Baniprosonno með listasmiðjur fyrir börn

listasmidjur-2012.jpg

Baniprosonno (1932) teiknar, málar og gerir skúlptúra og „hluti“. Hann hefur haldið meira en 100 einkasýningar á verkum sínum víða um og heim, m.a. í Kalkútta, Nýju Delhi, Mumbai, Kathmandu, París, London, Berlín, Amsterdam, Oslo, Stokkhólmi og Reykjavík.

Meðal stofnana sem hafa boðið honum að sýna má nefna Commonwealth Institute, London - Kulturhuset, Stokkhólmi - Sonjahenie Art abo Centre, Noregi - Nordjyllands Kunst Museum, Álaborg, Danmörku - Kulturamt, Kiel - A.O.F.A., Kalkútta - Jahangir Art Gallery, Mumbai – Listamenn Gallerí, Reykjavik og Listasafn Árnesinga í Hveragerdi þar sem hann hélt nýlega stóra sýningu undir heitinu Ævintýraheimur Baniprosonno þar sem allt var gert úr pappír og ánafnaði hann listasafninu alla sýninguna.

Baniprosonno er einnig þekktur fyrir ævintýralega listasmiðjur sínar með börnum víða um heim. Hann hefur yndi af skapandi eldamennsku og hefur lagt drög að kokkabók með heitinu Að elda án kokkabókar. Hann skrifar líka ævintýri og bullrímur fyrir börn á öllum aldri og hafa nokkrar slíkar bækur verið gefnar út.

Baniprosonno býr ásamt eiginkonu sinni Putul í indversku borginni Shimla sem er í 2500 metra hæð í Himalaya fjöllunum.

Í ágúst sl. hélt Baniprosonno upp á áttræðisafmælið sitt á Íslandi sem er æskudraumalandið hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband