Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir í Kaktus

54520863_1913128675476713_4567930596717756416_o.jpg?_nc_cat=108&_nc_eui2=AeFV4ZxWYVdNORewSf1QD4EY6XQdbChwHIyOjdcYaT61JZ_Gd-ekHYsebkMBkVMJtavdeWggKKsMdEhLih59Xpy5Zp9_TycoKQ_sOo9twpZlLw&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Næstkomandi laugardag 22. mars 2019 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fallega sýningu hjá okkur í Kaktus.

Sýningin tjáir einhverskonar vinnustofu stemmingu þar sem tínd eru fram verk sem unnin voru í lok dvalar, þegar afgangs efni
eru notuð áður en öllu er pakkað niður og haldið heim. Verkin hafa ekki verið sýnd áður og voru unnin í febrúar 2017 í Berlín eftir sex mánaða dvöl þar.
Á sýningunni, sem er einhvers konar vinnustofu innsetning, eru andlitsmyndir tengdar borgarlífinu. Andlit mismunandi tíma og vídda birtast. Það er ekki alltaf skírt hvort þetta sé raunverulega lifandi fólk eða svipir, einstaklingar frá öðrum tíma sem enn eru á reiki. Andlit sem birtast í neonljósum, næturmyrkri eða jafnvel dúkka upp í draumum eða martröðum.

Fáar stórborgir hafa jafn áþreifanlegt andrúmsloft skelfilegrar fortíðar en jafnframt uppbyggingu og endursköpun nútíma fjölþjóðlegrar menningarborgar, eins og Berlín.
Þar mætir illskan góðvildinni, ljótleikinn fegurðinni og fortíðardraugarnir nútímanum.

Pálína Guðmundsdóttir er fædd og starfandi á Akureyri. Nam myndlist í Gautaborg og síðar í Hollandi, fyrst í Enschede í AKI 1982-87 og síðar framhaldsnám í Maastricht 1987-89.
Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í ótal samsýningum síðast í Hollandi sl. sumar.
Hún var bæjarlistamaður Akureyrar 2013 og dvaldi þá 6 mánuði í Berlín og fékk listamannalaun til dvalar í Berlín í 6 mánuði 2016.
Pálína er starfandi fræðslufulltrúi Listasafnsins á Akureyri.

Við minnum á að allir eru velkomnir og í boði verða léttar veitingar.
Sýningin er svo einnig opin sunnudaginn 23. mars frá 15 - 18.

https://www.facebook.com/events/2388631904798444

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband