Færsluflokkur: Menntun og skóli

Innsetning og teikningar í AkureyrarAkademíunni

 129-2946_IMG

AKUREYRARAKADEMÍAN KYNNIR:
Í tilefni af degi hússins, fimmtudaginn 13. október kl. 17:00

,,Obbolítill óður til kjötbollunnar"

Staður: Gamla kennslueldhúsið í Húsmæðraskólanum

Arna Valsdóttir vinnur innsetningarverk úr hljóðteikningu sinni ,,Obbolítill óður til kjötbollunnar" sem hún vann árið 2005 fyrir RÚV og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir teikningar sem hún vann undir áhrifum húsmæðraskólans.

Allir velkomnir - aðgangur ókeypis.

Húsmæðraskólinn á Akureyri við Þórunnarstræti 99 var formlega tekinn í notkun 13. október 1945. Frá árinu 2006 hefur AkureyrarAkademían haft aðstöðu í húsinu.

Sýningarstjórn og samfélagsrýni, Hlynur Hallsson með fyrirlestur í Ketilhúsinu

hlynur_hafnarhus.jpg

hlynur_bush.jpg

Hlynur Hallsson heldur fyrirlestur á vegum Listnámsbrautar VMA, Listasafnsins á Akureyri og Menningarmiðstöðvarinnar í Grófargili.
Fyrirlesturinn sem ber titilinn " Sýningarstjórn og samfélagsrýni" fer fram í Ketilhúsinu í Listagilinu á Akureyri föstudaginn 23. september kl. 14:00 - 15:00, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Fyrirlestraröðin hefur verið hluti af námsefni listnámsbrautar VMA til fjölda ára og er boðið upp á 8 fyrirlestra yfir vetrartímann með áherslu á að við fáum innsýn í margvíslega heima lista og menningarlífsins.

Facebook

Í fyrirlestri sínum mun Hlynur segja frá nokkrum verka sinna og sýningum með áherslu á verk sem hafa með tengsl við áhorfendur að gera, samfélagsgagnrýni, þátttökuverk og sýningarstjórnun.

Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hamborg, Düsseldorf og Hannover og lauk mastersnámi 1997. Hlynur hefur haldið yfir 60 einksýningar nú síðast í GalleriBOX á Akureyri með Jónu Hlíf Halldórsdóttur og í Malkasten í Düsseldorf. Hann hefur tekið þátt í meira en 80 samsýningum á síðustu árum nú síðast í "Læsi" í Nýlistasafninu og "Beyond Frontiers” hjá Kuckei+Kuckei í Berlín.

Hlynur hefur einnig verið virkur sem blaðaútgefandi og sýningarstjóri og hann vinnur nú að sýningu á textaverkum íslenskar og erlendra listamanna sem tengjast Íslandi sem opnar í Berlín þann 15. október í tilefni að því að Ísland er heiðursgestur á bókakaupstefnunni í Frankfurt í ár.
Hann hefur rekið sýningarrýmið Kunstraum Wohnraum frá árinu 1994. Starfrækti sýningarrýmið Villa Minimo í Hannover 1997-1999 og sá um sýningar á Kaffi Karólínu 2005-2010. Hefur rekið Verksmiðjuna á Hjalteyri frá árinu 2008 ásamt félögum sínum og situr í stjórn hennar. Hann hefur einnig verið sýningarstjóri á sýningum í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Japan, Noregi og á Íslandi. Hlynur hefur einnig kennt við Myndlistaskólann á Akureyri og við Listaháskóla Íslands.

Hlynur var bæjarlistamaður Akureyrar 2005, hlaut tveggja ára starfslaun listamanna 2006 og tveggja ára starfslaun Kunstverein í Hannover árið 1997 og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín. Verk Hlyns eru í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Nýlistasafnsins, Listasafnsins á Akureyri  auk nokkurra einkasafna á Íslandi og í Evrópu. Fyrr á þessu ári kom út bókin “Myndir - Bilder - Pictures” með 33 texta/ljósmyndaverkum eftir Hlyn ásamt textum eftir fjóra höfunda.

Hlynur var formaður SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna 2009-2010, formaður Myndlistarfélagsins 2008-2009. Sat í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar 2007-2010. Sat fjórum sinnum á Alþingi sem varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs 2003-2007. Hann var í safnráði Kunstverein Hannover 1997-2001 og í stjórn Gilfélagsins 1989-1990 og formaður Leikklúbbsins Sögu 1988-1990.

Hlynur vinnur með ljósmyndir, texta, innsetningar, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Verk hans snúast gjarnan um samskipti, tengingar, skilning, landamæri, fjölmiðlun, viðhorf okkar og hvað við lesum úr hlutunum.

Nánari upplýsingar um verk Hlyns er að finna á:
http://hlynur.is   
http://www.hallsson.de
http://www.kuckei-kuckei.de
http://www.galerie-robert-drees.de
http://www.seitenwechsel-hannover.de
 

Fyrirlestraröð á haustönn 2011

Hlynur Hallsson
"Sýningarstjórn og samfélagsrýni"
15 ár af óvenjulegum sýningum

hlynur_s.jpg


Reynsla er Þekking í Verksmiðjunni á Hjalteyri

george_d.jpg


Reynsla er Þekking
George Hollanders / Sharka Mrnakova / Birgit Ehrhardt
10. - 25. september 2011

Opnun laugardaginn 10. september kl. 14
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir samkomulagi 892 6804

https://www.facebook.com/event.php?eid=153838708036850


Sýningin Reynsla er Þekking er lífandi og listræn framsetning sem beinir athygli að eko- og úti kennslu í leikskólum, náttúrulegum leikgörðum og áhrifum þeirra á þroska fólks - bæði andlegan og líkamlegan. Þetta er einskonar hugleiðsla um óhefðbundnar kennsluaðferðir sem byggja á "experiential learning".

Miðpunkturinn er manneskjan, skilningarvit hennar, tengslin við náttúruna, náttúrulögmál, staðbundnar atvinnugreinar, auðlindir, menningararfleifðin, samfélagið og sjalfbærir lífnaðarhættir.
Sýningin mun standa frá 10. til 25. September 2011 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Náttúrulegir leikvellir er gerðir úr náttúrulegu eða endurunnu hráefni eða hlutum. Heildrænt umhverfi sem þessar leikgarðar mynda, miðar að því að örva skilningarvit barnanna og fólks og færa þau nær náttúrunni og samfélaginu sem þau búa í.

Sýningin er margþætt og er samstarfsverkefni Sharka Mrnakova, George Hollanders og Birgit Ehrhardt.

Meðal þess sem verður sýnt er:
Afrakstur af þróunarverkefni um útikennslu sem var unnið í sumar í samstarfi við leikskólann Iðavelli á Akureyri. Þar voru elstu börnin úti alla daga frá júni og fram í miðjan júli á nærliggjandi leikvelli og unnu í anda úti leikskóla. Unnið var með náttúruleg og endurunnin hráefni, menningararfleifðinna s.s. sögur og staðbundna starfshætti, skilningarvitin, náttúrulögmál og element svo eitthvað sé nefnt. Einnig var unnið með órjúfanleg tengsl manneskjunnar og náttúrunnar með því að leggja áhersla á sjálfbæra lifnaðarhætti, endurvinnslu og náttúruvernd í gegnum daglegt starf eða upplifun og fræðslu.

Sýnt verður bland af verkefnum barnanna en einnig gögnum sem leikskólakennara söfnuðu saman s.s. upptökur (hljóð og myndbönd), ljósmyndir og fleira.

Einnig verða til sýnis hönnunarferli og uppbygging í samvinnu við foreldra frá náttúralegum leikgarði sem varð til við Krílakot í sumar til að gefa innsýn í hugmyndfræði á bak við þessa tegund af leikgörðum.  
Til sýnis verða aðferðir og óhefbundnar leiðir til að endurnýta sorp eða úrgang við kennslu í leikskólum eða fræðsluaðferðir.

Ýmsar innsetningar leika sér að skilningarvitum gesta og gangandi og eru gagnvirk til að gefa dýpri innsýn í eigin reynsluheim og hugmyndafræðina á bak við náttúrulega leikgarða og "experiential learning". Einnig eru til staðar gagnvirkt vinnusvæði þar sem gestir og gangandi geta tekið þátt í og skapað sína eigin hugarsmíð.

Á sýningunni er einnig ítarleg kynning um eko- eða úti leikskóla og náttúrulega leikgarða.

Menningarráð Eyþings er stuðningsaðili sýningarinnar.

George Hollanders & Sharka Mrnakova
Nánari upplýsingar veitir George i síma 892 6804




Verksmiðjan á Hjalteyri
http://www.verksmidjan.blogspot.com
https://www.facebook.com/pages/Verksmi%C3%B0jan-%C3%A1-Hjalteyri/92671772828
https://www.facebook.com/event.php?eid=153838708036850


george_g.jpg


Listvísindamiðja barna í Verksmiðjunni á Hjalteyri

kedjuverkun.jpg

Keðjuverkun  - Verksmiðjunni á Hjalteyri

Helgina 9. og 10. júlí stendur Verksmiðjan á Hjalteyri fyrir vísinda/listasmiðju fyrir börn á öllum aldri frá kl. 13 - 17, báða dagana.  Boðið verður upp á verkefni sem byggjast á keðjuverkun. Úr tilfallandi efnivið á staðnum og öðru verða byggðar risastórar brautir fyrir kúlur og bolta sem koma af stað keðjuverkun annarra hluta.  
Markmiðið er að börn og foreldrar læri saman á skemmtilegan hátt um orsök og afleiðingu,  tengsl hraða, halla og stærðar á skemmtilegan og skapandi hátt.  Um hönnun, jafnvægi, fagurfræði og fleira.  Keðjuverkun er viðfangsefni fjölda listamanna. Hjá sumum rekast orð á orð, örðum hlutur á hlut.  Meðal merkra listamanna sem skoðað hafa keðjuverkun í verkum sínum eru þeir Peter Fischli og David Weiss.  Smiðjan er ætluð allri fjölskyldunni,  en börn yngri en átta ára verða að vera í fylgd með fullorðnum.
Smiðjustjóri er Kristín Dýrfjörð lektor við Háskólann á Akureyri og leikskólakennari. Hún hefur unnið með börnum og fullorðnum í vísindasmiðjum í mörg ár og þróað þá hugmyndafræði. Síðasta verkefni hennar snýr að því að vinna með kúlurennibrautir í leikskólanum Aðalþingi í Kópavogi. Tengill námskeiðsins og starfsmaður Verksmiðjunnar á Hjalteyri, er Arna Valsdóttir, myndlistarkona, þær Arna og Kristín hafa unnið lengi saman að vísindasmiðjuverkefnum. Með þeim verður Sandra  Lilja Parvainen sem er í myndlistarnámi í Finnlandi.

Nánari upplýsingar eru hægt að fá hjá Örnu Valsdóttur, í síma 8659755 og hjá Kristínu Dýrfjörð í síma 8974246 og á feisbókarsíðu viðburðarins http://www.facebook.com/event.php?eid=159930537413278

Nánari upplýsingar
Hér má sjá  börn í Aðalþingi gera fyrstu tilraun með útikúlurennibauti   http://www.youtube.com/user/adalthing1
Og hér má sjá fyrstu tilraunir með innibrautir. http://www.youtube.com/user/adalthing1#p/u/7/ohPtt8YLWCs
Á síðu Aðalþings má finna umfjöllun um tengsl lista og leikskólastarfs. http://www.adalthing.is/index.php/stefna/tengsl-lista-og-leiksk-lastarfs/

verksmi_jan.jpg


Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2011

logo

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna.

Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa allir myndhöfundar.

Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna www.myndstef.is og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 20. ágúst 2011. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Tekið skal fram að póststimpill gildir á innsendum umsóknum.

Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofangreindan tíma.

Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær umsóknir.

Allar nánari upplýsingar gefur Herdís Lilja Jónsdóttir á opnunartíma skrifstofunnar, 10:00 – 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is

Vakin er athygli á því að Myndstef áskilur sér rétt til að birta  á heimasíðu sinni texta og myndir um viðkomandi verkefni í samráði við höfund þess.

Stjórn Myndstefs


Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri um helgina

myndak.jpg

VORSÝNING 2011

Um helgina verður vegleg sýningu á verkum nemenda Myndlistaskólans á Akureyri. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári.

Alls stunduðu sextíu nemendur nám í dagdeildum skólans og af þeim munu tuttugu og þrír brautskrást frá skólanum að þessu sinni.

Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barnanámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri sýningardagana.
Opnunartími kl. 14:00 til 18:00 laugardag og sunnudag.

Í menningarhúsinu Hofi verða sýnd ljósmyndaverk útskriftarnema í Fagurlistadeild.

www.myndak.is
www.facebook.com/myndak

VORSÝNING 2011
Myndlistaskólinn á Akureyri
Opin helgina 13. - 16. maí kl. 14:00 - 18:00
Sýningarstaður: Kaupvangsstræti 16


Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir opna ljósmyndasýningu á Café Karólínu

2qawfq.jpg

Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir

It's like living in your own world

04.12.10 - 07.01.11


Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir opna sýninguna “It's like living in your own world” á Café Karólínu laugardaginn 4. desember kl. 15:00. Sýningin stendur til 8. janúar 2011 og eru allir velkomnir. Þetta er síðasta sýningin á Café Karólínu í bili en þar hafa verið reglulegar sýningar frá opnun árið 1993.
Sýningin samanstendur af svart/hvítum ljósmyndum. Myndirnar eru teknar við að hausti til við Mývatn og sýna vatnið og umhverfi þess við einstakar aðstæður. Hitinn við vatnið er rétt yfir frostmarki, það er algjör kyrrð og þoka, einstaka vatnsdropar falla á vatnið. Vatnið er spegilslétt og þögnin er nánast yfirþyrmandi, náttúran hefur öll völd.

Myndirnar voru fyrst sýndar við opnun listahátíðarinnar Jónsvöku sumarið 2010 og er þetta annað skiptið sem þær eru á sýningu.

Júlía Runólfsdóttir er 17 ára gamall nemi frá Reykjavík með ást á þríhyrningum, flæðandi formum og skuggum. Hún stundar nám við Menntaskólann við Hamrahlíð og einnig við Myndlistaskólann í Reykjavík. Júlía hefur haft áhuga á ljósmyndun síðan hún var bara barn og myndað af nokkurri alvöru síðastliðin ár. Hún tók þátt í alþjóðlegri ljósmyndabók fyrir ungmenni árið 2008 og myndir eftir hana hafa birst í ótalmörgum tímaritum og blöðum auk þess sem hún hélt sína fyrstu sýningu, með Huga Hlynssyni, í sumar.

Hugi er fæddur á Akureyri árið 1991 en fluttist tveggja ára til Þýskalands og bjó þar til átta ára aldurs þegar hann fluttist aftur til Akureyrar. Hugi hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun og hefur á undanförnum árum reynt að marka sér beinni stefnu á áhugasviði sínu innan ljósmyndunar. Hugi er nemandi á náttúrufræðibraut VMA og stundar dulin ljóðaskrif ásamt áhuga-verkfræðimennsku til hliðar við ljósmyndunina.

Sjá einnig heimasíður Huga og Júlíu: hugihlynsson.com og juliarunolfs.com

Nánari upplýsingar veitir Hugi í síma 6633026 og í tölvupósti: hugihlynsson@gmail.com og Júlía í síma 8694456.

Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga þá er opið frá kl. 15.

1pxkrt.jpg


Málþing Myndlistarfélagsins: ERU SKÓLARNIR SKAPANDI?

mynd_logo_1036390

ERU SKÓLARNIR SKAPANDI?

Málþing Myndlistarfélagsins verður haldið á RUB í Kaupvangstræti á Akureyri, laugardaginn 20. nóvember kl.14:00-17:00.

Framsögumenn verða Kristinn G Jóhannsson, Kristín Dýrfjörð, Ragnheiður Þórsdóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Þorvaldur Þorsteinsson einnig mun Ivar Hollanders tala um upplifun sína af skólakerfinu.  Fundarstjóri verður Ingibjörg Auðunsdóttir.


Stjórn Myndlistarfélagsins telur þetta þarfa umræðu að öll skólastigin mætist og velti fyrir sér tilgangi myndlistarkennslu og hvernig henni er háttað í dag.

Málþingið verður  á Alþjóðadegi barna og mun Myndlistarfélagið  jafnframt standa fyrir sýningu á verkum barna í Sal Myndlistarfélagsins.

Vinsamlegast skráið þátttöku á netfang: bilda@simnet.is fyrir 15. nóv.
Allir velkomnir!


Styrkjanámskeið á Akureyri

4960786A46664B6EBB63C25252C76EB9

Þriðjudaginn 19. október kl. 16:00 -18:00 mun María Jónsdóttir, forstöðukona Norrænu upplýsingaskrifstofunnar, fara yfir mögulega fjármögnun norrænna menningarverkefna í Deiglunni Kaupvangsstræti 23.



Dagskrá:


• Norræni Menningarsjóðurinn
• Aðrir norrænir sjóðir
• Hvernig skrifa ég góða umsókn
• Hugmyndir að norrænum samstarfsverkefnum

Skráning er með tölvupósti til mariajons@akureyri.is eða í síma 462 7000 fyrir kl. 16:00 þann 18. október.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.


Arnþrúður Dagsdóttir opnar sýningu á Kaffi Karólínu

brei_a-.jpg

 

Arnþrúður Dagsdóttir

 

Breiða

 

07.08.10 - 03.09.10

 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

 

Breiða, sýning Arnþrúðar Dagsdóttur verður opnuð laugardaginn 7.ágúst kl. 15.00 á Kaffi Karólínu. Sýningin stendur til 3.september. Allir eru velkomnir.

 

Arnþrúður Dagsdóttir lauk mastersnámi í myndlist frá Sandberg Instituut í Amsterdam haustið 2007. Hún útskrifaðist 2003 frá myndlistarskólanum AKI, Academie voor Beeldende Kunst en Vormgeving, Enschede, Hollandi. Algeng þemu í verkum hennar eru samskipti manns við náttúruna og náttúruna í sér, sjálfsmyndin, kynja- og kynímyndir.

 

Breiða samanstendur af ljósmyndum. Þær spyrja spurninga um mörk hins almenna og hins einstaka og um tímann í efnislegum hlutum. Í ljósmyndum og fötum er falinn ákveðinn tími, stund sem aldrei kemur aftur en við reynum að klófesta. Föt eru hluti af persónusköpun mannsins, næst skinninu, náttúrunni. Frá mörkum hins almenna og hins einstaka er stutt í sviðsetningar og mögulegar atburðarásir sem efniviður myndanna gæti/gæti ekki hafa tekið þátt í. Myndin sjálf, framsetningin, ákvarðast af einhverju leiti af þessu, en ekki síður af þeirri spennu og fegurð sem verður til þegar náttúru og manngerðum hlutum er stefnt saman.

 

Nánari upplýsingar veitir Arnþrúður í síma 849 2804 eða tölvupósti: dittadags@hotmail.com

 

Sýningin stendur til föstudagsins 3. september og allir eru velkomnir.

 

Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga þá er opið frá kl. 15.

 

Næstu sýningar á Café Karólínu:

04.09.10 - 01.10.10                  Margrét Buhl                  

06.11.10 - 03.12.10                  Guðrún Hadda Bjarnadóttir

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband