Færsluflokkur: Menntun og skóli
28.11.2008 | 14:36
Sýning um Grýlu í Laxdalshúsi
GRÝLA!
Næstkomandi laugardag (29. nóv.) kl. 14:30 mun opna í Laxdalshúsi á Akureyri sýning um Grýlu. Það er Þórarinn Blöndal sem hefur unnið sýninguna í samstarfi við Oddeyrarskóla. Hafa nemendur 2. 3. 4. og 5. bekkjar (smíðahópar) smíðað Grýlu og hennar hyski undir handleiðslu Brynhildar Kristinsdóttur smíðakennara og myndlistarkonu. Afraksturinn verður hluti af sýningu um Grýlu sem verður í jólamánuðinum í Laxdalshúsi. Ýmiskonar fróðleikur og myndir af henni verða til sýnis og hver veit nema hún verði þarna einhversstaðar í eigin persónu!
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 13:46
Erika Lind Isaksen opnar í GalleríBOXi
Laugardaginn 22. nóvember 2008 kl. 16:00 opnar Erika Lind Isaksen sýninguna ÉG í GalleríBOXi, Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri.
Erika fæddist í Reykjavík árið 1968, ólst upp í Garðinum en er nú búsett á Akureyri eftir langa dvöl á Nýja Sjálandi.
Hún nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og er þetta fyrsta sýning hennar á hér á landi.
Titill sýningarinnar ÉG" og innihald hennar ég um mig frá mér til mín varpar fram þeirri spurningu hvort hægt er hægt að skilgreina sjálfið útfrá þeim hlutum sem við getum ekki skilið við okkur af tilfinningalegum ástæðum?
18.11.2008 | 15:31
Miyuki Tsushima í gestavinustofu Gilfélagsins
Halló -- Ég heiti Miyuki Tsushima, ég er listamaður Gilfélagsins í nóvember, ég fæddist í Japan en er menntuð í Bandaríkjunum, hef búið og starfað í New York síðan árið 2000. Ég sé teikningar/málverk mín sem leið til tjáskipta, sem tól til að tjá athuganir mínar á sjálfri mér, heiminum, mannssálinni og tilfinningum og innbyrðis tengsla þeirra. Í gegnum lauslega byggða frásögn af þrem karakter- gjörðum -- hellisbúa, hauslausan björn og illan íkorna---, endurspegla ég innri togstreitu, tilraun minni til að aðlaga mig að umheiminum, og ferlinu að þekkja og þróa eigið sjálf.
Ég upplifi mig sem heppna að vera vitni að falli hins óhóflega markaðskerfis, og áhrifa þeirra sem það mun hafa á listheiminn, því að spurningar líkt og ,,Hvað er raunverulegt gildi" og ,,Hvert er gildi einstaklingsins" hafa verið mér mikilvægar í listsköpun minni. Ég vonast til að geta tjáð hugsanir mínar og skipt á álitum og viðhorfum sem núverandi heimur okkar lætur okkur í té, sérstaklega þegar að kemur að gildum okkar, með listamönnum og fólki á Akureyri. (endilega segið "Hæ" og spjallið við mig, ef þið sjáið mig á götunni!)
Gestavinnustofa Gilfélagsins á Akureyri
Hello--My name is Miyuki Tsushima, I am the artist of November, at the studio space, I was born in Japan and educated in United States, live and work in New York City since 2000. I see my painting/drawing as a mean of communication, and the tool for expression of my observation of myself, and of the world, and of human psychology and emotions, and of the relationships of all of above. Through loosely structured narrative of three characters activities-- caveperson, headless bear, and evil squirrel---, I reflect my inner struggles, and my attempt to adopt myself to the outside world, and the process of identifying and developing one's self.
I feel I am fortunate to have been able to be an eyewitness of the current fall of excessive market economy system, and the affect of it to the art world, since the questions such as 'what is the real value' and 'what is the value of individual' has been very crucial to myself in making art. I am hoping to be able to exchange and share thoughts and perspectives for what the current world conditions would suggest to us especially to our sense of value, with the artists and people in Akureyri. (Please say 'Hello' to me to have chat, if you find me on the street! )
12.11.2008 | 12:41
Ása Óla opnar Samansafn í DaLí Gallery
Ása Óla opnar myndlistasýninguna Samansafn í DaLí Gallery laugardaginn 15. nóvember kl. 14-17.
Þetta er þriðja einkasýning Ásu og sýnir hún teikningar og málverk frá fyrri sýningum auk nýrra verka sem hafa þróast út frá þeim. Myndirnar eru af verum, púkum, gyðjum og geishum sem vísa til sjálfsmyndar listakonunnar.
Ása Óla útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2007 og er félagi í samsýningarhópnum Grálist.
Sýning Ásu stendur til 30. nóvember.
Allir velkomnir
Ása Óla s.8646612
Kær kveðja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 / 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri
dagrunm@snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com
opið fös-lau kl.14-17 í vetur
11.11.2008 | 14:01
Hanna Hlíf Bjarnadóttir opnar sýninguna MUNSTUR í gallerý Ráðhúsi
Hádegisopnun
Gallerý Ráðhús
Geislagötu 9
600 Akureyri
Fimmtudaginn 13. nóvember klukkan 12.15 opnar Hanna Hlíf sýninguna MUNSTUR í gallerý Ráðhúsi. Sýningin samanstendur af fjórum verkum þar sem Hanna Hlíf vinnur með útsaum. Hanna Hlíf vinnur gjarnan með gamalt handverk í verkum sínum og blandar saman á áhugaverðan hátt myndlist og handverki. Færir hún hið gamla í nýjan búning og endurskoðar handbragð fyrri tíma.
Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965, fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, fór síðan í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík en söðlaði síðan um og lauk Myndlistarskólanum á Akureyri 2006. Hefur hún haldið nokkrar sýningar eftir útskrift og staðið að ýmsum menningarviðburðum á Akureyri. Hún stofnaði til að mynda galleríBOX ásamt öðrum árið 2005 og rak það til 2007. Auk þess hefur hún hannað ýmsar verslanir og starfar sem innkaupastjóri Rexín á Akureyri.
Sýningarsalurinn er staðsettur í Ráðhúsinu á Akureyri, eins og nafnið gefur til kynna, og er dags daglega fundarsalur bæjarstjórnar Akureyrar. Þetta er ekki venjulegt gallerý, heldur vinnustaður sem fær með þessu sérstakt viðbótarhlutverk. Hægt er að fara á sýninguna alla virka daga frá 8:00-17:00 á meðan ekki eru lokaðir fundir. Sýningin stendur til 1. maí 2009.
Sýningarstjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Léttar veitingar í boði á opnun
Allir velkomnir
4.11.2008 | 21:51
Kynning á Norræna menningarsjóðnum og öðrum norrænum styrkjum
Fjármögnun menningarverkefna.
Norræna upplýsingaskrifstofan vekur athygli á að næsti umsóknarfrestur Norræna menningarsjóðsins er 1. febrúar. Umsóknarfrestur annarra norrænna sjóða er frá janúar og fram á vor fyrir verkefni sem vinna á sumar og haust 2009.
Kynning á Norræna menningarsjóðnum og öðrum norrænum styrkjum verður haldin í Deiglunni á Akureyri, fimmtudaginn 13. nóvember kl. 14:00-16:00.
Hvernig er góð umsókn unnin? Hvað þarf að koma fram í umsókn? Farið verður yfir nokkur grundvallaratriði þegar sótt er um styrki.
María Jónsdóttir sér um kynningu og George Hollanders segir frá reynslu sinna af því að sækja um hjá Norræna menningarsjóðnum.
Þátttökugjald er 1000 kr.
Skráning með tölvupósti til mariajons@akureyri.is
María Jónsdóttir
Forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar
Leder Nordisk informationkontor
Netfang/e-post: mariajons@akureyri.is
hjemmeside: www.akmennt.is/nu
Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000 Fax: 462 7007.
31.10.2008 | 11:45
Guðrún Vaka opnar sýningu í Populus tremula
8-villt
GUÐRÚN VAKA
1.-2. nóvember
Laugardaginn 1. nóvember kl. 14:00 opnar Guðrún Vaka myndlistarsýninguna 8-villt í Populus tremula.
Þar sýnir Guðrún ný verk sem fjalla um þá sérvisku Akureyringa að tala í áttum. Þetta er þriðja einkasýning Guðrúnar Vöku sem einnig hefur tekið þátt í samsýningum. Guðrún Vaka útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2006.
Einnig opið sunnudaginn 2. nóvember kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
Nánar http://gvaka.blogspot.com
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 21:57
Listasjóður Dungal auglýsir eftir umsóknum um styrki
MYNDLISTARMENN
umsóknir um styrki
Listasjóður Dungal
auglýsir eftir umsóknum um styrki.
Sjóðurinn var stofnaður árið1992 í minningu
Margrétar og Baldvins P. Dungal kaupmanns í Pennanum.
Markmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega myndlistarmenn
sem eru að stíga sín fyrstu skref á listabrautinni.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má nálgast
á vef listasjóðsins www.listasjodur.is. Umsóknum skulu fylgja
ljósmyndir af verkum umsækjanda ásamt ferilsskrá og skal
skila gögnum í pósthólf 148, 121 Reykjavík.
(Vinsamlegast athugið að ekki er tekið við gögnum í tölvupósti.)
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2008.
LISTASJÓÐUR DUNGAL
í minningu Margrétar og Baldvins P. Dungal
25.10.2008 | 09:36
Kazuko Kizawa opnar sýningu í Deiglunni

Kazuko Kizawa er fædd 1968 í Japan, býr og starfar í Tokyo, Japan. Hún útskrifaðist 1999 úr Tama Art University með Master í Fagurlist. Kazuko Kizawa hefur sýnt í Kanada, Bandaríkjunum, Japan og Evrópu. Litir-Ljós hafa eru gegnum gangandi þemi í verkum hennar.
--
Hertha Richardt Úlfarsdóttir
Supervisor of the studio for visiting artists in Akureyri
www.artistsstudio.blogspot.com
23.10.2008 | 21:50
Þorsteinn Gíslason sýnir á VeggVerki
Laugardaginn 25.október 2008 sýnir Þorsteinn Gíslason, Steini, verkið Reisn-Dignity-Würde á VeggVerk.
Um verkið: Táknmyndir hafa fylgt okkur frá örófi alda og verkið Reisn er táknmynd. Formið er kunnuglegt og það leiðir okkur gegnum aldirnar frá tíma frjósemisdýrkunar til byltingar vélvæðingar. En hvaða hlutverk eða þýðingu hefur þessi táknmynd í dag?
Um listamanninn: Steini lauk námi við fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2006. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar og er annar eigandi Gallerí Víð8ttu601.