Friðgeir Jóhannes Kristjánsson sýnir í Kaktus

52599423_1885503934905854_913864380825731072_o.jpg?_nc_cat=110&_nc_ht=scontent-lht6-1

Föstudagskvöldið 1. mars opnar listamaðurinn Friðgeir Jóhannes Kristjánsson sýninguna "Smali" í Kaktus.
Friðgeir er fæddur á Akureyri 1987. Hann lærði myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri og svo við Myndlistaskólann í Reykjavík og svo við listaháskólann í Angoulême, Frakklandi, en þar útskrifaðist hann árið 2017. Friðgeir hefur tekið þátt í fjölda samsýninga í Frakklandi en þetta er kannski fyrsta einkasýning hans á Íslandi.

Með eigin orðum lýsir Friðgeir sýningunni sem svo:
Sýning þessi er smá tilraun til að myndskreyta minningar mínar frá síðustu tveim sumrum þar sem ég vann sem smali í suður Frakklandi. Sumt er erfitt að muna eins og hvernig er litur skugga sem fellur á jörð í eikarskógi og hvort var smalahundurinn með hvítan haus með hvítum blettum eða var hann með svartan haus og hvíta bletti? Notast ég við ljósmyndir og skissur sem ég hef safnað að mér í gegnum árin, restin er uppspuni en minningarnar eru allar ekta.

Allir innilega velkomnir í Kaktus að skoða lítil málverk, stórar teikningar og njóta léttra veitinga.

https://www.facebook.com/events/1030255420508186


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband