Anna Sigríður Sigurjónsdóttir opnar myndlistarsýningu í Galleri+

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, myndhöggvari, opnar myndlistarsýningu í Galleri+, Brekkugötu 35 á Akureyri, laugardaginn 31.janúar kl. 16.00 Sýningin ber yfirskriftina "Með tvær hendur tómar" og er innsetning í þremur rýmum gallerísins. Opnunartími gallerí+ er um helgar frá kl. 14-17.00 og aðra daga eftir samkomulagi við eigendurna, Joris og Pálínu, í síma 462 7818. Sýningunni lýkur 16. febrúar.
Anna Sigríður útskrifaðist úr MHÍ 1985 og fór í framhaldsnám í myndmótunardeild AKI listaakademíunnar í Enschede í Hollandi til 1989. Anna Sigríður hefur verið starfandi listamaður síðan og sýnt víða.


Mannréttindabíó KvikYndis

logo_sendirad2Mánudaginn 2. febrúar sýnir KvikYndi tvær myndir í röð heimildarmynda sem fjalla um mannréttindi. Það er Franska sendiráðið á Íslandi sem lánar myndirnar.
Sýningar fara að venju fram á efstu hæð í Rósenborg og byrja kl. 18:00. Leyfilegt er að taka með sér nesti. Hvor myndin er rúmlega 50 mínútur að lengd


Lecon de Biélorusse - A lesson of Belarussian

Eftir Miroslaw Dembinski
2006
Pólland
56 mínútur

After the collapse of the USSR, a breeze of freedom blew over Minsk University. But when Lukashenko came to power in 1995, Belarus returned to a dictatorship. Despite brutal repression, young Belarusians embody the resistance against the government. Intelligent, talented students are getting organised and calling for a democratic Belarus

http://www.imdb.com/title/tt0920739/

http://www.imdb.com/title/tt0920739/awards


Selves and Others: Un Portrait D´Edward Said

Eftir Emmanuel Hamon
2002
France
52 mínútur

A portrait of the great Palestinian intellectual shortly before his death. In this long interview, Edward Said reminisces about his live, his background, his studies, his daily engagement. He defends his concept of the intellectual and defines his position in the Israel-Palestine conflict.

http://www.imdb.com/title/tt0448928


Vinnudagur í GalleriBOXi

galleribox_772526 Sýningarnefnd Myndlistarfélagsins er að plana að hafa vinnudag í GalleriBOXi næsta laugardag, 31. janúar frá 11:00 og fram eftir, sjáum bara til með hvað fólk endist.
Hvetjum alla til að mæta og sýna lit, margar hendur vinna létt verk.

Kveðja

Sýningarnefnd GalleriBOX


Gestalistamaður gilfélagsins, Scott Rogers, með opna vinnustofu

scott_777492.jpg

Gestalistamaður Gilfélagsins, Scott Rogers, verður með opna vinnustofu næstkomandi föstudagkvöld, þann 23. Janúar. Gestir og gangandi eru velkomnir í spjall. Endilega komið og takið vini og vandamenn með.
Það verður opið frá 18:00 og frameftir fyrir gesti og gangandi.

Nánari upplýsingar um Scott Rogers má finna hér og á vefsíðu hans.

Gestavinnustofan er einnig komin á Facebook og má finna slíðu hennar hér.


The guest artist of January, Scott Rogers, will have an open studio this Friday evening, 23rd January. The studio opens at 18:00 and will be open throughout the evening. Everyone is welcome to come by, talk with the artist and socialize.

More information on Scott Rogers can be found here and on his website.

The Guest artists' studio now has its own facebook page for those who are interested, the site can be found here.


Nýtt verk á VeggVerki og opnunarveisla í GalleríBOXi

VeggVerk
Strandgötu 17

STYRKUR
24.01 - 07.03.2009

Níu manna hópur úr listhönnunardeild Myndlistarskólans á Akureyri
sýnir veggverkið Styrkur. Verkið er þrívíddarverk með skírskotun í
tölvuleikinn vinsæla Super Mario Bros.

Sveppurinn í tölvuleiknum, sem verkið byggist á,  gefur einmitt
leikendum aukinn styrk, og þaðan er nafn verksins runnið.

Markmiðið með verkinu er að skapa eitthvað myndrænt og táknrænt sem
jafnframt á skírskotun í nútímann. Með verkinu viljum við líka gefa
þeim sem þess njóta aukinn styrk á þessum erfiðu tímum sem nú eru
uppi.

Opnunarpartý í tilefni af sýningu verksins verður haldið í Gallerí
Boxi, Kaupvangsstræti 10, laugardaginn 24. janúar kl. 20.00. Allir
VELKOMNIR.


Hópurinn:

Aldís María Valdimarsdóttir
Ásta Rut Björnsdóttir
Berglind H Helgadóttir
Dagrún Íris Sigmundsdóttir
Guðrún Huld Gunnarsdóttir
Helgi Vilberg Helgason
Karen Lind Árnadóttir
Sindri Smárason
Unnur Jónsdóttir

www.veggverk.org
Verkefnastjóri: Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Sími: 6630545


Nes listamiðstöð - Laust í febrúar og mars 2009 með styrk

sjondeildarh

 

Vegna forfalla eru nú laus pláss í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd í
febrúar og mars 2009.Með húsnæðinu fylgir einnig vinnustofupláss í
vinnustofum Ness. Að öllu jöfnu þarf að greiða fyrir dvöl í
listamiðstöðinni en vegna styrks frá Menningarráði Norðurlands-vestra
gefst íslenskum listamönnum nú kostur á að dvelja endurgjaldslaust í Nesi.
Í staðinn skilji umsækjendur eitthvað eftir sig í bæjarfélaginu sem gæti
talist samsvara styrknum.  Það má vera upplestur, listsýning
myndlistarsýning, leiklestur, vinna með íbúum bæjarins eða hvað það sem
listamaðurinn kærir sig um.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er að finna á www.neslist.is
og skulu þær sendast á umsokn@neslist.is. Fyrirspurnum er svarað á
nes@neslist.is eða í síma 864 0053.


Kveðja
Hrafnhildur Sigurðardóttir
Verkefnisstjóri
Nes Listamiðstöð
545 Skagaströnd


Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir í Boekie Woekie í Amsterdam

68csten.jpg

Boekie Woekie invites you to be present at the opening of an exhibition of sheep head sculptures, a video and drawings by Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.

Please join us for this occasion around 4pm on Saturday, January 24th, 2009!

If you can’t make it for the opening, the exhibition will be up till February 18th.

Réttardagur

For some time I have been preparing exhibitions or happenings with the title Réttardagur.

Réttardagur is the magical day in smaller Icelandic communities when sheep are gathered from the mountains. It marks the completion of a circle and the beginning of a new chapter.
I intend to display variations of this theme in 50 exhibitions to celebrate my fiftieth birthday in five years time with hundreds of sculptures of sheep, horses, dogs, farmers and bystanders during the next five years.
Society’s various forms have always been my subject. Two-dimensional at first, my works became three-dimensional in recent years. I have often invited people to participate in my exhibitions. Lecturers, musicians, children, actors, poets and other artists. I like it when something unexpected is added to my work.
In Boekie Woekie I exhibit a few sheep head sculptures, a video and drawings. All in the spirit of the tradition of the month of þorri which is now and when we Icelanders eat smoked and sour lamb meat.
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

Find more information at http://www.freyjulundur.is.

Aðalheiður has before exhibited in Boekie Woekie in 2002.


Boekie Woekie, books by artists
Berenstraat 16
NL 1016 GH Amsterdam
The Netherlands

open daily from 12 to 6

phone + fax: + 31 (0)20 6390507
email: boewoe@xs4all.nl
internet catalogue: www.boekiewoekie.com


Yst Ingunn St. Svavarsdóttir sýnir á Mokka

“Sé þig” á  Mokka á Skólavörðustígnum

Frá og með 23. janúar sýnir Yst Ingunn St. Svavarsdóttir sálfræðingur og fagurlista-verka-kona vatnslitamyndir, 52 litaspil sem er lita-stúdía, unnin sumarið 2007.
 : - 17 þrennur og einni betur.  Þrennan fæst á 15 þúsund (hjá Eddu gsm: 6617486)

Í könnuninni er skírskotað m.a. til Indíánamenningar, en einnig til japanskrar, finnskrar  og  spánskrar listar, í leit að litum. Þetta er 10. einkasýning Ystar sem lauk 2ja ára MFA námi sínu frá Newcastle   University á Bretlandi í september síðastliðnum.

Nánari upplýsingar á:  yst.is


Finnur Arnar sýnir "Húsgögn" í Laxdalshúsi

finnur.jpg
Föstudaginn 16. janúar opnaði myndlistarmaðurinn og leikmyndahönnuðurinn Finnur Arnar sýninguna Húsgögn í Laxdalshúsi.
Sýningin stendur til 28. febrúar.

Ásamt þeirri sýningu sem opnaði þessa helgi er sýning á vegum Leikminjasafnsins um leiklist á Akureyri og Norðurlandi.
Á efra lofti hússins er svo lítið sýnishorn af leikbrúðum Jóns E. Guðmundssonar, merkasta frumherja íslenskrar brúðuleiklistar á síðustu öld.  Einnig má sjá þar hana Grýlu í öllu sínu veldi.  


Laxdalshús er opið alla sunnudaga milli 13:00 til 17:00

Laxdalshús, Hafnarstræti 11, sími 899-6768

Opinn vinnudagur í GalleríBOXi í dag

galleribox_772526.jpgLaugardaginn 17. janúar kl. 14:00-16:00 verður opinn vinnudagur í BOXinu.

Sýningarnefndin mun einnig kynna sýningardagskrána 2009.   

Allir velkomnir!

Bestu kveðjur,
Stjórn Myndlistarfélagsins


Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn auglýsir ferðarstyrki

Árið 2009 verða veittir úr Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum annars vegar ferðastyrkir og hins vegar styrkir til að styðja íslenska þátttakendur í sænsk-íslenskum og norrænum verkefnum. Markmið sjóðsins er að stuðla að auknu samstarfi Svíþjóðar og Íslands á sviði vísinda, menntunar og menningar.

Um styrki þessa skal sótt á sérstökum eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík og á skrifstofu Norræna félagsins í Stokkhólmi, Box 127 07, S-112 94 Stockholm. Umsóknareyðublöð er einnig að finna á vefslóðinni www.norden.se. Umsóknir skulu sendar á skrifstofu Norræna félagsins í Stokkhólmi.

Umsóknir skal stíla á stjórn Sænsk-íslenska samstarfssjóðsins/Svensk-isländska samarbetsfonden.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2009 og gildir póststimpill. Styrkjunum verður úthlutað í lok mars.

María Jónsdóttir
Forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar
Leder Nordisk informationkontor
Netfang/e-post: mariajons(hjá)akureyri.is
hjemmeside: www.akmennt.is/nu

Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000 Fax: 462 7007

Margrét Jónsdóttir opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri

nota.margret-bordi

Laugardaginn 17. janúar kl. 15 opnar sýning á verkum leirlistakonunnar Margrétar Jónsdóttur í Listasafninu á Akureyri. Margrét (f. 1961) hefur unnið að listsköpun sinni á Akureyri síðan 1985, en hún lærði leirlist í Danmörku við Listiðnaðarskólann í Kolding frá 1980-1984. Árið 1992 hlaut Margrét styrk til námsdvalar við Haystack School of Arts and Crafts í Bandaríkjunum þar sem hún lagði stund á flísagerð. Árið eftir var hún valin bæjarlistamaður Akureyrar og sótti á þeim tíma mósaíknámskeið í Ravenna á Ítalíu. Margrét vinnur jöfnum höndum að gerð nytjahluta, stærri listmuna og listskreytinga. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði heima og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar. Hvítir Skuggar í Listasafninu á Akureyri er stærsta einkasýning hennar fram til þessa.

Margrét settist að í heimabæ sínum, Akureyri, og gerðist þar brautryðjandi á sínu sviði. Fyrst í stað stundaði hún lágbrennslur á jarðleir í gömlum ofni sem hún hafði með sér frá Danmörku; m.a. var hún meðal fyrstu leirlistarmanna hér á landi til að stunda rakú-brennslu. Í árslok 1986 hafði Margrét komið sér upp stórum hábrennslu rafmagnsofn, sem gerði henni kleift að vinna með steinleir og postulín.

Margrét hefur gert ótal tilraunir með samspil leirs og annarra efna, svo sem steinsteypu, kopars, silfurs og mósaíks. Á ferli sínum hefur hún komið sér upp persónulegum og afar þokkafullum skreytistíl, m.a. með gyllingum, en á tímabili urðu þær eins konar aðalsmerki hennar sem leirlistarmanns. Margrét hefur einnig komið að rýmis- og umhverfismótun með gerð gólf- og veggflísa, handlauga og skírnarsáa fyrir kirkjur. Áhrifa hennar gætir því víðar en á Akureyri, jafnt í umhverfinu sem annarri leirlist.

Margrét sker sig frá þeirri tilhneigingu að draga girðingar milli lífs og listar. Hún blygðast sín ekki fyrir að sýna einlægni og hlýju, sem virðist eitur í augum þeirra sem sigra vilja heiminn. Og það sem meira er, hún deilir ástfóstrum sínum með fólki á þann hátt að notkun og áhorf fellur saman í eina sæng. Sýning Margrétar gefur út vissa yfirlýsingu til listheimsins sem löngum hefur haft tilhneigingu til að taka sig of alvarlega. Verk hennar hampa þeim eiginleikum sem samtímalistin lítur vanalega hornauga nema þeir séu umvafðir afsakandi kaldhæðni. Margrét gerir út á mýkt, kímnigáfu og tilfinningasemi án nokkurs háðs. Hún skapar verk sín af einlægni og minnir um leið hæversklega á, að það er aldrei til of mikil fegurð í heiminum.

Í tilefni af sýningunni hefur Listasafnið á Akureyri gefið út glæsilega 176 síðna bók um listakonuna með greinum eftir Hannes Sigurðsson, Shaunu Laurel Jones, Aðalstein Ingólfsson og Sigurð Örn Guðbjörnsson. Inn fjárfesting styrkir útgáfuna. Bókin fæst í Listasafninu.

Sýningin stendur til 9. mars. Ókeypis er í Listasafnið á Akureyri. Nánari upplýsingar veitir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður, í síma 461-2610. Netfang: hannes@art.is


Finnur Arnar sýnir í Laxdalshúsi

finnur_portrett Föstudaginn 16. janúar opnar myndlistarmaðurinn og leikmyndahönnuðurinn Finnur Arnar sýninguna Húsgögn í Laxdalshúsi á Akureyri.
Opnunin hefst kl: 16:00 og verða léttar veitingar í boði.

Íslandsdeild Letterstedtska sjóðsins auglýsir styrki

Til fræðimanna, listamanna og annarra sem hyggja á norrænt samstarf

Hjálagðar eru upplýsingar um ferðastyrki sem unnt er að sækja um til Íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins og um styrki til ráðstefnuhalds, útgáfu og þýðingu á fræðiritum o.fl. sem sækja má um til aðalstjórnar Letterstedtska sjóðsins í Svíþjóð. Umsóknarfrestur rennur út 15.febrúar.

Sjá frekari upplýsingar á slóðinni http://www.letterstedtska.org/anslag_allmant.htm

Umsóknum til Íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins ber að skila á íslensku en til aðalstjórnar sjóðsins á sænsku, dönsku eða norsku.

Vinsamlegast kynnið þessar upplýsingarnar starfsmönnum, umbjóðendum og tengdum stofnuninni sem gagn mættu hafa af.

Með kveðju,
Snjólaug Ólafsdóttir
ritari Íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins

Samsýning 12 listamanna frá Íslandi og Noregi opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum

egs0

Kaldar strendur – heitir straumar
 
Kaldar strendur  - heitir straumar er nafn á samsýningu 12 listamanna frá Íslandi og Noregi. Sýningin var sett upp á þremur stöðum í Norður Noregi á sl. ári og verður opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 17. janúar.
 
Hugmyndin að sýningunni kviknaði í  samstarfi listamanna á vegum menningarráðanna á  Austurlandi og í Vesterålen. Í nokkur ár hafa listamenn frá Austurlandi annars vegar og  Vesterålen  hins vegar skipst á að heimsækja hvern annan. Ferðalögin yfir hafið eru kveikjan að sýningunni sem listamennirnir eiga sjálfir frumkvæði að.
Listamennirnir sem sýna eru:  Agnieszka Sosnowska, Svandís Egilsdóttir, Aino Grib, Oili Puolitaival, Ingrid Larssen, Ove Aalo, Íris Lind Sævarsdóttir, Ólöf Björk Bragadóttir, Myriam Borst, Kristín Scheving, Ingunn Reinsnes og Siv Johansen.

Kaldar strendur – heitir straumar vísar í fjarlægðina sem landfræðilega skilur þessa listamenn að og samtímis þá strauma sem liggja á milli þeirra og sameina þá hér í listinni.  Straumar og samstarf listamannanna sem hefur styrkst og þroskast í gegn um listina.
 
Sýning hóf ferðalag sitt í Gallerí Apotheket í Stokmarknes í Norður Noregi  12. september síðast liðinn og síðan var hún sett upp í Gallerí Hildreland í Bø. Í nóvember opnaði sýningin svo í Harstad Kunstforening.
 
Sýningin "Heitir straumar - kaldar strendur" opnar nú í Sláturhúsinu/Menningarhúsi Egilsstöðum,  laugardaginn 17. janúar klukkan 17:00.
 
Styrktaraðilar sýningarinnar eru; Menningarráð Austurlands og Vesterålen, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, og Þjóðhátíðargjöf Norðmanna Forsætisráðuneytinu, Sláturhúsið Menningarsetur ehf.
 
Sýningin er mjög fjölbreytt og býður upp á málverk, textílverk, ljósmyndir og vídeóverk.
 
Sýning verður opin daglega frá 14 - 18 og um helgar frá 14 -18.  Henni lýkur 8. febrúar.
 
Allir velkomnir

Mynd af Egilsstöðum: Skarphéðinn G. Þórisson.


Tilkynning um Menningarstyrk úr EEA/EFTA þróunarsjóði

Tilkynning um Menningarstyrk úr EEA/EFTA þróunarsjóði-Umsóknarfrestur 6. mars 2009
Menningaráætlun ESB / The European Union's Culture Programme

Upplýsingaþjónusta menningaráætlunar ESB / Cultural Contact Point Iceland
Túngata 14, 101 Reykjavik, Iceland
+354 562 63 88
email: info@evropumenning.is
www.evropumenning.is
 On 6 January 2009, the Cultural Exchange Fund in Poland released its second open call for projects by cultural operators in Poland and the EEA EFTA states.

The €4.4 million Cultural Exchange Fund has been established under the EEA and Norway Grants to strengthen cultural ties between Poland and Iceland, Liechtenstein and Norway. The fund is supported with a €4 million grant from Iceland, Liechtenstein and Norway and €0.4 million from the Polish government.

Grants are awarded to support cultural projects carried out in partnership between Polish players and entities from the donor states. The cooperation activities can be within the fields of music and performing arts, cultural heritage, plastic and visual arts, or literature and archives.

Project proposals can be submitted to the Polish Ministry of Culture and National Heritage until 6 March 2009. While all projects supported under the fund are required to have partners from Iceland, Lichtenstein or Norway, the application needs to be submitted by a Polish entity. Further information about the open call is available on the Cultural Exchange Fund website.  http://www.fwk.mkidn.gov.pl/news/35.html

Nánar:

The objectives of the proposals must comply with   following thematic areas of the Fund:
-           music and stage arts;
-           cultural heritage;
-           plastic and visual arts;
-           literature and archives. 

The following entities are authorized to apply:  
a) local self-government entities and their associations;
b) public cultural institutions;
c) public artistic schools and academies;
d) state archives;
e) non-governmental cultural organisations;
f) artists, authors, organisers of cultural activities administered by one of entities listed in points a-d.

Having at least one Partner originating from the Donor-States is required. Partnership has to be proved by the letter of intent (or partnership agreement), which is one of the obligatory annexes to the application form.

Co-financing:
- the minimal value of the grant – 10 000 euro – 41 304 PLN (according to rate 1 euro = 4,1304 PLN )
- the maximum value of the grant – 250 000 euro – 1 032 600 PLN (according to rate 1 euro = 4,1304 PLN )
Co-financing level : up to 90 % of total eligible costs.
Applicant’s contribution (obligatory): minimum 10 % of total eligible costs.
Maximum project duration cannot be longer than 24 months.

Application:
1.        obligatory on-line registration of the application form on the internet site:
www.fwk.mkidn.gov.pl
2.        delivery of the documents (personally, by courier or via post):
- 2 sets of documents in the paper version (an application form and the annexes)
- 2 CDs with the set of scanned original documents. 

 Address:
 Ministry of Culture and National Heritage
 Department for European Funds
Krakowskie Przedmie cie 15/17
 00 - 071 Warsaw
 with postscript: Cultural Exchange Fund – call for proposals - 2009

Call for proposals (registration and delivery of the sets of documents to Fund Operator) will last from   6th January 2009 to 6th March 2009.  

In case of sending documents via post – date of reception of a paper version of the application by Ministry of Culture and National Heritage, not the date of post stamp.

Detailed information on Cultural Exchange Fund (with application form with obligatory forms of annexes) are available at: www.fwk.mkidn.gov.pl.

More information about the EEA Financial Mechanism and the Norwegian Financial Mechanism can be found at the website of the Focal Point www.eog.gov.pl and the website of the Financial Mechanism Office www.eeagrants.org.

Information:
Magdalena Mazurkiewicz – mmazurkiewicz@mkidn.gov.pl ,   tel.: (+48 22) 421 04 08
El bieta wi tek – eswietek@mkidn.gov.pl, tel.: (+48 22) 421 03 32
Ma gorzata Zbyszewska – mzbyszewska@mkidn.gov.pl, tel.: (+48 22) 421 04 68

Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna Sjávarföll í DaLí Gallery

atlantic_ocean_9364.jpgAnna Gunnarsdóttir bæjarlistamaður Akureyrarbæjar opnar sýninguna Sjávarföll í DaLí Gallery föstudaginn 16. janúar kl. 17-19.
Verkin eru unnin út frá gamalli tækni sem notuð var við körfugerð hjá frumbyggjum Ameríku og einnig í Malasíu. Verkin eru vafin með þráðum í einskonar vöndul sem er síðan formaður í hring. Kraftur verkanna líkir eftir þeirri orku er myndast hringinn í kringum landið við sjávarföll.
Anna hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis og fengið viðurkenningar fyrir verk sín.
Sýning Önnu Gunnarsdóttur Sjávarföll stendur til 1. febrúar og eru allir velkomnir.

 

 

Kær kveðja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 / 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri
dagrunm(hjá)snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com
opið fös-lau kl.14-17 í vetur og eftir samkomulagi

 

Anna Gunnarsdóttir s.8976064
Web site: www.annagunnars.com


Scott Rogers, gestalistamaður Gilfélagsins í janúar 2009




Scott Rogers er gestalistamaður Gilfélagsins í janúar 2009. Eftirfarandi texti erum hann og hans verk.

Ég er kanadískur listamaður sem er einnig sýningarstjóri og skrifar um list. Verk mín eru margbreytileg, en einblína gjarnan á staðbundna starfssemi, samvinnu og íhugul hugmynda verk. Mörg verk mín eru skammvinn, þau fela í sér tímabundnar athafnir í bæði almennu umhverfi og sýningum. Þessar athafnir taka á sig form skúlptúra, gjörninga, teikninga, margfeldni, ljósmynda og texta-byggðra verka. Stundum nota ég video, PowerPoint og myndvarpa einnig. Í starfi mínu hef ég áhuga á að rannsaka leiðir til sköpunar og semja um merkingu út frá tilviljunarkenndu efni, með því að vekja upp samtal í gegnum list og þar með þróa aðstæður og umhverfi sem gefa leyfi á félagslega og pólitíska gagnrýni.
Ég nota húmor, lágstemmda fagurfræði og blöndu af popp-menningu, listsögulegar og heimspekilegar tengingar til að festa í sessi þessa ramma. Ég eyði miklum tíma í að skipta um skoðun.



Scott hefur nýlega sýnt í ,,The New Gallery (Calgary), Eastern Edge Gallery (St. John's), Rock Paper Scissors (Oakland), The University of Lethbridge og við TULCA hátíðina (Galway, Írland). Komandi sýningar hans eru í Eyelevel Gallery (Halifax,), Galerie Sans Nom (Moncton) og Stride Gallery (Calgary).
Hann tók þátt nýlega í ,, Reverse Pedagogy Thematic Residency" gestadvöl á vegum Banaff Centre (Kanada) og mun vera gestalistamaður Pilotprojekt Gropiusstadt (Berlín, Þýskalandi) í febrúar 2009. Hann er stofnmeðlimur í Arbour Lake Sghool (Listasamstarfshópur í úthverfum Galgary, Kanada) og er sýningarstjóri ásamt Jason de Haan í Pocket Project, sem er frumkvöðlastarfsem snýst um það að gefa listamönnum margþætt umboðs verkefni.

Scott vill þakka Alberta Foundation for the Arts fyrir rausnarlegan stuðning við gestadvöl hans í Gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri.

http://www.scottrogersprojects.com
http://www.thearbourlakesghool.com
http://www.foamcorerecords.com




Scott Rogers is the guest artist of the Gil Society in January 2009.
The following text is of his work and career.

I am a Canadian visual artist, who also writes about art and curates. My work is widely divergent, but is generally concerned with site-specific activities, collaborations and speculative conceptual projects. Many of my works are ephemeral, incorporating temporary gestures in both public and exhibition settings. These gestures take the form of sculptures, performances, drawings, multiples, photos and text-based work. Sometimes I use video, PowerPoint and projections as well. Within my practice I am interested in investigating ways of creating and negotiating meaning from essentially random material, in provoking dialogue and discussion through art and in developing platforms which allow for social or political critique. I use humour, lo-fi aesthetics and a mixture of pop cultural, art historical and philosophical references to establish these frameworks. I spend a lot of time changing my mind.



Scott has recently exhibited at The New Gallery (Calgary), Eastern Edge Gallery (St. John's), Rock Paper Scissors (Oakland), The University of Lethbridge and the TULCA Festival (Galway, Ireland). His upcoming exhibitions include shows at Eyelevel Gallery (Halifax), Galerie Sans Nom (Moncton) and Stride Gallery (Calgary). He recently participated in the Reverse Pedagogy Thematic Residency at the Banff Centre (Canada) and will be an artist-in-residence at Pilotprojekt Gropiusstadt (Berlin) in February 2009. He is a founding member of the Arbour Lake Sghool (a collaborative art group in the suburbs of Calgary) and is the co-curator with Jason de Haan of Pocket Projects, an initiative which commissions artist multiples.


Scott would like to thank the Alberta Foundation for the Arts for its generous support of his residency at the Akureyri Artist Studio.


http://www.scottrogersprojects.com

http://www.thearbourlakesghool.com

http://www.foamcorerecords.com



--
Hertha Richardt Úlfarsdóttir
Supervisor of the studio for visiting artists in Akureyri
www.artistsstudio.blogspot.com

Kristin G. Jóhannsson opnar sýningu í Jónas Viðar Gallery

 

Laugardaginn 17. janúar kl.15.00 verður opnuð sýning á nýjum verkum eftir
Kristin G. Jóhannsson, listmálara, í Jónas Viðar Gallery ,
Kaupvangsstræti á Akureyri.

Sýningin ber titilinn "Haustbrekkur" og er hluti myndraðar, sem
listamaðurinn hefur unnið að undanfarin ár.
Hann sýndi fyrsta hluta þessa bálks í Ketilhúsi fyrir tveimur árum og hét
"Búðargil og brekkurnar" og eru verkin á þessari sýningu í beinu framhaldi
af þeim.

Kristinn leitar fanga í nánasta umhverfi sitt og segist efna til þessara
verka í brekkunum upp af Fjörunni eða eins og segir í sýningarskrá:"Verkin
á þessari sýningu eru sem sagt hluti af stærri heild og sækja blæbrigði í
litskrúð brekknanna og minnir á haustið eða gróður sem er að syngja sitt
síðasta með trega, flúri eða fagurgala. Líf í lækkandi sól."

Sýningin veður opin til 8. febrúar og er gallerýið opið föstudaga og
laugardaga  kl 14.00-18.00.

Allir eru velkomnir á opnun sem er sem fyrr sagði kl. 15.00 n.k. laugardag.


Hanna Hlíf Bjarnadóttir opnar sýninguna “Heima er best” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri á sunnudag

Sunnudaginn 11. janúar 2009 klukkan 11-13 opnar Hanna Hlíf Bjarnadóttir sýninguna “Heima er best” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

Hanna Hlíf hefur gert verk sérstaklega fyrir þessa sýningu og í texta um verkið segir:

Ísland var í efsta sæti ásamt Noregi árið 2007 í lífskjaravísitölu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna en stofnunin birtir árlega lista þar sem lagt er mat á lífsgæði í 177 ríkjum, svo sem ævilíkur, menntunarstig og verga landsframleiðslu á mann.

Sama ár voru 8410 tilkynningar um vanrækslu á börnun til barnaverndunarstofu.



Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965, fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, fór síðan í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík en söðlaði síðan um stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan árið 2006.  Hún hefur haldið nokkrar sýningar eftir útskrift og staðið að ýmsum menningarviðburðum á Akureyri. Stofnaði hún til að mynda galleríBOX árið 2005 ásamt öðrum og rak það til 2007, en það er staðsett í Kaupvangstræti 10 á Akureyri.

Meðfylgjandi mynd er af verki Hönnu Hlífar.
Nánari upplýsingar veitir Hanna Hlíf í hannahlif(hjá)simnet.is og í síma 8640046


Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Hönnu Hlífar Bjarnadóttur stendur til 1. mars 2009 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744.

Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.

 

HANNA HLÍF BJARNADÓTTIR 

HEIMA ER BEST 

11.01. - 01.03.2009 

Opnun sunnudaginn 11. janúar 2009, klukkan 11-13  

Opið samkvæmt samkomulagi

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM             

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir     

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744 

hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband