Kristjana Samper og Baltasar Samper sýna í DaLí Gallery

_hrimthursi.jpg

Listamennirnir Kristjana Samper og Baltasar Samper opna samsýningu í DaLí
Gallery laugardaginn 30. ágúst kl. 17 á Akureyrarvöku, afmælishátíð Akureyrar.

Á sýningunni verða sýnd málverk eftir Baltasar sem unnin eru upp úr goðafræði, sérstaklega Eddukvæðum og skúlptúrar eftir Kristjönu sem vísa til fornrar trúar.


Kristjana Samper vinnur einkum í þrívídd, í stein, járn, tré, leir og steinsteypu.

Í grafík, litógrafíu og koparstungu og myndverk með blandaðri tækni.

Baltasar vinnur með blandaða tækni í  myndverkum sínum og síðasta áratug hefur hann aðallega unnið með encaustic tækni ( innbrennt vax). Baltasar stundar grafík aðallega ætingu og litógrafíu. Aðal viðfangsefni hans á u.þ.b. tuttugu og fimm ára tímabili hefur verið hin norræna goðafærði auk þess að mála portrait og vinna myndir úr heimi hestsins sem hefur verið honum ákaflega hugleikinn og táknrænn. Baltasar var valinn heiðurslistamaður Kópavogs 2007.
 
Sýningin stendur til 14. september og eru allir velkomnir.

 
Kær kveðja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
Dagrún Matthíasdóttir 8957173
Sigurín M. Grétarsdóttir 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri
dagrunm@snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com
opið lau-sun kl.14-17


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband