700IS Hreindýraland

455906A Til hamingju Egilsstaðir! Flott kvikmyndahátið sem er orðin þriggja ára verður opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum kl. 20 á laugardagskvöld. 700IS Hreindýraland, alþjóðleg og árleg kvikmynda- og myndbandsverkahátíð á Austurlandi.

Hátíðin stendur fram til 5. apríl. Í kringum hundrað myndir verða sýndar á hátíðinni í ár en mun fleiri bárust í keppnina. Listnemar frá Listaháskóla Íslands, Manchester Metropolitan-háskólanum og Tempe Arizona taka þátt í námskeiðum á vegum hátíðarinnar auk nemenda af listabraut Menntaskólans á Egilsstöðum, frá Verkmenntaskóla Austurlands og norskra nemenda úr kvikmyndaskóla í Vesteralen.

Dagskráin færist úr Sláturhúsinu yfir á Gistihúsið Egilsstöðum síðar um kvöldið. Hátíðin fer víða á næstu dögum og verður m.a. á Skriðuklaustri, á Höfn í Hornafirði, á hreindýraslóðum á Jökuldal, á Eiðum, í Sláturhúsinu og Café Valný á Egilsstöðum.


mbl.is 100 myndir sýndar á 700IS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur í ljósmyndasögunni - Fyrirlestur í Ketilhúsinu

08-03-26-anna Konur í ljósmyndasögunni

Anna Fjóla Gísladóttir ljósmyndari, mun flytja fyrirlestur um konur í ljósmyndasögunni í Ketilhúsinu í Listagili á Akureyri föstudaginn 28. mars, kl 14.50.  

Dagskráin er hluti af „Fyrirlestrum á vordögum“, sem eru fjórir fyrirlestrar um efni sem tengjast listum og menningu. Þeir eru skipulagðir af kennurum á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri í samvinnu við Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðina í Grófargili.

Anna Fjóla mun fjalla um og sýna myndir eftir u.þ.b. 10 konur allt frá 1850- 2007, m.a, Julia Margaret Cameron, Lee Miller, Mary Ellen Mark, Sally Man, og fleiri. 

Dagskráin mun standa í um eina klukkustund.
Aðgangur er ókeypis.
Allir velkomnir

Listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðina í Grófargili.

Samstarfsverkefni við Brasilíu

250px-Brasilia_night Menningaráætlun ESB auglýsir eftir umsóknum vegna samstarfsverkefna sem gerast utan Evrópu. Að þessu sinni er skilyrði að verkefnið tengist Brasilíu.  Hægt er að sækja um allt að 200.000 evrur. Þá er skilyrði að verkefnið sé unnið í samstarfi við a.m.k. þrjár aðrar evrópuþjóðir fyrir utan Brasílíu. Allar nánari upplýsingar og umsóknargögn er hægt að nálgast á eftirfarandi vefslóð:

http://eacea.ec.europa.eu/culture/calls2008/strand_1_3/index_en.htm

Skilafrestur umókna er 1. júní 2008

Menningaráætlun ESB / The European Union's Culture Programme
Upplýsingaþjónusta menningaráætlunar ESB / Cultural Contact Point Iceland
Túngata 14, 101 Reykjavik, Iceland
+354 562 63 88
email: info@evropumenning.is
www.evropumenning.is

Listamiðstöðin Nes á Skagaströnd

hyrnan

Stofnfundur Ness listamiðstöðvar var haldinn á Skagaströnd fimmtudaginn 6. mars og voru stofnendur sveitarfélagið Skagaströnd og Byggðastofnun. Stofnunin leggur félaginu til fasteignina að Fjörubraut 8 á Skagaströnd, en þar var áður rekin fiskvinnsla. Þar verður nú rekin alþjóðleg listamiðstöð með gestavinnustofum fyrir innlenda og erlenda listamenn og fjölskyldur þeirra. Í samstarfi við þá listamenn sem dvelja tímabundið í Nesi sem og aðra verður í náinni framtíð sýningarhald og kynning á menningu og hvers konar listum. Jafnfram verður lögð áhersla á samvinnu við starfandi félög listamanna í landinu svo sem SÍM og BÍL, en allir liðsmenn þeirra samtaka geta sótt um dvöl í gestavinnustofunum.

Fyrsti umsóknarfrestur til dvalar í listavinnustofunni verður 15. apríl næstkomandi fyrir tímabilið frá júní 2008 til mars 2009. Umsóknir vera í fyrstu afgreiddar í samvinnu við SÍM – Samband Íslenskra Myndlistarmanna og fyrsti umsóknarfrestur er 15.apríl n.k fyrir 1-6 mánaða tímabil. Seinni umsóknarfrestur ársins er 1. september 2008. Verð fyrir mánaðar dvöl er frá 40.000 - 65.000 krónum. Innifalið í verðinu er herbergi eða íbúð, með sameiginlegu eldhúsi og baði, ásamt vinnustofu. Í boði eru herbergi fyrir einstaklinga sem og íbúðir fyrir listamenn með fjölskyldur þeirra. Gestalistamenn sjá sjálfir um ferðir og uppihald.
Nes listamiðstöð verður vígð á sjómannadaginn 31. maí og eru allir melimir SÍM og BÍL velkomnir á opnunarhátíðina. Frá og með þeim degi koma jafnframt fyrstu listamennirnir til mánaðar dvalar eða lengur. Stjórn Ness mun því þurfa að láta hendur standa fram úr ermum næstu mánuði til að vel megi takast að taka á móti listamönnunum.
 
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á www.neslist.is


Norrænir menningarsjóðir

Næsti umsóknarfrestur Norræna menningarsjóðsins er 1. apríl.
Næsti umsóknarfrestur Dansk-íslenska samstarfssjóðsins er 15. apríl.

Athugið að umsóknarfrestur Menntaáætlunar Nordplus er framlengdur til 21. apríl. Sjá www.ask.hi.is

Nánari upplýsingar veitir:


María Jónsdóttir
Forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar
Leder Nordisk informationkontor
Netfang/e-post: mariajons(hjá)akureyri.is
www.akmennt.is/nu

Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000  Fax: 462 7007


CIA.IS styrkir vegna stærri verkefna erlendis

logo Kæru myndlistarmenn
 
Við viljum hvetja ykkur til að sækja um styrki vegna stærri verkefna erlendis. 
 
Stærri styrkjunum fyrir verkefni á þessu ári og fyrri hluta ársins 2009 verður úthlutað í einni lotu nú í apríl. Fjárveiting til listamanna verður aukin á árinu og nemur hver styrkur nú 400 þúsund að hámarki.
 
Frestur til að sækja um stærri styrkina er til 18.apríl.
 
Nánari upplýsingar um styrkjakerfið er að finna á vefsíðunni http://cia.is/styrkir/index.htm
 
Styrkir vegna umfangsminni verkefna með skemmri fyrirvara eru veittir reglulega og er tekið við slíkum umsóknum a.m.k. 30 dögum áður en verkefni hefst.
 
Iceland Express styrkir listamenn vegna verkefna erlendis gegnum styrkjakerfi Kynningarmiðstöðvarinnar allan ársins hring.
 
Að þessu sinni veitir Iceland Express listamönnum einnig flugmiða samtals að andvirði 300 þúsund króna til stærri verkefna á áfangastöðum flugfélagsins.
 
Styrkveitingar verða kynntar með viðhöfn í byrjun maí.
 
 

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar
Center for Icelandic Art - CIA.IS
Hafnarstræti 16
101 Reykjavík
tel: +354-562-7262
fax:+354-562-6656
www.cia.is
www.artnews.is

Erin Glover sýnir í GalleríBOXi

erin-glover

OPNUN Í GALLERIBOXI Á SKÍRDAG KL. 14:00

ERIN GLOVER
20.03 - 06.04

Erin Glover er kanadísk myndlistarkona sem sýna mun málverk í galleriBOXi. Sýningin er samstarfsverkefni galleriBOX og Populus Tremula. Erin Glover segir sjálf um sýninguna:

My work is comprised of two consecutive series. The first is a collection of garments that wrap, cover and protect. Each article of clothing is shown empty, but carrying shapes and forms that reference the body. These articles of costume serve as our social armor and become an extension of our own skin. The second series is a gathering of personal objects and furniture taken from domestic settings. All of the items are worn from use and tend to adopt grand and layered personalities when transplanted into new compositions.Each image begins with a photograph. The pictures are transferred onto paper or board and layered with pastel, pencil and paint. Lines both real and imagined extend beyond the edge of each image allowing for shapes and textures to become softened. The pieces are small pockets of private space.

Sýningin stendur til 6.apríl. Opið er á laugardögum og sunnudögum frá 14 til 17.

Gleðilega páska!

galleriBOX
Kaupvangstræti 10
600 Akureyri
www.galleribox.blogspot.com


Páskadagskrá í Populus tremula - myndlistarsýning, músík og bók

Populus Kynnir

páskadagskrá

myndlistarsýning, músík og bók

Paul Fortin, Robert Malinowski og Erin Glover
 

Um páskahelgina verða kanadískir gestir í öndvegi í Populus með margháttaða starfsemi.

Kanadísku listamennirnir Paul Fortin og Robert Malinowski héldu rómaða sýningu, “Jökulhlaup” í Populus tremula í fyrra - http://www.fortin-malinowski.blogspot.com – nú eru þeir komnir aftur ásamt listakonunni Erin Glover og munu þau setja svip sinn á páskahelgina.


Myndlist í Populus tremula – Robert Maliniwski og Paul Fortin

Fimmtudaginn 20. mars (skírdag) kl. 14:00 opna kanadísku listamennirnir Robert Malinowski og Paul Fortin myndlistarsýninguna “A Small Plot of Land” í Populus tremula.

Sýningin verður opin alla páskahelgina frá kl. 14:00 - 17:00.


Bókverk í Populus tremula – Robert Malinowski og Paul Fortin


Í tengslum við sýninguna kemur kemur út bókverkið “Somwhere Near Here” eftir þá félaga, gefið út af Populus tremula, að vanda í takmörkuðu upplagi.


Myndlist í Boxinu – Erin Glover í  (GalleríBoxi)


Fimmtudaginn 20. mars (skírdag) kl. 14:00 opnar kanadíska listakonan Erin Glover innsetninguna “A Forest for Iceland” í Gallery BOX. Sýningin verður opin alla páskahelgina frá kl. 14:00 - 17:00.


Tónlist í Populus tremula – tilraun um tónlist eftir Paul fortin

Föstudaginn 21. mars (föstudaginn langa) kl. 21:00 verður tónlitaruppákoma á vegum Pauls Fortin í Populus tremula. Flutt verður rafræn tónlist ásamt hljóð- og myndbandasýningu eftir Paul, fram eftir kvöldi. Allt getur gerst. Húsið verður opnað kl. 20:30. Aðgangur ókeypis og malpokar leyfðir.

http://poptrem.blogspot.com


Allt að gerast í Gilinu, hellingur af opnunum

Það eru margar opnanir á Akureyri í dag og tilvalið að slá margar flugur í einu höggi. Hér eru nokkrir viðburðanna í tímaröð og svo eru nánari upplýsingar um hvern viðburð einnig á síðunni: 


Ketilhúsið kl. 14.00. Frumflutningur á tónverki (upptökutónleikar) eftir Karólínu Eiríksdóttur í tengslum við sýninguna í Listasafninu

Populus tremula kl. 14.00  Opnun á sýningu Arnars Tryggvasonar
Deiglan kl. 14.30. Opnun á sýningu Jóns Garðars
Jónas Viðar Gallery kl. 14.30       Opnun á sýningu Jónasar Viðars
Listasafnið kl. 15.00. Opnun á sýningunni Bæ bæ Ísland
Svalirnar fyrir ofan Listasafnið kl. 15.00  Karlakór Akureyrar Geysir
Ketilhúsið kl. 16.00 Opnun á gluggalistaverki. Paul Forin gerir grein fyrir verkinu kl. 16.
DaLí gallerí kl. 17. Opnun á sýningu Þuríðar Sigurðardóttur "Stóð"
Báshús vinnustofur kl. 17-19 Opnun á vinnustofum Brekkugötu 13
 
Kaffi Karólína: Unnur Óttarsdóttir
Karólína Restaurant: Jón Laxdal Halldórsson
Veggverk: Þórarinn Blöndal
Gallerí Box: Hrafnkell Sigurðsson

Kunstraum Wohnraum sunnudaginn 16. mars kl. 11-13 Opnun á sýningu Ragnars Kjartanssonar, Ásabyggð 2
Nánari upplýsingar um alla þessa viðburði á síðunni hér fyrir neðan.


Þuríður Sigurðardóttir gefur út bókina STÓÐ

Þuríður Sigurðardóttir 2008Í tengslum við opnun myndlistasýningar Þuríðar Sigurðardóttur ,,STÓÐ"  í DaLí Gallery laugardaginn 15. mars, kynnir myndlistakonan bók sína STÓÐ.
 
Bókin STÓÐ inniheldur myndir af málverkum Þuríðar auk skrifa Markúsar Þórs Andréssonar - nærsýni. Þar fjallar hann á skemmtilegan hátt um list Þuru og nálgun hennar á viðfansefnið, myndröðina STÓÐ.
 
Bókin er gefin út af Þuríði Sigurðardóttir. Um prentun sáu Prentmet og hönnun Bjarki Pétursson.
 
Afar vönduð og áhugaverð bók sem ferðast beint út prentun til Akureyrar, til kynningar á morgun í DaLí Gallery.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir í Lisabon

1

Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar sýningu í Lisabon 14. mars 2008.
Sjá nánari upplýsingar á www.acabinedoamador.blogspot.com


Þórarinn Blöndal með sýninguna Ský á VeggVerki

veggverk2008

Laugardaginn 15. mars opnar Þórarinn Blöndal sýninguna Ský á VeggVerki.
 
Ein einfaldasta aðferðin sem notuð er við veðurfræðilegar rannsóknir er að spá í skýin. Skýin eru eins og svífandi veðurstöðvar sem gefa vísbendingar um það sem kann að gerast í veðrinu næstu klukkustundir og jafnvel næstu daga. Frá fornu fari hafa menn notað lögun skýja, breytingar á þeim og hreyfingar á skýjum við veðurspár.
Sýningin stendur til 13 april 2008.
 
www.veggverk.org


Jónas Viðar opnar málverkasýningu á laugardag

jvs_paskar2_08

Laugardaginn 15. mars kl. 14.30 opnar Jónas Viðar málverkasýningu í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu á Akureyri

Jónas Viðar nam myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri 1983-1987 og Academia di belle arti di carrara í Carrara á ítalíu 1990-1994. Hann hefur haldið yfir 40 einkasýningar bæði hér heima og erlendis ásamt því að reka gallerí og standa fyrir sýningum annara listamanna.

http://jvs.is


Ragnar Kjartansson opnar sýningu í Kunstraum Wohnraum á sunnudag

IMG_0042

Sunnudaginn 16. mars 2008 klukkan 11-13 opnar sýning Ragnars Kjartanssonar “Allt er gott að frétta af póesíunni” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

Sýning Ragnars Kjartanssonar í Kunstraum Wohnraum byggist á ljósmyndum sem Ragnar tók á símann sinn í Parísarborg af þremur listakonunum. Þessi verk eru sönnunargögn fyrir ljóðrænu tilverunnar. Þrjú guðdómleg móment úr hversdagsleikanum. Þetta eru heldur ekki hversdagslegar konur á myndunum.

Úr bréfi til vinar:
 "Jæja allt er gott að frétta af póesíunni...Í dag var ég eithvað að skoða myndirnar sem ég tók á ferðalaginu, fann og prentaði út þrjár myndir sem ég tók af Ásdísi, Heklu og Laufey um helgina.... þú sagðir mér að vera duglegur að taka myndir á símann ...  er eithvað að spá í að sýna þær hjá Hlyni Hallssyni und Familie (er með sýningu þar í mars)  Finnst þér þetta ekki elegant portrett af listakonum í parís... músurnar þrjár   ... ein í monumental augnablikinu klædd gulum sari í barrokkeyðimörkinni, önnur sofandi í módernismanum, ekki alveg að meika heiminn og sú þriðja alveg kreisí í hvirfilvindinum.... allar eru þær að hugleiða mismunandi krystalkúlur... eru í einhverju trans ástandi"

Ragnar Kjartansson

---

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Ragnars Kjartanssonar stendur til 22. júní 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744.
Nánari upplýsingar um Ragnar Kjartansson er að finna á http://www.i8.is og http://this.is/rassi

Kunstraum Wohnraum er að finna á:  http://www.hallsson.de/projects/projects.html

 

RAGNAR KJARTANSSON 

ALLT ER GOTT AÐ FRÉTTA AF PÓESÍUNNI

16.03. - 22.06.2008 

 

Opnun sunnudaginn 16. mars 2008, klukkan 11-13 

Opið samkvæmt samkomulagi       

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM             

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir     

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744 

hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de


Bæ bæ Ísland opnar í Listasafninu á Akureyri á laugardag

listak_frettir_0208

LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI KYNNIR

Bæ bæ Ísland

Uppgjör við gamalt konsept
Laugardaginn 15. mars nk. verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýningin „BÆ BÆ ÍSLAND” sem er átaksverkefni tuttugu og þriggja myndlistamanna og fjölmargra annarra sem vilja ræða landsins gagn og nauðsynjar með einum eða öðrum hætti. Höfundur verkefnisins og sýningarstjóri er Hannes Sigurðsson.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni í Listasafninu eru Ásmundur Ásmundsson, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson, Erling Þ. V. Klingenberg, Hallgrímur Helgason, Hannes Lárusson, Hlynur Hallsson, Inga Svala Þórðardóttir & Wu Shan Zhuan, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Libia Pérez de Siles de Castro & Ólafur Árni Ólafsson, Magnús Sigurðarson, Ólafur Sveinn Gíslason, Ólöf Nordal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Rúrí, Steingrímur Eyfjörð, Unnar Örn Auðarson & Huginn Þór Arason, Þorvaldur Þorsteinsson og Þórdís Alda Sigurðardóttir.

Sem sjá má er hér smalað saman í öflugan her fólks sem er allt annað en skoðanalaust um „verkefnið Ísland” og hvernig því hefur verið umturnað á síðustu tveimur áratugum. Því Íslandi hefur verið umbylt og í þeirri byltingu eru lykilorðin einkavæðing, kvótakerfi, misskipting, útrás, græðgi, þrælsótti, innflytjendur og stóriðja. Allt gott og blessað en afleiðingin er að nú má segja að landið byggi þrjár þjóðir, þ.e. milljarðamæringar, íslenskt alþýðufólk og innflytjendur.

Heiti verkefnisins, „Bæ bæ Ísland”, vísar í fyrsta lagi til kveðjuhófs eða útfarar um 19. og 20. aldar hugmyndarinnar um Ísland. Það sem í gær var unga Ísland er nú tákn hins liðna. Bless bless (hin kristilega blessun) víkur fyrir hinu ennþá óformlegra bæ bæ og vitnar um leið um það hvernig íslenskan er farin á límingunum. Í öðru lagi hljómar bæ eins og sögnin að kaupa (buy) á ensku og verður því til eins konar undiráróður: „Kaupum kaupum Ísland!” „Bæ bæ Ísland” er þannig uppgjör við hugmyndina um tunguna sem upphaf og endi sögulegrar tilvistar þjóðarinnar, sem og möguleika hennar til að lifa af menningarlega útjöfnun hnattvæðingarinnar.

DSCF0012Verkefninu „Bæ bæ Ísland” tengist fólk sem er óhrætt við að segja meiningu sína í salarkynnum tjáningarfrelsisins. Þetta er fólk sem getur skilgreint sig á báðum vígstöðvum, í hinu gamla sem og hinu nýja, staðbundið og heimsvætt, hvort heldur sem er á sjó eða landi, á leikskólum eða í bönkum. Alvarleiki, sem dottinn er úr tísku, er hér settur á oddinn.

„Bæ bæ Ísland” er einnig uppgjör við atlögu auðmagnsins að landi þjóðarinnar. Ýmsir nútímavæddir „víkingahöfðingjar“ virðast hafa sagt bæ bæ við landið í áþreifanlegri merkingu og fjarstýra nú að miklu leyti efnahagsmálum þjóðarskútunnar utan úr heimi líkt og Danakonungur gerði á sínum tíma. En þegar öllu er á botninn hvolft var það samt ekki kana- eða kommagull sem asninn bar yfir borgarmúrana. Gullið kom úr hirslum okkar sjálfra. Sýningin er eins konar hugmyndafræðileg úför og kveðjuhóf í formi myndlistarsýningar.
Á opnunardegi sýningarinnar kl. 14 verður frumflutt tónverkið „Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands“ í Ketishúsinu á Akureyri, en verkið var unnið í samstarfi myndlistardúósins Libiu Castro og Ólafs Ólafsson og tónskáldsins Karólínu Eiríksdóttur. Libia og Ólafur fóru þess á leit við Karólínu að hún semdi tónverk þar sem allar 81 greinar stjórnarskrárinnar væru sungnar. Verkið er skrifað fyrir tvo einsöngvara, píanó, kontrabassa og blandaðan kór og flytjendur verksins eru: Ingibjörg Guðjónsdóttir (sópran), Bergþór Pálsson (baritón) Tinna Þorsteinsdóttir (píanóleikari), Gunnlaugur Torfi Stefánsson (kontrabassaleikari) og kammerkórinn Hymnódía frá Akureyri undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.

Föstudaginn 14. mars kl. 15 verður haldið opið málþing um „konseptið Ísland“ í Ketilhúsinu. Ágúst Þór Árnason, Þorvaldur Þorsteinsson og Ósk Vilhjálmsdóttir halda framsöguerindi, en fundarstjóri er Birgir Guðmundsson lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri.

Unnið er að því að gefa út viðamikla bók síðar á árinu þar sem tugir ef ekki hundruð Íslendinga gera upp við gamla konseptið Ísland og fyrirhugað er að halda ráðstefnu undir sama nafni. Bókin er hugsuð sem safnrit og jafnframt nokkurs konar leiðarvísir. Í henni verður m.a. tekið á bankakerfinu, þjóðarímyndinni, útlendingum á Íslandi, fjölmiðlum, stóriðju- og náttúruverndarsjónarmiðum og siðferði í stjórnmálum, auk þess sem þar verður einnig að finna umfjöllun um framlag listamannanna á sýningunni og myndir af verkum þeirra.

Ítarlegar upplýsingar um listamennina og inntak sýningarinnar er að finna á vefsíðu Listasafnsins: www.listasafn.akureyri.is. Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður safnsins, Hannes Sigurðsson, í síma 899-3386 (netfang: hannes@art.is).

Þess má að lokum geta að ekkert fyrirtæki treysti sér til að styrkja verkefnið, sem segir ef til vill sína sögu. Sýningunni lýkur 11. maí og er safnið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.


Arnar Tryggvason opnar myndlistarsýningu í Populus tremula á laugardag

Arnar-Tryggvason-web

Populus Kynnir:

Stór laugardagur í Listagili

nýjar sýningar í hverju skoti

Populus tremula kl. 14:00

Arnar Tryggvason

Myndlist

Laugardaginn 15. mars kl. 14:00 opnar Arnar Tryggvason myndlistarsýningu í Populus tremula.

Þetta er önnur einkasýning Arnars sem útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri 1995.

Verkin á sýningunni eru tölvuunnar ljósmyndir, bleksprautuprentaðar á striga.

Myndverk Arnars hafa vakið verðskuldaða athygli enda sýnir hann ljósmyndir af húsum, götum og landslagi sem er ekki til – ljósmyndir af hugarheimi.

Hvert verk er samsett úr aragrúa ljósmynda sem Arnar bútar niður og raðar saman upp á nýtt – byggir ný hús og mótar nýtt landslag. Og þrátt fyrir að myndefnið hafi yfir sér framandlegan blæ er áhorfandinn þess jafnframt fullviss að hann þekki myndefnið, hafi gengið þarna um, komið í þessi hús.

Velkomin í ferðalag um framandi heimaslóðir.

http://poptrem.blogspot.com


Opið hús í nýrri vinnustofu í Brekkugötu 13 á Akureyri

Ný vinnustofa ,,Báshús” er komin í notkun í Brekkugötunni. Listakonurnar Sveinka, Bogga og Steinunn Ásta eru komnar með vinnustofu í Brekkugötu 13 á fyrstu hæð. Þær hafa opið gestum og gangandi laugardaginn 15. mars kl.17-19. Það fjölgar því listhúsum í Brekkugötunni og verður Báshús góð viðbót við Svartfugl og Hvítspóa, DaLí Gallery, Amtið og Gallerí+. 
http://gralist.wordpress.com

Jón Henrysson opnar myndlistarsýninguna “Bakland” í Deiglunni laugardaginn 15. mars

bakland lifskraftur_minni

Bakland og þolraunir.

Laugardaginn 15. mars kl. 14.30 opnar Jón Henrysson myndlistarsýninguna “Bakland” í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri.

Á sýningunni verða Palli sem var einn í heiminum, Tralli á ísjakanum og Stúfur sem var orðinn stór. Einnig verða 18 íslenskar myndir á lífskraftsfernum með ávöxtum og vítamíni. Loks veltir Jón fyrir sér, hvert sé bakland manna sem hann elti á götum vestrænna borga á síðasta ári. Allt er þetta síðan hjúpað í þolplast gegn táraflóðum og breytt yfir restina með viðkvæmu yfirbreiðsluplasti.

Opið er í Deiglunni frá kl. 13-17, mánudaga til laugardaga. Sýningin stendur til 29. mars 2008.


Þuríður Sigurðardóttir opnar í DaLí Gallery á Akureyri á laugardag

dali7304
 
Þuríður Sigurðardóttir, Þura, kynnir málverkaröðina “STÓД í DaLí Gallery á Akureyri, laugardaginn 15. mars kl. 17-19.

Viðfangsefni á sýningunni er íslenski hesturinn og býður listamaðurinn áhorfandanum að taka þátt í rannsókn sinni á tengslum manns og dýrs í gegnum upplifun lita og áferðar feldsins.

Með því að höfða til löngunarinnar að klappa mjúkum dýrum verða málverkin nánast ómótstæðileg og um leið koma fram spurningar um málverkið sem miðil. Þaulunnin og tímafrek kallast þau á við listasöguna og vega salt milli hins fígúratífa og abstrakt.

Um leið og Þura vinnur með upplifun áhorfenda í sýningarrýminu skoðar hún líka eigin upplifun úti í náttúrunni í hestamennsku.

"Þetta er ekkert venjulegt stóð sem ég kem með norður! Ef fólk á von á málverkum með hestum, sem koma vaðandi á móti áhorfandanum eða settlegum töltara með knapa á baki í fallegu landslagi, valið með tilliti til ættbókar hestsins verða þetta tóm vonbrigði! Hesturinn hefur mjög sterka hefð í myndlist og er gjarnan sýndur sem tákn um styrk. Hann birtist oft í íslenskum myndverkum sem þarfasti þjónninn, sem hluti af landslagi, tákn fyrir sveitasælu og hinn frjálsa íslending. Mig langar hins vegar að fara aðra leið til að túlka þessa dásamlegu skepnu sem hesturinn er og finnst ekki ástæða til að leita í hefðina".

Þura útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2001 og lagði m.a. stund á íkonamálun og íkonafræði hjá rússneska prófessornum Yuri Bobrov. Hún hefur starfað víða að myndlist og á að auki glæstan tónlistaferil. Þura hefur haldið fjölda einka- og samsýninga bæði innanlands og utan og hefur unnið að ýmsum verkefnum myndlistar. Hún er einn af stofnendum START ART listamannahúss á Laugarveginum, er einn hugmyndasmiða og umsjónarmanna Opna Gallerísins sem sýndi víða í 101 Reykjavík og kennir við Myndlistaskólann í Reykjavík og Mosfellsbæ. Þura situr í stjórn SÍM og hefur gegnt þar varaformennsku.

Sýningin ,,Stóð" stendur til 5. apríl í DaLí Gallery.

Þuríður Sigurðardóttir

http://thura.is

thura(hjá)thura.is

s. 8993689

 

DaLí Gallery

Brekkugata 9

600 Akureyri

dagrunm(hjá)snerpa.is

http://daligallery.blogspot.com

Dagrún s.8957173

Lína s.8697872

 

Opið: föstudaga og laugardaga kl.14-17 og eftir samkomulagi.

Um páska er opið á skírdag, föstudaginn langa og laugardag á sama tíma.
 

Óli G. Jóhannsson sýnir hjá Opera Gallery í New York

Invit Oli NewYork 05[1]_Page_1 Invit Oli NewYork 05[1]_Page_2

Opera Gallery has always been happy to share its discoveries with its collectors and friends from all over the world.


Following this philosophy, Gilles Dyan, Opera Gallery’s chairman, Eric Allouche, President of Opera Gallery USA and Jean David Malat, director of Opera Gallery London present the Oli G. JOHANNSSON’s, Icelandic
artist, solo exhibition, strictly held from the 1st to the 4th of May at Opera Gallery New York.


THE OPENING WILL BE HELD THE 1st of MAY, from 6pm at Opera Gallery New York.
The artist himself will be present during this evening.


The very best of Oli’s recent works, around 30 large scales pieces, have been selected directly from the artist studio in Akureyri, Iceland.


Opera Gallery discovered Oli G. JOHANNSSON in 2006 and first presents his works at Opera Gallery London in an exhibition supported by Sverrir Haukur GUNNLAUGSSON, the Icelandic ambassador in England. Success was such that the entire exhibition was sold during the few hours of the opening.

OperaGallery.com


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband