Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Jónborg Sigurðardóttir sýnir á bókasafni HA

15941134_10212264587156795_7137604885836788741_n

Málverkasýningin JÓNBORG-SÓLBORG er fjórða sýning í sýningarröðinni JÓNBORG-STÓRBORG-ELDBORG-SVANBORG sem er haldin á bókasafni HA. Að þessu sinni mála ég myndir af fyrrverandi vistmönnum Sólborgar sem fluttu á lítil sambýli þegar stofnuninni var lögð niður, í húsnæði sem áður var fyrir fólk með þroskaskerðingu er nú háskóli. Allir velkomnir.

Opnun föstudaginn 13. jan. kl. 16-18.
Sýningin stendur til 10. feb. og er opið á opnunartíma bókasafnsins.

https://www.facebook.com/events/1073466709447928


Hallgrímur Stefán Ingólfsson opnar sýninguna Ship ohoj í Mjólkurbúðinni

15965486_10154125227937231_7206624249506195922_n

Hallgrímur Stefán Ingólfsson opnar einkasýninguna Ship ohoj í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á laugardaginn 14.janúar kl. 14.

Sýningarárið 2017 hefst með tíundu einkasýningu Hallgríms Stefáns Ingólfssonar og málverkasýningu hans Ship ohoj. Sjórinn er honum hugleikinn og kemur oft fyrir í myndum listamannsins þó myndefni hans eru fjölbreytileg.

Hallgrímur sem er kennari við listnámsbraut VMA hefur teiknað og málað frá barnæsku. Hallgrímur er lærður innanhússarkitekt frá Skolen for boligindretning (Det Kongelige Danske Kunstakedemi) í Kaupmannahöfn og nam eitt ár í grafík við sama skóla og er með kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri.

Sýning Hallgríms Ship ohoj stendur yfir frá 14.-29.janúar og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir samkomulagi þess utan.


Nína Tryggvadóttir og Freyja Reynisdóttir í Listasafninu á Akureyri

15875458_1344320685589770_8659406478852496189_o 15941105_1344980105523828_1986753923655381028_n

Árið 2017 verður óvenjulegt ár í Listasafninu á Akureyri þar sem framkvæmdir við efstu hæðina í Listasafnsbyggingunni hefjast í febrúar. Starfsemin beinist því aðallega að því að setja upp sýningar í Ketilhúsinu. Sýningarárið hefst með tveimur opnunum laugardaginn 14. janúar kl. 15. Á miðhæð Ketilhússins má sjá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, en á svölunum opnar Freyja Reynisdóttir sýninguna Sögur

Nína Tryggvadóttir
Litir, form og fólk
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús, 14. janúar - 26. febrúar

Nína Tryggvadóttir (1913-1968) var meðal frjóustu og framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar og þátttakandi í formbyltingunni í íslenskri myndlist á 5. og 6. áratugnum. Hún nam myndlist í Kaupmannahöfn og New York og bjó auk þess í París, Lundúnum og Reykjavík. Nína vann aðallega með olíu á striga en hún er einnig þekkt fyrir pappírsverk, verk úr steindu gleri, mósaíkverk og barnabækur. Hún var einn af brautryðjendum ljóðrænnar abstraktlistar.

Sýningin Litir, form og fólk er unnin í samvinnu við Listasafn Íslands, en í safneign þess eru um 80 verk eftir Nínu frá tímabilinu 1938–1967. Hún er að hluta byggð á sýningunni Ljóðvarp sem sett var upp í Listasafni Íslands 2015, en í tengslum við þá sýningu kom út vegleg bók um Nínu. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda af verkum hennar auk greina og viðtala á íslensku og ensku.

Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.  

https://www.facebook.com/events/250505972047721

Freyja Reynisdóttir
Sögur
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús, 14. - 26. janúar

Verk Freyju Reynisdóttur (f. 1989) eru unnin í ólíka miðla en fjalla mörg hver um þá þráhyggju mannsins að skilgreina allt og alla, en einnig um þræðina sem við eigum sameiginlega s.s. upplifanir, minni og samskipti. Þessar vangaveltur eru ennþá ofarlega á baugi í sýningunni Sögur þó engin endanleg niðurstaða sé í boði. Erfitt er að sjá fyrir hvað áhorfandinn spinnur út frá frásögn listamannsins, enda er það einstaklingsbundið.

Freyja útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2014 og hefur starfað og sýnt á Íslandi, Danmörku, Spáni, Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Hún hefur rekið sýningarýmið Kaktus auk þess að halda árlega listviðburðinn Rót á Akureyri og tónlistarhátíðina Ym.

https://www.facebook.com/events/163548724129884

 


Súpu- eða sushifundur í Listagilinu

15894638_1341579429197229_7652487897508844861_n

Það er komið að fyrsta súpu- eða sushifundi ársins í Listagilinu. Við hittumst þriðjudaginn 10. janúar 2017 kl. 12-13 á RUB 23.
Allir sem hafa áhuga á Listagilinu eru velkomnir.
Það er engin formleg dagskrá en tilvalið að ræða það sem brennur á fólki og það sem er framundan á nýju ári eða það sem er afstaðið.
Gott er að skrá sig á fundinn hér, þá veit starfsfólk RUB 23 hvað það er um það bil von á mörgum. https://www.facebook.com/events/230579537399003/
Verið velkomin.


Joris Rademaker sýnir í Berlín

15823720_10211745739186112_9036605679123815892_n

Joris Rademaker opnar innsetningu 5. janúar 2017, kl. 19 til 22, í Studio Gallery Hier und Jetzt, Langhansstr. 116 í Berlín.
Sýningin stendur til 12. janúar. Opið frá 6. 7. 11. og 12. janúar frá kl. 14. til 18. Allir velkomnir.
 
Titill innsetningarinnar er: Berlin Island, Gautaborg Hollandi.
 
Á sýningunni blandar Joris saman mismunandi verkum, efni og tækni frá mismunandi tímum, stöðum og löndum. Hér blandar hann þessu öllu saman í nýtt samhengi.
Aðal viðfangsefni sýningarinnar er íslensk náttúra og erlend í samtali við hans hendur og líkama. Það er samtal við innra og ytra umhverfi. Með því að búa í mismandi löndum, borgum og stöðum hugsar hann um sjálfan sig sem menningarlegan hirðingja (nomand).
 
Akureyrarstofa veitti Joris ferðastyrk vegna sýningarinnar. Hann dvaldi og vann í mánuð i gestavinnustofu SIM í Berlin.

---

Joris Rademaker
Installations

Painting is in many ways symbolic for Joris working methods, as the main part of his oeuvre is presented in rows and series, where each picture can also stand alone. These rows of images create an impression of a sequence that indicates how the idea is thouroughly worked through in a variety of works balancing regularity and disorder. Each work carries with it the history of fruitful experimentation and precise implementation and this history carries over into the next them/object/form/instalation. In this way, Joris has produced rows of a variety of works that have in common the dissolution of tight forms and the suggestion of perpetual motion.

Úlfhildur Dagsdóttir


Opening 5.1.2017
7 PM

Open
5.1. till 12.1.2017
Wednesday / Thursday / Friday / Saturday 14 till 18 o`clock

Hier und Jetzt
Studiogalerie
Langhansstraße 116
13086 Berlin

Tram 12 & M13 Stop: Friesickestraße

https://www.facebook.com/events/837672669704072


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband