Ragnar Kjartansson opnar sýningu í Kunstraum Wohnraum á sunnudag

IMG_0042

Sunnudaginn 16. mars 2008 klukkan 11-13 opnar sýning Ragnars Kjartanssonar “Allt er gott að frétta af póesíunni” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

Sýning Ragnars Kjartanssonar í Kunstraum Wohnraum byggist á ljósmyndum sem Ragnar tók á símann sinn í Parísarborg af þremur listakonunum. Þessi verk eru sönnunargögn fyrir ljóðrænu tilverunnar. Þrjú guðdómleg móment úr hversdagsleikanum. Þetta eru heldur ekki hversdagslegar konur á myndunum.

Úr bréfi til vinar:
 "Jæja allt er gott að frétta af póesíunni...Í dag var ég eithvað að skoða myndirnar sem ég tók á ferðalaginu, fann og prentaði út þrjár myndir sem ég tók af Ásdísi, Heklu og Laufey um helgina.... þú sagðir mér að vera duglegur að taka myndir á símann ...  er eithvað að spá í að sýna þær hjá Hlyni Hallssyni und Familie (er með sýningu þar í mars)  Finnst þér þetta ekki elegant portrett af listakonum í parís... músurnar þrjár   ... ein í monumental augnablikinu klædd gulum sari í barrokkeyðimörkinni, önnur sofandi í módernismanum, ekki alveg að meika heiminn og sú þriðja alveg kreisí í hvirfilvindinum.... allar eru þær að hugleiða mismunandi krystalkúlur... eru í einhverju trans ástandi"

Ragnar Kjartansson

---

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Ragnars Kjartanssonar stendur til 22. júní 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744.
Nánari upplýsingar um Ragnar Kjartansson er að finna á http://www.i8.is og http://this.is/rassi

Kunstraum Wohnraum er að finna á:  http://www.hallsson.de/projects/projects.html

 

RAGNAR KJARTANSSON 

ALLT ER GOTT AÐ FRÉTTA AF PÓESÍUNNI

16.03. - 22.06.2008 

 

Opnun sunnudaginn 16. mars 2008, klukkan 11-13 

Opið samkvæmt samkomulagi       

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM             

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir     

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744 

hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband