Færsluflokkur: Menntun og skóli

Íslandsdeild Letterstedtska sjóðsins auglýsir styrki

Til fræðimanna, listamanna og annarra sem hyggja á norrænt samstarf

Hjálagðar eru upplýsingar um ferðastyrki sem unnt er að sækja um til Íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins og um styrki til ráðstefnuhalds, útgáfu og þýðingu á fræðiritum o.fl. sem sækja má um til aðalstjórnar Letterstedtska sjóðsins í Svíþjóð. Umsóknarfrestur rennur út 15.febrúar.

Sjá frekari upplýsingar á slóðinni http://www.letterstedtska.org/anslag_allmant.htm

Umsóknum til Íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins ber að skila á íslensku en til aðalstjórnar sjóðsins á sænsku, dönsku eða norsku.

Vinsamlegast kynnið þessar upplýsingarnar starfsmönnum, umbjóðendum og tengdum stofnuninni sem gagn mættu hafa af.

Með kveðju,
Snjólaug Ólafsdóttir
ritari Íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins

Scott Rogers, gestalistamaður Gilfélagsins í janúar 2009




Scott Rogers er gestalistamaður Gilfélagsins í janúar 2009. Eftirfarandi texti erum hann og hans verk.

Ég er kanadískur listamaður sem er einnig sýningarstjóri og skrifar um list. Verk mín eru margbreytileg, en einblína gjarnan á staðbundna starfssemi, samvinnu og íhugul hugmynda verk. Mörg verk mín eru skammvinn, þau fela í sér tímabundnar athafnir í bæði almennu umhverfi og sýningum. Þessar athafnir taka á sig form skúlptúra, gjörninga, teikninga, margfeldni, ljósmynda og texta-byggðra verka. Stundum nota ég video, PowerPoint og myndvarpa einnig. Í starfi mínu hef ég áhuga á að rannsaka leiðir til sköpunar og semja um merkingu út frá tilviljunarkenndu efni, með því að vekja upp samtal í gegnum list og þar með þróa aðstæður og umhverfi sem gefa leyfi á félagslega og pólitíska gagnrýni.
Ég nota húmor, lágstemmda fagurfræði og blöndu af popp-menningu, listsögulegar og heimspekilegar tengingar til að festa í sessi þessa ramma. Ég eyði miklum tíma í að skipta um skoðun.



Scott hefur nýlega sýnt í ,,The New Gallery (Calgary), Eastern Edge Gallery (St. John's), Rock Paper Scissors (Oakland), The University of Lethbridge og við TULCA hátíðina (Galway, Írland). Komandi sýningar hans eru í Eyelevel Gallery (Halifax,), Galerie Sans Nom (Moncton) og Stride Gallery (Calgary).
Hann tók þátt nýlega í ,, Reverse Pedagogy Thematic Residency" gestadvöl á vegum Banaff Centre (Kanada) og mun vera gestalistamaður Pilotprojekt Gropiusstadt (Berlín, Þýskalandi) í febrúar 2009. Hann er stofnmeðlimur í Arbour Lake Sghool (Listasamstarfshópur í úthverfum Galgary, Kanada) og er sýningarstjóri ásamt Jason de Haan í Pocket Project, sem er frumkvöðlastarfsem snýst um það að gefa listamönnum margþætt umboðs verkefni.

Scott vill þakka Alberta Foundation for the Arts fyrir rausnarlegan stuðning við gestadvöl hans í Gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri.

http://www.scottrogersprojects.com
http://www.thearbourlakesghool.com
http://www.foamcorerecords.com




Scott Rogers is the guest artist of the Gil Society in January 2009.
The following text is of his work and career.

I am a Canadian visual artist, who also writes about art and curates. My work is widely divergent, but is generally concerned with site-specific activities, collaborations and speculative conceptual projects. Many of my works are ephemeral, incorporating temporary gestures in both public and exhibition settings. These gestures take the form of sculptures, performances, drawings, multiples, photos and text-based work. Sometimes I use video, PowerPoint and projections as well. Within my practice I am interested in investigating ways of creating and negotiating meaning from essentially random material, in provoking dialogue and discussion through art and in developing platforms which allow for social or political critique. I use humour, lo-fi aesthetics and a mixture of pop cultural, art historical and philosophical references to establish these frameworks. I spend a lot of time changing my mind.



Scott has recently exhibited at The New Gallery (Calgary), Eastern Edge Gallery (St. John's), Rock Paper Scissors (Oakland), The University of Lethbridge and the TULCA Festival (Galway, Ireland). His upcoming exhibitions include shows at Eyelevel Gallery (Halifax), Galerie Sans Nom (Moncton) and Stride Gallery (Calgary). He recently participated in the Reverse Pedagogy Thematic Residency at the Banff Centre (Canada) and will be an artist-in-residence at Pilotprojekt Gropiusstadt (Berlin) in February 2009. He is a founding member of the Arbour Lake Sghool (a collaborative art group in the suburbs of Calgary) and is the co-curator with Jason de Haan of Pocket Projects, an initiative which commissions artist multiples.


Scott would like to thank the Alberta Foundation for the Arts for its generous support of his residency at the Akureyri Artist Studio.


http://www.scottrogersprojects.com

http://www.thearbourlakesghool.com

http://www.foamcorerecords.com



--
Hertha Richardt Úlfarsdóttir
Supervisor of the studio for visiting artists in Akureyri
www.artistsstudio.blogspot.com

Hanna Hlíf Bjarnadóttir opnar sýninguna “Heima er best” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri á sunnudag

Sunnudaginn 11. janúar 2009 klukkan 11-13 opnar Hanna Hlíf Bjarnadóttir sýninguna “Heima er best” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

Hanna Hlíf hefur gert verk sérstaklega fyrir þessa sýningu og í texta um verkið segir:

Ísland var í efsta sæti ásamt Noregi árið 2007 í lífskjaravísitölu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna en stofnunin birtir árlega lista þar sem lagt er mat á lífsgæði í 177 ríkjum, svo sem ævilíkur, menntunarstig og verga landsframleiðslu á mann.

Sama ár voru 8410 tilkynningar um vanrækslu á börnun til barnaverndunarstofu.



Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965, fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, fór síðan í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík en söðlaði síðan um stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan árið 2006.  Hún hefur haldið nokkrar sýningar eftir útskrift og staðið að ýmsum menningarviðburðum á Akureyri. Stofnaði hún til að mynda galleríBOX árið 2005 ásamt öðrum og rak það til 2007, en það er staðsett í Kaupvangstræti 10 á Akureyri.

Meðfylgjandi mynd er af verki Hönnu Hlífar.
Nánari upplýsingar veitir Hanna Hlíf í hannahlif(hjá)simnet.is og í síma 8640046


Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Hönnu Hlífar Bjarnadóttur stendur til 1. mars 2009 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744.

Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.

 

HANNA HLÍF BJARNADÓTTIR 

HEIMA ER BEST 

11.01. - 01.03.2009 

Opnun sunnudaginn 11. janúar 2009, klukkan 11-13  

Opið samkvæmt samkomulagi

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM             

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir     

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744 

hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de 


Muggur og Ferðasjóður Muggs auglýsa eftir umsóknum

2003819114738750

Muggur og Ferðasjóður Muggs auglýsa eftir umsóknum
 
Umsóknarfrestur er til 15.febrúar 2009, póststimpill gildir.
 
Auglýst er eftir umsóknum til dvalar erlendis vegna:
   * myndlistarsýningar
   * vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði
   * annars myndlistarverkefnis
 
Sömu skilyrði gilda um Ferðasjóð Muggs og Mugg,  auk þess eru skilyrði um að verkefnið sé sýnilegt og að það geti að mati sjóðsstjórnar styrkt ímynd Reykjavíkur sem uppsprettu fyrir öflugt og framsækið myndlistarlíf.
 
Þeir sem þegar hafa fengið úthlutað styrk úr dvalarsjóði Muggs annars vegar og ferðasjóði Muggs hins vegar þurfa að skila greinagerð áður en sótt er um aftur.
_____________________________________________________________________
 
Hér með er auglýst eftir umsóknum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu
1. apríl  2009 til 30. september 2009.  Úthlutun verður lokið í byrjun mars 2009.
 
Til að geta fengið úthlutun úr dvalarsjóði Muggs og/eða Ferðasjóði Muggs þarf umsækjandi að vera fullgildur (skuldlaus) félagi í SÍM og leggja fram tilskilin gögn er staðfesti boð um þátttöku í myndlistarviðburði eða úthlutun á aðstöðu til vinnu við myndlist. Ekki er veitt fé vegna dvalar í vinnustofum þegar fullir dvalarstyrkir fylgja úthlutun.
Vinsamlega athugið að dvalarstyrkir og ferðastyrkir eru eingöngu veittir til einstaklinga. Ferðastyrkir eru veittir í formi flugmiða, ekki peninga, ekki er hægt að endurgreiða keypta miða.
Athugið að hægt er að sækja um báða styrkina samtímis, en á sitthvoru eyðublaðinu.
 
Umsóknum skal fylgja ítarleg og greinargóð lýsing á verkefninu, upplýsingar um sýningu, sýningarstað, vinnustofusetur, verkstæði, ráðstefnu eða annað það sem við á hverju sinni. Einnig skal fylgja staðfesting ábyrgðarmanns verkefnisins í því landi sem það fer fram í, þ.e. sýningarstjóra, safnstjóra, galleríeiganda, forstöðumanns vinnustofuseturs, verkstæðis eða annars, allt eftir eðli verkefnisins. Dagsetningar verkefnisins verða að koma fram.
 
Styrkþegar undirgangast skuldbindingar gagnvart sjóðunum samkvæmt sérstökum samningum sem gerðir verða í kjölfar úthlutunar og kveður m.a. á um að styrkþegum beri að skila stuttri greinargerð um notkun styrksins.
 
Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða. Lesa reglur og leiðbeiningar vel.  Sækja þarf um á sér eyðublaði fyrir hvorn sjóð.
 
Umsóknareyðublöð, stofnskrár beggja sjóðanna og reglur um úthlutun er að finna á heimasíðu SÍM, www.sim.is. Nánari upplýsingar um Mugg eru einnig veittar á skrifstofu SÍM, sim@simnet.is, s. 551 1346
 
Umsóknum skal skilað til skrifstofu SÍM fyrir 15. febrúar 2009, póststimpill gildir.
Úthlutað verður úr báðum sjóðunum samtímis.


Kynning á norrænum sjóðum og norrænu menningarstarfi

Kynning á norrænum sjóðum og norrænu menningarstarfi, sem frestað var vegna veðurs í nóvember, verður haldin föstudaginn 9. janúar. Sjá meðfylgjandi.

Ert þú með verkefni?

Kynning á norrænu menningarstarfi og norrænum menningarsjóðum

Menningarráð Eyþings í samstarfi við menntamálaráðuneytið, Norræna húsið, Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri og Hvalasafnið á Húsavík boða til kynningarfundar um norrænt samstarf og norræna menningarsjóði.

Fundurinn verður haldinn í Hvalasafninu á Húsavík föstudaginn 9. janúar  kl. 10.30 – 14.30

10.30 - 11.00     Kynning á breytingum á norrænu menningarstarfi og formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, menntamálaráðuneytinu


11.00 – 11.30   Norræna menningargáttin / Kulturkontakt Nord
Þuríður Helga Kristjánsdóttir, Norræna húsinu

11.30 - 12.00     Norræni menningarsjóðurinn / Nordisk kulturfond og aðrir norrænir menningarsjóðir
María Jónsdóttir,  Norrænu upplýsingaskrifstofunni, Akureyri
 
12.00 -12.30       Léttar veitingar

13.00 – 14.00  Að sækja um styrk
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, menntamálaráðuneytinu

14.00 -14.30      Umræður og fyrirspurnir

Í  lok fundar gefst fundargestum færi á að ræða við fyrirlesara um möguleika á að sækja um styrk á norrænum vettvangi.

Fundurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu en skráning fer fram á netfanginu menning@eything.is


Dagskrá VeggVerks 2009

 

Dagskráin hjá VeggVerki fyrir 2009:

17.01.2009 Myndlistarskólinn á Akureyri

14.03.2009 Margeir Sigurðarson

16.05.2009 Ingirafn Steinarsson

04.07.2009 Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

29.08.2009 Hugleikur Dagsson

30.10.2009 Joris Rademaker

Verkefnastjóri: Jóna Hlíf Halldórsdóttir www.jonahlif.com


Herdís Björk Þórðardóttir opnar sýninguna “Rok” á Café Karólínu laugardaginn 3. janúar 2009 klukkan 15

hb_syning.jpg


Herdís Björk Þórðardóttir

Rok

03.01.09 - 06.02.09
 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Herdís Björk Þórðardóttir opnar sýninguna “Rok” á Café Karólínu laugardaginn 3. janúar 2009 klukkan 15.

Sýnd verða fimm ný olíumálverk en þetta er fyrsta einkasýning Herdísar Bjarkar.

Herdís lauk myndlistanámi frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2003 en að auki lauk hún einu ári í grafískri hönnun við sama skóla. Nú stundar hún nám í kennslufræði til kennsluréttinda við Háskólann á Akureyri.

Sýningin stendur til 6. febrúar 2009.

Nánari upplýsingar veitir Herdís Björk í síma 862 1770 og herdisbjork(hjá)simnet.is og á síðunni www.herdisbjork.wordpress.com

Næstu sýningar á Café Karólínu:
07.02.09 - 06.03.09    Arnar Sigurðsson
07.03.09 - 03.04.09    Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09    Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09    Þórgunnur Oddsdóttir


Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Arna Valsdóttir ræðir um verk sín í Kunstraum Wohnraum á sunnudag kl. 11-13

ARNA VALSDÓTTIR 

HEIMILISVERK 

21.09. - 14.12.2008 

Listamannaspjall sunnudaginn 14. desember 2008, klukkan 11:00 

KUNSTRAUM WOHNRAUM            

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir    

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744 • hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de 


Sunnudaginn 14. desember 2008 klukkan 11-13 ræðir Arna Valsdóttir Heimilisverk og önnur verk í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Arna mun setja upp lífræna kviksjá í stofu Hlyns og Kristínar þar sem gestir og gangandi geta skapað myndir á veggi stofunnar.

Arna er fædd á Akureyri 1963 og nam myndlist við grafíkdeild MHÍ og lauk framhaldsnámi frá fjöltæknideild Jan van Eyck Academie í Maastricht árið 1989. Á þeim tíma fór hún að gera tilraunir með það að tengja saman fleiri þætti í myndlistinni og vann gjarnan verk þar sem saman fór hljóð, rými, mynd og hreyfing.

Arna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið einkasýningar þar sem hún vinnur verk beint inn í það rými sem hún velur hverju sinni.

Hún hefur meðal annars sett upp gagnvirk innsetningarverk í Garðskagavita, í Austurbæ, í Hafnarfjarðarleikhúsinu,í Nýlistasafninu, Í kjallara Kirsuberjatrésins, í Populus Tremula, í Ketilhúsinu, í Epal og í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Arna hefur einnig sett verk sín upp á ráðstefnum um skólamál, í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og í Háskólanum á Akureyri.

Nánari upplýsingar um verk Örnu Valsdóttur er að finna á http://www.arnavals.net

Meðfylgjandi mynd er af verki Örnu í Kunstraum Wohnraum.

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Örnu Valsdóttur stendur til 14. desember 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462  3744.

Hér er að finna nánar upplýsingar Kunstraum Wohnraum


Jóna Bergdal Jakobsdóttir opnar sýninguna "Vatnslitaflæði" á Café Karólínu laugardaginn 6. desember 2008 klukkan 14

jona_bergdal.jpg

Jóna Bergdal Jakobsdóttir

Vatnslitaflæði

06.12.08 - 02.01.09    

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

Jóna Bergdal Jakobsdóttir opnar sýninguna "Vatnslitaflæði" á Café Karólínu laugardaginn 6. desember 2008 klukkan 14.

Sýnd verða fimmtán verk sem unnin eru með vatnslitum og ýmis konar tækni.  Sýningin er í anda aðventunnar þar sem hún samanstendur af alheimsenglum og aðventulitadans.  Þetta er tíunda einkasýning Jónu en einnig stendur nú yfir sýning á verkum hennar í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar.

Jóna er fædd á Syðri Tjörnum í Eyjafirði 1953. Ólst upp á Pétursborg í Glæsibæjarhreppi. Jóna fluttist til Akureyrar árið 1970. Hún hefur frá unga aldri haft áhuga á myndlist. Jóna hefur mikinn áhuga á ferðalögum og útivist og endurspeglast það í verkum hennar þar sem íslensk náttúra er oft sýnileg.

Menntun:
2003            Myndlistarskólinn á Akureyri, fagurlistadeild, diploma
2000            Myndlistarskólinn á Akureyri, fornámsdeild
1996-1998    Myndlistarskólinn á Akureyri, ýmis námskeið
1993-1995    Myndlistarskóli Arnar Inga

Sýningin stendur til 2. janúar 2009.


Nánari upplýsingar veitir Jóna í síma 862 1053 og jbergdal@simnet.is

Næstu sýningar á Café Karólínu:
03.01.09 - 06.02.09    Herdís Björk Þórðardóttir
07.02.09 - 06.03.09    Arnar Sigurðsson
07.03.09 - 03.04.09    Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09    Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09    Þórgunnur Oddsdóttir

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Emma Agneta opnar myndlistarsýningu í Populus Tremula

Emma-WEB 

MIKIÐ UMLEIKIS Í POPULUS TREMULA 5.-7. DESEMBER!


ÉG TRÚI Á TRÉ

Emma Agneta Björgvinsdóttir

MYNDLISTARSÝNING


Laugardaginn 6. desember kl. 14:00 mun Emma Agneta Björgvinsdóttir opna
myndlistarsýningu í Populus Tremula.

Sýningin ber yfirskriftina *ÉG TRÚI Á TRÉ* og er lokaverkefni Emmu af
myndlistarkjörsviði Listnámsbrautar VMA. Emma sýnir stórar trésristur í
expressioniskum stíl.



Sýningin er einnig opin sunnudaginn 7. desember frá 14:00-17:00. Aðeins
þessi eina helgi.

---

*FÓSTURVÍSUR*

*Gréta Kristín Ómarsdóttir*

*BÓKMENNTAKVÖLD OG BÓKARÚTGÁFA*



Föstudaginn 5. desember kl. 20:30 verður haldið bókmenntakvöld í Populus
tremula.

Þar mun Gréta Kristín Ómarsdóttir lesa úr bók sinni, *FÓSTURVÍSUR*, sem
kemur út á vegum Populus tremula við þetta tækifæri.

FÓSTURVÍSUR er fyrsta ljóðabók Grétu – gefin út í 100 tölusettum og árituðum
eintökum og fæst á staðnum gegn vægu gjaldi eins og aðrar bækur og
hljómplata útgáfunnar.

Húsið verður opnað kl. 20:00. – Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir



*BEATE- OG HELGABÚÐ*

*Beate Stormo og Helgi Þórsson*

*JÓLABÚÐ UM HELGAR Í DESEMBER*



Beate og Helgi verða niðursetningar mánaðarins í Populus tremula í desember.
Þar verða þau með allan sinn varning til sölu – allt meira og minna
heimagert. Kjólar, slár, bækur, sokkar, plötur, hálsfestar, giðlur, trommur,
málverk og eldsmíðað járn svo dæmi séu tekin.



Opið verður um helgarnar 6. og 7. des. og 13. og 14. des. og svo 20.-23.
des. kl. 13:00-18:00.


Frá 13. desember verða Kristnesk jólatré og greinar til sölu.

Af öryggisástæðum taka þau þau Helgi og Beate engin kort (nema jólakort).


Beate og Helgi munu deila Populus tremula með öðrum listamönnum eftir
aðstæðum.
 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband