Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
9.9.2008 | 12:08
Gestavinnustofa Skaftfells á Seyðisfirði laus til umsóknar
Skaftfell
Miðstöð myndlistar á Austurlandi
Skaftfell auglýsir eftir umsóknum um gestavinnustofu fyrir árið 2009.
Allar frekari upplýsingar um gestavinnustofuna er að finna á vefsíðu Skaftfells
www.skaftfell.is
Skaftfell auglýsir einnig eftir umsóknum um sýningar fyrir árið 2009.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á forsíðu www.skaftfell.is
Leiðbeiningar er að finna á umsóknareyðublöðunum.
Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. október. Póststimpill gildir.
Allar frekari upplýsingar fást á skrifstofu Skaftfells í síma 472 1632
---
Skaftfell
Center for Visual Art in East Iceland
Call for applications
Application deadline for the Skaftfell residency in the year 2009 is the coming 1st October. All further information on the artist residency can be found on www.skaftfell.is
Applications for exhibitions in 2009 ends on the same date, 1st October.
Application forms can be found on the front page of www.skaftfell.is. Instructions are included in the application forms. Call for applications ends on 1st October, postal-stamp applies.
For further information call +354 472 1632
Þórunn Eymundardóttir, framkvæmdastjóri/manager
-Skaftfell- Miðstöð myndlistar á Austurlandi / Center for Visual Art
Austurvegi 42, 710 Seyðisfirði, Iceland
Tel/Fax: (+354) 472 1632
skaftfell(hjá)skaftfell.is
www.skaftfell.is
9.9.2008 | 10:02
Réttarkaffi í Freyjulundi á laugardag
Réttarkaffi
opið hús í Freyjulundi
við Reistarárrétt
klukkan 14:00 - 18:00
laugardaginn 13. sep.
ath: ekki tekið við kortum
1.9.2008 | 13:08
Styrkir Menningaráætlunar Evrópusambandsins
Menningaráætlun Evrópusambandsins veitir styrki til verkefna í öllum listgreinum og á sviði menningararfleifðar auk þess að styrkja starfsemi evrópskra tengslaneta og menningarstofnana. Áætluninni er ekki skipt milli menningarsviða. Samstarfsverkefni geta verið innan einnar listgreinar eða menningarsviðs, s.s. leiklistar, tónlistar, myndlistar, menningararfs o.s.frv. eða verið þverfagleg í samstarfi ólíkra greina.
Hægt er að sækja um:
- Styttri samstarfsverkefni (Strand 1.2.1)
Meðal skilyrða er að verkefnið sé samstarfsverkefni a.m.k 3 landi og standi yfir í mesta 2 ár.Styrkfjárhæð 50 200 þúsund evrur.
Umsóknarfrestur 1. október
- Samstarf til lengri tíma (Strand 1.1.)
Meðal skilyrða er að verkefnið sé samstarfsverkefni a.m.k 6 landa og standi yfir í 3-5 ár. Styrkfjárhæð 200 500 þúsund evrur á ári.
Umsóknarfrestur 1. október
Nánari upplýsingar og tengingar á umsóknareyðublöð ofl. eru á vefsíðu Upplýsingaþjónustu Menningaráætlunar ESB www.evropumenning.is
Menningaráætlunin styrkir einnig starfsemi evrópskra menningarstofnana, samstarfsnet og evrópska menningarviðburði. og menningarborgir Evrópu. Einnig eru veitt evrópsk menningarverðlaun á vegum áætlunarinnar s.s á sviði menningararfs og byggingarlistar. Fljótlega verður einnig komið á laggirnar evrópskum bókmenntaverðlaununum og dægurtónlistarverðlaunum.
Umsókn þarfnast töluverðs undirbúnings. Starfsmenn upplýsingaþjónustu Menningaráætlunarinnar veita ráðgjöf á öllum stigum umsóknarferlis.
Með kveðju
Menningaráætlun ESB / The European Union's Culture Programme
Upplýsingaþjónusta menningaráætlunar ESB / Cultural Contact Point Iceland
Túngata 14, 101 Reykjavik, Iceland
+354 562 63 88
email: info(hjá)evropumenning.is
www.evropumenning.is
11.8.2008 | 12:57
Bók um Margréti Jónsdóttur leirlistakonu
Um miðjan janúar 2009 verður opnuð einkasýning í Listasafninu á Akureyri á
verkum Margrétar Jónsdóttur leirlistakonu. Hún hefur starfað óslitið að list
sinni frá árinu 1985 og haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda
samsýninga bæði á Íslandi og erlendis. Í tilefni opnunarinnar gefur
Listasafnið út bók um Margréti og list hennar. Í hana rita listfræðingarnir
Shauna Laurel Jones og Aðalsteinn Ingólfsson og Sigurður Örn Guðbjörnsson
mannfræðingur. Auk þess prýðir bókina fjöldi ljósmynda.
Þér/ykkur er hér með boðið að kaupa bókina í forsölu og fá þannig nafn
þitt/ykkar á Tabula Gratulatoria á titilsíðu bókarinnar. Verð bókarinnar er
4.500.- og greiða þarf andvirðið inn á reikning 1145-26-11421, kennitala
051061-5279 fyrir 15.september en þá fer bókin í prentun. Við greiðslu er
nauðsynlegt að fram komi nafn, kennitala og heimilisfang greiðanda. Hægt
verður að nálgast bókina á Listasafninu á meðan á sýningu stendur, en þeir
sem þess óska geta fengið bókina senda í pósti á kostnað kaupanda.
Nafn greiðanda mun birtast á Tabula Gratulatoria, en sé óskað eftir að
fleira en eitt nafn komi fram þarf að hafa samband við verkefnisstýru í
síma 4663365 eða 6632525 og á netfangið signyjons(hjá)internet.is sem mun gefa
allar frekari upplýsingar.
8.8.2008 | 13:16
Umsóknarfrestur Norræna menningarsjóðsins rennur út 1. september
Ég minni á að næsti umsóknarfrestur Norræna menningarsjóðsins rennur út 1. september.
Á heimasíðu skrifstofunnar hef ég uppfært "styrkjadagatalið". Þar kemur fram umsóknarfrestur norrænna styrkja til menningarstarfs.
Góðar kveðjur
María Jónsdóttir
Forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar
Leder Nordisk informationkontor
Netfang/e-post: mariajons(hjá)akureyri.is
hjemmeside: www.akmennt.is/nu
Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000 Fax: 462 7007
11.7.2008 | 11:40
Muggur og Ferðasjóður Muggs auglýsa eftir umsóknum
MUGGUR
Muggur og Ferðasjóður Muggs auglýsa eftir umsóknum.
Umsóknum skal skilað til skrifstofu SÍM fyrir 1. september 2008.
Muggur er sjóður sem Menningarmálanefnd Reykjavíkur, Samband íslenskra myndlistarmanna og Myndstef hafa nýverið stofnað og hefur Sambandi íslenskra myndlistarmanna verið falið að annast umsýslu hans. Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn til tímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis. Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla myndlistarstarf í Reykjavík og styrkja ímynd Reykjavíkurborgar sem framsækinnar menningarborgar á heimsvísu. Stofnun sjóðsins er liður í því að gera Reykjavíkurborg að vettvangi alþjóðlegra listastrauma. Auglýst er eftir umsóknum til dvalar erlendis vegna: Myndlistarsýningar, vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði, annars myndlistarverkefnis
Ferðasjóður Muggs er sjóður sem Samband íslenskra myndlistarmanna, Höfuðborgarstofa og Icelandair hafa stofnað til þess að styrkja ferðir myndlistarmanna sem eru fullgildir félagar í SÍM. Sömu skilyrði gilda um Ferðasjóð Muggs og Mugg, auk þess er skilyrði að verkefnið sé sýnilegt og að það geti að mati sjóðsstjórnar styrkt ímynd Reykjavíkur sem uppsprettu fyrir öflugt og framsækið myndlistarlíf.
Hér með er auglýst eftir umsóknum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 1. október 2008 til 31. mars 2009. Úthlutun fer fram í september 2008.
Til að geta fengið úthlutun úr Muggi og/eða Ferðasjóði Muggs þarf umsækjandi að vera fullgildur félagi í SÍM og leggja fram tilskilin gögn er staðfesti boð um þátttöku í myndlistarviðburði eða úthlutun á aðstöðu til vinnu við myndlist. Ekki er veitt fé vegna dvalar í vinnustofum þegar fullir dvalarstyrkir fylgja úthlutun. Vinsamlega athugið að dvalarstyrkir og ferðastyrkir eru eingöngu veittir til einstaklinga. Ferðastyrkir eru veittir í formi flugmiða, ekki peninga, ekki er hægt að endurgreiða keypta miða.
Umsóknum skal fylgja ítarleg og greinargóð lýsing á verkefninu, upplýsingar um sýningu, sýningarstað, vinnustofusetur, verkstæði, ráðstefnu eða annað það sem við á hverju sinni. Einnig skal fylgja staðfesting ábyrgðarmanns verkefnisins í því landi sem það fer fram í, þ.e. sýningarstjóra, safnstjóra, galleríeiganda, forstöðumanns vinnustofuseturs, verkstæðis eða annars, allt eftir eðli verkefnisins. Dagsetningar verkefnisins verða að koma fram. Styrkþegar undirgangast skuldbindingar gagnvart sjóðunum samkvæmt sérstökum samningum sem gerðir verða í kjölfar úthlutunar og kveður m.a. á um að styrkþegum beri að skila stuttri greinargerð um notkun styrksins.
Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða. Lesa reglur og leiðbeiningar. Sækja þarf um á sér eyðublaði fyrir hvorn sjóð. Ef sótt er um styrk fyrir fleira en eitt verkefni, skal fylla út sér eyðublað fyrir hvort verkefnið fyrir sig.
Umsóknareyðublöð, stofnskrár beggja sjóðanna og reglur um úthlutun er að finna á heimasíðu SÍM, www.sim.is. Nánari upplýsingar um Mugg eru einnig veittar á skrifstofu SÍM,netfang: sim@simnet.is, og í síma 551 1346.
Umsóknum skal skilað til skrifstofu SÍM fyrir 1. september 2008, póststimpill gildir.
Úthlutað verður úr báðum sjóðunum samtímis.
15.5.2008 | 08:26
Facing China í Listasafninu á Akureyri
Laugardaginn 17. maí kl. 13 verður sýningin Facing China ( Augliti til auglitis við Kína ) opnuð í Listasafninu á Akureyri. Heiti sýningarinnar endurspeglar meginstef hennar, manninn og andlitið, sem sjá má í málverkum og skúlptúrum eftir níu kínverska samtímalistamenn sem vakið hafa alþjóðlega athygli og sett hvert sölumetið á fætur öðru í uppboðshúsum heimsins. Listamennirnir sem verk eiga á sýningunni eru Chen Qing Qing, Fang Lijun, Liu Ye, Tang Zhigang, Wei Dong, Yang Shaobin, Yue Minjun, Zhang Xiaogang og Zhao Nengzhi.
Öll verkin á sýningunni koma úr fórum hollenska listaverkasafnarans Fu Ruide. Hann hefur reynst Listasafninu á Akureyri mikill haukur í horni við mótun og undirbúning sýningarinnar og bætti við mörgum nýjum verkum í safn sitt til að gera hana sem best úr garði. Af þessu tilefni hefur verið gefin út glæsileg 270 síðna bók í hörðu bandi á ensku og kínversku sem í rita, auk forstöðumanns Listasafnsins og eiganda verkanna, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, hinn þekkti bandaríski listfræðingur Robert C. Morgan og virtasti gagnrýnandi kínverskrar myndlistar, Li Xianting, sem stundum er kallaður guðfaðir samtímalistarinnar þar í landi. Þá hefur Listasafnið gefið út dagblað sem hefur að geyma valda texta á íslensku og myndir í áðurnefndri bók. Sýningin er sett upp í tengslum við Listahátíð í Reykjavík, sem árið 2008 er að miklu leyti helguð alþjóðlegri myndlist. Frá Akureyri ferðast sýningin víða um lönd og verður hún meðal annars sett upp í söfnum í Austurríki, Þýskalandi, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Skandinavíuför hennar lýkur árið 2010, en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt listasafn á frumkvæðið að skipulagningu alþjóðlegrar farandsýningar af þessari stærðargráðu. Sýningarstjóri er Hannes Sigurðsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri.
Verkin úr safni Fu Ruide voru ekki einvörðungu valin vegna verðleika sinna, heldur einnig til að þau væru í samræmi við stef sýningarinnar, sem er manneskjan, fas hennar og fés, og þar af sprettur heitið, Facing China . En þótt líta megi á sýninguna harla bókstaflega í þessu tilliti, er heitið einnig margrætt með ráðnum hug, jafnvel eilítið ógnvænlegt, þar eð það að standa augliti til auglitis við eitthvað þýðir að takast á við veruleikann. Sýningin býður því birginn að mögulega kvikni einhverjar væntingar til kínverskrar listar um að hún sé annaðhvort sprottin af eintómri pólitík eða seiðandi exótísk og öðrum hefðbundnum grillum. Málverkin og skúlptúrarnir á sýningunni eru ekki til marks um Kínverjaskap þessara listamanna. Þess í stað afhjúpa þau stereótýpur, beina sjónum okkar frá hinu dálítið kunnuglega að djúpri sjálfshygli þegar við leiðum augun um andlitin og líkamana sem bregður fyrir í verkunum. Þau afhjúpa persónulegar og andlegar sneiðmyndir af fólkinu sem þau sýna, og mannlega eiginleika sem eru almennari en áhorfandinn kann að gera sér í hugarlund við fyrstu sýn.
Nánari upplýsingar sýninguna er að finna á vefsíðu Listasafnsins: www.listasafn.akureyri.is. Einnig er hægt að hafa samband við Hannes Sigurðsson í síma 899-3386 (netfang: hannes@art.is). Aðalstyrktaraðili sýningarinnar er Samskip sem veitti aðstoð við flutning á verkunum til landsins. Sýningunni lýkur 29. júní og er safnið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12 17.
Tilraunastofa lista og vísinda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2008 | 09:02
Listasjóður Pennans auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum
Styrkir til myndlistarmanna
Listasjóður Pennans auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum
Um er að ræða sjóð sem nú er veittur úr í annað sinn.
Hlutverk sjóðsins er að veita listamönnum brautargengi. Í fyrra hlaut Elín Hansdóttir hæsta styrk sjóðsins. Pétur Thomsen og María Kjartansdóttir fengu aðra styrki úr sjóðnum og Halldór Örn Ragnarsson hlaut sérstaka viðurkenningu.
Veittir verða þrír styrkir:
· Einn að upphæð 500 þúsund krónur
· Tveir að upphæð 200 þúsund krónur
Styrkirnir skiptast annars vegar í peningaupphæð og hins vegar kaup á listaverkum.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar eru að finna á vef Pennans, www.penninn.is. Umsóknarfrestur er til 25. maí n.k. og er eingöngu tekið við gögnum á rafrænu formi í gegn um vefinn eða netfangið listasjodur@penninn.is
Penninn, Hallarmúli 4 sími 540 2000
8.5.2008 | 08:58
Steingrímur Eyfjörð, Ragnar Kjartansson og Margrét H. Blöndal tilnefnd til Sjónlistarverðlaunanna 2008
Tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna 2008 voru kynntar í Reykjavík í gær. Fyrir hönnun eru tilnefnd Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir fyrir fimm skartgripalínur sem kynntar voru á síðasta ári, Hjalti Geir Kristjánsson fyrir sýningu sína Stólar og Sigurður Eggertsson fyrir verk sín í grafískri hönnun frá árinu 2007 en þar var umfangsmest verkið Sequences.
Í myndlist eru tilnefnd Steingrímur Eyfjörð fyrir sýninguna Lóan er komin á Feneyjartvíæringnum 2007, Ragnar Kjartansson fyrir innsetninguna Guð á samnefndri sýningu í Nýlistasafninu og Margrét H. Blöndal fyrir sýninguna Þreifað á himnunni í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.
Sjónlist er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Forms Ísland samtaka hönnuða og Sambands íslenskra myndlistarmanna.
Sex listamenn eða hópar listamanna sem starfa að jafnaði saman, hljóta tilnefningu á tveimur sviðum, myndlist og hönnun, fyrir framlag sitt til greinarinnar á tólf mánaða tímabili áður en tilkynnt er um tilnefningar. Allir hönnuðir og myndlistarmenn sem sýna verk sín á tímabilinu, eða kynna þau með öðrum hætti, koma til greina við tilnefninguna.
Tveir úr þeirra hópi hljóta Sjónlistaorðuna, auk peningaverðlauna að upphæð 2.000.000 kr. hvor. Heiðursorðu Sjónlistar hlýtur myndlistarmaður eða hönnuður ár hvert fyrir einstakt æviframlag til sjónlistanna. Sjónlistaverðlaunin verða afhent í Flugsafni Íslands á Akureyri 19. september.
(Myndin er frá tilnefningunni í fyrra.)
Tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2008 | 10:10
Þjónustumiðstöðin Marína
Fyrirhugað er að opna þjónustumiðstöð við skemmtiferðaskip þau er eiga viðdvöl á Akureyri undir heitinu Marína. Áhersla verður lögð á að mæta þörf á miðstöð fyrir gesti og áhafnir skemmtiferðaskipa sem heimsækja Akureyri. Markmið þjónustumiðstöðvarinnar er að kynna íslenska matarmenningu og menningararfleifð þá er leynist í handverki Íslendinga. Mikill metnaður verður lagður í vel framsetta minjagripaverslun sem skal skarta handgerðum íslenskum munum eins og frekastur er kostur. Sjá nánar um verkefnið www.marina.is
Opnun miðstöðvarinnar verður í lok maímánaðar. Skipulagning er í fullum gangi og verður leitast við að skapa eins þjóðlegan anda í vöruvali og kostur er.
Nú auglýsi ég eftir aðilum með vandaðar vörur í þjóðlegum anda sem gætu passað í vöruúrvalið.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst, ábendingar vel þegnar.
Með kveðju
Dóróthea Jónsdóttir
s. 864-3633
marina(hjá)marina.is
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)