Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017
31.1.2017 | 10:28
Ólöglegi innflytjandinn var Nína Tryggvadóttir kommúnisti og hættuleg Bandaríkjunum?
Þriðjudaginn 31. janúar kl. 17-17.40 verður sýnd í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi upptaka frá Listasafni Íslands af fyrirlestri Hallgríms Oddssonar, blaðamanns og hagfræðings, Ólöglegi innflytjandinn var Nína Tryggvadóttir kommúnisti og hættuleg Bandaríkjunum? Í fyrirlestrinum rekur hann baráttu Nínu fyrir landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Listasafnsins, Þriðjudagsfyrirlestrar. Aðgangur er ókeypis.
Á 5. áratug síðustu aldar flutti Nína Tryggvadóttir til New York í Bandaríkjunum og skapaði sér nafn sem myndlistarkona. Þar kynntist hún þýsk-ættaða vísinda- og listamanninum Al Copley. Þau giftu sig árið 1949 og allt leit út fyrir að ungu hjónin kæmu sér fyrir á Manhattan, umkringd skapandi vinum í hringiðu listasenunnar. En það sem þau héldu að yrði praktísk afgreiðsla á formsatriðum, þegar Nína ætlaði að snúa til baka til New York eftir dvöl á Íslandi, varð fljótt að eldvegg sem aðskildi þau um árabil. Á Íslandi töldu ákveðnir aðilar að Nína væri kommúnisti og áður en yfir lauk teygði málið anga sína djúpt inn í bæði íslenskt og bandarískt stjórnmálakerfi.
Hverjir voru þessir óvildarmenn Nínu? Er barnabókin Fljúgandi fiskisaga kommúnískur áróður sem beint er gegn bandarískum stjórnvöldum? Var Nína kommúnisti? Hvernig áhrif hafði álagið vegna aðskilnaðarins og langvarandi baráttu á líf og listamannsferil Nínu? Hallgrímur reifar þessar og fleiri spurningar og rekur einstaka baráttu Nínu og Al fyrir sameiningu fjölskyldunnar í Bandaríkjunum.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Páll Björnsson, Katinka Theis og Immo Eyser, Rebekka Kuhnis, Aðalsteinn Þórsson, Susan Singer og Ingibjörg Sigurðardóttir.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2017 | 15:51
Opinn fundur um viðburði og hátíðir sumarsins
Opinn fundur þar sem farið verður yfir breytingar á viðburðum sumarsins á vegum Listasafnsins og Akureyrarstofu verður haldinn í dag, mánudaginn 30. janúar, kl. 16.30-17.30 í Listasafninu, Ketilhúsi. Allir velkomnir.
Síðustu vikur hefur ráðgjafahópur komið saman til að ræða um breytingar á viðburðum sumarsins sem eru á vegum Listasafnsins og Akureyrarstofu. Þetta var gert að beiðni stjórnar Akureyrarstofu eftir umræðu og mat á hátíðahöldum síðasta sumars.
Búið er að leggja nýjar skýrar línur sem byggja að sumu leyti á gömlum grunni. Lagt er upp með eftirfarandi breytingar:
- Áhersla er lögð á þrjár afmarkaðar hátíðir auk námskeiða. Listasumar hættir í núverandi mynd en þess í stað lögð áhersla á Jónsmessuhátíð sem sólarhringslangan en stóran viðburð og eflingu A! Gjörningahátíðar.
- Hægt verður að sækja um verkefnastyrki vegna þátttöku á Jónsmessuhátíðinni líkt og var á Listasumri.
- Sumarnámskeið og listasmiðjur sem áður voru á Listasumri verða nú í ágúst og afraksturinn sýndur á Akureyrarvöku. Hægt verður að sækja um styrki fyrir námskeiðunum.
- Gjörningalistahátíðin A! fær aukið fjármagn til dagskrárgerðar og verður færð á næsta ári yfir í októbermánuði þannig að lofti betur um bæði hana og Akureyrarvöku.
30.1.2017 | 15:46
Georg Óskar sýnir í Listasafninu á Akureyri
Laugardaginn 28. janúar kl. 15 verður sýning Georgs Óskars, Fjögur ár, opnuð í Listasafninu, Ketilhúsi. Á sýningunni má sjá valin verk úr smiðju listamannsins frá 2013 til 2016.
Yfirlitssýningar listamanna eru gjarnan stórar í sniðum og innihalda mikið úrval verka sem unnin eru á löngu tímabili, segir Georg Óskar. Mér fannst skemmtileg hugmynd að setja núna upp yfirlitssýningu sem spannar aðeins fjögur ár af þeim tólf sem ég hef unnið markvisst að eigin myndlist. Mig langar allavega að sjá eina yfirlitssýningu með verkum mínum, því satt að segja hef ég ekki hugmynd um hvort ég verði vitni að þeirri næstu.
Georg Óskar útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2009 og lauk mastersnámi í myndlist við Kunst- og designhøgskolen í Bergen í Noregi 2016. Hann hefur haldið ellefu einkasýningar og tekið þátt í fimm samsýningum.
Georg Óskar verður með leiðsögn á síðasta sýningardegi, fimmtudaginn 9. febrúar kl. 12.15-12.45.
25.1.2017 | 17:51
Auður Ómarsdóttir sýnir á gangi hjá Sal Myndlistarfélagsins
Laugardaginn 28.janúar sýnir Auður Ómarsdóttir nokkur abstrakt rómantísk verk á gangi hjá Sal Myndlistarfélagsins á Akureyri.
Athugið að sýningin stendur aðeins yfir í einn dag, svo áhugasamir eru hvattir til að mæta.
Auður útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 og hefur síðan unnið að myndlistinni og sýnt bæði hér heima og erlendis.
______________________________________________________
'Þín bíður bréf undir bekk við hliðina á styttunni af Jónasi Hallgrímssyni í Hljómskálagarðinum.'
https://www.facebook.com/events/1369500953121509
Menning og listir | Breytt 26.1.2017 kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2017 | 09:28
Snorri Ásmundsson opnar sýningu í Sal Myndlistarfélagsins
Laugardaginn 28. janúar kl. 15:00 opnar Snorri Ásmundsson sýningu sýna "In arms" í Sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 10 á Akureyri
Hinn rómantíski listmálari og lífskúnstner, Snorri Ásmundsson er jafnan nefndur einn af þremur bestu samtímamálurum Evrópu. Vert er að nefna að Snorri er einnig margrómaður fyrir píanóhæfileika sína, en hann hefur verið talinn einn sá besti píanóleikari í Evrópu. Þar lætur hann ekki við sitja en hefur um þessar mundir tekið sér ástfóstri við harmonikkuna. Það er sem harmonikkan hafi talað til hjarta Snorra og gert hann að þjóni sínum. Sú ástríða hrífur alla þá sem hafa séð Snorra leika á harmonikkuna en spáð er því að hann verði sá allra besti harmonikku leikari í heimi. Sumir telja að nú þegar sé hann sá allra besti í mannkynssögunni. Slíkir eru hæfileikarnir.
https://www.facebook.com/events/1668123043203588
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2017 | 09:10
Skammdegi Festival / Skammdegishátíð á Ólafsfirði
Skammdegi Festival / Skammdegishátíð
26-29 January 2017
Opening night Guided Tour starts at 17:00 from Landsbjörg
17:00 Skammdegi Exhibition - Landsbjörg
↓
17:45 - 18:30 Slaggrinding in a Throughfeed System
by Jeffery Shivers & Nina Guo
↓
19:00 Skammdegi Exhibition - Listhus Gallery
↓
19:30 Skammdegi Exhibition - Kaffi Klara
Welcome to join us. Free Admission. Hope to see you all.
There are guided tours on Sat. and Sun as well. Please check the program leaflet attached for details.
Alice Liu
Festival organizer
Skammdegi Festival
www.skammdegifestival.com
https://www.facebook.com/events/397320273991357
24.1.2017 | 14:55
Barbara Bernardi sýnir í Deiglunni
Orð frá Íslandi
Verið velkomin á opnun sýningar Barbara Bernardi, Orð frá Íslandi laugardaginn 28. janúar kl. 14 17 í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23. Einnig opið á sunnudag 14 17. Léttar veitingar í boði og listamaðurinn verður á staðnum.
Orð frá Íslandi er mynd- og hljóðinnsetning unnin á meðan dvöl minni í Gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri stóð.
Ég safnaði fyrstu hughrifunum úr síbreytilegu landslaginu og ég tengi þau við einveruna í þessu nýja listræna samtali við náttúruna á Akureyri.
Þetta ferli varð speglun þar sem líkamleg hreyfing og hreyfing tilfinninganna, líkamlegt og tilfinningaferðalag speglast í hvort öðru.
Myndir, orð og rödd eftir Barbara Bernardi.
Tónlist eftir Marco Capra.
Barbara Bernardi er ítölsk vídeolistakona sem hefur búið og starfað í Berlín síðan 2008. Hún lærði kvikmyndaleikstjórn í Mílanó og lauk MFA í Vídeolist í London's Chelsea College of Art and Design. Hún hefur komið víða við og m.a. starfað sem leikstjóri við þáttagerð, unnið myndbönd og innsetningar fyrir leikhús og heimildarmyndina Ciao Italia sem var sýnd á kvikmyndahátíðum og hlaut önnur verðlaun á hátíð í Ítalíu.
Barbara vinnur vídeoverk í samvinnu við aðra listamenn, ljóðskáld, gjörningalista, dansara og tónlistamenn og þessi verk hafa verið sýnd í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu.
Hún er gestalistamaður Gilfélagsins í janúarmánuði.
www.barbarabernardiberlin.wordpress.com
www.listagil.is
https://www.facebook.com/events/390975724569530
///
Words from Iceland
You are invited to attend the opening of Words from Iceland by artist Barbara Bernardi in Deiglan, Kaupvangsstræti 23, Akureyri. Open Saturday 14 17 and Sunday 14 17.
"Words from Iceland" is a video and sound installation which shows a work in progress during my Gil Residency in Akureyri.
I collected the first strong impressions of a landscape that changes every day and I related them to the feelings of solitude in a new artistic dialogue with the nature in Akureyri.
This process was a mirror in which physical movement and emotional movement, physical journey and emotional journey reflect themselves into each other.
Images, words and voice by Barbara Bernardi.
Music by Marco Capra
Barbara Bernardi
Born in Padua, after graduating in Directing from the Film School of Milan, she received a scholarship to read a Master in Fine Arts, specialising in Video Art, at London's Chelsea College of Art and Design.
After returning to Milan, she worked as a director for a national music TV channel for Tv Shows about music and art. She received a scholarship by the Gallery Isolacasatheatro in Milan for her art work as video installations for the opening of the Gallery and for theatre's plays. Since 2008 she lives and works in Berlin as an artist and video-maker.
In 2010 "Ciao Italia, a documentary film made with Fausto Caviglia, was screened in cinemas in Berlin, Milan, Rome, Florence and it took part in several Film festivals among them in Padua, La Spezia, Nettuno and Latina; it won the second prize at the regional Migration Museum 'Pietro Conti', Italy.
Since 2015 she created video and sound installation, which were shown in exhibitions in Berlin bei Funkhaus und Kunst am Spree Knie 2015 and 2016; with performance in Schöneweide as part of the Licht Gestalten Festival, at the archi-Medial, in Berlin; in Nantes, (France) at the Gallery Le Rayon Vert and at the Cosmopolis Festival 2016.
Her videos with poet Nicoletta Grillo has been awarded with three First Prizes in Literature Festivals in Italy in 2016. The film together with Flaminia Vendruscolo, dancer/performer, was screened at the Festival in Bath, UK.
She collaborated with the musician Antoine Lukac making two videos art for his music.
Since September 2016 she has started to work on a video/sound installation with performance, together with artist Nina Hansen to be shown in Copenhagen, 2017.
She is the artist of the Gil Artist Residency in Akureyri in January 2017.
She likes to create new atmospheres. She collects and produces images, sounds, moments and voices, which later she edits together experimenting new stories.
www.barbarabernardiberlin.wordpress.com
www.listagil.is
https://www.facebook.com/events/390975724569530
23.1.2017 | 11:25
Barbara Bernardi með fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins í Listasafninu
Þriðjudaginn 24. janúar kl. 17-17.40 heldur ítalska listakonan Barbara Bernardi fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni A Poetic Landscape. Í fyrirlestrinum fjallar hún m.a. um vinnuaðferðir sínar við listsköpun og endurreisn tilfinningarýmis með myndum og hljóði.
Barbara Bernardi nam kvikmyndaleikstjórn í Mílanó og lauk MA gráðu frá Chelsea College of Art and Design í London þar sem vídeólist var hennar megin viðfangsefni. Frá 2008 hefur hún búið og starfað sem listamaður í Berlín. Í gegnum tíðina hefur Bernardi unnið að fjölmörgum vídeóverkefnum, s.s. heimildarmyndinni Ciao Italia í samvinnu við Fausto Caviglia 2010, og hlutu vídeóljóð hennar og ljóðskáldsins Nicolettu Grillo fyrstu verðlaun á Ítölsku bókmenntahátíðinni 2016. Hún dvelur um þessar mundir í gestavinnustofu Gilfélagsins í Kaupvangsstræti.
Þetta er fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Hallgrímur Oddsson, Páll Björnsson, Katinka Theis og Immo Eyser, Rebekka Kuhnis, Aðalsteinn Þórsson, Susan Singer og Ingibjörg Sigurðardóttir.
Dagskrá vetrarins má sjá hér að neðan:
24. janúar: Barbara Bernardi, vídeólistakona
31. janúar: Hallgrímur Oddsson, blaðamaður
7. febrúar: Páll Björnsson, sagnfræðiprófessor
14. febrúar: Ingi Bekk, ljósa- og myndbandahönnuður
21. febrúar: Katinka Theis og Immo Eyser, myndlistarmenn
28. febrúar: Rebekka Kühnis, myndlistarkona
7. mars: Aðalsteinn Þórsson, myndlistarmaður
14. mars: Susan Singer, myndlistarkona
21. mars: Ingibjörg Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur
https://www.facebook.com/events/327578490975098
http://www.listak.is/is/frettir/frettasafn/fyrsti-thridjudagsfyrirlestur-arsins-1
18.1.2017 | 09:19
Auglýst er eftir umsóknum úr Menningarsjóði
Menningarsjóður Akureyrar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Auglýst er eftir umsóknum um samstarfssamninga og verkefnastyrki. Samstarfssamningar skulu stuðla að fjölbreyttu menningarlífi á Akureyri. Hægt er að sækja um samstarf til tveggja eða þriggja ára í senn. Við úthlutun er litið til fjölbreytileika í starfsemi,aldurs þátttakenda, jafnréttis og sýnileika.
Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir
Hinvegar er auglýst eftir umsóknum um verkefnastyrki. Verkefnin skulu auðga menningarlífið í bænum,hafa sérstöðu og fela í sér frumsköpun.
Vegna 100 ára afmælis Leikfélags Akureyrar verða 500.000 kr. eyrnamerktar verkefnum tengdum afmælinu.
Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir
Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2017.
18.1.2017 | 09:14
Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum um starfslaun listamanna
Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum um starfslaun listamanna fyrir tímabilið 1. júní 2017 til 31. maí 2018. Starfslaunum verður úthlutað til eins listamanns og hlýtur viðkomandi 9 mánaða starfslaun.
Markmiðið er að listamaðurinn sem starfslaunin hlýtur geti helgað sig betur listsköpun sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á tímabilinu. Einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina.
Umsækjendur skili inn umsókn með upplýsingum um listferil, menntun og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður.
Umsóknum skal skilað í netfangið huldasif@akureyri.is eða í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2017.