Jón Henrysson opnar myndlistarsýninguna “Bakland” í Deiglunni laugardaginn 15. mars

bakland lifskraftur_minni

Bakland og þolraunir.

Laugardaginn 15. mars kl. 14.30 opnar Jón Henrysson myndlistarsýninguna “Bakland” í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri.

Á sýningunni verða Palli sem var einn í heiminum, Tralli á ísjakanum og Stúfur sem var orðinn stór. Einnig verða 18 íslenskar myndir á lífskraftsfernum með ávöxtum og vítamíni. Loks veltir Jón fyrir sér, hvert sé bakland manna sem hann elti á götum vestrænna borga á síðasta ári. Allt er þetta síðan hjúpað í þolplast gegn táraflóðum og breytt yfir restina með viðkvæmu yfirbreiðsluplasti.

Opið er í Deiglunni frá kl. 13-17, mánudaga til laugardaga. Sýningin stendur til 29. mars 2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband