Bloggfærslur mánaðarins, mars 2019
26.3.2019 | 21:49
Kate Bae sýnir í Deiglunni
Verið velkomin á opnun "Rogue Valley" í Deiglunni föstudaginn 29. mars kl. 17 - 20. Gestalistamaður Gilfélagsins í marsmánuði, Kate Bae, sýnir afrakstur dvalar sinnar.
Einnig opið laugardag og sunnudag, 30. - 31. mars kl. 14 - 17.
Rogue Valley er sería akrýlinnsetninga unnin á meðan Kate dvaldi í gestavinnustofu Gilfélagsins í mars. Verkin eru unnin með loftslag, jökla og bráðnun íss í huga sem og þau hughrif sem landslagið vakti.
Kate Bae er fædd og uppalin í Busan í Kóreu en býr og starfar sem myndlistamaður og sýningarstjóri í New York, Bandaríkjunum. Listsköpun hennar beinist að margföldum sjálfsmyndum, minningum, mörk hugsýki og geðveiki. Kate er með MFA gráðu í málun frá Rhode Island School of Design og BFA frá the School of the Art Institute of Chicago.
Kate hefur sýnt víða, bæði í New York og annarsstaðar og hefur einnig hlotið ýmis verðlaun. Þetta er í annað sinn sem hún tekur þátt í gestavinnustofu á Íslandi en hún hefur dvalið í gestavinnustofum víða um heim. Einkasýning á verkum hennar verður haldin í Sunroom Project Space í Wave Hill í Bronx, NY, á árinu.
https://www.facebook.com/events/266491540898977
//
Please join us for the opening of artist in residence, Kate Bae´s exhibition "Rogue Valley" in Deiglan on Friday, March 29th, at 18:00. Light refreshments provided and the artist will be present.
Also open March 30 - 31th at 14 - 17.
Rogue Valley is a respond to the geological characters of Iceland made while staying in Gil Artist Residency. The works are colourful acrylic paint installations inspired by the climate, glaciers and the melting ice.
Born and raised in Busan, Korea, Kate Bae is an immigrant artist and independent curator based in New York City. Her youth was mostly spent on exploring the purpose of life and how to communicate with others. Kates art practice is focused on multiple identities, memories, neurosis and psychological borders. She holds an MFA from Rhode Island School of Design and a BFA from the School of the Art Institute of Chicago, both in painting. Some of her recent exhibitions include Temporary Approximations and Grow, co-curatorial projects with Fictional Art Collective, an women artist led organization based in NYC. Kate is also recipient of several awards, Creative Capital Professional Development Program in 2018 and New York Foundation for the Arts Immigrant Artist Mentoring Program in 2017. She has completed many residencies such as the Sam and Adele Golden Foundation for the Arts, SÍM Seljavegur Residency, the Studios at Mass MoCA, Trestle Gallery Residency, the Wassaic Project, Contemporary Artist Center, Tentacles+Surface Arts, Post Contemporary Residency and most recently at Marpha Foundation, Mustang, Nepal. Kate has exhibited nationally and internationally and has upcoming solo show at the Sunroom Project Space in Wave Hill, Bronx, NY in 2019.
https://www.kateisawesome.com/
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2019 | 15:55
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir í Kaktus
Næstkomandi laugardag 22. mars 2019 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fallega sýningu hjá okkur í Kaktus.
Sýningin tjáir einhverskonar vinnustofu stemmingu þar sem tínd eru fram verk sem unnin voru í lok dvalar, þegar afgangs efni
eru notuð áður en öllu er pakkað niður og haldið heim. Verkin hafa ekki verið sýnd áður og voru unnin í febrúar 2017 í Berlín eftir sex mánaða dvöl þar.
Á sýningunni, sem er einhvers konar vinnustofu innsetning, eru andlitsmyndir tengdar borgarlífinu. Andlit mismunandi tíma og vídda birtast. Það er ekki alltaf skírt hvort þetta sé raunverulega lifandi fólk eða svipir, einstaklingar frá öðrum tíma sem enn eru á reiki. Andlit sem birtast í neonljósum, næturmyrkri eða jafnvel dúkka upp í draumum eða martröðum.
Fáar stórborgir hafa jafn áþreifanlegt andrúmsloft skelfilegrar fortíðar en jafnframt uppbyggingu og endursköpun nútíma fjölþjóðlegrar menningarborgar, eins og Berlín.
Þar mætir illskan góðvildinni, ljótleikinn fegurðinni og fortíðardraugarnir nútímanum.
Pálína Guðmundsdóttir er fædd og starfandi á Akureyri. Nam myndlist í Gautaborg og síðar í Hollandi, fyrst í Enschede í AKI 1982-87 og síðar framhaldsnám í Maastricht 1987-89.
Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í ótal samsýningum síðast í Hollandi sl. sumar.
Hún var bæjarlistamaður Akureyrar 2013 og dvaldi þá 6 mánuði í Berlín og fékk listamannalaun til dvalar í Berlín í 6 mánuði 2016.
Pálína er starfandi fræðslufulltrúi Listasafnsins á Akureyri.
Við minnum á að allir eru velkomnir og í boði verða léttar veitingar.
Sýningin er svo einnig opin sunnudaginn 23. mars frá 15 - 18.
https://www.facebook.com/events/2388631904798444
22.3.2019 | 15:48
Sjóræn áminning í Mjólkurbúðinni
" Sjóræn áminning "
Sjónlistakennarar á Akureyri, minna á sig með örlitlu sjónrænu áreiti.
Þeir sem sýna eru:
Þórhalla Laufey Guðmundsdóttir,
Gígja Þórarinsdóttir,
Sandra R Dudziak Arnardóttir,
Dagrún Matthíasdóttir,
Halla Jóhannesdóttir,
Jóhannes Joris Rademaker,
Guðrún Elfa Skírnisdóttir,
Ólafur Sveinsson,
Svanbjörg Sverrisdóttir og
Sigrún Birna Sigtryggsdóttir.
Sýningin stendur frá 16.-24. mars.
https://www.facebook.com/events/578302432669039