ásmundsson og fylgir verk eftir hann með blaðinu; Mega Mix The Soundtrack of Our Lives, þar sem Ásmundur syngur af innlifun. Þeir Markús Þór Andrésson og Valur Brynjar Antonsson skrifa ítarlega texta um verk Ásmundar.
Meðal annars efnis er texti Walter Benjamin Kapítalismi sem trúarbrögð frá árinu 1921 í þýðingu Benedikts Hjartarsonar og Gauti Sigþórsson skrifar um reynslulist og miðlun hrifa í samtímanum. Viðtöl eru m.a. við Níels Hafstein í Safnasafninu á Svalbarðsströnd sem segir frá starfi sínu og kenningum og við Mariu Lind sýningarstjóra í New York.
Að þessu sinni er tímaritið prentað í svart hvítu.
Útgefandi er Friðrika
Upplýsingar gefa:
Karlotta Blöndal s. 8465042
Anna Júlía s. 6914139
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2008 | 10:44
Kristján Pétur Sigurðsson opnar sýningu og gefur út bókina TÓNFRÆÐI FYRIR BYRJENDUR, LENGRA KOMNA OG ALKOMNA
Laugardaginn 29. nóvember kl. 14, mun Kristján Pétur Sigurðsson opna myndlistasýningu í Populus Tremula á Akureyri.
Sýningin ber yfirskriftina TÓNFRÆÐI FYRIR ALKOMNA og samanstendur af tré-og dúkþrykkum þar sem leikið er á, við og með nokkur tákn klassískrar tónfræði.
Sama dag gefur Populus Tremula út bók Kristjáns Péturs TÓNFRÆÐI FYRIR BYRJENDUR, LENGRA KOMNA OG ALKOMNA .
Við opnun sýningarinnar mun Haraldur Davíðsson flytja nokkur tóndæmi.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 20. nóvember frá 14-17.
Ath. aðeins þessi eina sýningarhelgi.
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 07:54
Áskriftartilboð Sjónauka, þriðja heftið að koma út
Í þessu þriðja hefti Sjónauka sem ber heitið Gildi / Value er áhersla
lögð á umhverfi og hagkerfi myndlistarinnar. Listamaður blaðsins
er Ásmundur Ásmundsson sem einnig gerir fjölfeldi fyrir blaðið.
Meðal þeirra er skrifa greinar eru Markús Þór Andrésson, Valur
Brynjar Antonsson og Gauti Sigþórsson. Greinin Capitalism
as Religion eftir Walter Benjamin birtist í fyrsta sinn á íslensku
í þýðingu Benedikts Hjartarsonar. Viðtöl að þessu sinni eru við
Mariu Lind sýningarstjóra, Fiu Bäckström listamann og Níels Hafstein
forstöðumann Safnasafnsins. Hlynur Hallsson gerir nýtt verk
og Eygló Harðardóttir myndlistarmaður greinir frá áhrifavöldum
sínum. Póstkort frá New York um listalíf borgarinnar og umfjallanir
um sýningar m.a. um nýafstaðna Manifesta hátíðina á Ítalíu sem
nokkrir íslenskir myndlistarmenn tóku þátt í og sýningar í tengslum
við Listahátíð í Reykjavík.Áskriftartilboð
Sjónauki nr. 3 I nóvember 2008
Vakin er athygli á gjafverði á Sjónauka í áskrift. Til að gerast áskrifandi sendið upplýsingar um nafn, k.t. og heimilisfang á: askrift@sjonauki.is
Áskriftarverð er 1500 kr. fyrir eintakið út 2008
Nýir áskrifendur fá eintök af eldri
tölublöðum - Stofnun og Ljóðrænu
Friðrika ehf. / Po Box 338, 121 Reykjavík / info@sjonauki.is / www.sjonauki.is
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2008 | 09:52
LJÓÐAHÁTÍÐ NÝHILS OG MYNDIR & KVÆÐI Í POPULUS TREMULA
FYRSTA ÞJÓÐLEGA LJÓÐAHÁTÍÐ NÝHILS | 24. okt.
Föstudaginn 24. októberklukkan 21:00 fer fyrsta þjóðlega ljóðahátíð Nýhils fram í Populus tremula. Fram koma skáldin: Arngrímur Vídalín, Gunnar Már Gunnarsson, Gréta Kristín Ómarsdóttir, Haukur Már Helgason, Jón Örn Loðmjörð, Kristín Svava Tómasdóttir og Richard Vaughn.
Flest skáldanna komu fram á Fjórðu alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils sem haldin var 22.-24. ágúst í Norræna húsinu. Mörg þeirra hafa nú þegar gefið út verk sín hjá Nýhil eða Populus tremula en útgáfa á verkum annarra er í burðarliðnum. Menningarráð Eyþings gerði aðstandendum kleift að halda hátíðina.
Húsið verður opnað kl. 20:00 Aðgangur ókeypis Malpokar leyfðir Bækur til sölu
******************************
MYNDIR & KVÆÐI
ljósmyndasýning og ljóðabók
AÐALSTEINN SVANUR SIGFÚSSON
Laugardaginn 25. október kl. 14:00 verður opnuð ljósmyndasýning í Populus tremula. Þar sýnir Aðalsteinn Svanur Sigfússon stórar bleksprautuprentaðar ljósmyndir frá Aðalvík á Hornströndum þar sem náttúran ríkir ein.
Jafnframt kemur út hjá Populus tremula bókin KVÆÐI með ljóðum Aðalsteins þar sem hann sækir yrkisefni til Aðalvíkur og nágrennis.
Aðalsteinn Svanur hefur haldið á þriðja tug einkasýninga síðasta aldarfjórðunginn og gefið út tvær ljóðabækur.
Einnig opið sunnudaginn 26. október kl. 14:00-17:00.
http://poptrem.blogspot.com
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)