Færsluflokkur: Bækur
4.3.2014 | 10:23
Hlynur Hallsson sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði
HLYNUR HALLSSON
ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU
8. mars - 6. apríl 2014
Opnun laugardaginn 8. mars kl. 14-17
Alþýðuhúsið á Siglufirði
Kompan, Þormóðsgötu 13, 580 Siglufirði
Hlynur Hallsson opnar sýninguna ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði laugardaginn 8. mars kl. 14-17. Hlynur sýnir nokkur alþýðleg spreyverk sérstaklega gerð fyrir Alþýðuhúsið og alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er einmitt þann 8. mars.
Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur verið nokkuð iðinn við að setja upp sýningar og hann tók þátt í samsýningum í firstlines gallery og Halle50 í München á síðasta ári og síðasta einkasýning hans var Sýning - Ausstellung - Exhibition í Kartöflugeymslunni í Listagilinu á Akureyri. Hlynur gaf út bókina MYNDIR - BILDER - PICTURES árið 2011 með 33 ljósmynda- textaverkum. Hann hefur einnig verið sýningarstjóri fjölda sýninga eins og TEXT sem sett var upp hjá Kuckei+Kuckei í Berlín haustið 2011. Hann var einnig meðal stofnenda Verksmiðjunnar á Hjalteyri þar sem settar hafa verið upp sýningar undanfarin sex ár. Hlynur er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og myndlistarmaður og einnig listrænn ráðgjafi hjá Flóru á Akureyri.
Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997, verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2006. Hann hefur nokkrum sinnum hlotið starfslaun myndlistarmanna og var bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005. Hlynur vinnur með aðstæður, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Að þessu sinn sýnir Hlynur ný spreyverk gerð fyrir Alþýðuhúsið á Siglufirði auk bókverks sem sýningargestir geta tekið þátt í að skapa. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimasíðunni hallsson.de og einnig á bloggsíðunni hlynur.is
Myndlistarkonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir hefur skipulagt fjölmargar myndlistarsýningar og viðburði í Alþýðuhúsinu frá því hún keypti húsið og gerði það upp fyrir nokkrum árum.
Sýningin stendur til 6. apríl 2014 er opin kl. 14-17 daglega, eftir samkomulagi við Aðalheiði í síma 865 5091, eða þegar skilti er úti.
Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Hlynur í síma 659 4744.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2014 | 16:43
Sýningarlok á laugardaginn hjá Jóni Laxdal í Flóru
Jón Laxdal
Blaðsíður
16. nóvember 2013 - 11. janúar 2014
Sýningarlok laugardaginn 11. janúar
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1387836291459094
Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýninguna Blaðsíður sem myndlistarmaðurinn Jón Laxdal Halldórsson hefur sett upp í Flóru á Akureyri. Sýningunni lýkur laugardaginn 11. janúar 2014.
Á sýningunni gefur að líta fjölda nýrra verka eftir listamanninn, bakkar á borði, lágmynd og fuglahús. Auk þess eru til sýnis á skjá 189 verk unnin úr Sunnudagsblaði Tímans en þau má einnig sjá á þessari slóð: http://freyjulundur.is/jonlaxdal
Jón hefur lengi verið virkur í menningarlífinu á Akureyri. Hann átti hlut að rekstri Rauða hússins og var í hópi þeirra sem hófu Listagilið á Akureyri til vegs og virðingar. Jón kom eftir krókaleiðum inn í myndlistina. Hann nam heimspeki við HÍ og hefur látið að sér kveða í skáldskap með útgáfu nokkurra ljóðabóka.
Jón hefur haldið á þriðja tug einkasýninga ásamt þátttöku í fjölda sýninga bæði heima og erlendis. Verk eftir hann eru í eigu safna og safnara víða um heim.
Upplýsingar um Jón Laxdal og verk hans má finna á heimasíðunni http://www.freyjulundur.is
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga kl. 12-18 og þriðjudaga til laugardaga kl. 12-16.
Næstu sýningar í Flóru verða með Helgu Sigríði Valdemarsdóttur sem opnar 22. febrúar og Kristínu G. Gunnlaugsdóttur sem opnar 14. júní.
Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2013 | 11:06
Opnar vinnustofur í Flóru, laugardaginn 30. nóvember
Vegna síendurtekinna fyrirspurna opna listamenn og hönnuðir í Flóru vinnustofur sínar næstkomandi laugardag 30. nóvember kl. 12-16. Fólki gefst þá loksins tækifæri til að ganga um neðri hæðir hússins í Hafnarstræti 90, forvitnast, skoða, spá, spekúlera, ræða málin, fá sér kaffi og meðþví og hitta annað skemmtilegt fólk.
Hér veitist innsýn inn í það sem listamenn og hönnuðir hússins eru að vinna að, betra tóm gefst til að skoða og fólki býðst að kaupa beint af viðkomandi ef þess er óskað. Þau sem verða með opið eru María Dýrfjörð í http://mariacreativestudio.com, Inga Björk í https://www.facebook.com/IngaBjorkMyndlist, Hlynur Hallsson http://hallsson.de, Kristín Þóra Kjartansdóttir, félagsfræði og textíll http://floraflora.is og ef til vill fleiri.
Auk þess er sýning Blaðsíður eftir Jón Laxdal Halldórsson opin og hægt að sjá 202 verk eftir hann og á þessari slóð er einnig hægt að sjá 189 verkanna: http://freyjulundur.is/jonlaxdal
Aðgangur er ókeypis, verið öll velkomin.
https://www.facebook.com/events/597313320322758
flóra, hafnarstræti 90, 600 akureyri, 6610168, floraflora.is
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2013 | 10:56
Jón Laxdal Halldórsson sýnir ný verk í Flóru
Jón Laxdal
Blaðsíður
16. nóvember 2013 - 18. janúar 2014
Opnun laugardaginn 16. nóvember kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1387836291459094
Laugardaginn 16. nóvember kl. 14, á degi íslenskar tungu opnar myndlistarmaðurinn Jón Laxdal Halldórsson sýningu með nýjum verkum í Flóru á Akureyri. Sýningin ber titilinn "Blaðsíður".
Jón hefur lengi verið virkur í menningarlífinu á Akureyri. Hann átti hlut að rekstri Rauða hússins og var í hópi þeirra sem hófu Listagilið á Akureyri til vegs og virðingar. Jón kom eftir krókaleiðum inn í myndlistina. Hann nam heimspeki við HÍ og hefur látið að sér kveða í skáldskap með útgáfu nokkurra ljóðabóka.
Jón hefur haldið á þriðja tug einkasýninga ásamt þátttöku í fjölda sýninga bæði heima og erlendis. Verk eftir hann eru í eigu safna og safnara víða um heim.
Upplýsingar um Jón Laxdal og verk hans má finna á heimasíðunni http://www.freyjulundur.is
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga kl. 12-18 og þriðjudaga til laugardaga kl. 12-16. Sýningin stendur til laugardagsins 18. janúar 2014.
Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.
Bækur | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2013 | 22:39
Norðurljósasögur í Listhúsi í Fjallabyggð
Listhús er stolt af að kynna Norðurljósasögur, samsýningu listamanna um norðurljós. Sýningin samanstendur af ljósmyndum, video myndum, slides myndum, keramik verkum og verkum með blönduðum aðferðum. Þátttakendur eru listamenn bæði innlendir og erlendir, sem koma úr mörgum starfsgreinum.
Við erum jafnframt stolt af að kynna útgáfu bókar okkar Norðurljósasögur frá Tröllaskaga. Bókin inniheldur yfir 80 norðurljósamyndir teknar af 8 ljósmyndurum, ásamt hugleiðingum og minningum þeirra.
Opnunarathöfn verður 18. október kl. 18:00 í Listhús gallerýi og þaðan verður farið í Tjarnarborg á hinn hluta sýningarinnar.
Opnun sýningar og Kynning bókar:
18. október 2013 | kl. 18
Opnunartími:
19. & 20. október 2013 | kl.14-17
26. október 2013 | kl. 16-18
27. október 2013 | kl. 14-18
Staður:
Listhús í Fjallabyggð | Ægisgötu 10, 625 Ólafsfirði | www.listhus.com
Og Menningarhúsið Tjarnarborg Í Fjallabyggð
Höfundar verka:
AndÄ›l Václav (Tékkland) | Aron Ó. Árnason (Ísland) | Eduard Straka (Tékkland) | Fróði Brinks Pálsson (Ísland) | Gísli Kristinsson (Ísland) | Guðbjörg Ý. Víðisdóttir (Ísland) | Heiðrún S. Jónasdóttir (Ísland) | Hólmfríður Vídalín Arngríms (Ísland) | Hrönn Helgadóttir (Ísland) | Ingibjörg E. Davíðsdóttir (Ísland) | Katrín Elva Ásgeirsdóttir (Ísland) | Kristjana Sveinsdóttir (Ísland) | Lára Stefánsdóttir (Ísland) | Lena M.Konráðsdóttir (Ísland) | Magnús Sveinsson (Ísland) | Ryan Wood (Kanada) | Sigurður Ægisson (Ísland)
Upplýsingar: Alice Liu 8449538 or listhus@listhus.com
sækja:http://www.listhus.com/download/exhibition/1310_northernlights_is.pdf
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2013 | 20:08
Jan Voss sýnir bókverk í Alþýðuhúsinu á Siglufirði
Kompan
Alþýðuhúsið á Siglufirði
13. okt. 10. nóv. 2013
Sunnudaginn 13. okt. kl. 15.00 opnar Jan Voss sýningu á bókverkum.
Kompan er opin þegar skilti er úti eða eftir samkomulagi við Aðalheiði í síma 865-5091
Jan Voss
Jan er þjóðverji búsettur í Amsterdam þar sem hann rekur bókverkabúðina Boekie Woekie boekiewoekie.com ásamt Rúnu Þorkelsdóttur og Henriette van Egten.
Bókverk eru listaverk sem notast við bókaformið til túlkunar og framsetningar.
Þessi listgrein á sér meira en hálfrar aldar sögu og má nefna Dieter Roth sem einn upphafsmanna hennar.
Jan hefur gefið út eigin bækur og annarra undanfarin 45 ár, ýmist undir merkjum Fossferlag eða Boekie Woekie.
Um 1971 fór Jan Voss að venja komur sínar til Íslands. Kenndi við Myndlista og handíðaskóla íslands og dvaldi við eigin vinnu, meðal annars í Flatey og Eyjafirði.
1979 keypti hann hús á Hjalteyri og hefur haldið þar annað heimili/vinnustofu síðan.
Jan Voss sýnir bókverk, unnin á mismunandi tímum síðustu áratuga sem gefa áhorfandanum breiða mynd af því listformi.
Bækur | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2013 | 22:42
ÞOKUÞRÁ Í MJÓLKURBÚÐINNI
LAUGARDAGINN 5. OKTÓBER KL. 15. OPNA BRYNHILDUR KRISTINSDÓTTIR OG MARGRÉT LÓA JÓNSDÓTTIR SÝNINGUNA ÞOKUÞRÁ Í MJÓLKURBÚÐINNI.
TIL UMFJÖLLUNAR ERU SAMKENND OG SIÐBLINDA.
Á opnuninni frumflytur Margrét Lóa ljóð en öll verk hennar eru byggð á ljóðum úr væntanlegri ljóðabók hennar.
ALLIR VELKOMNIR! AÐEINS OPIÐ ÞESSA EINU HELGI!
https://www.facebook.com/events/167831733414206/
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2013 | 14:20
Sýningu Sigrúnar Guðmundsdóttur í Flóru að ljúka
Sigrún Guðmundsdóttir
Nætur(b)rölt
10. ágúst - 28. september 2013
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1405164826365683
Laugardaginn 28. september lýkur sýningu Sigrúnar Guðmundsdóttur sem nefnist Nætur(b)rölt í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri.
Sigrún Guðmundsdóttir býr og starfar í Rooterdam í Hollandi. Hún lauk myndlistarnámi frá AKI í Enschede árið 2008 en var einnig í skiptinámi í School of the Museum of Fine Arts í Boston. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum í Hollandi og sýningin í Flóru er hennar sjöunda einkasýning.
Í tengslum við sýninguna gaf Sigrún út bók sem ber sama titil og sýningin, en hugtök verka hennar endurspeglast á ákveðinn hátt í sögunni.
Bókin samanstendur af örsögum og hugrenningum sem saman mynda eina smásögu. Við fylgjum sögupersónunni eftir yfir eina nótt á flakki á milli hugarheima og staða.
Upplýsingar um Sigrúnu og verk hennar má finna á heimasíðunni www.sigrungudmundsdottir.com
Sýningunni lýkur laugardaginn 28. september og er öllum opin á opnunartíma Flóru daglega kl. 12-16.
Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2013 | 22:39
Jón Laxdal sýnir í 002 Gallerí
Jón Laxdal og 002 Gallerí í Reykjavík
Sýning á verkum myndlistarmannsins Jóns Laxdal opnar á heimili myndlistarmannana Jóhanns Ludwig Torfasonar og Ragnhildar Jóhanns að Sundlaugavegi 10, 105 Reykjavík, laugardaginn 31. ágúst kl. 16.00.
Jón hefur um árabil verið virkur í menningarstarfi á Akureyri. Hann átti hlut að rekstri Rauða hússins og var í hópi þeirra sem hófu Listagilið á Akureyri til vegs og virðingar. Jón kom eftir krókaleiðum inn í myndlistina. Hann nam heimspeki við Hí og hefur látið að sér kveða í skáldskap með útgáfu nokkura ljóðabóka.
Jón hefur haldið á þriðja tug einkasýninga ásamt þátttöku í fjölda sýninga bæði heima og erlendis. Verk eftir hann eru í eigu safna og safnara víða um heim.
002 Gallerí hefur verið starfrækt síðast liðin þrjú ár á heimili Birgis Sigurðssonar í Hafnarfirði og þar hafa yfir fimmtíu listamenn víðs vegar að sýnt verk sín. Galleríið nýtur mikillar sérstöðu í listflóru landsins, þar sem það er í raun íbúð og vistaverur galleristans sem gengur svo langt í að hreinsa út úr íbúðinni fyrir hverja sýningu að ekkert er eftir nema hylkið.
Í þetta sinn gengur 002 Gallerí skrefinu lengra með einskonar yfirtöku á annari íbúð til sýningarhalds. Þó er skrefið sínu styttra því leitast er við halda í heimilið en hleypa myndlistinni upp á veggina. Þannig verður til n.k. heimasýning sem kallast á við hinn forna húslestur.
Letur grípur augað og stafformin leiða það áfram eftir línunum. Við þekkjum texta og lesum hann hvar sem hann kemur fyrir. Letur kallar á lestur og við lestur opnast textinn og með honum öll sú menning og saga sem hann er sprottinn úr. Þetta er auðvitað lykillinn að því af hverju myndverk Jóns Laxdals eru svona grípandi. Jón notar settan texta og umhverfi hans síður, spássíur og dálka en list hans felst í því að grípa inn í lestur okkar og snúa uppá ferlið sem leiðir okkur frá letri til texta og skilnings. Öll áferð verkanna spilar þar með og natnin við gerð þeirra, gulnuð blöðin og skýr hlutföll síðu og dálka. Verkin eru þannig eins konar afstraksjón þar sem framsetning og formreglur týpógrafíunnar eru virtar en textinn sjálfur hverfur í bakgrunninn eða umbreytist með samhengi sínu í eitthvað annað. (Jón Proppé, Dans bókstafanna, 2005)
Opnun sýningarinnar er á laugardaginn 31. ágúst frá 16.00-19.00 að listamanninum viðstöddum.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 1. september frá 14.00 til 17.00 og helgina 7. og 8. september frá 14.00 til 17.00.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2013 | 09:42
Menningarnótt á Hjalteyri, opnanir, gjörningar og upplestrar
MENNINGARNÓTT Á HJALTEYRI
Sunnudaginn 25. ágúst
AUÐUR JÓNSDÓTTIR / KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR / ANGELA RAWLINGS / ÞÓRARINN LEIFSSON / AUÐUR ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR / SÍTA VALRÚN
Verksmiðjan á Hjalteyri / 25.08 2013 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com/
Opnun tveggja myndlistarsýninga klukkan 16:00.
Kristín Eiríksdóttir opnar sýningu, unna upp úr ljóðum og öðrum verkum hennar.
Á sama tíma opna Auður Anna Kristjánsdóttir og Síta Valrún sýninguna Tunglsýki.
Upplestrar og gjörningur byrja kl. 17:00.
Kristín Eiríksdóttir les úr Hvítfeld, Þórarinn Leifsson les úr handriti á lokastigum: Maðurinn sem hataði börn, Auður Jónsdóttir les úr Ósjálfrátt, Angela Rawlings fer með gesti í Hljóðagöngu.
Menningarnótt á Hjalteyri
Orð og myndir í verksmiðjunni á Hjalteyri sunnudaginn 25 ágúst. Teiknandi rithöfundar og skrifandi myndlistarmenn mæta að sunnan til að mála verksmiðjuna rauða á menningarnótt Hjalteyrar. Gestir Verksmiðjunnar að þessu sinni: Angela Rawlings, Auður Jónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Þórarinn Leifsson, Auður Anna Kristjánsdóttir og Síta Valrún. Dagskráin hefst í Verksmiðjunni með sýningaropnun kl. 16 :00 en endar kl. 20:00 að loknum upplestri skáldanna og gjörningi. Á eftir býður Auður Jónsdóttir upp á stutt kaffispjall fyrir áhugasama um skapandi skrif.
Menningarnótt á Hjalteyri hefst sunnudaginn 25. ágúst 2013, kl. 16:00 og stendur til kl. 20:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Menningarráði Eyþings og Ásprent en
bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCPgames, Bústólpi og Hörgársveit.
Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450
Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com/
https://www.facebook.com/pages/Verksmiðjan-á-Hjalteyri/92671772828
Bækur | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)