Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

KEA auglýsir eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð

kealogo Auglýst eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð

KEA auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Styrkúthlutun tekur til tveggja flokka.

Til einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæðinu. Um getur verið að ræða málefni á sviðum félagsmála, minjavörslu, lista og hverra þeirra málefna sem flokkast geta sem menningarmál í víðtækri merkingu. Til þátttökuverkefna á sviði menningarmála. Í flokki þátttökuverkefna er horft til stærri verkefna á sviði menningamála á félagssvæði KEA. Fagráð fjallar um og gerir tillögur að úthlutun hverju sinni. Umsóknarform má nálgast á heimasíðunni undir, samfélagið- umsóknir um styrk/auglýsingu, eða á skrifstofu félagsins og skal umsóknum skilað rafrænt eða á skrifstofu KEA, Glerárgötu 36, á Akureyri fyrir 19. nóvember 2008.

HLYNUR HALLSSON SÝNIR Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR

borgidher.jpg gu_r_n_vera.jpg

HLYNUR HALLSSON  ÚT / INN

6. nóvember 2008 – 11. janúar 2009

Listasafn Reykjavíkur

Hafnarhús

Opnun fimmtudaginn 6. nóvember 2008 klukkan 17

 

Tuttugu þjónustufyrirtæki í miðbænum taka virkan þátt í sýningu Hlyns Hallssonar ÚT / INN sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi fimmtudaginn 6. nóvember. Sýning Hlyns felur í sér að færa hluta af safnkosti Listasafns Reykjavíkur út á meðal almennings og á sama tíma að varpa nýju ljósi á viðtekna hluti í umhverfi okkar og setja þá í nýtt samhengi innan veggja safnsins. Listaverkin verða sett upp hjá þjónustuaðilum sem í skiptum lána á sýninguna hlut sem er einkennandi fyrir starfsemi þess. Verkin sem Hlynur hefur valið úr safneigninni eru frá öndverðri síðustu öld til okkar daga og eru eftir listamenn allt frá Gunnlaugi Blöndal til Gjörningaklúbbsins. Auk þess hefur fjöldi tímarita og blaða tekið þátt í verkefninu með því að fjalla um hugmynd Hlyns og verður sú umfjöllun einnig til sýnis.

Lánsmunirnir á sýningu Hafnarhússins eru af ýmsum toga; uppstoppaður ísbjörn, minjagripir, verslunarkælir, jakkaföt og fleira og fleira en eftirtaldir þjónustuaðilar taka þátt í verkefninu: Aurum, Brynja, Eymundsson, Gyllti kötturinn, Hársaga, Gallerí i8, Kaffitár, Karlmenn, Kisan, Landsbankinn, Lyfja, Múltíkúltí,  Skífan, Subway, Varðan, Verslunin Bláa lónið, Víkingur, Vísir, 10-11 og 66° norður. Þessi sömu aðilar bjóða nú viðskiptavinum sínum að njóta listaverka eftir marga, viðurkennda listamenn eins og Ásmund Ásmundsson, Ásmund Sveinsson, Birgi Andrésson, Eggert Pétursson, Gjörningaklúbbinn, Guðmundu Andrésdóttur, Guðrúnu Veru Hjartardóttur, Gunnlaug Blöndal, Hrafnkel Sigurðsson, Hrein Friðfinnsson, Huldu Hákon, Hörð Ágústsson, Jóhannes S. Kjarval, Ilmi Stefánsdóttur, Karin Sander, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Ragnar Kjartansson, Rósku og Sólveigu Aðalsteinsdóttur.
Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir.

Hafnarhúsið er opið daglega 10-17 og alla fimmtudaga til kl. 22.

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITT

Eftirtaldir taka þátt í verki Hlyns Hallssonar með því að sýna verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur og leggja til hluti sem sýndir eru í safninu:

Víkingur / Viking
Hafnarstræti 3
Verk / Artwork:
Karin Sander, Finnbogi Pétursson, 2000

Subway
Austurstræti 3
Verk / Artwork:
Guðmunda Andrésdóttir: Án titils / Untitled, 2001

Gyllti kötturinn
Austurstræti 8
Verk / Artwork:
Hörður Ágústsson, Samlagning I / Addition I, 1976

Hársaga
Austurstræti 6
Verk / Artwork:
Ragnar Kjartansson, Guð / God, 2007

Landsbankinn
Austurstræti 11
Verk / Artwork:
Róska, Lifi frelsið / Viva la Libertad, 1973

Verslunin Eymundsson
Austurstræti 18
Verk / Artwork:
Guðrún Vera Hjartardóttir, Áhorfandi / Spectator, 1996

Verslunin 10 – 11
Austurstræti 17
Verk / Artwork:
Eggert Pétursson, án titils / Untitled, 1991

Aurum
Bankastræti 4
Verk / Artwork:
Sólveig Aðalsteinsdóttir, án titils / Untitled, 1993

66° norður
Bankastræti 5
Verk / Artwork:
Ásmundur Sveinsson, Gegnum hljóðmúrinn / Through the Sound Barrier, 1952

Kaffitár
Bankastræti 8
Verk / Artwork:
Kristján Guðmundsson, 6 x 13 jafntímalínur / 6 x 13 Balanced Timelines, 1974

Múltikúlti
Ingólfsstræti 8
Verk / Artwork:
Jóhannes S. Kjarval, Eldfákar / Fire Horses, ártal óvitað /year unknown

Vísir
Laugavegi 1
Verk / Artwork:
Hreinn Friðfinnsson, Cast, 1994

Karlmenn
Laugavegi 7
Verk / Artwork:
Birgir Andrésson, Mannlýsing I og II / Portrait I and II, 2004

Kisan
Laugavegi 7
Verk / Artwork:
Ásmundur Ásmundsson, Fantagott Pepsí / Fantagood Pepsi, 2000

Verslunin Bláa lónið / Blue lagoon
Laugavegi 15
Verk / Artwork:
Magnús Pálsson, Sólskríkja, mús, kengúra / Snow Bunting, Mouse, Kangaroo, 1980 - 94

Lyfja
Laugavegi 16
Verk / Artwork:
Hulda Hákon, There must be somebody,... , 1992

Gallerí i8
Klapparstíg 33
Verk / Artwork:
Gunnlaugur Blöndal, Frú Áslaug Ágústsdóttir, ártal óvitað / year unknown

Varðan
Grettisgötu 2a
Verk / Artwork:
Ilmur Stefánsdóttir, HOOKON-Innkaupahanskar / HOOKON-Shopping Gloves, 2001

Skífan
Laugavegi 26
Verk / Artwork:
Gjörningaklúbburinn / Icelandic Love Corporation, Girnilegar konur / Delicious Women, 1996

Brynja
Laugavegi 29
Verk / Artwork:
Hrafnkell Sigurðsson, án titils / Untitiled, 2003

Gestir safnsins eru hvattir til að kynna sér opnunartíma þar sem verk úr safneigninni eru sýnd og skoða sýninguna í miðborginni.


Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir.

Texti sýningarstjóra


Kynning á Norræna menningarsjóðnum og öðrum norrænum styrkjum

NORD_NKF_DK_WEB

Fjármögnun menningarverkefna.

Norræna upplýsingaskrifstofan vekur athygli á að næsti umsóknarfrestur Norræna menningarsjóðsins er 1. febrúar. Umsóknarfrestur annarra norrænna sjóða er frá janúar og fram á vor fyrir verkefni sem vinna á sumar og haust 2009.

Kynning á Norræna menningarsjóðnum og öðrum norrænum styrkjum verður haldin í Deiglunni á Akureyri, fimmtudaginn 13. nóvember kl. 14:00-16:00.

Hvernig er góð umsókn unnin? Hvað þarf að koma fram í umsókn? Farið verður yfir nokkur grundvallaratriði þegar sótt er um styrki.

María Jónsdóttir sér um kynningu og George Hollanders segir frá reynslu sinna af því að sækja um hjá Norræna menningarsjóðnum.

Þátttökugjald er 1000 kr.

Skráning með tölvupósti til mariajons@akureyri.is

María Jónsdóttir
Forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar
Leder Nordisk informationkontor
Netfang/e-post: mariajons@akureyri.is
hjemmeside: www.akmennt.is/nu

Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000 Fax: 462 7007.


Þorsteinn Gíslason opnar sýningu á Café Karólínu

img_0525.jpg

Þorsteinn Gíslason

Virði - Wort

01.11.08 - 05.12.08   
 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

Þorsteinn Gíslason opnar sýninguna "Virði - Worth" á Café Karólínu laugardaginn 1. nóvember 2008 klukkan 14.

Um verkið: Verkið ”Virði” er klisjuverk. Leiðinlegt og óspennandi en í leiðinlegheitum sínum spyr það okkur um mikilvægi hlutanna. Hvað má glatast? Hvað ekki?

Um listamanninn: Þorsteinn Gíslason, Steini, útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2006. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar. Hann er annar eigandi gallerís Víð8ttu601.

Sýningin stendur til 5. desember 2008.
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn í steini66@nett.is og í síma 846 1314

Næstu sýningar á Café Karólínu:
06.12.08 - 02.01.09    Jóna Bergdal Jakobsdóttir
03.01.09 - 06.02.09    Herdís Björk Þórðardóttir
07.03.09 - 03.04.09    Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09    Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Áskriftartilboð Sjónauka, þriðja heftið að koma út

sjonauki_2_enÍ þessu þriðja hefti Sjónauka sem ber heitið Gildi / Value er áhersla
lögð á umhverfi og hagkerfi myndlistarinnar. Listamaður blaðsins
er Ásmundur Ásmundsson sem einnig gerir fjölfeldi fyrir blaðið.
Meðal þeirra er skrifa greinar eru Markús Þór Andrésson, Valur
Brynjar Antonsson og Gauti Sigþórsson. Greinin Capitalism
as Religion eftir Walter Benjamin birtist í fyrsta sinn á íslensku
í þýðingu Benedikts Hjartarsonar. Viðtöl að þessu sinni eru við
Mariu Lind sýningarstjóra, Fiu Bäckström listamann og Níels Hafstein
forstöðumann Safnasafnsins. Hlynur Hallsson gerir nýtt verk
og Eygló Harðardóttir myndlistarmaður greinir frá áhrifavöldum
sínum. Póstkort frá New York um listalíf borgarinnar og umfjallanir
um sýningar m.a. um nýafstaðna Manifesta hátíðina á Ítalíu sem
nokkrir íslenskir myndlistarmenn tóku þátt í og sýningar í tengslum
við Listahátíð í Reykjavík.

sjonauki_1_enÁskriftartilboð
Sjónauki nr. 3 I nóvember 2008
Vakin er athygli á gjafverði á Sjónauka í áskrift. Til að gerast áskrifandi sendið upplýsingar um nafn, k.t. og heimilisfang á: askrift@sjonauki.is
Áskriftarverð er 1500 kr. fyrir eintakið út 2008

Nýir áskrifendur fá eintök af eldri
tölublöðum - Stofnun og Ljóðrænu

Friðrika ehf. / Po Box 338, 121 Reykjavík / info@sjonauki.is / www.sjonauki.is


Listasjóður Dungal auglýsir eftir umsóknum um styrki

MYNDLISTARMENN
 – umsóknir um styrki
sitelogo

Listasjóður Dungal
auglýsir eftir umsóknum um styrki.
 
Sjóðurinn var stofnaður árið1992 í minningu
Margrétar og Baldvins P. Dungal kaupmanns í Pennanum.
Markmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega myndlistarmenn
sem eru að stíga sín fyrstu skref á listabrautinni.
 
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má nálgast
á vef listasjóðsins www.listasjodur.is. Umsóknum skulu fylgja
ljósmyndir af verkum umsækjanda ásamt ferilsskrá og skal
skila gögnum í pósthólf 148, 121 Reykjavík.
(Vinsamlegast athugið að ekki er tekið við gögnum í tölvupósti.)
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2008.
 
LISTASJÓÐUR DUNGAL
í minningu Margrétar og Baldvins P. Dungal


Norrrænir ferða- og dvalarstyrkir

logo_web Síðasta umferð Menningargáttarinnar Kulturkontakt Nord er nú opin. Nú er einungis opið fyrir ferða og dvalarstyrki. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt til Menningargáttarinnar fyrir 5. nóvember 2008. Umsóknareyðublöð eru inni á: http://applications.kknord.org

Ferða og dvalarstyrkurinn er ætlaður fagaðilum innan menningar og lista, sem hafa áhuga á að ferðast til annarra Norðurlanda vegna rannsókna eða vinnu. Styrkupphæðin jafnast á við uppihald í eina viku ásamt ferðum til og frá Íslandi.

Frekari upplýsingar eru á http://www.kknord.org eða hjá Þuríði Helgu Kristjánsdóttir thuridur@nordice.is

SJÓNLIST 2008 í Listasafninu á Akureyri lýkur um helgina

bordi-animate

Sunnudaginn 19. október lýkur sýningu á verkum þeirra listamanna sem tilnefndir voru til Íslensku sjónlistaverðlaunanna 2008 í Listasafninu á Akureyri. Þetta er þriðja árið í röð sem Sjónlistaorðan var veitt en markmiðið með henni er einkum þríþætt: 1) að beina sjónum að framúrskarandi framlagi íslenskra myndlistarmanna og hönnuða sem starfa hér heima og erlendis, 2) stuðla að aukinni þekkingu, áhuga og aðgengi almennings að sjónlistum og 3) hvetja til faglegrar þekkingarsköpunar og bættra starfsmöguleika sjónlistafólks á Íslandi. ??

Sex listamenn voru tilnefndir til Sjónlistaorðunnar í maí og hlutu tveir þeirra ríkuleg verðlaun fyrir framlag sitt, annar á sviði myndlistar og hinn á sviði hönnunar. Handhafi orðunnar í myndlist 2008 var Steingrímur Eyfjörð og í hönnun var það Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir. Tvær milljónir króna komu í hlut hvors listamanns sem hreppti fyrsta sæti í sínum flokki, en þetta eru hæstu verðlaun sem veitt eru á sviði myndlistar og hönnunar hér á landi.
Þeir sem tilnefndir voru í ár eru: Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir fyrir fimm skartgripalínur sem kynntar voru á síðasta ári og bera nöfnin Agla, Brynja, Fold, Salka og Gerður. Hjalti Geir Kristjánsson fyrir sýninguna Stólar sem sett var upp í Gallerí 101 og bar þess glögg merki að hér var á ferð tímalaus hönnun og fagmannleg framsetning. Margrét H. Blöndal fyrir sýninguna Þreifað á himnunni í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Ragnar Kjartansson fyrir innsetninguna Guð á samnefndri sýningu í Nýlistasafninu. Sigurður Eggertsson fyrir ýmis verk sem hann gerði 2007, þar á meðal merkið sem hann hannaði fyrir listahátíðna Sequences, og Steingrímur Eyfjörð fyrir sýninguna Lóan er komin á Feneyjartvíæringnum 2007.
Sjónlist er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menntamálaráðuneytis, Iðnar- og viðskiptaráðuneytis, Sambands íslenskra myndlistarmanna, Hönnunarmiðstöð Íslands, Sjónvarpsins, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Listaháskóla Íslands, Menningarmiðstöðvar Listagilsins og Listasafnsins á Akureyri, sem átti frumvæðið að því að koma verðlaununum á fót. Aðalstyrktaraðili sýningarinnar er Landsvirkjun, en aðrir máttarstólpar eru Montana, Glitnir, Flugfélag Íslands, Prentmet, Flugsafn Íslands, Hótel Kea, Karl K. Karlsson, Thyssen-Bornemisza Art Contemporary og Geimstofan.
Sýningunni lýkur 19. október. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Listasafnsins, Hannes Sigurðsson, í síma 899-3386, netfang: hannes@art.is.


Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir í nýju Galleríi, M3 á Glerártorgi

kindur_679492.jpg
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnaði sýningu/innsetningu í Gallerí M3 á Glerártorgi föstudaginn 19. sept.

Aðalheiður  er fædd og uppalin á Siglufirði en fluttist til Akureyrar og bjó þar í 20 ár. Hún hefur fengist við myndlist síðan 1993, sett upp fjölda einkasýninga í 14 löndum og tekið þátt í samsýningum, listasmiðjum og Dieter Roth Akademíunni. Aðalheiður hefur starfað við ýmislegt tengt listum og hlotið tvívegis starfslaun frá ríki og bæ. Var þátttakandi í uppbyggingu Listagilsins á Akureyri og er í stjórn Myndlistafélagsins og Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Undanfarin fjögur ár hefur Aðalheiður búið og starfað í Freyjulundi 601, Akureyri.  www.freyjulundur.is

Sýningin  er sú þriðja sýning af fimmtíu sem Aðalheiður setur upp víða um heim á næstu fimm árum.  Sýningarnar eru allar undir yfirskriftinni “ Réttardagur “ og fjalla á fjölbreyttan hátt um þá menningu sem skapast hefur í kringum  íslensku sauðkindina. Hver sýning tekur mið af rýminu sem í boði er og verður öðrum listamönnum eða aðilum sem fjalla um sauðkindina,  boðin þátttaka.  Einnig eru bókaðar sýningar  á næsta ári í Hollandi, Þýskalandi og Afríku.

Gallerí M3  er sett saman úr  einingum sem framleiddar eru af Montana fyrirtækinu og er gjöf  Peters J. Lassens forstjóra og aðaleiganda danska húsgagnafyrirtækisins og Eyjólfs Pálssonar eiganda húsgagnaverslunarinnar Epal til Akureyrarbæjar.   Montana einingarnar voru hannaðar og framleiddar í þeim tilgangi að fá listamenn til að raða þeim saman og skapa með þeim innsetningar og er Ólafur Elíasson td. einn þeirra sem hefur unnið með einingarnar.   Árið 2005 vann Finnur Arnar myndlistarmaður verkið "Stígur" sem sýnt var í versluninni Epal. Það verk var gefið Akureyrarbæ en síðan ákveðið að setja einingarnar, sem upphaflega voru hluti af verki Finns, saman en leyfa fleiri listamönnum að vinna inn í þær sín myndlistarverk.   
Gallerí M3 verður staðsett á Glerártorgi um hríð  en rýmið er hinsvegar þess eðlis að auðvelt er að flytja það milli staða.
Það er mikill heiður fyrir bæinn að þiggja slíka gjöf en þess má geta að Lassen hefur í þrjú ár veitt verðlaunafé í flokki hönnunar í Íslensku Sjónlistaverðlaununum. 

Meðfylgjandi er mynd af verki Aðalheiðar Eysteinsdóttur sem verður inni í Gallerí M3

Starfslaun listamanna 2009

haus

 

 

 

Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2009, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991 með áorðnum breytingum.
 
 Starfslaunin eru veitt úr fjórum sjóðum, þ.e.:
1.   Launasjóði rithöfunda
2.   Launasjóði myndlistarmanna
3.   Tónskáldasjóði
4.   Listasjóði
 
Umsóknir einstaklinga, ásamt fylgigögnum, skulu berast Skrifstofu Stjórnar listamannalauna, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir  kl. 17:00 fimmtudaginn 2. október 2008.  Ef umsókn er send í pósti gildir dagstimpill pósthúss.
Umsóknir skulu auðkenndar "Starfslaun listamanna 2009" og tilgreindur sá sjóður sem sótt er um laun til.
 
Heimilt er að veita starfslaun úr Listasjóði til stuðnings leikhópum enda verði þeim varið til greiðslu starfslauna til einstakra leikhúslistamanna. Umsóknir leikhópa til Listasjóðs fyrir einstaka leikhúslistamenn, ásamt fylgigögnum, skulu berast Skrifstofu Stjórnar listamannalauna, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir  kl. 17.00 fimmtudaginn 2. október 2008.  Ef umsókn er send í pósti gildir póststimpill. Umsóknir skulu auðkenndar "Starfslaun listamanna 2009 - leikhópar".
 
Með umsókn skal fylgja greinargerð um verkefni það sem liggur til grundvallar umsókninni ásamt upplýsingum um hve langan starfstíma er sótt um og rökstuðningi fyrir tímalengd.  Jafnframt skulu fylgja upplýsingar um náms- og starfsferil, verðlaun og viðurkenningar. Þessir þættir  skulu  að  jafnaði  liggja  til  grundvallar  ákvörðun  um úthlutun starfslauna
 
Athugið að hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991 með áorðnum breytingum.
 
Umsóknareyðublöð fást á vef Stjórnar listamannalauna www.listamannalaun.is og á  skrifstofu  stjórnarinnar  að  Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 2. hæð.
 
 
Umsóknarfrestur rennur út  fimmtudaginn 2. október 2008.
 
 
Stjórn listamannalauna 25. júlí 2008

Skrifstofa Stjórnar listamannalauna
Túngötu 14, 101 Reykjavík
S. 562 6388, listamannalaun@listamannalaun.is
www.listamannalaun.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband